Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Framsóknar ég flokkinn kaus - fyrirgef mér Drottinn! Vísnahorn Það er töluvert um að vera á netmiðlunum þessa dagana og ekki síð- ur á hinu háa Alþingi þar sem allir eru ávarp- aðir „háttvirtur“ og „hæstvirtur.“ Hvað sem sú virðing ristir nú djúpt! Lengi hef ég bor- ið frekar litla virðingu fyrir þessum blessuðu stjórnmálamönnum hvar í flokki sem þeir standa og sú litla virðing sem var er ekki vax- andi um þessar mundir. Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík enda hægt að kom- ast í marga hringi á þeim tíma. Um einhverja merkisviðburði í netsamfélaginu orti Kristján Björn Snorrason: Bloggararnir berjast hart, bölva hér og klaga. Fann ég þennan fyrri part fyrir Gunnar Braga. Nú eru aðildarslitin við Evrópusambandið aðal mál dagsins í dag. Hvað sem verður svo efst á baugi þegar blaðið kemur út. En hvað sem það verður verða örugglega ekki allir sammála. Um þessi mál kvað Pétur Stefáns- son: Það að setja þjóð í hlekki; það ég aldrei styð. Sumir vilja - aðrir ekki, í Evrópusambandið. Lárus Þórðarson hefur talsvert þurft á heil- brigðisþjónustu að halda í gegnum árin en Ingibjörg Pálmadóttir frænka hans skar þar allt niður við trog í sinni ráðherratíð. Lárusi mislíkaði þetta við frænku sína, hina fögru og frómu framsóknarmey og orti: Ég er orðinn ærulaus út í villu dottinn. Framsóknar ég flokkinn kaus, fyrirgef mér Drottinn. Annar sómamaður sem um hríð sat á ráð- herrastóli hafði þann sið að tala gjarnan um málin: „Í fyrsta lagi og í annan stað.“ Um hann var kveðið: Utanríkisráðherrann ræðir mál af ýmsu tagi þó ýmsum finnist fátt um hann í fyrsta, öðru og þriðja lagi. Um líkt leyti mun það hafa verið sem eftirfar- andi vísa varð til: Einn vill Jóninn öllu spilla. Ill er frétt. Honum lýsa allir illa -og allir rétt. Anton Helgi Jónsson gaf út limrubók og vænti ég að þar sé eitt og annað bitastætt. Allavega mun þessi vera þar á síðum: Ég spurt margan spekinginn hef úr spjörunum: Til hvers er nef? Þeir hrylla sig bara og hnerrandi svara: -Svo hægt sé að vera með kvef. Lárus Þórðarson fékk fyrir þónokkrum árum kransæðastíflu og var nokkuð hætt kom- inn. Ekki varð þó af því í það skiptið að hann kannaði leyndardóma eilífðarmálanna neitt verulega. Um þetta hafði hann þessi orð, þeg- ar hann rankaði við sér: Ég eitthvað af meðvitund missti er mót gengu örlagaþyrnar, svo ég klappaði uppá hjá Kristi, en karl setti stól fyrir dyrnar. Gísli Ásgeirsson þurfti eitt sinn að fara með fresskött sinn gulbröndóttan að lit til aðgerð- ar hjá dýralækni svo kisi mætti öðlast innri ró- semi hugans. Þar sem Brandur hafði enn ekki numið Jógafræði til neinnar hlítar varð ekki hjá því komist að létta hann um kirtla þá sem mörgum karlkynsverum hafa valdið nokkrum óróa. Nokkuð hafði þessi aðgerð og útgang- ur umhverfis dýralæknastofuna verið miklað- ur fyrir Gísla en um morguninn meðan hann beið varð til eftirfarandi kviðlingur: Þar sem úldin eistu ámu hálfa fylltu þrútnir jeppar þeystu þreyttum morgni spilltu uppi á holti háu hóf sig kirkjuspíra -með Brand í búri smáu beið ég eftir Dýra. Veturinn 1992 til 93 var eins og jafnan eitt- hvað til tíðinda bæði hérlendis og erlend- is. Meðal annars höfðu sumir stjórnmála- menn Noregs áhuga á að ganga í Evrópusam- bandið og örugglega hafa einhverjir íslensk- ir pótintátar verið sömu skoðunar þá alveg eins og nú. Þá undir vorið birtist í blaði sem hét ,,Bændablaðið Landsbyggðin“ og Bjarni Harðarson gaf út ásamt fleirum, frásögn í stíl Heljarslóðar orrustu þar sem sagt var frá för þeirra Gro Harlem Bruntland og Jens Stol- tenberg suður til Brussel eða Brauðseljar eins og sú borg nefnist í þeim skjölum. Eftir því sem fræðin herma komu þau að beinakerlingu einni og fundu þar í vísur nokkrar sem virtust benda til að þar hefðu Íslendingar farið um á undan þeim. Birtist sá bálkur hér og nú en gaman væri ef einhver vissi um höfund: Sól þótt hér skíni suðurfrá samt mun þó kalt á Fróni þar atvinnuleysið aldrei bregst hjá iðnaðarlausa Jóni. Nú drúpir hin forna Davíðsborg dauft er á ráðhústróni Upp við styttuna á Arnarhól einmanna pissar róni. Sjá má enn út við saltan mar sjókindur skríða úr leyni þótt aflabrögð reynist ósköp rýr eins og ég frá nú greini: Fiskum í hafi fækkar ört, fréttist nú vart af beini dregnu upp af þeim djúpa sæ, dæsir og hóstar Steini. Bændur á sveitabýlum lands brúnirnar hnykla reiðir. Á mölina tínast einn og einn þótt ei séu vegir greiðir. Óskiljanlegar öllum lýð eru ráðherrans leiðir þá byggðanna dreifðu bergir skál Blöndal svo vínið freyðir. Sjúkdómar þegar sækja á menn, sóttir og kvillar bráðir, halda þá verða á hospítal haltir, skakkir og þjáðir. Lasburða standa í langri röð lerkaðir, sjúkir, smáðir. Eiga hjá Hvata aðeins von öðlingar ríkir, fjáðir Ekki er fjárhirslan alveg tóm, þar áhyggjur firna stórar hlaðast upp eins og Hekluhraun í höfuðáttirnar fjórar. Skuldasúpan er skratti góð, þótt skræki nú sultarkórar. Í henni hræra í erg og gríð akfeitir sveitarstjórar. Landið fýkur og blæs í burt, beisk er goðanna reiði. Örfoka verður ás og hlíð, akrar sem gróin leiði. Grafa lækirnir gil og skörð, gnaga skepnur á heiði. Til varnar trúi ég verði seint varanlegt gagn af Eiði. Eins og menn sjá er öldin hörð, enginn fær varist grandi. Hangir þjóðin við hungurmörk, hygg ég að öllum standi orðið á sama um okkar hag á auðnum og köldum sandi. Til Brauðseljar held því beina leið blómstrar þar allt í landi. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Um næstu helgi, nánar til tekið dagana 7.-9. mars, verður hama- gangur í handavinnuöskjunni í Borgarnes Bed & Breakfast í Borg- arnesi. „Áhugafólk um handavinnu ætlar í góðum hópi að ljúka við hálfkláraða handavinnu sem er að finna í skúffum og skápum á mörg- um heimilum. Handavinnukenn- arinn Ragnheiður Jóhannsdóttir, fyrrum Borgnesingur, er á staðnum og leiðbeinir við Halldóruhæla, go- belín, hekluð blóm, harðangur og allt það sem hver og einn dregur upp úr pússi sínu,“ segir í tilkynn- ingu um þetta áhugaverða framtak í þeim tilgangi að ljúka við hið hálfn- aða handverk sem vafalaust liggur víða. „Vertu með því nú stefnum við á skemmtilegar handverkshelg- ar þar sem við “dundum” okkur við handverkið, njótum samverunn- ar og einstakra veitinga. Aðeins 8 manns komast að hverju sinni og því um að gera að drífa að skrá sig. Vinkonur, systur, mæðgur – látið nú slag standa!“ Til að nýta tímann vel er öll helgin lögð undir og ætlunin að eiga saman góða samveru þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín undir veitingum Borgarnes Bed & Breakfast. Allar nánari upplýsingar og pantanir vegna gistingar er hægt að finna á heimasíðu með léninu: www.cultureandcraft.com og í síma 869-9913. mm Sætabrauðsdrengirnir verða næstu gestir Tónlistarfélags Borgarfjarð- ar. „Þeir koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju miðvikudags- kvöldið 12. mars næstkomandi. Sætabrauðsdrengina skipa söngv- ararnir góðkunnu Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson og Viðar Gunnarsson auk Jóhanns G. Jóhannssonar sem leikur undir á flygilinn. Á tónleik- unum verða flutt lög eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns og Þor- valdar Þorsteinssonar. Dagskráin er fjölbreytt; sum lögin eru fjörug, önnur ljúfsár, nokkur unaðsleg og mörg drepfyndin. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Almennt miðaverð er 2000 krónur en 1000 krónur fyrir eldri borgara, frítt fyrir skuldlausa félaga í Tón- listarfélagi Borgarfjarðar,“ segir í tilkynningu. -fréttatilkynning Sætabrauðsdrengirnir á tónleikum í Reykholti Helgi hins hálfnaða handverks haldin í Borgarnesi Ragnheiður Jóhannsdóttir mun leiðbeina við handverk, en veitingar og gisting verða í umsjón Borgarnes Bed & Breakfast.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.