Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Loðnuveiðum lokið AKRANES: Stuttri loðnuver- tíð skipa HB Granda lauk um helgina þegar farið var með síðustu farmana á Akranes og Vopnafjörð. Öll náðu skip fyr- irtækisins sem notuð voru við veiðarnar afla úr göngunni sem fyrst sást til á Ísafirði í byrjun síðustu viku. Þrátt fyr- ir að hrognafylling hefði ver- ið síðri en úr göngunni sem veiddist út sunnan við Snæ- fellsnes vikuna áður, var hægt að frysta hrogn úr henni. Þeirri vinnu lauk um síðustu helgi. Alls störfuðu um 100 manns við frystinguna meðan mest var á Akranesi. Um þrjá- tíu komu úr bolfisksvinnsl- unni en aðrir komu víðsveg- ar af Vesturlandi, allt vestan úr Gufudalssveit, Dölum, Snæ- fellsnesi og Borgarfirði. -mm Vinstri villa olli árekstri LBD: Hann brá sér yfir á vinstri vegarhelming enski ökumaðurinn sem var að koma þjóðveginn að sunnan, Vest- urlandsveg, síðastliðinn föstu- dag. Ökumaðurinn fór á mis við afleggjarann inn í Hval- fjörð þangað sem ferðinni var heitið og sneri því við á gatna- mótum Leirársveitarvegar. Að sögn lögreglu ók hann eins og heima hjá sér í Englandi og kom því beint á móti umferð- inni að sunnan. Úr varð all- harður árekstur þriggja bíla. Rifnaði til dæmis hjólið af ein- um bílnum í heilu lagi. Einn farþegi var fluttur á sjúkrahús- ið á Akranesi til aðhlynningar. Tveir bílar voru fluttir óöku- færir af vettvangi. –þá Kjósa um verk- fallsboðun GRUNDART: Samninga- nefnd Verkalýðsfélags Akra- ness hefur ákveðið að kosning um verkfall fari fram á meðal félagsmanna sinna sem starfa hjá Elkem Ísland á Grundar- tanga. Fyrirkomulag kosning- ar er opinn kjörfundur á skrif- stofu Verkalýðsfélags Akra- ness að Sunnubraut 13. Hófst kosningin sl. mánudag og lýk- ur á morgun, fimmtudaginn 13. mars kl. 16:00. Verði verk- fallsboðunin samþykkt mun verkfall starfsmanna sem til- heyra VLFA og starfa hjá El- kem hefjast þriðjudaginn 25. mars kl. 16:00. Frá þessu er greint á heimasíðu Verka- lýðsfélags Akraness, en um- rædd verkfallsboðun myndi ná til um 150 starfsmanna El- kem Ísland, en 90% iðnverka- manna hjá fyrirtækinu eru félagsmenn í VLFA. Kjara- samningur félagsins við Sam- tök atvinnulífsins vegna El- kem Ísland á Grundartanga rann út 1. desember sl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samningi hefur það ekki borið árangur og ber mikið á milli samningsaðila, að sögn Vilhjálms Birgissonar for- manns VLFA. Yfirvinnubann hefur verið í gangi hjá Elkem Ísland frá sunnudeginum 23. febrúar síðastliðnum. –þá Amfetamín fannst við hús- leit AKRANES: Lögreglan á Akranesi lagði í vikunni hald á umtalsvert magn amfeta- míns við húsleit, eða um 100 grömm. Húsráðandi á staðn- um var handtekinn. Lögregla telur líklegt að efnið hafi ver- ið ætlað til dreifingar og er málið í rannsókn. –þá Tveir teknir fyrir ölvun við akstur SNÆFELLSNES: Aðfarar- nótt sunnudagsins síðasta var ökumaður handtekinn í Grundarfirði grunaður um ölvun við akstur. Að kveldi sama dags var svo ökumað- ur handtekinn í Stykkishólmi einnig vegna gruns um ölv- un við akstur, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Snæfellanesi. –þá Góður í stærðfræði BORGARNES: Úrslita- keppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturinn 2013-2014 fór fram í Háskól- anum í Reykjavík laugardag- inn 8. mars sl. Þorkell Már Einarsson nemandi í Mennta- skóla Borgarfjarðar var í hópi 48 nemenda af landinu öllu sem náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina að afloknum undankeppnum. Þorkell Már hafnaði að lok- um í 25. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Þorkell Már, sem einnig tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MB, stefnir að útskrift í vor. –mm Engar athugasemdir bárust fyrir lokafrest vegna breytinga á deili- skipulagi jarðarinnar Deildartungu II í Reykholtsdal, en frestur til að gera athugasemdir rann út 28. febrúar sl. Hluti jarðarinnar verð- ur nú skipulagður fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefnd sveitarfélagsins hefur samþykkt fyr- ir sitt leyti hið nýja skipulag en það býður þó endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar Borgarbyggðar 13. mars og að endingu Skipulags- stofnunar sem hefur fjórar vikur til að gera athugsemdir við skipulags- breytingarnar. Deildartunga II á land sem ligg- ur að Deildartunguhver. Þar hyggj- ast bræðurnir Dagur og Sveinn Andréssynir ásamt eiginkonum þeirra, Báru Einarsdóttur og Jónu Ester Kristjánsdóttur, byggja veit- ingastað fyrir þá fjölmörgu gesti sem mæta til að skoða Deildar- tunguhver á hverju ári. Vel á annað hundrað þúsund ferðamenn koma að hvernum á ári og fer þeim fjölg- andi. Gert er ráð fyrir að nýi veit- inga- og þjónustustaðurinn verði opinn allt árið. Nú er unnið að fjár- mögnun, hönnun og undirbún- ingi að framkvæmdum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er stefnt að byggja veitingastað og minja- gripaverslun ásamt því að upplýs- ingar verða um hverinn. mm Félagið Pílagrímar og Kirkjumið- stöðin í Reykholti standa fyrir mál- þingi um pílagrímagöngur laug- ardaginn 22. mars næstkomandi. Leiðtogar og frumkvöðlar í píla- grímagöngum á Norðurlöndum verða fyrirlesarar á málþinginu, þau séra Elisabeth Lidell pílagríma- prestur í Árósum í Danmörku og Arne Bakken pílagrímaprestur í Hamar biskupsdæmi í Noregi. Þau munu greina frá pílagrímagöngum á Norðurlöndum og þeirri vakn- ingu sem orðið hefur um þær á undanförnum árum, sem og gera grein fyrir guðfræðinni sem liggur að baki þeim. Félagið eða hópurinn Pílagrím- ar hefur verið starfandi í nokkur ár og er borgfirskt. Helstu forsvars- menn þess eru prestarnir sr. Elín- borg Sturludóttir í Stafholti, sr. Geir Waage í Reykholti, sr. Flóki Kristinsson á Hvanneyri og Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og skógar- og kirkjubóndi á Fitjum í Skorradal. Þau hafa skipulagt píla- grímagöngur úr Borgarfirði í Skál- holt og nokkrum sinnum gengið um þessar slóðir. Meðal annars var síðasta sumar opnuð pílagrímaleið frá Bæ í Bæjarsveit í Skálholti. Elínborg í Stafholti segir að áhugi sé vaxandi fyrir pílagríma- göngum hér á landi. Hún seg- ir mikinn feng í að fá helstu frum- kvöðla pílagrímaganga á Norður- löndum til framsögu á málþinginu. Íslendingar hafi í gegnum söguna mikil tengsl við Niðarós í Noregi, þar sem fram á aldir var dómkirkja Íslendinga. Pílagrímaferðir hafi verið farnar út frá Niðurósi í aðra landshluta Noregs sem og gegn- um Evrópu til Rómar og á Jakobs- veginn til Spánar. Pílagrímagöngur og guðfræðin á bak við þær verði til umfjöllunar á málþinginu. Fyrirles- ararnir munu að loknum fyrirlestr- um sínum svara spurningum gesta á málþinginu, auk þess að gefa góð ráð og leiðbeiningar í sambandi við skipulagningu og framkvæmd píla- grímaganga. Elínborg í Stafholti hvetur áhugafólk um pílagríma- göngur til að mæta á málþingið og segir alla þar velkomna. þá Lagt af stað í göngu yfir Síldarmannagötur, úr Hvalfirði og að Fitjum í Skorradal. Málþing um pílagrímagöngur í Reykholti Breytt skipulag og styttist í veitinga- stað við Deildartunguhver Horft til suðvesturs yfir Deildartungu II, garðyrkjubýlið Víðigerði og hverinn. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.