Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Fótbrotnaði illa ÞORSKAFJ.H: Björgunar- sveitir frá Hólmavík, Reyk- hólum og Búðardal voru laust eftir hádegi sl. fimmtu- dag kallaðar út vegna slyss á sunnanverðri Þorska- fjarðarheiði. Vélsleðamað- ur hafði ekið fram af snjó- hengju og fótbrotnaði illa. Hann var einn á ferð en gat hringt eftir hjálp þrátt fyr- ir að hratt drægi af honum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og lenti á slysstað á öðrum tímanum. Björgunarsveitir náðu einnig til mannsins og bjuggu um hann til flutnings með þyrl- unni á sjúkrahús í Reykjavík. -mm 50% fjölgun gistinátta VESTURLAND: Gistinæt- ur á hótelum landsins í janú- ar voru 123.800 sem er 36% aukning miðað við janúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildar- fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 39% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölg- aði um 22%. Fjölgun í janú- ar á samanlögðu svæði Vest- urlands og Vestfjarða var 50% en 2.935 gistinætur voru skráðar á hótelum sem hafa starfsemi allt árið. Ein- ungis á Suðurlandi var meiri aukning í janúar. Yfir tólf mánaða tímabil var aukning á Vesturlandi og Vestfjörð- um 38%, sú mesta á landinu. -mm Stefna um sam- rekstur salerna BORGARBYGGÐ: Um- hverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefnd Borgarbyggð- ar hefur falið umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna áfram að gerð stefnu vegna kostnaðarþátttöku sveitar- félagsins við rekstur salerna á fjölförnum ferðamanna- stöðum. Jafnframt leggur nefndin til að gengið verði til samninga við landeigend- ur Snorrastaða vegna salerna sem nýtt eru af ferðamönn- um sem heimsækja Eldborg. Þetta kom fram í fundargerð frá síðasta fundi nefndarinn- ar. –mm Tónleikum frestað BORGARNES: Tónleikum sem halda átti í Landnáms- setrinu í Borgarnesi á föstu- daginn með Ellen Kristjáns- dóttur, Eyþóri Gunnars- syni og dætrum þeirra hef- ur verið frestað um óákveð- in tíma. Að sögn Sigríð- ar Margrétar Guðmunds- dóttur framkvæmdastjóra er ástæðan sú að hljómsveit Ey- þórs, Mezzoforte, hefur ver- ið beðin um að leika við af- hendingu íslensku tónlistar- verðlaunanna í Hörpu sem fram fara sama dag. –hlh Stofnfundur Víkingafélags BORGARNES: Hópur fólks hefur áhuga á því að stofna víkingafélag í Borg- arnesi. Félaginu er ætlað að heiðra víkingahætti, bar- dagatækni, fornt handbragð svo sem vopnasmíði, matar- gerð, leiki, leðurvinnslu, út- skurð í við, eldsmíði, bog- fimi, saumaskap, tónlist og margt fleira sem teng- ist þessu. Stofnfundur mun fara fram í Samgöngusafn- inu í Brákarey föstudag- inn14. mars klukkan 20.00. –fréttatilk. Þriðjungi fleiri ferðamenn LANDIÐ: Um 52 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar í ár sam- kvæmt talningum Ferða- málastofu eða um 12.500 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Um er að ræða 31,2% fjölgun ferðamanna í febrú- ar milli ára. Ferðamannaár- ið virðist því ætla að fara vel af stað en fyrir mánuði síð- an birti Ferðamálastofa frétt um 40% aukningu í janúar- mánuði. Bretar voru lang- fjölmennastir eða 43,5% af heildarfjölda ferðamanna en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,9% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn, Frakkar, Þjóð- verjar, Danir, Hollendingar, Svíar, Japanir og Kínverj- ar. Samtals voru framan- greindar tíu þjóðir 84% ferðamanna í febrúar. –mm Þyrla sótti sjúkling GRUNDARFJ: Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á laugardagskvöldið í sjúkra- flug á Snæfellsnes. Var henni flogið til móts við sjúkrabifreið úr Grundar- firði sem flutti hjartveik- an mann þaðan. Þyrlan tók hinn veika upp við Vegamót þaðan sem flogið var rak- leiðis á sjúkrahús í Reykja- vík. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er sjúklingur- inn á batavegi eftir að hafa gengist undir hjartaþræð- ingu. -mm Kosið verður 31. maí LANDIÐ: Innanríkisráðu- neytið hefur auglýst með formlegum hætti kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí. Þá hefur kosningavefur ráðu- neytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birt- ar hvers kyns fréttir og til- kynningar er varða kosning- arnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum er- lendum tungumálum. Frest- ur til að skila framboðslist- um til yfirkjörstjórnar í við- komandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí nk. Sveitarstjórnar- menn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu til- kynna þá ákvörðun til yfir- kjörstjórnar fyrir lok fram- boðsfrests. –mm Þjóðskrá Íslands samdi fyrr á þessu ári við sænska fyrirtækið Scytl um aðlögun og afnot af rafrænu kosn- ingakerfi. Kerfið heldur utan um framkvæmd raf- rænna íbúakosn- inga og verður not- að hér á landi í til- raunaskyni. Í fram- haldinu leitaði Þjóðskrá eftir sam- starfi við sveitarfé- lög um framkvæmd slíkra kosninga og sóttu tvö sveitarfé- lög um að taka þátt, Akraneskaupstaður og Rangár- þing ytra. Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri á Akranesi segir að það séu einkum þrjú málefni sem komi til greina í fyrirhugaðri til- raunakosningu en því miður sé aðeins í boði að velja eitt. Mál- efnin sem einkum þykja koma til greina eru samein- ing við önnur sveit- arfélög, skipulags- mál á Sementsreitn- um og skólamál. „Það væri áhuga- vert að athuga vilja íbúa til samstarfs eða sameiningar við önnur sveitar- félög og hvort íbú- ar vilji að leitað verði eftir viðræðum við Borgar- byggð, Hvalfjarðarsveit, Skorra- dalshrepp eða jafnvel við sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu og þá hvaða sveitarfélög. Eins væri hægt að nota kosninguna til að fá fram viðhorf í skólamálum í bænum. Hvort að fólk sé ánægt með nú- verandi skipulag, hvort sameina eigi þá tvo skóla sem eru í bænum eða hvort hafa eigi barnaskóla og unglingaskóla á sitthvorum staðn- um,“ útskýrir Regína. Að lok- um segir hún koma til greina að kjósa um skipulag á Sementsreitn- um en eins og greint hefur verið frá tók bærinn yfir reitinn um síð- ustu áramót. Vilji er fyrir því að fá fram sjónarmið íbúa um hvað skuli gera á reitnum; hvort halda eigi í núverandi byggingar og skipuleggja út frá þeim eða hvort rífa eigi húsin. grþ Borgarbyggð og Landbúnaðarhá- skóli Íslands skrifuðu í liðinni viku undir nýjan samstarfssamning um afmörkuð verkefni starfsmanna og nemenda umhverfisskipulagsbraut- ar skólans sem tengjast Borgar- byggð. Það voru þau Páll S. Brynj- arsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Helena Guttormsdóttir náms- brautarstjóri umhverfisskipulags við Lbhí sem undirrituðu samn- inginn. Markmið samstarfsins eru fjölbreytt og miðar að því að efla tengsl skólans og sveitarfélagsins. Til dæmis skuldbindur Borgar- byggð sig til að sýna velvilja fyrir að starfsmenn og nemendur umhverf- isskipulagsbrautar geti unnið náms- verkefni um afmörkuð svæði í sveit- arfélaginu, t.d. með upplýsinga- gjöf og aðgengi að kortagrunnum. Á móti ætla kennarar umhverfis- skipulagsbrautar að leggja sig fram um að kynna vel þau verkefni sem unnin eru í sveitarfélaginu, t.d. með opnum fundum, og veita starfsfólki sveitarfélagsins á sviði umhverfis- og skipulagsmála fræðslu og kynn- ingu á ýmsum málum sem tengj- ast fagsviðinu. Samningurinn tekur strax gildi en hann rennur út í árs- lok 2015. hlh Fundi strandríkjanna í makríldeil- unni lauk án samkomulags síðast- liðið miðvikudagskvöld. Með fund- inum var þrautareynt að ná sam- komulagi um skiptingu veiðiheim- ilda í makríl milli strandríkjanna Íslands, Færeyja, Noregs og ESB ríkja. „Fullreynt er að samning- ur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Ísland hef- ur tekið þátt í viðræðum strand- ríkja um skiptingu makrílstofnsins síðan árið 2010. Ekki hefur tekist á þessum árum að ná samkomulagi um stjórnun og skiptingu veiðanna milli strandríkjanna. Um þessa nið- urstöðu segir Sigurður Ingi: „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráð- gjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sínum.“ Í haust lá fyrir samkomulag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deiluna. Um það segir Sig- urður Ingi: „Grunnur þess sam- komulags byggðist á sjálfbærum veiðum og tiltekinni hlutdeild Ís- lands. Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því mið- ur komið í veg fyrir að þetta sam- komulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órök- studdri kröfu um veiðar langt um- fram vísindalega ráðgjöf.“ Í tilkynningu frá ráðueytinu segir að farið verði yfir stöðuna á næstu dögum og undirbúin ákvörðun um heildarafla íslenskra skipa í makríl á komandi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn makrílveiða fyrir 2014 er nú lokið,“ segir Sig- urður Ingi, „við munum áfram leit- ast við að stuðla að lausn sem bygg- ir á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hluta allra strandríkjanna.“ mm Makríll ísaður á bryggjunni í Ólafsvík. Mistókst að semja um makrílveiðiheimildir Hópur frá Borgarbyggð og Landbúnaðarháskóla Íslands í Ráðhúsinu í Borgar- byggð þegar gengið var frá samkomulaginu. Ljósm. Áskell Þórisson. LbhÍ og Borgarbyggð í verkefnasamstarf Akraneskaupstaður sækir um þátttöku í rafrænni kosningu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.