Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Ferðaþjónusta var stærsta útflutn- ingsatvinnugrein Íslendinga á síð- asta ári. Er það í fyrsta skipti í seinni tíð sem sjávarútvegurinn er ekki í fyrsta sætinu hvað þetta snertir. Árið 2013 voru útflutn- ingstekjur af ferðaþjónustu 26,8% af heild en sjávarútvegurinn skil- aði á sama tíma 26,5% og áliðn- aðurinn tæplega 21%. Það mun- ar því ekki miklu á verðmæti efstu tveggja greinanna, en hlutfall álútflutnings dróst í fyrra saman um tæpt prósentustig sem hlutfall af heildarútflutningi landsmanna. Hlutfall ferðaþjónustunnar af út- flutningstekjum jókst um rúmlega þrjú prósentustig milli ára og hef- ur á þremur árum aukist um 7,7 prósentustig. Helga Árnadóttir er fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Hún segir þetta afar ánægjuleg tíðindi og í raun séu þau í takt við það sem sam- tök ferðaþjónustunnar gerðu ráð fyrir. Það hefði orðið mikill vöxt- ur í fjölda ferðamanna á síðasta ári og ánægjulegt að hann virtist ætla að halda áfram. Tölur fyrir janú- ar- og febrúarmánað gefi sterka vísbendingu um að árið 2014 verði enn stærra í greininni. Nú er ekki lengur svartasta skamm- degið hefðbundnir frímánuðir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja nýta sér þá miklu breytingu sem er að verða. Helga Árnadóttir segir stjórnvöld verða að veita at- vinnugreininni aukna athygli. Það vanti til dæmis rannsóknir í ferða- þjónustu, svo sem um fjölda starf- andi fólks í greininni en ekki síð- ur þolmarkarannsóknir. Bendir hún á að nú verði að byggja upp innviðina og gera það hratt, enda eigi landsmenn allir mikið undir að það gangi vel. mm Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið um helgina í Kórnum í Kópavogi. Var keppnin sú stærsta til þessa en í henni taka framhalds- skólar landsins þátt og kynna um leið starfsemi sína fyrir grunnskóla- nemendum sem brátt skipta um skólastig. Landbúnaðarháskóli Ís- lands kynnti m.a. garðyrkjunám og búfræði á sýningunni en á Íslands- móti iðn- og verkgreina er keppt í ýmsum greinum, m.a. skrúðgarð- yrkju, blómaskreytingum og fleiru. Keppendur voru fimm að þessu sinni í skrúðgarðyrkjunni og stóðu þeir sig allir með prýði. Mjótt var á munum milli keppenda því ein- ungis munaði 1,1 í einkunn af 10 á milli fyrsta og fimmta sætis. Það var Arnór Guðmundsson frá Laufskál- um í Borgarfirði sem hrósaði sigri í keppninni og hlaut sæmdarheitið Íslandsmeistari í skrúðgarðyrkju. Árangur piltsins þarf ekki að koma á óvart þar sem hann er fjórði ættliður í móðurfjölskyldu sinni á Laufskálum sem hefur garðyrkju að atvinnu. Langafi hans var Aðal- steinn Símonarson sem byggði ný- býlið Laufskála árið 1945 og hóf þar garðyrkju. Kári sonur hans tók við búinu og rak það um tíma, eða þar til Ása Erlingsdóttir, móðir Arnórs, ásamt Sindra Arnfjörð garðyrkju- meistara tók við. Samhliða þessu rak Erlingur Aðalsteinsson afi Arn- órs aðra garðyrkjustöð á Laufskál- um II. Arnór segir sjálfur að hann hafi fyrir tveimur árum verið plat- aður í að ganga í „fjölskyldufagið“ og skráð sig til náms í garðyrkju- skóla LbhÍ í Hveragerði. Hann mun því útskrifast í vor. Þess má geta að móðursystir Arnórs, Ágústa Er- lingsdóttir, er brautarstjóri skrúð- garðyrkjubrautar við LbhÍ og Kári föðurbróðir Ágústu starfar einnig við skólann. Ekki er því ofsagt hjá Arnóri að skrúðgarðyrkja sé fjöl- skyldufagið. mm Arion banki stóð fyrir opnum fundi í útibúi sínu í Borgarnesi síðastliðinn þriðjudag þar sem hagspá greiningardeildar bank- ans til næstu þriggja ára var kynnt. Bjartsýnistón mátti greina í spánni sem kynnt var af Regínu Bjarna- dóttur forstöðumanni deildarinn- ar undir yfirskriftinni „Við erum hætt að spóla.“ Í máli Regínu kom fram að árlegur hagvöxtur á Ís- landi verður um 3% á næstu þrem- ur árum, gangi spáin eftir. Hag- vöxturinn verður drifinn að mestu áfram af innlendri eftirspurn og vexti í útflutningsatvinnuvegum, einkum ferðaþjónustu. Atvinnu- leysi mun minnka á sama tíma- bili og spáir greiningardeildin að það fari niður í 3,3% árið 2016, en það var 4,4% í fyrra. Einkaneysla mun fara upp á við þrátt fyrir að það dragi allnokkuð úr svokölluð- um sértækum útgreiðslum til al- mennings sem markað hafa einka- neyslu frá bankahruni. Þetta eru útgreiðslur á borð við séreigna- sparnað og skuldaleiðréttingar. Búist er við að fjárfesting taki kipp á tímabilinu, strax á næsta ári um 10% af vergri landsframleiðslu. Fjárfesting verður myndarlegust í atvinnuvegum og í íbúðarhús- næði, að mestu leyti á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir stórfjárfestingum í stóriðju á spá- tímabilinu. Þrátt fyrir að verðbólgan sé um þessar mundir að stefna und- ir verðbólgumarkið Seðlabank- ans gerir greiningardeildin ráð fyrir að hún verði yfir markmið- unum á spátímabilinu. Verðbólg- an verði um 3,1% á þessu ári sam- kvæmt spánni en muni hækka í 3,7% árið 2016. Regína tók fram að einn helsti áhættuþáttur- inn í verðbólgu spánni væri kjara- samningar. Taldi hún einsýnt að ef samningar færu úr böndunum myndi þrýstingur á verðbólguna aukast sem leitt gæti til um pró- sents hærri verðbólgu á spátím- anum. Hóflegar launhækkanir og stöðugt gengi myndi af þessum sökum styðja við lága verðbólgu. Jákvæð teikn á Vesturlandi Á undan erindi Regínu hélt Bern- hard Þór Bernhardsson svæðis- stjóri Arion banka á Vesturlandi stutta framsögu um efnahags- ástandið í landshlutanum. Í máli Bernhards kom fram að jákvæð teikn væru á lofti á Vesturlandi. Að hans mati væri fasteignamark- aðurinn að ná jafnvægi á nýjan leik og þá væri að merkja skort á leigu- húsnæði víða, sem benti til þess að atvinnulíf á svæðinu væri í vexti. Á vegum bankans væri verið að vinna að nokkrum fjármögnunar- verkefnum, mest í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, en einnig í ný- sköpun í landbúnaði sem og í fisk- eldi. Taldi hann að nýfjárfesting- ar- og endurfjármögnunarverk- efni fyrir um 1,5 milljarð væru í vinnslu í landshlutanum á vegum bankans. hlh Arnór við verðlaunaverkefnið á sýningunni. Fjórði ættliður garðyrkjufólks hampar Íslandsmeistaratitli Arnór og Ágústa brautarstjóri á skrúðgarðyrkjubraut LbhÍ og móðursystir hins nýkrýnda Íslandsmeistara. Ferðaþjónustan fór yfir sjávarútveg í verðmætum Um 30 manns mættu á kynningarfundinn. Spá vexti í hagkerfinu á næstu þremur árum Bernhard Þór Bernhardsson svæðisstjóri Arion banka og Regína Bjarnadóttir for- stöðumaður greiningardeildar bankans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.