Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Svæðistónleikar Nótunnar 2014, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna á Íslandi, fóru fram í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugardaginn. Tugir þátttakenda frá tíu tónlistarskólum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Húna- þingi vestra tóku þátt í tónleikun- um, alls 25 atriði. Atriðin voru af fjölbreyttum toga og bera tónlist- arlífinu í skólunum gott vitni. Flutt voru sígild og nýleg tónverk í bland við frumsamin, bæði með söng og hljóðfæraleik. Fram komu nem- endur af öllum námsstigum skól- anna og var ýmist um samspil eða einleik að ræða. Að atriðum lokn- um veitti dómnefnd, sem skipuð var þeim Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur söngkonu, Sigurði Helga Oddssyni píanóleikara og Sigurði Ingva Snorrasyni klarínettuleikara, tíu atriðum sem sköruðu fram úr sérstakar viðurkenningar og verð- launagrip Nótunnar. Af þessum tíu atriðum voru síð- an þrjú valin til að verða fulltrú- ar svæðisins á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Hörpu sunnudaginn 23. mars næstkomandi. Þetta voru Oliver Rähni frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur sem flutti tónverkið Til Elísu eftir Beethoven á píanó, Nikodem Júlíus Frach frá Tónlist- arskóla Ísafjarðar sem flutti tón- verkið Country eftir Dabsky á fiðlu ásamt bræðrum sínum Makymili- an og Nikolaj og loks Hljómsveit Tónlistarskólans á Akranesi sem flutti lagið „Þú komst við hjartað í mér,“ eftir tónlistarmanninn Togga við texta Páls Óskars Hjálmtýsson- ar. Hljómsveitina skipa þau Hjördís Tinna Pálmadóttir söngur/fiðla, Margrét Brandsdóttir söngur/ fiðla, Harpa Rós Daníelsdóttir gít- ar, Hjördís Brynjarsdóttir trompet, Sigurlaug Rún Hjartardóttir söng- ur/hljómborð, Sigurður Jónatan Jóhannsson trompet, Guðjón Jós- ep Baldursson trommur, Erlendur Rúnar Reynisson saxófónn, Krist- inn Bragi Garðarsson gítar, Ingi- björg Elín Jónsdóttir saxófónn og Hugi Sigurðarson á bassa. Stjórn- endur hljómsveitarinnar eru þau Eðvarð Rúnar Lárusson og Elfa Margrét Ingvadóttir. hlh Hinni árlegu ræðukeppni Háskól- ans á Bifröst lauk nýverið. Kepp- endur að þessu sinni voru ell- efu. Umsjón með ræðukeppninni hafði Sigríður Arnardóttir (Sirrý) en það voru nemendur við skólann sem tóku þátt. Keppnin er hluti af námskeiðinu framsögn og tján- ing sem Sirrý hefur umsjón með. Þar leiðbeinir hún nemendum í framkomu og hvernig halda skuli ræður. Sigurvegari í keppninni að þessu sinni var Ása María Guð- mundsdóttir en í öðru sæti varð Selma Smáradóttir. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Stella Sif Jónsdóttir, Þórir Páll Guðjónsson, Vilhjálmur Egilsson og Sigríður Arnardóttir. mm Slysavarnafélagið Landsbjörg og Öryggismiðstöðin standa nú í marsmánuði fyrir átakinu „Glöggt er gests augað.“ Þetta er annað árið í röð sem einstaklingar eldri en 75 ára fá bréf þar sem þeim er boðin heimsókn frá fulltrúum slysavarna- deilda Landsbjargar. Í heimsókn- um þessum er farið yfir öryggismál og slysavarnir á heimilum, fólki að kostnaðarlausu. Hvert heimili sem þiggur heimsókn fær reykskynj- ara að gjöf. Í fyrra voru 300 heim- ili heimsótt. Í ljós kom að öryggis- og slysavörnum var víða ábótavant, þriðjungur heimila hafði t.a.m. ekki eldvarnarteppi og reykskynjara vantaði víða. Á fimmtungi heimila vantaði handrið við útidyr og í ljós kom að öryggisatriðum á baðher- bergjum var mjög ábótavant. Í átakinu sem nú stendur fyr- ir dyrum verður sérstök áhersla lögð á mikilvægi fallvarna á bað- herbergjum, en niðurstöður síðasta árs sýna að í mjög mörgum tilfell- um vantar upp á að stamar mottur, handföng og að baðstólar og fótstig séu á baðherbergjum eldra fólks. „Eitt af meginmarkmiðum átaksins Glöggt er gests augað er að benda eldri borgurum og aðstandendum þeirra á mikilvægi þess að huga að eigin öryggis- og slysavörnum og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Auk þess telja aðstandendur átaks- ins afar brýnt að opin og upplýs- andi umræða um þessar slysavarn- ir fari fram í samfélaginu til að bæta lífsgæði eldra fólks í heimahús- um,“ segir í tilkynningu um átakið Glöggt er gests augað. mm Sigurvegarar ásamt dómnefnd. Ræðukeppninni lokið á Bifröst Vilja stórbæta öryggi eldri borgara Vel heppnaðir svæðistónleikar Nótunnar í Hjálmakletti Góð mæting var á tónleikana. Tónlistarfólkið unga sem vann sér inn þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Hörpu í lok mars. Fulltrúar Auðarskóla í Dölum eða „Pink Panthers“ eins og þær kölluðu sig flytja lagið Price Tag. Fulltrúar Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þeir Árni Hrafn Hafsteinsson, Guðjón Snær Magnússon og Pétur Snær Ómarsson, leika lagið Autumn leaves.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.