Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Öskudagurinn fór fram síðastliðinn miðvikudag með pompi og prakt á Vesturlandi. Dagurinn er sannkölluð hátíð barnanna sem klæða sig í allskyns múnderingar, banka uppá hjá fyrir- tækjum og syngja fyrir starfsfólk. Í staðinn fá börnin nammi eða eitthvað annað, í sumum tilvikum gömlu góðu öskupok- ana. Oftast eru fljótsungin lög sungin og einstaka sinnum frumsamin. Víða er gefið frí í skólum í tilefni dagsins og á mörgum stöðum er skipulögð dagskrá þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni. Öskudagur Krakkarnir á leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal skruppu í tilefni öskudagsins bæjarleið, fram í Reykholt og sungu þar fyrir Hörð kaupmann í Hönnubúð, starfsfólk Borgarbyggðar og að endingu fyrir starfsfólk Fosshótels. Ljósm. bhs. Hressar stelpur í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Hér er atlaga gerð að tunnu kattarins í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Veitt voru verðlaun fyrir bestu búninga fullorðinna og yngri í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Krakkarnir í Stykkishólmi gengu fylktu liði í öskudagsheimsókn á Dvalarheimilið. Ljósm. sá. Stebbi og Jonni í Fjöliðjunni voru í stuði á öskudaginn. Starfsfólk Fjöliðjunnar á Akranesi mætti í öskudagsskrúða. Ljósm þá. Búktalari, sverðmaður, býfluga, kerling og gíraffi í öskudagsheimsókn á skrifstofu Skessuhorns á Akranesi. Ljósm. ki. Í Pakkhúsinu í Ólafsvík hittust Guðrún Tryggvadóttir og Auður Böðvarsdóttir á sprengidag til að sauma öskupoka og leiðbeina þeim sem þurfti. Ljósm. þa. Sungið fyrir gotti í ýmsum gervum á Skaganum. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.