Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Í tilefni öskudagsins mátti síðast- liðinn miðvikudag víða sjá börn og unglinga þramma á milli fyr- irtækja í margvíslegum búning- um. Misjafnlega mikill metnaður er lagður í gervin eins og geng- ur, sumir láta sér nægja að kaupa tilbúna búninga í verslunum, aðr- ir mála nokkur strik á andlitið og svo eru þeir sem taka þetta skref- inu lengra og leggja á sig mikla vinnu við hönnun og gerð bún- inganna. Ólafur Ían Brynjarsson, tíu ára drengur á Akranesi er einn af þeim sem klæðist frumlegum búning á hverju ári. Í ár var hann höfuðlaus maður, sem hélt á haus sínum í dalli. Vakti hann mikla at- hygli hvar sem hann fór á Akra- nesi. Til marks um það voru ekki færri en starfsmenn fjögurra fyrir- tækja sem sáu ástæðu til að mynda gervi Ólafs og senda á ritstjórn Skessuhorns. Hefð er komin fyr- ir því að Ólafur Ían klæðist frum- legum búningum á öskudaginn en hann hefur verið í heimagerðum búningum þennan hátíðisdag allt frá því að hann byrjaði í grunn- skóla. Mömmu leist ekkert á „Við förum bara á netið og finn- um myndir og fáum hugmyndir. Mamma gerir svo búninginn en ég hjálpa smá til,“ segir Ólafur Ían þeg- ar blaðamaður Skessuhorns spurði hann um hvernig hugmyndirnar að búningunum vakni. Aðspurður seg- ir hann að búningurinn í ár sé í upp- áhaldi hjá sér af þeim sem hann hef- ur klæðst á öskudaginn hingað til. „Mömmu leist ekkert allt of vel á hugmyndina, en þegar hún sá mig í búningnum þá fannst henni þetta mjög flott. Það horfðu flestir á mig og margir báðu um að fá að taka mynd,“ bætir hann við. Ólafur Ían er ættaður norðan úr Ólafsfirði en þar eiga frumlegir öskudagsbúning- ar sér sterkari hefð en annars staðar. „Á Ólafsfirði er hefð fyrir því að gera öskudaginn sem skemmtilegastan. Það hefur verið þannig til margra ára að fólk klæðist búningum og allt- af einhver sem gera eitthvað snið- ugt. Eiginkonan hefur mjög gaman að þessu, hún leggur mikinn metn- að í búningana,“ segir Brynjar Sæ- mundsson, faðir Ólafs. Hann bætir því við að eldri systur Ólafs Íans hafi líka klæðst frumlegum búningum á öskudaginn þegar þær voru yngri. Með sjúkratösku í stað poka Ólafi Ían finnst öskudagurinn sér- lega skemmtilegur dagur og finnst gaman að fá mikið sælgæti fyrir að ganga í fyrirtæki og syngja. Hann vill þó ekki meina að hann fái meira nammi en aðrir, þrátt fyrir vinnuna sem lögð er í búninginn. „Nei, ég fékk örugglega minna en vinir mín- ir. Mér fannst allavega minna í tösk- unni minni en í pokunum hjá þeim,“ segir hann en hann var með sjúkra- tösku frá Rauða krossinum undir nammið í ár í stað poka. Ólafur Ían fór á ball í skólanum eftir að hafa gengið um bæinn og var því í bún- ingnum allan daginn og þótti það ekki vitund óþægilegt. „Ég var með hausinn í krukkunni allan daginn en ég tók hana tvisvar af til að fá mér smá nammi. Það voru loftgöt á lok- inu á krukkunni og svo opnuðum við hana stundum ef ég þurfti að anda meira,“ útskýrir hann. En tekur ekki langan tíma að út- búa svona búning? „Nei, við byrj- uðum bara rétt fyrir öskudaginn að skoða. Við áttum allt nema krukk- una. Það fór mjög langur tími í að finna krukkuna, alveg tveir dag- ar held ég,“ segir Ólafur Ían. Hann hefur hug á að vera aftur í flottum búningi á næsta ári en segir að það gæti orðið erfitt að toppa þennan hauslausa. grþ Hestamannafélagið Snæfelling- ur hélt opið töltmót í Söðulsholti seinnipartinn á sunnudaginn. Mót- ið átti upphaflega að vera á föstu- dagskvöldinu en var frestað til sunnudags vegna veðurs. Keppt var í T7 í þremur flokkum, tölti 17 ára og yngri, minna keppnisvönum og opnum flokki. Þá var einnig boð- ið upp á pollaflokk þar sem yngsta kynslóðin fékk að njóta sín. Dóm- ari á mótinu var Haukur Bjarnas- son á Skáney. Helstu úrslit voru þessi: Pollaflokkur (allir í fyrsta sæti) Ari O. Gunnarsson Kolbrún Katla Halldórsdóttir Gísli Sigurbjörnsson Kristín Eir Hauksdóttir Signý Sævarsdóttir Símon Sævarsson. 17 ára og yngri Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum Harpa Lilja Ólafsdóttir og Sunna frá Grundarfirði Róbert Vikar Vikingsson og Mosi frá Kílhrauni Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hamar frá Miðhrauni. Minna keppnisvanir Seraina De Marzo og Týr frá Brúnastöðum Veronika Osterhammer og Kári frá Brimilsvöllum Nadine E. Walter og Loftur frá Reykjarhólum Sigurbjörn Magnússon og Hringur frá Minni- Borg Elisa Englund og Hnjúkur frá Skáney. Opinn flokkur Siguroddur Pétursson og Hrynur frá Hrísdal Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti Halldór Sigurkarlsson og Sleipnir frá Söðulsholti Marína Schregelmann og Diddi frá Þorkelshóli Iðunn Svansdóttir og Hrafnkatla frá Snartartungu iss Freisting vikunnar Löng hefð er fyrir því í sjávar- plássum að bjóða til kútmaga- kvölds. Réttur þessi þykir herra- mannsmatur og full ástæða til að viðhalda þekkingunni með því að bjóða upp á réttinn reglulega. Kútmagi er þorskmagi en í hann sett rúgmjöl, þorsklifur auk salts og pipars. Þetta er síðan soðið lengi við vægan hita. Á vef Leið- beiningamiðstöðvar heimilanna má finna tvær aðferðir við gerð kútmaga. Í báðum tilfellum er gert ráð fyrir að fá hreinsaða og tilbúna kútmaga og gert ráð fyr- ir að 2-3 kútmaga þurfi á mann. Lifrin er lögð smástund í kalt vatn og himnan hreinsuð af. Aðferð 1: Kútmagarnir skolaðir vel úr köldu vatni. Salti stráð yfir lifr- ina, látið bíða um stund og hún skorin í bita og kútmagarnir hálffylltir. Lokað fyrir (bundið) með seglgarni. Suðan látin koma upp á vatninu, saltað og kútmag- arnir látnir þar í. Suðan látin koma upp aftur og kútmagarnir pikkaðir með grófri nál á með- an. Soðnir undir loki í ca 45-50 mínútur. Aðferð 2: Eins farið með lifrina, en hún hökkuð eða stöppuð og rúgmjöli, salti og pipar (ef vill) bætt saman við. Hrært þangað til úr verður þykkur grautur. Sett í kútmagana, þeir fylltir tæplega að hálfu. Lok- að vel fyrir opið og þeir soðnir á sama máta í saltvatni, nema mun lengur eða ca hálfa aðra til tvær klukkustundir. Kútmagar eru bornir fram heit- ir með soðnum kartöflum, rúg- brauði og smjöri. Verði ykkur að góðu! Kútmagar – herramannsmatur Kútmagakvöld var í Grundarfirði sl. föstudag. Þá býður Lionsklúbburinn til veislu en ágóðanum af kvöldinu varið til góðs málefnis. Að þessu sinni naut leikskólinn hans. Ljósm. tfk. Opið töltmót í Söðulsholti Keppendur í Pollaflokki höfnuðu allir í fyrsta sæti. Ólafur Ían var grænn vínberjaklasi fyrsta öskudaginn eftir að hann byrjaði í grunnskóla. Frumlegasti öskudagsbúningurinn Óhætt er að segja að Ólafur Ían hafi verið í einum frumlegasta búningnum á Akranesi þetta árið. Á öskudaginn 2013 var Ólafur Ían klæddur sem Lego karl. Sem AEG þvottavél fyrir tveimur árum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.