Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Búnaðarþingi 2014 lauk á þriðju- dag í liðinni viku. Alls voru 39 þing- mál sem lágu fyrir þinginu. Hér að neðan eru nokkur þeirra mála sem hlutu afgreiðslu og snerta hag íbúa í dreifbýli þessa lands. Skýrt skal tekið fram að hér er ekki um tæm- andi lista að ræða. Nánari upplýs- ingar um einstök mál er hins veg- ar að finna á vef Bændasamtakanna; bondi.is. Þar eru einnig ræður og fundargerðir ásamt fleiri gögnum sem tengjast Búnaðarþingi 2014. Hlutafélag um Nautastöð BÍ Búnaðarþing heimilar stjórn BÍ að stofna einkahlutafélag um rekstur og eignir Nautastöðvar BÍ. Enn- fremur heimilar þingið stjórn BÍ að selja eignarhluti í félaginu til aðildarfélaga samtakanna eftir sér- stökum samningum þar um, þyki það hagfellt nautgriparæktinni og heildarhagsmunum landbúnaðar- ins. Stjórn BÍ fylgi málinu eftir. Heimildin gildir til Búnaðarþings 2015. Fjarskipti – grunnþjón- usta í dreifbýli Lögð var áhersla á að í engu verði slegið af kröfu um markvissa upp- byggingu á öflugum fjarskiptum og jafna aðstöðu byggðanna til nú- tíma fjarskipta. Könnuð verði rétt- arstaða þeirra sem ekki geta notið útsendinga útvarps og sjónvarps en þurfa samt sem áður að sæta því að greiða útvarpsgjald. Eftir atvikum mætti hefja slíkt mál með kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Raforkuverð í dreifbýli Jafna þarf raforkuverð í landinu. Búnaðarþing skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp iðnaðarráð- herra um að jafna á milli dreifbýlis og þéttbýlis, kostnað við dreif- ingu rafmagns. Búnaðarþing hvet- ur stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um að kostnaður þeirra sem búa á „köldum svæðum“ og nota raf- orku til kyndingar, verði til jafns við hitaveitu. Gegn ESB Búnaðarþing 2014 ítrekar sam- þykktir fyrri þinga um andstöðu við aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Þingið telur að draga eigi að- ildarumsókn Íslands til baka. Innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti Áfram verði óheimilt að flytja hing- að til lands hrátt, ófrosið kjöt í ljósi þeirrar smit- og sýkingarhættu sem það getur haft í för með sér. Þrýst verði á stjórnvöld að halda áfram uppi fullum vörnum í máli ESA gegn íslenska ríkinu vegna innflutningsbanns á hráu ófrosnu kjöti. Stjórn BÍ er falið að fylgja málinu eftir. Lífrænar landbúnaðarvörur Búnaðarþing 2014 telur mikilvægt að efla framleiðslu á lífrænum land- búnaðarvörum. Búnaðarþing 2014 hvetur bændur í öllum búgreinum til að meta og nýta þau tækifæri sem eru til staðar í framleiðslu og sölu á lífrænum landbúnaðarvör- um. Bændasamtökum Íslands verði falið að halda málþing til kynning- ar og fræðslu á lífrænni landbúnað- arframleiðslu í samstarfi við VOR (verndun og ræktun), landsfélag framleiðenda í lífrænum búskap. Álftir og gæsir Búnaðarþing 2014 telur mikilvægt að nú þegar verði dregið skipulega úr tjóni af völdum álfta og gæsa á ræktarlöndum bænda. Safnað verði frekari upplýsingum um tjón sem álftir og gæsir valda á ræktarlönd- um bænda. Á grundvelli þeirra gagna verði ákveðið hvort heimild- arákvæði verði sett í lög um tíma- bundna skotveiði á álft og gæs í til- raunaskyni á ræktarlöndum bænda. Bændasamtökunum verði falið að vinna að málinu í samstarfi við um- hverfis- og auðlindaráðuneytið. Landbúnaðarháskólar á Íslandi Búnaðarþing leggur áherslu á að sjálfstæði og rekstrargrundvöll- ur landbúnaðarháskóla á Íslandi sé tryggður. Mikilvægt er fyrir ís- lenskan landbúnað og þróun hans að í landinu séu öflugir skólar sem sinna endurmenntun bænda, starfs- menntanámi, háskólanámi og rann- sóknum í landbúnaði. Sjálfstæðir og öflugir landbúnaðarháskólar eru mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð íslensks landbúnaðar. Búnaðarþing 2014 leggst gegn hugmyndum menntamálaráðherra um samruna HÍ og LbhÍ. Búnað- arþing hvetur stjórn BÍ til að leita allra leiða til að tryggja áfram sjálf- stæði LbhÍ og telur eðlilegt að það fjármagn sem menntamálaráðherra er tilbúinn að veita til samruna HÍ og LbhÍ fari í að styrkja rekst- ur LbhÍ án þess að til þess samruna komi. Dýralæknaþjónusta Markmið að bæta dýralæknaþjón- ustu í dreifbýli og tryggja bet- ur velferð dýra. Nauðsynlegt er að endurskoða dýralæknaþjón- ustu í þeim landshlutum þar sem stærð vaktsvæða hefur sýnt sig að hafa neikvæð áhrif á velferð dýra. Nauðsynlegt er að fjölga þjón- ustudýralæknum og bakvaktar- svæðum til að tryggja ásættan- legan viðbragðstíma dýralækna og þar með velferð dýra. Dæmi eru um að bændur hafi misst bæði nautgripi og hross vegna þess að dýralækni tókst ekki að kom- ast tímanlega þeim til aðstoð- ar. Til að auka sveigjanleika og hagkvæmni þyrfti að endurskoða vaktsvæði og skoða hvort betra sé að skilgreining þeirra komi fram í reglugerð en sé ekki bundin í lög- um. Búnaðarþing 2014 skorar á stjórnvöld að tryggja auknar fjár- veitingar til Matvælastofnunar svo fjölga megi þjónustudýralæknum og bakvaktarsvæðum dýralækna þar sem nauðsynlegt er. Starfsskilyrði land- búnaðarins Búnaðarþing 2014 leggur áherslu á að hafin verði undirbúnings- vinna vegna gerðar nýrra búvöru- samninga, með það að markmiði að efla samkeppnishæfni, nýta sóknarfæri og treysta afkomu bænda. Þingið telur mikilvægt að fyrirkomulag tolla verði hluti af samningum, enda eru þeir ein af grunnstoðum þess að tryggja rekstraröryggi landbúnaðarins. Gjaldtaka vegna búfjáreftirlits Búnaðarþing 2014 mótmæl- ir harðlega boðaðri innheimtu vegna búfjáreftirlits. Almennt búfjáreftirlit hefur fram til þessa ekki verið gjaldskylt. Þingið bein- ir því til stjórnar Bændasamtak- anna að leita allra leiða til að svo verði áfram. mm/ Ljósm. TB Þann 21. mars verður alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Af því til- efni langar okkur systrum að skrifa um hvernig það er að eiga bróð- ir með Downs heilkenni. Það sem er erfiðast við að eiga bróðir með Downs er þegar krakkar eru að nota orðin „þroskaheftur“ eða „fatl- að“ sem eitthvað ljótt og niðrandi. Okkur þykir bróðir okkar flottur eins og hann er og það er ekkert ljótt við það að vera þroskaheftur. Það þurfa ekki allir að vera eins. Ef allir væru eins væri eins væri heim- urinn fátæklegur. Í dag er fólki með Downs heil- kenni útrýmt því það er hægt að leita það uppi með fósturskimun- um. Það finnst okkur sorglegt, því tilvera þeirra gefur lífinu lit. Bróðir okkar hefur kennt okkur mikið um lífið og við erum heppnar að eiga hann sem bróður. Okkur er sko engin vorkunn. Kæra fólk, viljið þið hugsa ykkur um áður en þið notið orð eins og „þroskaheftur“ og „fatl- að“ í neikvæðri merkingu og gerið grín að þeim sem eru fatlaðir eða þroskaheftir. Okkur líður illa þeg- ar það er gert. Ásta Sóley og Íris Petra Jónsdætur. Leikdeild Umf. Skallagríms frumsýnir söng- og gamanleik- inn „Stöngin inn“ í Lyngbrekku á föstudaginn. Um er að ræða bráð- skemmtilegt nýtt verk eftir Guð- mund Ólafsson leikara, eins og sagt var frá í Skessuhorni í nýverið. Sýn- ingin hefur hlotið lof þar sem hún hefur áður verið sett upp og var hún kosin athyglisverðasta leiksýn- ing áhugaleikfélaganna þegar hún var sýnd hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Leik- arar á sviðinu eru sextán talsins og þar af eru átta nýliðar í leikdeild- inni en alls koma yfir þrjátíu manns að sýningunni með einum eða öðr- um hætti. Falleg og fjörug ABBA lög leika stórt hlutverk í sýningunni en undirleik annast þriggja manna hljómsveit undir stjórn Steinunn- ar Pálsdóttur. Rúnar Guðbrands- son leikstýrir verkinu en hann hef- ur hlotið frábæra dóma fyrir þær leiksýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Þá stýrir Birna Hafstein dansatriðum. Kaffiveitingar verða til sölu á öll- um sýningum en enginn posi er á staðnum. Miðaverð er 2500 krónur en hópar og eldri borgarar fá mið- ann á 2000 krónur. Frumsýning verður í Lyngbrekku föstudaginn 14. mars næstkomandi kl. 20:30. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni. grþ Pennagrein Tilvera þeirra gefur lífinu lit Ívar Hrafn, Íris Petra og Ásta Sóley, ásamt Tinnu. Stöngin inn frumsýnd í vikulokin Fjölmörg mál afgreidd á Búnaðarþingi Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson við setningu búnaðarþings. Svipmynd frá fundi í einni af starfsnefndum á þinginu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.