Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Fjölskylda Árna Helgasonar, fv. símstöðvarstjóra og heiðursborgara Stykkishólms, býður vinum og sam- ferðarfólki hans til kaffisamsætis og dagskrár í félagsheimili Stykkis- hólms nk. sunnudag 16. mars frá kl. 14:30 - 16:30. Tilefnið er að Árni hefði orðið 100 ára föstudaginn 14. mars, en hann lést 27. febrúar 2008. Meðal dagskráratriða afmælishá- tíðarinnar má nefna minningabrot sem Róbert Jörgensen og Sesselja Pálsdóttir flytja, frændur Árna, þeir nafnar Ellert Borgar Þorvaldsson og Ellert Kristinsson, syngja kvæði og gamanvísur eftir Árna, nemend- ur Lúðrasveitar Stykkishólms leika á hljóðfæri, sýnt verður efni úr safni Sjónvarpsins og þær frænkur Ingi- björg Hrönn Jónsdóttir og Ingi- björg Jóna Halldórsdóttir barna- börn Árna flytja tónlistaratriði. Árni Helgason ólst upp á Eski- firði og starfaði sem sýsluskrifari og varð ungur virkur í félagsmál- um. Árið 1942 flyst hann til Stykk- ishólms til tímabundinna starfa við embætti sýslumanns. Sú dvöl reyndist lengri en ætlað var og sett- ist Árni að í Hólminum og bjó þar til dauðadags. Hann kvæntist árið 1948 Ingibjörgu Gunnlaugsdótt- ur kennara frá Bakka í Víðidal og saman eignuðust þau fjögur börn sem komust upp. Árni Helgason starfaði sem sýslufulltrúi í Hólm- inum og síðar sem stöðvarstjóri Pósts og Síma í Stykkishólmi til 70 ára aldurs. Árni var landsþekkt- ur bindindismaður og skemmti- kraftur sem söng eigin gamanvísur á ótal skemmtunum. Árni Helga- son var fréttaritari Morgunblaðsins í Stykkishólmi og skrifaði fjölmarg- ar greinar í Moggann um bind- indismál og landsmálin. Hann var áberandi og virkur í félags- og at- vinnumálum í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi. Hann kom að stofn- un Lúðrasveitar og Tónlistarskóla Stykkishólms, var einn af stofn- endum Lionsklúbbsins og leið- andi í starfi barnastúkunnar Bjark- ar nr. 94. Hólmarar heiðruðu Árna með ýmsum hætti fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og árið 1997 var hann gerður að heiðursborgara Stykkishólms. „Það myndi gleðja fjölskyldu Árna ef vinir og samferðafólk hefðu tækifæri á að mæta í kaffisamsætið næsta sunnudag og njóta veitinga og þeirrar dagskrár sem þar verður í boði,“ segir í tilkynningu frá fjöl- skyldunni. mm Þegar mikið mæðir á og fólk hef- ur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálpar- sími Rauða krossins ætíð til stað- ar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vakt- inni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upp- lýsingar um þau úrræði sem í boði eru. Hjálparsím- inn vill minna landsmenn á þann stuðn- ing sem hann veitir í gegnum númerið 1717. Hjálparsíminn er fyrir alla þá sem þurfa að ræða málin en e inkunnarorð hans eru hlut- leysi, skilning- ur, nafnleysi og trúnaður. Sím- inn er opinn allan sólarhringinn, allt árið um kring og er gjald- frjáls. Það birtist ekki á síma- reikningnum að hringt hafi ver- ið í 1717. Á síðasta ári tók Hjálp- arsíminn á móti tæplega 15 þús- und símtölum. Meginstarf Hjálparsímans er að hlusta og vera til staðar fyr- ir fólk í þrengingum. Einnig eru veittar upplýsingar um hvert fólk geti leitað til þess að fá aðstoð hjá sérfræðingum við sínum vanda- málum – hvort sem um sé að ræða félagsleg eða sálræn vandamál. Þeir sem hringja í Hjálparsím- ann eru einstaklingar sem þurfa að ræða málin (oft eru það ein- staklingar sem eiga hvorki fjöl- skyldu né vini sem þeir geta leit- að til), stríða við geðsjúkdóma eða aðra króníska sjúkdóma, eru einmana og þurfa andlega upp- lyftingu eða stuðning, hafa lent í áfalli eða áföllum, stríða við þunglyndi og í alvarlegustu til- fellunum eru það einstakling- ar sem hafa misst vonina og eru í sjálfsvígshugleiðingum. Þeir sjálfboðaliðar og starfs- menn sem svara í símann fá viða- mikla þjálfun í viðtalstækni og sál- rænum stuðning með færum sér- fræðingum. Einnig er þeim boð- ið reglulega upp á fræðslukvöld er tengjast sérstökum átaksvikum Hjálparsímans t.d. um greiðslu- erfiðleika, átraskanir, kynhneigð, þunglyndi og heimilisofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem svara í númer Hjálparsímans, 1717, hafa aðgang að rafrænni handbók þar sem bjargir um hin ýmsu mál er að finna. Til dæmis má nefna að nýjustu upplýsingar um hin- ar sérstöku aðstæður sem skap- ast hafa á fjármálamarkaðnum og hvert einstaklingar geta snúið sér í bjargráðum hafa verið settar þar inn. Að lokum er rétt að ítreka að Hjálparsíminn er alltaf til stað- ar fyrir fólkið okkar í landinu, ekki er spurt um nafn né stöðu. Hlutverk sjálfboðaliða og starfs- manna Hjálparsímans er að vera til staðar, dæma ekki, hlusta af athygli og síðast en ekki síst að byggja upp von hjá brotnum ein- staklingum. Hjálmar Karlsson verkefnastjóri. Atvinnuveganefnd fjallar nú um frum- varp sjávarútvegs- ráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða þar sem lagt er til að kvótasetja úthafsrækju að nýju og að skipta hlutdeildinni þann- ig að þeir sem stundað hafi veiðar frá því að veiðar voru gefnar frjáls- ar árið 2010 fái nú 30% en þeir sem höfðu hlutdeild fyrir þann tíma fái 70%. Þetta má kalla „Salomons- dóm“ því engar leiðbeiningar fylgja með á hvaða forsendum þessi nið- urstaða ráðherra er fengin. Atvinnuveganefnd fékk Laga- stofnun Háskóla Íslands til að meta hugsanlega bótaskyldu ríkis- ins miðað við 70/30% skiptinguna og komst hún að þeirri niðurstöðu að hvorugur aðilinn eigi tilkall til bóta að hálfu ríkisins vegna fyrir- liggjandi frumvarps. Ennfremur er það sjónarmið sett fram í álitinu að sú ákvörðun að gefa rækjuveiðar frjálsar hafi verið ólögmæt á sínum tíma en um það eru mjög skiptar skoðanir á meðal lögmanna og ekk- ert sem sker endanlega úr um það nema niðurstaða dómstóla og hafa báðir aðilar talað fyrir því að láta á það reyna. Minna má á í þessu sambandi fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða sem segir að nytjastofnar í sjónum sé sameign þjóðarinnar og að út- hlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarétt einstakra aðila yfir veiði- heimildunum. Stjórnvöldum hverju sinni er því að sjálfsögðu heimilt að ákvarða með lögum stjórn veiða og nýtingu stofna sem ekki eru nýttir eins og raunin var með úthafsrækj- una árin fyrir 2010. Miklar áhyggjur eru eðlilega hjá forsvarsmönnum og starfsfólki þeirra fyrirtækja sem hafa verið að byggja upp rækjuvinnslu og veið- ar frá því að rækjuveiðar voru gefn- ar frjálsar árið 2010. Allt bendir til þess að afleiðingar frumvarps- ins verði þær að ekki verði hægt að halda uppbyggingu og starf- semi áfram með sama hætti og ver- ið hefur og uppsagnir með tilheyr- andi byggðaröskun blasi við í kjöl- farið ef frumvarpið verður óbreytt að veruleika. Slíkt má ekki gerast. Með því væri verið að slá út af borðinu fjölda starfa sem byggst hafa upp í kring- um rækjuiðnaðinn á síðustu árum eins og t.d. hjá rækjuvinnslunni Kampa ehf og fleiri fyritækjum í vinnslu og veiðum frá því að veið- ar voru gefnar frjálsar. Rækjuiðnað- ur á Íslandi á sér langa sögu og sú saga hófst með frumkvöðlastarfi á Ísafirði en í dag eru 6 verksmiðjur starfandi í landinu og byggja á út- hafsrækju, innfjarðarrækju og inn- fluttri rækju í mismunandi hlutföll- um eftir stöðum. Miklar sveiflur hafa verið í grein- inni og þannig voru veiðar á árun- um fyrir 2010 ekki taldar nógu hag- kvæmar af ýmsum orsökum. Stór hluti veiða á þeim árum byggði á leigu á aflamarki því handhafar aflamarksins nýttu það mjög tak- markað. Hvaða skynsemi felst í því að afhenda fyrrverandi kvótahöfum svo hátt hlutfall aftur upp í hend- urnar? Langflestir þeirra hafa ekki nýtt sínar heimildir í fjölda ára og ekki nema lítill hluti þeirra eftir að veiðar voru gefnar frjálsar. Eðlilegt er að þeir sem hafa verið starfandi í greininni og nýtt hafa veiðiheim- ildir sínar og/eða byggt upp veiði- reynslu undanfarin ár hafi áfram rekstrargrundvöll og sú mikla þekk- ing sem til staðar er og byggst hef- ur upp á löngum tíma glutrist ekki niður vegna geðþótta ákvarðana stjórnvalda. Ég er inná því að stokka þurfi upp þessa úthlutun eins og allt kvótakerfið og byggt sé á nýtinga- leyfum við ríkið og að komið verði í veg fyrir að útgerðir liggi með ónýttar aflaheimildir eða geri út á leigubrask. Telja má víst að af- koma greinarinnar í dag beri ekki há veiðigjöld og er því mikilvægt að veiðigjaldanefnd komi með rök- studdar tillögur þar að lútandi til ráðherra en það ber henni að gera lögum samvæmt og taka til skoðun- ar þær tegundir sem ekki eru líkleg- ar til að bera umtalsverð veiðigjöld, eða jafnvel alls ekki nein. Það er ekki síður mikilvægt að verja þau störf sem fyrir eru á lands- byggðinni eins og það að skapa ný atvinnutækifæri en þetta virðist því miður stundum gleymast. Ég hef talað fyrir málamiðl- un innan Atvinnuveganefndar um 50/50% hlutfallsskiptingu út- hafsrækju milli eldri rétthafa og þeirra sem veitt hafa úthafsrækju frá því að veiðar voru gefnar frjáls- ar og tel að með þeirri niðurstöðu og aukinni veiðiskyldu væri þeim sem virkir hafa verið í veiðum og vinnslu undanfarin ár gert kleift að starfa áfram. Nú reynir á samstöðu þingmanna Norðvesturkjördæmis um að standa vörð um þennan mikilvæga iðnað svo koma megi í veg fyrir að fjöldi starfa tapist og sú mikla þekk- ing sem byggst hefur upp á löngum tíma hjá starfsfólki í greininni. Vonandi á rækjuiðnaðurinn bjartari tíma framundan og þá er mikilvægt að standa með því fólki sem leggur sig fram um að þróa þennan iðnað og gefst ekki upp þó á móti blási af náttúrulegum orsökum en verra er það ef það er af mannavöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþ.m. VG í Norðvesturkjördæmi. Á Bókasafni Akraness við Dalbraut 1 stendur nú yfir sýning er nefn- ist „Akrafjall – sóknarfæri til sköp- unar.“ Sýningin er afrakstur sam- starfsverkefnis fjögurra kennara og sjö nemenda við Grundaskóla. Verkefnin voru unnin frá byrj- un skóla haustið 2013 og fram að Vökudögum. Skessuhorn greindi þá ítarlega frá sýningunni sem upp- haflega var sett upp í gamla Akra- sportshúsinu við Skólabraut. Mark- mið þessa áhugaverða verkefnis var að samþætta ólíkar listgrein- ar og stuðla að samvinnu nemenda og kennara óháð aldri og reynslu. Þótti það takast með ágætum. Sýn- ingin í Akrasportshúsinu var viða- meiri en sú sem er nú á bókasafn- inu. Henni lýkur í lok apríl og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins virka daga kl. 10-18 og á laugar- dögum kl. 11-14. mm Pennagrein Hálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi Sýningin um Akrafjallið komin á Bókasafnið Árni Helgason. Ljósm. Ólafur K Magnússon. Aldarafmælis Árna Helgasonar minnst næsta sunnudag Pennagrein Fjöldi starfa í rækjuiðnaði í hættu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.