Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars síðastliðinn, fannst mér ekki annað hægt en að vekja athygli á misrétti kvenna og karla í körfuboltaheiminum á Ís- landi í dag. Til eru endalaus dæmi. Ég ætla einungis að nefna örfá en ég veit varla hvar ég á að byrja. Þegar ég var 17 ára var ekkert A-landslið kvenna starfandi. Ekki heldur þegar ég var 18 ára. Eft- ir síðasta leik minn á mínu síðasta Norðurlandamóti yngri landsliða þurfti ég að spyrja mig að því hvert ég stefndi. Ég sá ekki næsta skref. Ég þurfti að leita eftir fyrirmynd- unum mínum á meðan besti vinur minn horfði á fyrirmyndirnar sín- ar í A-landsliði karla með stjörnur í augunum, því það var þangað sem hann stefndi. Þann 15. janúar 2011 fór ég á fyr- irlestur fyrir öll yngri stúlknalands- lið í Ásgarði. Þar voru mjög áhuga- verðir fyrirlestrar varðandi afreks- starf. Á þessum fundi varpaði ég fram spurningu varðandi U-20 ára landslið karla sem senda átti á Evr- ópumót um sumarið, og af hverju það væri ekkert U-20 ára landslið stúlkna. Svarið sem ég fékk var það að einhvers staðar þyrfti að byrja. Árið 2013 var svo U-22 ára landslið karla kallað saman, en aldrei heyrð- ist neitt af stúlknalandsliðum í þess- um aldursflokkum, hvorki U-20 ára né U-22 ára. Stjörnuleikir karla og kvenna hafa alltaf verið skemmtilegir við- burðir í íslenskum körfubolta. Þetta voru leikir sem sýndir voru í beinni útsendingu á laugardög- um og fullkomið tilefni fyrir popp, kók og körfuboltagláp. Stjörnuleik- ur kvenna var lagður niður í tvö ár, 2011 og 2012. Í janúar 2013 var hins vegar svakaleg endurkoma á stjörnuleik kvenna. Leikurinn var auglýstur og haldinn á miðvikudegi í Keflavík(!) á meðan karlaleikur- inn var haldinn á laugardegi í Ás- garði. Þetta hlaut að vera eitthvað grín. Þvílík vanvirðing við íslenska kvennakörfu. Umfjöllun um körfubolta al- mennt hefur ekki verið upp á marga fiska síðastliðin ár í sjónvarpi, og hvað þá umfjöllun um kvenna- körfubolta. Það er ekki langt síð- an RÚV fór að segja frá úrslitum í körfuboltaleikjum kvöldsins í frétt- unum og ennþá í dag er það ekki alltaf gert. Íslenski boltinn hóf göngu sína á RÚV árið 2011 þar sem fjallað var aðallega um handbolta, körfu- boltinn fékk smá part og körfu- bolti kvenna fékk nokkrar mínút- ur. 8. október 2013 var mikill gleði- dagur fyrir áhugafólk um íslenskan (karla)körfubolta því þá var gerður samstarfssamningur á milli KKÍ og Stöðvar 2 Sport um að sýna frá ís- lenskum körfuknattleik í sjónvarpi. Stöðin hafði greinilega engan áhuga á að sýna leiki í beinni útsendingu í Dominos deild kvenna en 10 leikir voru á dagskrá í beinni útsendingu frá Dominos deild karla! Fyrir utan misrétti í dómara- málum kvenna og karla í körfu- bolta sem er mjög greinilegt mis- rétti í landsliðsmálum og í umfjöll- un um kvennakörfubolta í sjónvarpi er umgjörð kvennaleikja það sem mér finnst allra sorglegast. Oftar en ekki líður mér eins og ég sé kom- in á minniboltamót en ekki að spila leik í efstu deild kvenna. Ég veit að taka átti m.a. á þessum þáttum eftir síðasta leiktímabil, þ.e. að hafa um- gjörðina eins á kvennaleikjum og karlaleikjum liða. Því miður sé ég enga breytingu þar á. Það er einungis á heimaleikj- um í Stykkishólmi sem mér finnst eitthvað vera í gangi. Snæfelling- ar eru að gera virkilega góða hluti að mínu mati í jafnréttismálum í körfunni enda er árið 2014 komið í Hólminn. Á hverjum einasta leik bæði hjá konum og körlum, í deildinni sem og í úrslitakeppninni, er kynning á öllum leikmönnum beggja liða, ásamt dómurum. Þar er leikskrá þar sem nöfn leikmanna koma fram og þar er einnig dagskrá yfir næstu leiki. Þar er tónlist og stemning. Og þar er alveg sama hvort þú sért með typpi eða píku. Ég skora á þig að líta á þitt eigið íþróttafélag með gagnrýnum aug- um. Ég skora á þig að sýna í verki að þú viljir það sama fyrir dóttur þína og son þinn í íslenskum körfu- bolta. Hafðu áhrif og breyttu ein- hverju í kringum þig. Ég veit innst inni að 2014 er ekki bara komið í Stykkishólm. Áfram stelpur - og áfram körfu- bolti! Berglind Gunnarsdóttir Könnun hefur verið gerð með- al landsmanna þar sem spurt var hvar svarendur vildu helst búa. Niðurstaðan var að flestir vildu búa á höfuðborgarsvæðinu. Þar á eftir nefndu svarendur Reykja- nesbæ. Ekki var af svörum séð að hið ágæta Akranes þætti vænleg- ur valkostur. Þessi niðurstaða hlýt- ur að vekja spurningar hjá Akur- nesingum. Svipuð vegalengd er frá Keflavík og Akranesi til Reykja- víkur. Augljós aukakostnaður er að búa á Akranesi miðað við að búa í Keflavík. Skattheimta Akurnesinga í Hvalfjarðargöng er kostnaður sem nemur tugum þúsunda á ári. Þessa tugi þúsunda sækir Spölur í vasa Akurnesinga sem stunda atvinnu, skóla, eða eiga oft erindi til Reykja- víkur. Þeir sem tóku þátt í könnun- inni hafa væntanlega gert sér ljóst að verulegur kostnaður er fólginn í þeim fjármunum sem Spölur ehf. reitir af Akurnesingum. Ætla má að tollur Spalar ehf. í Hvalfjarðargöng hafi neikvæð áhrif á fasteignaverð á Akranesi. Suðurnesjamenn hrundu með eftirminnilegum hætti af höndum sér gjaldtöku á Keflavíkurveginum á áttunda áratugnum og njóta þess í dag að vera ekki í viðjum vegtolla. Þeir sem eru með búsetu í nálægð Hvalfjarðarganga hafa verið krafð- ir um verulegar fjárhæðir og greitt mest allra í Spalartollinn í gegnum árin. Akurnesingar voru farnir að telja niður og láta sig hlakka til að losna úr viðjum vegtolla Spalar ehf. árið 2018. Stjórnarformaður Spal- ar, Gísli Gíslason, hefur nú vænt- anlega slegið á væntingar Akurnes- inga, þegar hann ítrekað hefur lát- ið þess getið í fjölmiðlum að nú fari að verða nauðsyn þess að tvöfalda Hvalfjarðargöng, því þau væru að því komin að anna ekki umferðinni. Forsvarsmenn Hvalfjarðarganga/ Spalar, hafa á síðustu árum af og til komið fram í fjölmiðlum og tal- að um nauðsyn á tvöföldun Hval- fjarðarganga og samtímis birt áróð- ursmyndir sem teknar eru á mestu ferðamannahelgum miðsumars, þar sem sjá má langar bílalestir á þjóð- veginum við vegtollsskýlið. Ef toll- heimta Spalar væri ekki þar til traf- ala, mynduðust ekki umferðartepp- ur. Umferðarteppur myndast að- eins þar sem Spölur ehf. er að reita tollinn af landsmönnum. Þjóðveg- ir landsins eru flestir það sem kall- að er einn+einn vegur. Í gegnum Hvalfjarðargöng er einn+einn veg- ur. Formaður Spalar ehf. boðar að verði af tvöföldun Hvalfjarðar- ganga á vegum þess félags, verði væntanlega áframhald á tollheimtu í göngin. Þar með segir að íbú- ar Akraness sem og aðrir sem eru á miðjum aldri nú, geta ekki vænst þess að lifa það, að geta ekið þessi einu jarðgöng á Íslandi án vegtolls. Spölur ehf. þarf sitt. Spölur óttast að mjólkurkýrin sé að verða geld. Spölur óttast árið 2018. Eðvarð L. Árnason. Ellefu fyrirtæki, stofnanir og sam- tök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. „Gríð- arlegt eignatjón, mikil óþæg- indi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatns- leka, raka og myglu á íslensk- um heimil- um ár hvert. Trygg inga- félögin bæta hluta tjóns- ins en veru- legar fjár- hæðir lenda á heimilunum. S a m s t a r f s - hópurinn tel- ur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almenn- ings og auk- inni þekk- ingu og fagmennsku iðnaðar- manna,“ segir í tilkynningu. Hópurinn bendir á ýmsar leið- ir til að draga úr vatnstjóni. Með- al annars: Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvotta- hús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. Að auka þekkingu og fag- mennsku iðnaðarmanna sem koma að frágangi í votrýmum með því að gefa þeim kost á fram- haldsmennt- un. Að fólk sinni um- hirðu og eft- irliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á v a t n s t j ó n i eða koma í veg fyrir það. Að fólk kunni að b r e g ð a s t rétt við þeg- ar vatns- leki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Að samstarfshópnum standa Félag dúklagninga- og vegg- fóðrarameistara, Félag pípulagn- ingameistara, IÐAN fræðaset- ur, Mannvirkjastofnun, Múrara- meistarafélag Reykjavíkur, Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði auk tryggingafélag- anna Sjóvá, TM, VÍS og Vörður. mm Pennagrein Hvalfjarðargöng Samstarf um varnir gegn vatnstjóni á heimilum Pennagrein „Einhvers staðar verður að byrja“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.