Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Helmingi minni afli í tonnum LANDIÐ: Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 25,7% á föstu verði í febrúar samanborið við febrúar 2013. Í tonnum talið dróst afli saman um hvorki meira né minna en 56,2% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfisksafli dróst mun minna saman í febrúar milli ára heldur en uppsjávarafli, eða um 10,5%. Magnvísitalan tekur tillit til verðhlutfalla milli ein- stakra fisktegunda og þar sem botnfisksaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði mun lægri í prósentum talið heldur en sam- dráttur aflans í tonnum. –mm Atvinnuleysi svipað LANDIÐ: Skráð atvinnuleysi í febrúar var 4,5%. Að meðaltali voru 7.213 atvinnulausir í mán- uðinum og fjölgaði atvinnulaus- um um 23 að meðaltali frá janú- ar en hlutfallstala atvinnuleys- is breyttist ekki. Fjöldi karla var svipaður en það var konum sem fjölgaði á atvinnuleysisskrá um 23 að meðaltali. Karlar voru 3.615 karlar á atvinnuleysisskrá og konur 3.598. Atvinnuleys- ið var 4,2% meðal karla í febrú- ar og 5% meðal kvenna. At- vinnulausum fækkaði að meðal- tali um 16 á höfuðborgarsvæðinu en fjölgaði um 39 að meðaltali á landsbyggðinni. Atvinnuleysið í febrúar var 4,7% á höfuðborgar- svæðinu, en 4,3% á landsbyggð- inni. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 7,7%, en minnst á Vestfjörðum, 2,4%. Atvinnuleysi á Vesturlandi í febrúar var 3,2% eða það sama og í janúar. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 8. - 14. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 18 bátar. Heildarlöndun: 2.774.088 kg. Mestur afli: Faxi RE: 1.040.573 kg í einni löndun. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 10.896 kg. Mestur afli: Særif SH: 5.613 kg í einni löndun. Grundarfjörður 11 bátar. Heildarlöndun: 441.449 kg. Mestur afli: Frosti ÞH: 149.995 kg í þremur löndunum. Ólafsvík 19 bátar. Heildarlöndun: 269.082 kg. Mestur afli: Egill SH: 40.817 kg í tveimur löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 477.004 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 84.834 kg í einni löndun. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 98.990 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 83.137 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Faxi RE – AKR: 1.040.573 kg. 9. mars 2. Lundey NS – AKR: 1.016.573 kg. 10. mars 3. Ingunn AK – AKR: 685.933 kg. 8. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 4.834 kg. 13. mars 5. Frosti ÞH – GRU: 61.768 kg. 9. Mars mþh Umsóknir um starfsstyrki BORGARFJ: „Opið er fyr- ir umsóknir um starfsstyrki UMSB og Borgarbyggðar. Umsóknir má senda á net- fangið umsb@umsb.is og er umsóknarfrestur til 1. maí 2014. Allar nánari upplýs- ingar, úthlutunarreglur og skilyrði er að finna á www. umsb.is. Einnig veitir Pálmi upplýsingar í síma 869- 7092,“ segir í tilkynningu. –mm Sækja um í styrkvegasjóð DALIR: Byggðarráð Dala- byggðar samþykkti tillögu að umsókn í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar á fundi sín- um sl. þriðjudag. Sótt var um 10,7 milljónir króna til fram- kvæmda á þessu ári við vegi í Dalabyggð sem ekki eru á framfæri Vegagerðarinnar, en á síðasta ári fékk Dala- byggð þriggja milljóna króna styrk úr styrkvegasjóði. Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar segir að listinn sé langur frá ári til árs yfir þá vegi sem þarfnist orðið mik- illa endurbóta og viðhalds. Sá listi styttist nánast ekk- ert. Þessir vegir séu til sveita framar lögbýla sem enn eru í ábúð og því ekki lengur á framfæri Vegagerðar. Veg- ir sem notaðir séu mikið af bændum og ferðafólki, fram á heiðar og afrétti. Aðspurð- ur sagði Sveinn að fyrir þær þrjár milljónir sem fengust í fyrra hafa m.a. tekist að laga veginn í Flekkudal á Fells- strönd og Villingadalsveg á Skarðsströnd. Hann segir að upphæðirnar skiptist mikið milli vega og ekki sé hægt að gera mikið á hverjum stað. Þá séu peningarnir einkum fljótir að fara ef t.d. þurfi að laga ræsi eða koma nýju fyrir eins og gerðist einmitt varð- andi aðra stærri framkvæmd- ina í fyrra. –þá Mjólkurkvóta má nú selja oftar á ári LANDIÐ: Nýverið gaf landbúnaðarráðherra út breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyr- irkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólk- ur á lögbýlum. Í breyting- unni felst að markaðsdög- um er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verð- lagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðila- skipti innan verðlagsárs- ins, þann 1. apríl og 1. sept- ember, og einn markaðs- dagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlags- ári, þann 1. nóvember. „Þeir sem hyggjast eiga viðskipti með greiðslumark þurfa að skila gögnum þar að lút- andi til Matvælastofnunar eigi síðar en 25. mars vegna markaðar 1. apríl, 25. ágúst vegna markaðar 1. septem- ber og 25. október vegna markaðar 1. nóvember,“ segir í tilkynningu. Sjá nán- ar reglugerð nr. 239/2014. –mm Í tilefni af átakinu Mottumars stendur Krabbameinsfélag Borgar- fjarðar fyrir fjáröflunartónleikum í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars klukkan 20:30. Karlakórar landsins hafa að undanförnu marg- ir tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir Mottumarsátakið, en Karla- kórinn Söngbræður gerir enn bet- ur. Kórfélagar urðu góðfúslega við þeirri ósk krabbameinsfélagsins að efna til tónleika í tilefni af Mott- umars. Ágóði af tónleikunum mun renna til Krabbameinsfélags Borg- arfjarðar sem hefur það að aðal- markmiði að styðja við bakið á ein- staklingum sem þurfa að ferðast oft og dvelja langdvölum fjarri heimili til að leita sér lækninga. Aðgangs- eyrir á tónleikana er 2.000 krón- ur og skal bent á að posi er ekki á staðnum. Allir eru velkomnir með- an húsrúm leyfir. mm Á fundi byggðarráðs Dalabyggð- ar sl. þriðjudag var kynntur undir- ritaður rekstrarsamningur um upp- lýsingamiðstöð og veitingaþjón- ustu í Leifsbúð við Valdísi Gunn- arsdóttur. Sveinn Pálsson sveitar- stjóri segir að samningurinn sé til skamms tíma, eða út þetta ár. Hann sé mjög svipaður fyrri samningi, m.a. ákvæði um lágmarks opnun- artíma utan hefðbundins ferða- mannatíma. Valdís tekur við rekstri Leifsbúðar og upplýsingamið- stöðvarinnar af Freyju Ólafsdóttur, en samkomulag var milli hennar og sveitarstjórnar um riftun samnings- ins um síðustu áramót. Sá samning- ur var til þriggja ára en var rift eftir tæpt ár af gildistíma. Fulltrúar eig- enda Leifsbúðar, sveitarstjórnarfólk í Dalabyggð, taldi að fyrrum rekstr- araðili hefði ekki farið eftir ákvæði í samningum um lágmarks opn- unartíma utan hefðbundins ferða- mannatíma og var það aðalástæðan fyrir riftun samningsins. þá Almenningur hefur þá skyldu að láta vita ef grunur leikur á um van- rækslu búfjár. Í síðustu viku voru tvö hross á þrítugsaldri á Mýr- unum felld í kjölfar þess að Mat- vælastofnun var gert viðvart um óeðlilegan hófvöxt og þar af leið- andi vanrækslu eiganda hrossanna. Dýraeftirlitsmaður mætti á svæð- ið. Hrossin reyndust í þokkalegu holdafari en hófar þeirra mjög illa farnir. Í samráði við eiganda voru hrossin því aflífuð. Þegar þann- ig háttar til að hófar vaxa of mikið fram er ekki hægt að bjarga hross- unum. Sé reynt að rétta hófstöðu eftir það eru miklar líkur á að hrossin fái hófsperru. Það er afar sársaukafullt ástand og oft erfitt að meðhöndla að sögn dýralækna. Er þá í raun ekkert hægt að gera ann- að en að fella hrossin. Þetta tilfelli á Mýrunum mun ekki vera það fyrsta á Vesturlandi á þessu ári, þar sem aflífa hefur þurft hross af sömu ástæðum. mm Þegar aflabrögð eru góð, eins og hefur undanfarið verið við Snæfellsnesið, þarf að skipta um veiðarfæri öðru hverju. Það gerði einmitt áhöfnin á dragnótarbátnum Esjari SH frá Rifi fyrir helgina. Hér má sjá skipverjana Vagn, Þráin, Anton og Davíð Óla vinna við að skipta um dragnótina. Afli Esjars hefur verið með afbrigðum góður eða allt að 20 tonn í róðri og hafa þeir oft á tíðum tekið fá köst til að fylla bátinn af fiski. af Nýr rekstraraðili í Leifsbúð Vanræksla að snyrta ekki hófa á útigangi Vel hefur fiskast á Esjari Söngbræður hér á tónleikum á Mýrum í júní 2012. Hraustir menn í flutningi Söngbræðra til stuðnings krabbameinsfélagi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.