Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014                            Reykjavík Grundartangi Akranes Borganes Útboð Faxa óahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: Klafastaðaland Grundartanga Lóðir og gatnagerð 3. áfangi 2014 Verkið felst í gera lóð tilbúna til bygginga og tilheyrandi gatnagerð við lóðina. Fjarlægja skal óburðarhæfan jarðveg, sprengja klöpp og fylla í svæði. Einnig skal leggja lagnir og malbika götuna. Helstu magntölur: Gröftur 13.100 m3 Fylling 6.100 m³ Fráveitulagnir 150 m Malbikun 300 m2 Verklok eru 15. júní 2014. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Mannvits að Grensásvegi 1, 108 Reykjavík og Garðabraut 2A, 300 Akranesi frá og með þriðjudeginum 18. mars á 5.000 kr hvert eintak. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxa óahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, þriðjudaginn, 1. apríl 2014 kl. 11:00 Sumarafleysingar á svínabúi Óskum eftir starfsmanni í sumarafleysingastarf á svínabúið á Hýrumel í Hálsasveit á tímabilinu 1. maí til 31. júlí. Um er að ræða störf við almenna umhirðu dýra, þrif o.fl. Kostur ef viðkomandi getur sinnt léttu viðhaldi. Í boði er húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 895 8844. Um síðustu mánaðamót var opnuð í Stykkishólmi upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á nýjum stað í bæn- um. Núna er hún staðsett í íþrótta- miðstöðinni, í svokölluðu glerher- bergi til hliðar við afgreiðsluna. Til svara og þjónustu reiðibúin á upp- lýsingamiðstöðinni er nýr upplýs- inga- og markaðsfulltrúi Stykkis- hólmsbæjar, Bjarney Inga Sigurð- ardóttir. Hún er ein af tengdadætr- um staðarins og þekkir þar ágæt- lega til þótt hún hafi mestan sinn aldur alið í 101 í Reykjavík. „Það voru einmitt einhverjir sem hentu gaman af því að ég væri að fara í þetta starf hér, þar sem þetta svæði í borginni sé aðallega kennt við lattelepjandi listafólk og bóhema. Ég hló nú bara og benti þessu gam- ansama fólki á að ég drykki nú ekki einu sinni kaffi,“ sagði Bjarney og hló þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana í svolitlu spjalli í lok síð- ustu viku. Vel staðsett við sundlaugina Breytingar voru gerðar varðandi ferða- og upplýsingamálin í Stykk- ishólmi í vetur þegar ákveðið var að færa upplýsingamiðstöðina úr golfskálanum, þar sem hún hefur verið til húsa í nokkur ár. Jafnframt var ákveðið að Efling, félag fyrir- tækja og aðila í atvinnulífi bæjar- ins, ásamt Stykkishólmsbæ myndu starfrækja upplýsingamiðstöðina í sameiningu. Í fyrstu verður hún opin frá klukkan níu á morgnana til fimm síðdegis virka daga. Með vor- inu verður opnunartímanum vænt- anlega breytt eitthvað. Bjarney Inga telur að upplýsingamiðstöðin sé mjög vel staðsett í íþróttamið- stöðinni. „Sundlaugin hérna hefur einmitt verið hvað helsta aðdrátt- araflið fyrir ferðamanninn. Þess vegna held ég að þetta fari ágætlega saman. Fyrir mig persónulega, þá er gott og frískandi að hafa svona mikið líf í kring eins og hér er. Það er líka mjög þægilegt og gott að taka smá sundsprett á morgnana áður en ég byrja að vinna.“ Djamm og partí var ekki í boði Bjarney Inga lauk mastersnámi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands í júnímánuði í fyrra. Hún segist síðan hafa leitað að vinnu, en litl- ar fjárveitingar væru til fornleifa- rannsókna þessi misserin. „Ég held Spennandi að kynnast betur svæðinu og fólkinu Spjallað við nýjan upplýsinga- og markaðsfulltrúa í Stykkishólmi það fari ágætlega saman ferða- málin og áhugi minn á forleifa- fræði og sögunni sem er hér við hvert fótmál. Ég þekki þó nokkuð til hérna á svæðinu og hlakka til að kynnast því og fólki hér enn bet- ur. Núna undanfarið hef ég heim- sótt þau fyrirtæki hérna í Hólmin- um sem tengjast ferðamennskunni og kynnt mér starfsemi þeirra. Við erum líka í góðu samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og verðum í samstarfi við aðrar upp- lýsingaveitur hérna á Snæfells- nesi og í nágrenni. Við erum hluti af Breiðafjarðarfléttunni svoköll- uðu sem núna er reyndar farið að kalla Breiðafjarðarfaðminn,“ segir Bjarney Inga. Hún segist fyrst hafa komið í Stykkishólm um versl- unarmannahelgina 2002. „Vinur minn hérna sagði að þetta yrði að- alstaðurinn. Þá var haldið hér ung- lingalandsmót að mig minnir eða eitthvað svoleiðis. Ég ætlaði á ball hérna og bjóst við partíi og djammi. Það var náttúrlega ekkert svoleiðis í boði en þarna hitti ég strák sem ég varð ákaflega skotin í, Hrafnkell Thorlacius heitir hann. Það hittist svo vel á að hann var í skóla í bæn- um og síðan höfum við verið sam- an. Við giftum okkur árið 2008 og eigum saman tvö börn, Brynju 4 ára og Egil 2 ára. Við bjuggum í lít- illi íbúð í Reykjavík og töldum okk- ur ekki ráða við að kaupa stærra.“ Líst vel á starf og bú- setu í Hólminum Bjarney segir að það hafi verið í myndinni hjá þeim Hrafnkeli að flytja til Stykkishólms eða til út- landa. „Það hentaði ágætlega að koma hingað fyrst að þetta starf bauðst. Fjölskyldan hans er hér, meira að segja bæði settin af öfum og ömmum. Starfið mitt er til- raunaverkefni til eins árs en mér sýnist að þetta sé sett þannig upp að það sé framtíð í þessu. Mér líst vel á bæði starfið og framtíðarbú- setu fyrir fjölskylduna. Hrafnkell er bifvélavirki og hann sagði starfinu upp hjá Hekluumboðin í Reykja- vík. Hann átti svolítið eftir af fæð- ingarorlofinu sem hann nýtir með- an hann finnur sér vinnu hérna. Við höfum góða von um að eignast hér mun rýmra og betra núsnæði en við höfðum fyrir sunnan,“ sagði Bjarney Inga að endingu. þá Nýr upplýsinga- og markaðsfulltrúi Stykkishólmsbæjar, Bjarney Inga Sigurðardóttir, í upplýsingamiðstöðinni sem er í íþróttamiðstöðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.