Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 13
Ókeypis heimsendingaþjónusta! Opið alla daga ársins Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Óskum öllum fermin garbörnum á Vesturlandi til ham ingju með merkan áfanga Mikið úrval af ilmvörum fyrir stelpur og stráka! Afgre iðslu tíma r: Virka daga 9 –18 Laug ardag a 10 –14 Sunn udag a 12 –14 Hér á landi hefur tíðkast lengi sá siður að láta ferma ungmenni. Eftir siðaskiptin á sextándu öld féll ferming víðast hvar niður meðal Lútherstrúarmanna þar sem þeir við- urkenndu hana ekki sem sakramenti. Hún hélst hins vegar við á Íslandi og var lög- fest í danska ríkinu 1736 sem athöfn á und- an fyrstu altarisgöngu, að undangenginni fræðslu í kristnum fræðum. Altarisgangan var því aðal málið. Fyrir flesta Íslendinga þýðir ferming stað- festing. Staðfesting á þeirri ákvörðun for- eldra að láta skíra barnið og yfirlýsing við- komandi að hann vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Miklar vangaveltur hafa af og til blossað upp um hvort barn sé nógu gamalt til að staðfesta skírn sína 14 ára, eða hvort það sé of gamalt. Ekki skal lagður dómur á það. Sumir prestar hafa þó farið þá leið að spyrja ekki hinnar mikilvægu spurn- ingar um hvort einstaklingurinn vilji leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Spurningin sem stendur eftir er þá hvort um eiginlega fermingu sé að ræða? En fermingin er einnig annað og meira. Hún hefur löngum táknað að viðkomandi einstaklingur væri þar með kominn í full- orðinna manna tölu. Það er ekki lítið stökk. Á einum degi fer einstaklingur frá því að vera barn til þess að verða fullorðinn. Áður fyrr urðu mikil þáttaskil við þessa athöfn, líklega meira en við þekkjum nú. Umbún- aður í kringum ferminguna var einnig mis- jafn milli heimila, þá eins og nú. Misjafnt eftir efnahag, aðstæðum fólks og áherslum. Þó virðist ætíð hafa verið reynt að gera dag- inn eftirminnilegan fyrir fermingarbarn- ið, hér á landi sem erlendis, þótt fólk byggi við misjöfn kjör. Áður fyrr þótti jafnvel gott ef bakaðar voru pönnukökur í tilefni dags- ins. Það var kannski svo mikil nýbreytni að fermingarbarnið mundi það alla ævi. Ekki fengu heldur öll börn fermingargjafir. Efnin hrukku ekki til þess en dagurinn og umgjörð hans urðu þess í stað sú dýrmæta minning sem eftir lifði í huga fermingarbarnsins. Þetta skal rifjað upp til áminningar um að veraldlegum gæðum hefur ekki alltaf verið réttlátlega skipt og svo er ekki enn. Vonandi eiga þó öll fermingarbörn eft- ir að upplifa ánægjulegan dag þegar stóra stundin rennur upp. Fjölskyldur koma sam- an og gleðjast. Það er nefnilega svo að gleði, öryggi og væntumþykja er það besta sem hverju fermingarbarni er veitt. Að þessu sinni eru fermingarbörnin sjálf í forgrunni í Skessuhorni. Börnin eru spurð um hvað hafi komið þeim mest á óvart í fermingarfræðslunni, hvort þau hafi verið í vafa um hvort þau ættu að fermast og hvort þau taki þátt í undirbúningi fermingarveisl- unnar. Fyrstu fermingar á Vesturlandi eru um næstu helgi og þær síðustu þegar kom- ið verður sumar. Skessuhorn óskar öllum ungmennum til hamingju með þann stóra áfanga sem fram- undan er í lífi þeirra, með von um bjarta og gæfuríka framtíð. Staðfesting skírnarinnar í athöfn Ferming

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.