Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum?Karen Rut Ragnarsdóttir: 1. Í Grundarfjarðarkirkju 27. apríl kl. 11. 2. Skemmtilegra en ég bjóst við. 3. Nei það held ég ekki. 4. Hlakka bara til. 5. Já, ég hjálpa til við að skreyta og raða upp. 6. Grundarfjörður er bestur. Tómas Helgi Baldursson: 1. Stykkishólmskirkju þann 8. júní. 2. Nei alls ekkert. 3. Nei, vissi að ég vildi fermast. 4. Hlakka mjög til. 5. Já mjög mikið. 6. Nei. Einar Ingi Tveiten: 1. Í Ingjaldshólskirkju þann 8. júní kl. 13. 2. Já, það sem kom mér mest á óvart var þessi svakalegi lærdómur hjá prestinum. 3. Ég var fyrst í vafa hvort ég ætti að fermast, nennti þessu varla. Kannski ég sé svona trúaður að ég ákvað bara að fermast. 4. Nei ég hlakka ekki svo mikið til. En jú, það verður gaman að fá góðan mat og góða gesti í heimsókn. Já og auðvitað verður gaman að fá gjafir. 5. Nei, mamma sér alveg um þetta. 6. Já, ég vel svo sem fötin sjálfur. Telma Maren Antonsdóttir: 1. Í Akraneskirkju 13. apríl kl. 14. 2. Ekki neitt, kannski hvað við þurftum að læra mikið en annars kom þetta ekkert á óvart. 3. Alls ekki. 4. Nei, ég hlakka ótrúlega mikið til. 5. Já, flest öllu. Að velja skrautið á borðin og svona. Það verður Skittles á borðunum, ég fór í fermingu í fyrra og sá það gert og fannst það sniðugt. 6. Nei, mér dettur bara ekkert í hug. Helgi Fannar Þorbjarnarson: 1. Í Kvennabrekkukirkju 13. apríl kl. 14. 2. Nei. 3. Nei. 4. Bara svona bæði eiginlega. 5. Já, ég reyni að gera það sem ég get. 6. Nei. Amelía Rún Gunnlaugsdóttir: 1. Ég fermist í Grundarfjarðarkirkju þann 27. apríl. 2. Já þetta var skemmtilegra en ég bjóst við. 3. Nei það var ég ekki 4. Bæði og... 5. Já ég geri skreytingarnar og skreyti húsnæðið. 6. Ostur er góður! Lydia Nína Bogadóttir: 1. Skarðskirkju 26. apríl kl. 11. 2. Nei. 3. Nei. 4. Ég hlakka til. 5. Já. 6. Nei. Helena Jakobína Jónsdóttir: 1. Í Borgarneskirkju Pálmasunnudag 13. apríl kl. 11. 2. Það var ýmislegt sem kom á óvart, t.d. fermingarkjóllinn. 3. Ég þurfti að hugsa mig aðeins um en núna er ég viss að ég vil fermast. 4. Ég hlakka til. 5. Já, ég geri það. 6. Takk fyrir viðtalið. Arnleifur og Hjörvar Hjörleifssynir: 1. Við fermumst í Ólafsvíkurkirkju þann 8 júní, kl. 11 um morguninn. 2. Já, það kom okkur mikið á óvart hvað það er mikill lærdómur hjá prestinum og mikið að læra utanbókar en fermingarfræðsla er einu sinni í viku. 3. Nei við vorum alveg vissir að við vildum fermast. 4. Nei, við kvíðum þessu ekki. Það verður gaman að fá góða gesti, góðan mat og svo spillir ekki fyrir að fá góðar gjafir. 5. Já við tökum þátt í undirbúningnum, til dæmis hjálpum við til að skreyta og koma með hugmyndir. 6. Við vonum að það verði góður dagur og gott veður. Bergdís Fanney Einarsdóttir: 1. Í Akraneskirkju 13. apríl. 2. Lærdómurinn kom mér mest á óvart og hvað hann var skemmtilegur. Ég hélt einhvern veginn að þetta yrði leiðinlegra. 3. Nei, mig hefur alltaf langað að fermast. 4. Ég hlakka bara til en kvíði samt pínu. Hvað ef maður skyldi til dæmis detta? 5. Já ég ræð eiginlega öllu í sambandi við ferminguna mína og ég þarf örugglega að hjálpa til við að skreyta og svona. 6. Takk fyrir mig. Kristín Birna Sigfúsdóttir: 1. Stykkishólmskirkju 8. júní. 2. Ég hélt að fermingin væri seinna á sumrinu. 3. Ég vildi fermast eins og stóra systir mín. 4. Bæði hlakka til og kvíði fyrir. 5. Ég held við séum ekki byrjuð að undirbúa hana. 6. Ég vona að ég fái bestu fermingu á Íslandi. Margeir Sigmarsson: 1. Í Grundarfjarðarkirkju þann 8. júní kl. 11. 2. Nei. 3. Nei. 4. Ég hlakka mikið til. 5. Ég veit það ekki. 6. Nei nei, látum þetta duga. 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum? 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum? Rætt við nokkur fermingarbörn á VesturlandiSpurt og svarað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.