Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Stofnað 8. mars 1987 Aðalfundur SDS 2014 Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Hellissandi laugardaginn 29. mars kl. 17:00 Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: Kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar Fundarstjóri setur fund Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfstímabili Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar Skýrsla orlofsnefndar Skýrsla starfsmenntunarsjóðs Kosning í orlofsnefnd til 3ja ára Kosning í starfsmenntunarnefnd til 3ja ára Önnur mál Að loknum fundi verður boðið uppá tveggja rétta kvöldverð. Þá mun Regína Ósk skemmta og syngja fyrir fundarmenn. Rútuferðir frá Búðardal, Stykkishólmi og Grundarfirði. Áætlaður brottfaratími rútunnar er kl. 21:30. Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 20. mars 2014 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 1. samþykktum félagsins Önnur mál2. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi 7. mars 2014 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á f t aði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 4 Þriðjudaginn 12. mars hélt Alma Ómarsdóttir fréttamaður erindið „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum.“ Flutti hún það fyrir fullsetnum há- tíðarsal Snorrastofu í gamla héraðs- skólahúsinu í Reykholti. Þar sagði hún sögu vinnuheimilisins sem stofnað var fyrir stúlkur og ungar konur á Kleppjárnsreykjum í Reyk- holtsdal á árum seinni heimsstyrj- aldar. Það var starfrækt frá nóvem- ber 1942 en lagt niður í október- mánuði árið eftir. Sá mikli fjöldi hermanna sem var á Íslandi hafði eðlilega sín áhrif á þjóðlífið. Veturinn 1941 – 1942 þegar liðlega ár var frá hernámi landsins voru hér á land komn- ir 28.400 breskir og 10.845 banda- rískir setuliðsmenn. Alls voru þetta 39.245 manns. Við þetta bætt- ust svo ótal sjóliðar og farmenn af skipum sem höfðu viðkomu á Ís- landi til lengri eða skemmri tíma. Á sama tíma voru Íslendingar alls um 120.000 talsins. Strax fyrstu dagana eftir að breskir dátar stigu á land 10. maí 1940 birtust fyrstu grein- arnar í íslenskum blöðum þar sem lýst var stórfelldum áhyggjum yfir því að íslenskar konur myndu nú leiðast á hroðalega glapstigu með öllum þeim erlendu karlmönnum sem nú léku lausum hala á land- inu. Brátt hófu barnaverndaryfir- völd í Reykjavík undirbúning þess að vinna gegn vandamálum sem auðsýnt þótti að stefndi í vegna „ástandsins“ svokallaða en slíkt var það kallað þegar íslenskar kon- ur áttu samneyti við erlendu her- mennina. Með dómsúrskurði í nauðungarvist Þær stúlkur sem dvöldu á Klepp- járnsreykjum höfðu allar hlotið úr- skurð fyrir sérstökum Ungmenna- dómstól sem dæmdi þær til vistar á staðnum vegna þess að sannað þótti að þær hefðu átt líkamlegt samneyti við erlenda hermenn. Stúlkunum var komið fyrir í gamla læknisbú- staðnum á Kleppjárnsreykjum sem var keyptur og gerður upp sértak- lega í þessu skyni. Þarna átti að hýsa um tuttugu stúlkur en þær urðu aldrei fleiri en fjórtán. Á Klepp- járnsreykjum dvöldu þær undir eft- irliti, bjuggu við skert ferðafrelsi og jafnvel einangrun. Sérstök lög höfðu verið samþykkt á Alþingi í byrjun júlí 1942 sem heimiluðu slíka meðferð á stúlk- um allt að 18 ára aldri. Dæma mátti þær til allt að tveggja ára vistar á uppeldisheimilinu og vinnuskólan- um á Kleppjárnsreykjum eða ann- ars staðar á sveitabæjum fyrir þær sakir að hafa umgengist útlenda karlmenn. Til að sinna þessu var komið á fót sérstöku Ungmenna- eftirliti og svo Ungmennadómstól sem dæmdi í málum sem eftirlitið rannsakaði. Njósnað var um stúlk- urnar, þær færðar til yfirheyrslu af lögreglu og jafnvel gengið svo langt að kanna hvort þær væru óspjallað- ar. Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum voru undir ströngu eftirliti. Þær fengu ekki að taka á móti heim- sóknum, símtöl þeirra voru hleruð og bréf þeirra afrituð. Sniðgengnar félagslega Árið 2001 kom út bókin „Úr fjötr- um – Íslenskar konur og erlend- ur her“ eftir Herdísi Helgadóttur mannfræðing. Hún fjallaði um sam- skipti kvenna hér á landi við útlenda hermenn sem dvöldu hér á árum seinni heimsstyrjaldar. Í bókinni er er fjallað stuttlega um stúlkna- hælið á Kleppjárnsreykjum. Meðal annars má lesa þessa klausu: „Ágæt vinkona bókarhöfundar ólst upp í Borgarfirðinum og var m. a. barn- fóstra í nokkrar vikur hjá læknis- hjónunum í nýja læknisbústaðnum á Kleppjárnsreykjum vorið 1943. Það var þegjandi samkomulag um það á því heimili að skipta sér ekk- ert af stúlkunum og tala aldrei við þær. Hvorki hjónin, vinnumað- urinn, vinnukonan né hún sjálf gerðu það. Hún sá þær því aðeins álengdar þegar þær fengu að fara án fylgdar, oftast tvær og tvær sam- an, í gönguferðir á daginn. Þarna í kring er mjög sléttlent og sást því vel hvert þær fóru en þær máttu alls ekki fara í hvarf. Þær gengu oftast yfir brúna framhjá hverasvæðinu og gróðrarstöðinni og yfir á þjóð- veginn og til baka. Hún vissi ekki hvað þær gerðu innandyra en telur að þær hafi e.t.v. fengið einhverja kennslu sem kennarar í Reykholts- skólanum sáu um. Þessi frásögn af hegðun fólks í daglegu návígi við stúlkurnar á hælinu sýnir að margir voru sammála um að þær væru úr- hrök, jafnvel haldnar smitandi sýki og það ætti ekki að koma nálægt þeim. Aðrir létu þessa fordóma í léttu rúmi liggja. Tveir sveitapilt- ar á þessum slóðum giftust stúlk- um sem voru á hælinu eftir að þær losnuðu úr vistuninni. Sjálfgert var að leggja niður hælið/vinnuskólann á Kleppjárnsreykjum í ágúst 1943 þegar rekstrargrundvöllur hans var brostinn og fengu þær stúlkur sem enn voru að fara heim til sín.“ Heimildarkvikmynd væntanleg Alma Ómarsdóttir sem nú starfar sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu lauk á sínum tíma meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Há- skóla Íslands. Í lokaritgerð sinni sem ber titilinn „„Ástandið“ í fjöl- miðlum. Umfjöllun fjölmiðla um íslenskar konur og erlendan her,“ fjallaði hún um samskipti stúlkna við erlendu hermennina á stríðs- árunum. Nálgast má ritgerðina á vefslóðinni http://skemman.is/ en/item/view/1946/15010. Alma skoðaði hvernig yfirvöld brugðust við þeim og fékk aðgang að gögn- um Ungmennaeftirlitsins og Ung- mennadómstólsins. Einnig rann- sakaði hún gögn vinnuskólans að Kleppjárnsreykjum. Í framhaldi af þessu hefur hún svo unnið að gerð heimildakvikmyndar um sögu stúlknanna sem lentu í klóm Ung- mennaeftirlitsins og voru jafnvel skikkaðar í vist á Kleppjárnsreykj- um. Vinnsla myndarinnar er nú á lokastigi. Hundrað manns á fyrirlestri um stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Alma hefur mikinn hug á að komast í samband við einhverjar af þeim stúlkum sem sendar voru til Kleppjárnsreykja svo að radd- ir þeirra og sjónarmið fái að heyr- ast. „Það kom að máli við mig kona sem tengist einni af stúlkunum sem voru á Kleppjárnsreykjum. Athygl- in sem fyrirlesturinn í Reykholti vakti í fjölmiðlum hafði þau áhrif að fólk setti sig í samband við mig. Það er þó svo að fáar af stúlkun- um sem voru þarna eru enn á lífi í dag. Mér hafa borist alls konar ábendingar. Ég má ekki setja mig í samband við þær að fyrra bragði þar sem ég hef lesið gögn um þær. Þau skilyrði fylgdu því að ég fengi að skoða skjalasöfn með pappírum sem varða mál stúlknanna. Annað hvort verð ég að bíða eftir að þær hafi samband ef þær vilja tjá sig eða ég verð að fá ábendingu frá þriðja aðila,“ segir Alma Ómarsdóttir. Fjörugar umræður í Reykholti Eftir að Alma hafði flutt erindi sitt urðu miklar umræður um efni þess meðal gesta í Reykholti. Þar voru ýmsar spurningar lagðar fyrir hana. Auk þess lýstu margir mati sínu á þeim aðstæðum sem urðu til þess að ungar stúlkur voru nánast með- höndlaðar sem réttlausir sakamenn fyrir það að hafa átt samskipti við hermenn. „Fyrirlesturinn var mjög ánægju- legur. Ég fékk mjög góð viðbrögð þarna í Reykholti og það er alltaf gaman að fá slíkt við því sem mað- ur er að fást við. Það spunnust góð- ar og gefandi umræður á eftir og fyrir það er ég þakklát.“ Alma s g- ir að myndin verði væntanlega til- búin nú í apríl. „Ég á von á að hún verði sýnd í Bíó Paradís í Reykjavík og svo í sjónvarpi RUV nú á vor- mánuðum.“ mþh Stúlkurnar voru vistaðar í gamla læknisbústaðnum á Kleppjárnsreykjum. Húsið var rifið um 1980 en á lóðinni eru nú bílastæði fyrir skóla- og íþróttamannvirki. Ljósm. Einar Steinþór Traustason. Jónína Eiríksdóttir (t.h.) hélt inngangsræðu að erindi Ölmu og stjórnaði svo umræðum á eftir. Hátíðarsalur Snorrastofu var fullsetinn af gestum og fjörugar umræður að loknu erindi Ölmu. Hér er það séra Geir Waage sem ber fram fyrirspurn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.