Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Sátu tveir að tafli - tefldu af öllu afli Vísnahorn Í raun og veru geri ég mér ekki fyllilega grein fyrir því hvort það þykir ennþá fínt að yrkja. Einu sinni þótti það fínt og allir sem gátu komið saman rétt kveðinni stöku voru þar með kall- aðir skáld og hlutu virðingu af. Á tímabili þótti hinsvegar ákaflega ófínt að yrkja hefðbundið og stuðlasetning var eiginlega alveg „síðasta sort.“ Í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli hvort menn yrkja hefðbundið eða óhefðbundið en mér finnst skipta töluverðu máli að skáldið geri sér sjálft grein fyrir hvorum flokknum það tilheyrir. Þó hafa alltaf verið til menn sem hittu ekki fyllilega á lagið og hlutu fyrir vikið góðlátleg bros samferðamanna sinna. Lengi vel voru þessir menn litnir svolitlu hornauga en á atómskálda tímabilinu má segja að þeir hafi fengið nokkra uppreisn æru og jafnvel talið að þeir hafi verið á undan sinni samtíð. Þessi hópur manna verður að mestu umfjöll- unarefni þessa þáttar og eitt af þeim ágætu skáldum kvað um góðan skeiðsprett: Grána gamla þenur sig en henni ferst það ekki, því hún er orðin elliær aumingja kerlingarhróið. Á þorrablóti vestur á Þingeyri fyrir margt löngu var kastað fram fyrriparti og heitið flösku í verðlaun fyrir besta botninn. Meira að segja átti að vera áfengi í flöskunni en fyrri- parturinn var á þessa leið: Fór að smala fram til dala frækinn halur Gunnlaugur, Margir botnar bárust, því ýmsir vildu eign- ast flöskuna sem von var. Á staðnum var skáld eitt allgott úr þeim flokki sem hér er til um- ræðu og fékk hann að sjálfsögðu verðlaunin fyrir þennan botn: Rauður var í svitabaði og hundurinn alveg ónýtur. Svo sem von er til hafa slík skáld átt ásta- fundi með konum líkt og fleiri góðir menn enda ekki síður eftirsóknarverðir lífsförunaut- ar en aðrir. Jafnvel þó aðeins sé um að ræða eina nótt úr lífinu. Einn þeirra lýsti morgnin- um eftir ástarnótt á þessa leið: Eina bjarta eldsins nótt, eldsnemma var á fótum! Tifaði bæði títt og ótt og togaði að sér brókum. Svo sem líklegt er þurftu þessir menn stundum að botna vísuparta sem lagðir voru fyrir þá og einn fékk það verkefni að botna þennan heimspekilega fyrripart: Ævi manns er ekki löng, aðeins húsavegur. Skáldið svaraði að bragði: Dauðinn blaktir efst á stöng og hann er hættulegur. Jónas Friðmundsson hét maður og mun held ég hafa verið Þingeyingur þó ekki þekki ég til hans að öðru leyti. Á efri árum kvað hann og er haldið stafsetningu höfundar: Jeg er gamall orðinn grár giktveikur og marinn. Rifinn sundur allur sár sálin aðeins ófarin. Um það leyti sem einvígi aldarinnar, það er að segja skákeinvígi þeirra Fishers og Spassky´s, var háð í Reykjavík kvað einn úr vorum flokki: Sátu tveir að tafli, tefldu af öllu afli. Annar hét Spasser en ég segi aldrei hver hinn er. Guðrún Ólafsdóttir hét kona fædd á Aust- fjörðum og ól þar ævi sína sem var vægast sagt með ýmsu móti. Missti foreldra sína korn- ung og ólst að mestu upp hjá vandalausum við misjöfn kjör. Glaðlynd manneskja og gerði sitt til að koma fólki í sæmilegt skap í kringum sig. Bragreglurnar þurftu hins vegar stundum að víkja fyrir skemmtanagildinu en það þurfti ekki að þýða að hún vissi ekki af vandamálinu. Á dansiballi var þetta kveðið: Vangadansinn dönsum hér þeir dansa hann úti á Nesi. Strákarnir þeim klappa þá bæði aftan og framan á. Margt hefur breyst til batnaðar eðlið er eins og samskonar karlarnir stunda kvennafar kela þó mest við jómfrúrnar. Eitt af skáldum vorum orti um ævi sína og virðist ekki hafa verið ofsæll af sínu: Ævi mín er eins og fjöl, útá regin hafi. Allt mitt líf er eilíf kvöl og ég er sjálfur í kafi. Aldrei næ ég í fjölina þó ég krafsi með klónum. Alltaf sýp ég kvölina og ekkert minnkar í sjónum. Á þeim tíma sem tvistið var að hefja innreið sína á dansgólfum Íslendinga þótti það nokkr- um tíðindum sæta og höfðu menn breytileg- ar skoðanir á þessum danshreifingum. Ýms- ir óskuðu eftir meira návígi við dömuna og höfðu horn í síðu þessarar dansmenntar. Kölluðu þetta „kláðadans“ og fleiri misfögr- um nöfnum. Eitt af skáldum vorum kvað á dansleik: Ekki varð ‘ég hissa, heldur varð ég hissa, á kláðadansi hissa, forviða og hissa. Á þeim tímum þegar ég var að alast upp voru krakkar bara óþekkir og tossar. Allar greiningar og raskanir voru óuppfundin hug- tök. Að ekki sé talað um róf. Í hæsta lagi að einhverjir hefðu heyrt talað um litróf. Þeg- ar skólasálfræðingar komu til sögunnar þótti ýmsum nóg um og skáldi varð að orði: Ekki er ég ennþá vitlaus, en aðrir virðast hér um kring hafa tapað eða misst haus og trúa mest á sálfræðing. Rússajepparnir voru merkur þáttur í bif- reiðasögu Íslendinga og til ýmissa hluta nyt- samlegir. Um einn hamingjusaman Rússa- jeppaeiganda sem hafði brugðið undir sig betra hjólinu og farið til innkaupa án þess að gera sér nægjanlega grein fyrir frumþörfun- um, var eftirfarandi kveðið og má þarna finna glögga samsvörun með því gamla spakmæli: „Vitur maður hugsar sig vel um áður en hann kaupir eina flösku af víni. Síðan kaupir hann tvær.“ Ólafur í ríkið rann á Rússajeppa sínum. Helvítið ætlaði að kaupa tvær flöskur en keypti bara eina. Ólafur Bjarnason frá Stafni var einn af þeim sem ortu svolítið einkennilega að mörg- um þótti. Mestallur kveðskapur hans er þó bragfræðilega réttur en orðaval oft sérkenni- legt enda maðurinn sjálfur sérkennilegur að ýmsu leyti. Hann mun hafa þótt mjög efnileg- ur ungur maður og frá efnaheimili en var trú- lofaður stúlku sem aðstandendum hans þótti ekki honum samboðin. Var hann því sendur í verið en stúlkunni komið í annan landshluta. Ólafur varð hinsvegar aldrei heill maður eft- ir þetta en hér kemur sýnishorn af kveðskap hans: Vatnsskarðs Inga viður glingur pilta. Fóhornsnefjan furðu slyng fær að tefja í úrtíning. Einsi hró með ýsuspóanefið. Syndakjóinn svartur og snar svörlast flóann glötunar. Einar á Handi eins og branda í potti. Með syndaanda sínum hér sá um landið hoppa fer. Gvendur púta gömlum hrúti líkur. Æði þrútinn er um kinn eins og sútað húðar-skinn. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Spennandi keppni fór fram síðast- liðinn miðvikudag í Eyjunni í Brák- arey í Borgarnesi þegar keppnis- sveitir eldri og yngri borgara öttu kappi í púttmóti. Sveit eldri borg- ara var skipuð púttmönnum úr Fé- lagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni en sveit þeirra yngri ung- mennum úr æfingahópi Golfklúbbs Borgarness. Leiknar voru þrjár um- ferðir og var hver umferð 18 holur. Í fyrstu umferð var leikinn högg- leikur, í þeirri annarri holukeppni og í þeirri þriðju fjórleiks-betri bolti. Í hverjum ráshóp var einn úr hvorri sveit. Eldri borgarar leiddu framan af keppni en þeir yngri náðu þó að síga fram úr í lokaumferðinni og uppskáru að endingu sigur með einungis fáeinum höggum. Að sögn Haraldar Más Stef- ánssonar golfkennara og þjálf- ara ungmennahóps GB var þetta fyrsta mótið af vonandi fleirum á milli þeirra eldri og yngri. Mót- ið hafi gengið ljómandi vel og var varla hægt að greina hvor hópur- inn hafi verið einbeittari í keppn- inni. „Mínir strákar undirbjuggu sig vel og ég veit að þeir eldri gerðu það líka. Því er keppni sem þessi góð og skemmtileg hvatning fyr- ir báða hópa,“ segir Haraldur sem bætir því við að stefnt sé á að halda önnur mót milli hópanna í apríl og maí. „Það er gott að geta haldið golfiðkuninni við yfir veturinn með þessum hætti. Við erum með æf- ingar fyrir ungmenni tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum frá klukkan 17-18 og hafa að jafnaði verið 8-12 krakkar að mæta. Æf- ingum fjölgar svo væntanlega þegar nær dregur sumri.“ Margir að taka framförum Ingimundur Ingimundarson, for- maður íþróttanefndar Félags eldri borgara og stjórnandi golfæfinga á vegum félagsins, kvaðst ánægð- ur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir að sigur hafi ekki náðst að þessu sinni. „Þetta var spenn- andi og skemmtileg keppni. Hún veitir okkur góða reynslu og hvet- ur okkur áfram. Sumir eru að öðl- ast nýja reynslu þar sem þeir hafa nánast aldrei keppt í íþróttum áður og er það vel,“ segir Ingimund- ur. Hann segir áhugasaman hóp á vegum félagsins stunda æfingar í Eyjunni en æft er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14. „Þetta eru yfir 20 manns sem hafa verið að mæta á æfingar. Marg- ir eru að sýna þessu mikla ræktar- semi og eru að taka góðum fram- förum í takt við mætingu. Harald- ur Már hefur síðan stundum verið okkur innan handar með leiðsögn,“ bætir Ingimundur við. Hann seg- ir Eyjuna vera mikið framfaraspor fyrir íþróttaiðkun í Borgarnesi. hlh Líkt og sagt var frá í síðasta tölu- blaði Skessuhorns var sr. Krist- inn Jens Sigurþórsson einn af þeim sem tefldu í skáksveit UMSB á Ís- landsmóti skákfélaga í vetur. Einn- ig tók hann þátt í Reykjavíkurskák- mótinu í Hörpu á dögunum. „Ég tefldi svolítið fyrir um þrjátíu árum með takmörkuðum árangri. Fór svo að skoða þetta aftur fyrir nokkrum árum og dundaði mér við að tefla á netinu og skoða skákfræði. Ég hef teflt við Bjarna Sæmundsson og fleiri félaga í litlum skákklúbb- um, þar sem menn hittast og tefla heima hjá hverjum öðrum. Bjarni vissi að ég væri aðeins að fást við skákina og fékk mig til að tefla fyr- ir UMSB. Það má segja að ég hafi verið dreginn á flot af honum,“ seg- ir Kristinn Jens. Kristinn kvaðst ekki hafa geng- ið sérlega vel á Reykjavíkurskák- mótinu þar sem hann tefldi alltaf við mun stigahærri menn og endaði með þrjá vinninga. Í deildarkeppn- inni með UMSB gekk honum hins vegar mun betur en þar tefldi hann á sjötta borði og tapaði ekki skák; vann þrjár og gerði eitt jafntefli. Árangur skáksveitar UMSB var all- góður í þriðju deildinni, þar sem hún lenti í fimmta sæti af fjórtán og var hársbreidd frá því að komast upp um deild. „Þetta hefur aðeins kveikt hjá mér meiri áhuga,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann ætli að snúa sér meira að skákinni segir hann: „Ef árangur á að nást í þessari íþrótt þá þurfa menn að helga sig þessu alfarið. En á þessu stigi sem ég er á, þá er það sem bet- ur fer ekki svo. Þetta er sæmilega létt og skemmtilegt eins og það er, og það sem umfram allt gildir er að hafa gaman að þessu,“ segir Krist- inn Jens Sigurþórsson, skákmaður og sóknarprestur í Saurbæ. grþ Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson tefldi á Íslandsmóti í vetur. Prestur tefldi á Íslandsmóti Keppnissveitir yngri og eldri borgara. Efri röð f.v. Þorbergur Egilsson, Ingimundur Ingimundarson, Indriði Björnsson, Þórhallur Teitsson, Guðmundur Bachmann, Sigurður Þórarinsson og Haraldur Már Stefánsson golfkennari. Neðri röð f.v. Þor- kell M. Einarsson, Stefán F. Haraldsson, Arnar S. Bjarnason, Haukur S. Ólafsson, Hilmar E. Hilmarsson og Björn Ó. Haraldsson. Eldri og yngri borgarar héldu púttmót

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.