Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Líf og fjör var í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í síðustu viku þegar skólinn stóð fyrir hinum ár- legu opnu dögum. Frá þriðjudegi til fimmtudags var hefðbundin kennsla felld niður og tóku nemendur þess í stað þátt í allskonar viðburðum, ferðum og fyrirlestrum. Dagskráin var fjölbreytt líkt og áður. Nemend- ur sáu um viðburði eins og pub quiz spurningakeppni, íþróttakeppni og hópleiki að ógleymdu frábæru kaffihúsakvöldi að kvöldi þriðju- dags þar sem nemendur tróðu upp með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Þar flutti hljómsveitin „Teachers“ (Kennararnir) tregafullan verkfalls- söng svo dæmi sé tekið. Efnt var til klettasigs og kassa- klifurs í samráði við Björgunar- félag Akraness, skógrækt bæjar- ins við þjóðveginn var skoðuð, skundað var í náttúrugöngu, skóla- hlaup þreytt, haldið var í skíða- og skautaferð og fræðsluferðir farnar á Hvanneyri og í Hvalfjörð. Haldn- ir voru fyrirlestrar um fjölbreytt efni á borð við átröskun, mark- miðssetningu, núvitund, hugræna atferlismeðferð, slökun, kynvit- und, Afríku, líf atvinnumanns o.fl. Námskeið eru einnig vinsæl á opn- um dögum ekki síst í matargerð þar sem fram fóru námskeið í pönnu- kökubakstri, pizzugerð og brauð- gerð. Að auki voru vinsæl námskeið haldin um myndlist, kvikmynda- klassík, hekl, hláturjóga, origami, förðun, tónlist og sköpun. Opn- um dögum lauk síðan með árshátíð nemendafélags skólans á fimmtu- dagskvöldinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem kennarar skól- ans tóku á opnum dögum. hlh Vel heppnaðir opnir dagar í FVA Þessi hópur nemenda gerði sér ferð í sælureit Skógræktarfélags Akraness við þjóðveginn og grisjaði nokkur tré. Góð mæting var í fjöltefli Gunnars Magnússonar. Hláturtaugarnar æfðar á námskeiði í hláturjóga. Frá námskeiði í matargerð. Margir fylgdust með fyrirlestri um átröskun. Námskeið í tónlist og sköpun naut vinsælda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.