Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Sjötti og síðasti Flandrasprettur vetrarins verður hlaupinn á götum Borganess nk. fimmtudagskvöld 20. mars og hefst að vanda við Íþrótta- miðstöðina kl. 20. Hlaupahópur- inn Flandri stendur fyrir sprettin- um og að spretti loknum fá stiga- hæstu einstaklingarnir í hverjum aldursflokki afhent verðlaun fyrir frammistöðu vetrarins. Í nokkrum flokkum eru úrslitin þegar ráðin, en í öðrum verður hart barist um sig- urlaunin. Flandrasprettir eru 5 km götuhlaup, sem haldin eru þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði frá október og fram í mars. Þátttak- endur hafa verið á öllum aldri og á mismunandi hraða, allt frá lands- liðsfólki í hlaupum upp í miðaldra Borgnesinga sem eru nýbúnir að taka fram hlaupaskóna. Búast má við góðri þátttöku í þessum síðasta spretti vetrarins og allt eins líklegt að í þeim hópi verði einhverjir af bestu hlaupurum landsins. Það sem af er vetri hafa 63 hlaup- arar tekið þátt í Flandrasprettun- um, en oftast hafa 20-30 manns tekið þátt í hverju hlaupi. Flestir voru þátttakendurnir í októbersp- rettinum, en þá skilaði 31 hlaupari sér í markið. Þátttökumetið gæti sem best fallið á fimmtudagskvöld- ið og hugsanlega verður gerð atlaga að brautarmetunum, að sögn Stef- áns Gíslasonar hjá Flandra. Met- in eru þó ekki á hvers manns færi. Flandrasprettirnir eru svo sannar- lega farnir að setja svip á bæjarbrag- inn í Borgarnesi. Stefán segir fulla ástæðu til að hvetja fólk að fara út á götur, fylgjast með og hvetja hlaup- arana til dáða. Síðasti hluti hlaups- ins fer meðfram aðalgötunni í bæn- um ofan úr Bjargslandi og stystu leið niður í íþróttamiðstöð. Von er á fyrsta manni þangað um kl. 20:16. Nánari upplýsingar um Flandra- sprettina er að finna á hlaup.is þá Skagakonur byrja vel keppni í b-deild Lengjubikarins. Þær mættu FH í fyrsta leik sínum í keppninni sl. föstudagskvöld í Akraneshöllinni. Skagakonur unnu 2:0 og voru bæði mörkin skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins. Guðrún Karitas Sigurðar- dóttir var að verki í bæði skiptin. Í næstu um- ferð fara Skagakonur í Mosfellsbæ og mæta liði Aftureldingar að Varmá laugardaginn 29. maí. Öll leika umrædd lið í efstu deild, Pepsí- deildinni, næsta sumar. þá Skagamenn náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun í Lengjubik- arnum þegar þeir mættu Ís- landsmeisturum KR í Egilshöll sl. fimmtudag. KR ingar komust yfir í fyrri hálfleik og bættu síðan við tveimur mörkum undir lokin. Lokatölur því 3:0 fyrir KR. ÍA lið- ið þótti leika ágætlega þrátt fyrir tapið. Mik- il meiðsli eru í herbúðum Skagamanna um þessar mundir og í þessum leik vantaði til dæmis báða miðverðina sem spilað hafa flesta leikina, en reyndar var Ármann Smári fyrirliði í leikbanni frá síðasta leik gegn Fram þegar hann var rekinn af velli. Í næstu umferð mætir ÍA nágrönnum sínum í Aftureldingu og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni nk. laugardag. þá Skallagrímsmenn náðu að tryggja sæti sitt í Dominos deild karla í körfubolta í liðinni viku þegar síð- ustu tvær umferðir deildarinn- ar fóru fram. Fyrri leikurinn var á fimmtudaginn í Borgarnesi þar sem heimamenn báru sigurorð af Hauk- um í spennuleik. Jafnt var að lokn- um venjulegum leiktíma 79:79 og því þurfti að grípa til framlenging- ar þar sem heimamenn höfðu betur 99:90. Benjamin Curtis Smith fór hamförum í leiknum fyrir Borgnes- inga og skoraði hann hvorki meira né minna en 52 stig. Að auki tók hann 10 fráköst og gaf 8 stoðsend- ingar. Grétar Ingi Erlendsson kom næstur með 16 stig og þá skoraði Egill Egilsson 12. Einnig skoruðu Páll Axel Vilbergsson 9, Ármann Ö. Vilbergsson 5, Trausti Eiríksson 3 og Atli Aðalsteinsson 2. Síðari leikurinn fór fram í Grindavík á sunnudagskvöldið. Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó skref- inu á undan og voru yfir 20:16 að loknum fyrsta leikhluta og 47:39 í hálfleik. Grindvíkingar spýttu síðan í lófana í síðari hálfleik og juku við forskotið. Borgnesingar áttu fá svör við leik heimamanna og var stað- an að lokum þriðja leikhluta 67:51. Stigamunurinn hélst í lokaleikhlut- anum og báru Grindvíkingar sigur- orð að lokum 86:70. Aftur var Ben- jamin Curtis Smith stigahæstur í liði Skallagríms, nú með 21 stig. Grétar Ingi Erlendsson kom síðan næstur með 14 stig. Þar með er leiktímabilið á enda hjá Skallagrímsmönnum og höfn- uðu þeir í 10. sæti deildarinnar með 12 stig. Tímabilið hefur ver- ið þrautaganga hjá liðinu sem hef- ur mátt þola ýmislegt, innan vall- ar sem utan. Þrátt fyrir það náðu Skallagrímsmenn að þétta raðirn- ar á nýja árinu og tryggja veru sína í deildinni að ári. Það voru síðan Valur og KFÍ sem féllu úr úrvals- deild niður í 1. deild. hlh Keflvíkingar reyndust sterkari þeg- ar Snæfellingar fengu þá í heimsókn í síðustu umferð Dominosdeildar karla sl. sunnudagskvöld. Loktöl- ur urðu 89:84 og þar með hafnaði Snæfell í 8. sæti deildarinnar. Það þýðir að Hólmarar mæta deildar- meisturum KR í 8-liða úrslitum úr- slitakeppninnar sem hefst annað kvöld, fimmtudag. Þá mætast liðin í Vesturbænum en þrjá sigra þarf til að komast í 4-liða úrslitin. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum gegn Snæfelli í Hólminum og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Aðeins dró saman með liðunum í öðrum leikhluta, staðan var 43:35 fyrir Keflvíkinga í hálfleik. Gestirnir voru sterkari í þriðja leik- hluta sem þeir unnu með fjögurra stiga mun og þrátt fyrir að heima- menn væru talsvert sterkari á loka- kaflanum dugði það ekki til. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson at- kvæðamestur með 23 stig, 11 frá- köst og 3 varin skot. Travis Cohn III skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og átti 6 stoðsendingar, Stefán Kar- el Torfason skoraði 11 stig og tók 9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirs- son 9 stig, Finnur Atli Magnússon og Kristján Pétur Andrésson 8 stig hvor, Þorbergur H Sæþórsson 3 og Snjólfur Björnsson 2. Hjá Keflavík var Michael Craion atkvæðamest- ur með 27 stig, 10 fráköst og 3 var- in skot. Í næstsíðustu umferð Dominos- deildarinnar sl. fimmtudagskvöld töpuðu Snæfellingar 83:81 fyrir heimamönnum í Njarðvík í Ljóna- gryfjunni. Áhorfendur þar urðu vitni að hörkuleik þar sem Snæfell- ingar sóttu sig mjög undir lokin eft- ir að heimamenn höfðu haft góð tök á leiknum lengi vel. Snæfellingar gyrtu sig í brók og úr varð háspenna á lokamínútunum. þá/ ljósm. sá. Snæfellskonur virðast komnar í bullandi vandræði í úrslitakeppninni í Dominosdeildinni eftir að tveir af máttarstólpum liðsins meiddust í fyrsta leik viðureignarinnar gegn Val sl. laugardag í Hólminum. Þann leik vann Snæfell 95:84, en þegar liðin mættust í öðrum leik einvígis- ins á mánudagskvöld á Hlíðarenda vann Valur 78:66. Snæfellskonur virtust þá sakna sárt bandaríska leik- mannsins Chynnu Brown sem er meidd á rist og grunsemdir um lið- bandameiðsl, sem og Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur sem er úr leik út tímabilið eftir hnémeiðsli sem hún varð fyrir snemma leiks á laugardag. Liðin mætast í þriðja sinn í Hólm- inum í kvöld, miðvikudagskvöld, og þá kann að vera að reynt verði að tefla Brown fram þótt hún verði hölt. Ljóst að mikil barátta verð- ur milli Snæfells og Vals um að ná þeim þremur sigrum sem þarf til að komast í úrslitaeinvígið. Í hinni við- ureigninni í undanúrslitunum eru Haukar komnir með tvo sigra gegn Keflavík. Snæfell byrjaði betur í leikum gegn Val sl. mánudagskvöld og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leik- hluta. Í öðrum leikhluta fór banda- ríski leikmaðurinn í liði Vals Anna Alys Martin í gang og vann hún nánast leikinn fyrir sitt lið. Lið Snæ- fells virtist brotna við mótlætið og þótt Hildur Sigurðardóttir og Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir reyndu að halda uppi baráttu í herbúðum Snæ- fells dugði það skammt. Valur var með ellefu stiga forskot í hálfleik, 41:32 og munurinn var orðinn 14 stig eftir þriðja leikhluta, 58:44. Hjá Snæfelli var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir atkvæðamest með 20 stig og 9 fráköst. Eva Margrét Krist- jánsdóttir kom næst með 15 stig og 7 fráköst, Helga Hjördís Björgvins- dóttir 11 stig og 6 fráköst, Hild- ur Sigurðardóttir 10 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og Alda Leif Jóns- dóttir 2 stig. Hjá Val skoraði Mart- in 38 stig. þá Skagamenn töpuðu stórt fyrir Fjölni í síðasta leik sínum í 1. deildinni í körfuboltanum þennan veturinn. Liðin mættust í Grafarvoginum sl. föstudagskvöld og sigraði Fjölnir í leiknum 109:82. Fjölnir hafnaði í 2. sæti deildarinnar og stend- ur því vel að vígi í baráttunni um eitt laust sæti í úrvals- deildinni, en Tindastóll varð í efsta sæti deildarinnar og fór beint upp. ÍA endaði með 12 stig og hafnaði í 8. sæti, sex stigum minna en FSu og Hamar sem urðu í sætun- um fyrir ofan. Það féll svo í hlut Augnabliks og Vængja Júpíters að falla niður í aðra deild. Fjölnismenn byrjuðu mjög vel í leiknum gegn ÍA og staðan eftir fyrsta leikhluta var 29:14. Staðan í leikhléi var 55:27 og Grafavogsbúar gerðu síðan út um leikinn í þriðja leikhluta sem þeir unnu 40:19. Hjá ÍA var Jam- arco Warren atkvæðamestur með 23 stig. Birkir Guðjóns- son kom næstur með12 stig, Áskell Jónsson 11, Sigurð- ur Rúnar Sigurðsson og Þorleifur Baldvinsson 8 stig hvor, Birkir Guðlaugsson 7, Þorsteinn Helgason og Örn Arnars- son 3 stig hvor og Ómar Örn Helgason 2 stig. þá Umferðarverðlaun fyrir seinni hluta Dominos deildar kvenna í körfuknattleik voru afhent síðast- liðinn miðvikudag, daginn eftir að umferðinni lauk. Snæfellsstúlkurn- ar Hildur Sigurðardóttir og Hild- ur Björg Kjartansdóttir eru í hópn- um en auk þess Borgnesingurinn Sigrún Ámundadóttir sem spil- ar með KR, Lele Hardy í Hauk- um og Bryndís Guðmundsdóttir í Keflavík. Dugnaðarforkur umferð- arinnar var valin Íris Ásgeirsdóttir í Hamri. Besti þjálfarinn var síðan Ingi Þór Steinþórsson hjá Snæfelli. Lele Hardy var að endingu valin besti leikmaður Dominos deildar kvenna. mm Víkingar Ólafsvík töp- uðu 2:3 fyrir nöfn- um sínum úr Reykja- vík þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í Akra- neshöllinni sl. laugardag. Reykja- víkurliðið komst yfir snemma leiks en Eyþór Helgi Birgisson jafnaði metin fyrir Ólafsvíkinga á 30. mínútu. Reykjavíkur Víking- ar bættu svo við tveimur mörkum sitt hvorum megin við leikhléið og staðan orðin 3:1. Ólafsvíkingar gáfust ekki upp og Brynjar Krist- mundsson minnkaði muninn á 77. mínútu. Lengra komust þeir ekki í leiknum. Víkingur Ólafsvík er í 7.- 8. sæti síns riðils í a-deild Lengju- bikarsins ásamt Haukum. Þessi lið mætast í 5. umferðinni á Ásvöllum í Hafnarfirði nk. laugardag. þá Svipmynd úr fyrsta leiknum sem spilaður var á laugardaginn. Ljósm. sá. Snæfellskonur í erfiðleikum í úrslitakeppninni Stórtap ÍA gegn Fjölni Skagamenn töpuðu fyrir KR Skagakonur byrja vel Síðasti Flandrasprettur vetrarins Vestlendingar sigursælir hjá KKÍ Skallagrímsmenn áfram í úrvalsdeild Snæfellingar mæta KR í úrslitakeppninni Barátta í leik Snæfells og Keflavíkur í Hólminum. Víkingar lágu fyrir nöfnum sínum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.