Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Nýr samningur í kynningu GRUNDARTANGI: Samn- ingar náðust á föstudaginn var milli viðsemjenda starfsmanna Elkem á Grundartanga og fyrirtækisins. Skrifað var und- ir kjarasamning sem kynntur verður starfsmönnum í þess- ari viku. Þeir eru 150 talsins, 90% í Verkalýðsfélagi Akra- ness. Vilhjálmur Birgisson for- maður VLFA segist vera mjög sáttur og allra sáttastur með að komist hafi verið hjá hörð- um átökum en starfsmenn höfðu boðað verkfall þriðju- daginn 25. mars en yfirvinnu- bann var í gildi frá 23. febrú- ar sl. Vilhjálmur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um samning- inn, svo sem um prósentutölu, en sagði að báðir aðlar væru sáttir og í honum atriði sem kæmu báðum til góða. „Það ég sé sáttur segir ansi mikið um samninginn,“ sagði Vil- hjálmur í samtali við Skessu- horn skömmu eftir að skrifað var undir. -þá Rúta fauk á hliðina LBD: Fólksflutningabíll fauk á hliðina á Holtavörðuheiði á föstudagsmorguninn síðasta. Ökumaður var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Mikil veð- urhæð var á heiðinni og beðið var fram eftir degi með að koma rútunni á réttan kjöl. Þá missti ökumaður fólksbifreiðar bif- reið sína útaf á Snæfellsnesvegi rétt sunnan við Hítará. Bíllinn valt í vegkantinum en ökumað- ur og tveir farþegar sluppu án teljandi meiðsla, enda allir í bíl- beltunum. Bifreiðin var óöku- fær og var flutt með kranabíl af vettvangi. Alls urðu fimm um- ferðaróhöpp í umdæmi lögregl- unnar í Borgarfirði og Dölum í vikunni, þar á meðal árekst- ur fólksbíls og vörubíls undir Hafnarfjalli, þar sem betur fór en áhorfðist. Frá því er greint í annarri frétt. –þá Árekstur fólks- bíls og vörubíls HAFNARFJALL: Fólksbíll og vöruflutningabíll rákust saman á Vesturlandsvegi milli afleggjarans að Höfn og Öl- veri í Hvalfjarðarsveit á tíunda tímanum sl. fimmtudags- morgun. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist í fyrstu og talið að aðgæsla ökumanna og lítill ökuhraði hafi komið í veg fyrir alvarlegt slys. Fjórir í fólksbílnum voru þó fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi, að talið með minniháttar meiðsli, en grunsemdir um handleggs- brot hjá farþega sem var í aft- ursæti. Að sögn lögreglu voru erfið veðurskilyrði og færð or- sök óhappsins, en mjög hvasst var á þessum slóðum þegar óhappið varð. Það vildi þannig til að fólksbíll á suðurleið rann eða fauk til í krapa á veginum og yfir á vinstri vegarhelm- ing þar sem vörubíllinn kom á móti. Rákust vinstri horn bílanna saman og rann fólks- bíllinn eilítið aftur með vöru- bílnum. Fólksbíllinn er gjöró- nýtur og vörubíllinn óökufær. Afferma þurfti vörubílinn en á honum var timburhlass að sögn lögreglu. -þá Ný heimasíða bæjarfélagsins SNÆFELLSBÆR: Ný heima- síða Snæfellsbæjar var tekin í notkun föstudaginn 7. mars sl. Lilja Ólafardóttir bæjarritari hef- ur haft umsjón með gerð síð- unnar og unnið með vefgerðar- fyrirtækinu Allra átta. Lilja seg- ir að enn sé prufukeyrsla á síð- unni og verið að bæta inn á hana efni. Hún segir að nýja heima- síðan verði eingöngu kynningar- síða fyrir Snæfellsbæ, stjórnsýsl- una og stofnanir, sem og helstu upplýsingar fyrir ferðafólk. Frétt- ir, svo sem fundargerðir, verður að finna á fece booksíðu sveitarfélags- ins. Lilja segir að gamla heimasíð- an hafi verið orðin barn síns tíma og ný heimasíða hafi verið kosn- ingaloforð fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Vinna við hana hafi þó ekki hafist fyrr en síðasta haust. Með henni hafi starfað Alda Dís Arnardóttir við undirbúning framleiðslu síðunnar. Lilja segir að fólk sé ánægt með nýju heima- síðuna, svo sem flettimyndir á for- síðu sem eru skarpar og í góðri upplausn. Þess vegna hafi síðan í fyrstu verið óþarflega þung, þar sem fjöldi myndanna hafi ver- ið fullmikill miðað við hvað upp- lausnin í þeim var góð. Myndun- um var síðan fækkað og þá léttist síðan og mjög auðvelt er að kom- ast inn á hana. -þá Nemendum býðst aðstaða BORGARNES: Sveitarfé- lagið Borgarbyggð í samstarfi við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi býður nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar frítt í þrek og sund alla virka daga meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stend- ur. Nemendur skólans eru hvatt- ir af skólameistara til að nýta sér þetta tilboð. Í frétt á vef skólans eru nemendur einnig minntir á að Menntaskóli Borgarfjarðar er op- inn, skrifstofa, bókasafn og mötu- neyti einnig. „Nemendur eru hvattir til að mæta og nýta sér að- stöðuna,“ segir Kolfinna Jóhann- esdóttir skólameistari. –mm Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands hefur nú í samráði við stjórnendur HVE ákveðið að ráðast í kaup á nýju tölvu- sneiðmyndatæki fyrir stofnunina. Tækið kemur til með að verða stað- sett á myndgreiningardeild stofnun- arinnar á Akranesi sem þjónar öllu starfssvæði HVE. Að mati stjórn- enda HVE eru kaup á nýju tölvu- sneiðmyndatæki forgangsverkefni í tækjakaupum en áætlað er að slíkt tæki muni kosta um 40 milljónir króna. „Verkefnið er komið af stað og nú er stjórnin að reyna að fá sem flesta til liðs við sig enda brýn þörf að fá nýtt tæki sem fyrst,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fyrrum hjúkrunarfor- stjóri og formaður Hollvinasamtak- anna í samtali við Skessuhorn. Hún segir að núverandi sneiðmyndatæki sé farið að bila og eitthvað um að sjúklingar séu sendir til Reykjavíkur í rannsóknir enda ekki hægt að nýta tækið til allra rannsókna. Þá hafi tæk- ið, sem nú þarf að endurnýja, ótví- rætt komið íbúum í landshlutanum til góða. Á fyrsta ári var það notað í um 800 rannsóknum og á liðnu ári í um 1.600 rannsóknum. „Þegar tæk- ið var fengið var vitað að það ætti að duga í fimm ár en nú hefur það verið notað í átta ár. Það hafa orðið mjög miklar tækniframfarir í þessum efn- um og nú er orðið brýnt að endur- nýja tækið. Það er verið að líta mörg ár fram í tímann með kaupunum. Þá er ljóst að einstaklingar sem fara í rannsókn í nýja tækinu verða fyr- ir mun minni geislun en í því eldra,“ útskýrir Steinunn. Í samantekt sér- fræðinga HVE segir meðal annars að tölvusneiðmyndatæki heyri til grunnbúnaðar þar sem myndgrein- ing er stunduð ásamt hefðbundn- um röntgenbúnaði og ómsjá. Geta stofnunarinnar til að veita nútíma- lega þjónustu við bráðveika og slas- aða byggist því á tölvusneiðmyndar- tækni. Ásamt fullkominni blóðrann- sóknarstofu sé myndgreiningardeild skilyrði fyrir bráðaþjónustu sjúkra- húss og erfitt að ímynda sér starf- semi eins og lyflækningadeildina og slysamóttökuna án slíks búnaðar. Hér á að vera bráðaþjónusta Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok janúar síðastliðnum og eru nú liðlega 250 manns félagar í þeim. „Heil- brigðisþjónusta skiptir íbúa Vestur- lands miklu máli og er hornsteinn búsetu. Hlutverk Hollvinasamtak- anna er að fylgja eftir þeirri skoðun og fá til liðs við sig sem flesta íbúa og fyrirtæki á Vesturlandi. Það er skoðun Hollvinasamtakanna að hér eigi að vera bráðaþjónusta fyrir íbúa á Vesturlandi og er verið að stuðla að því með kaupum á þessu tæki. Enda er það ljóst að án tölvusneið- myndatækis yrði tæpast grundvöll- ur til móttöku bráðveikra og mikið slasaðra á stofnuninni,“ segir Stein- unn. Verkefnið var nú á dögun- um kynnt fyrir félagasamtökum og fyrirtækjum og með því er söfnun- in hafin. „Þá verður kynning í formi fréttabréfs sent til allra heimila á starfssvæði HVE og þeim boðið að skrá sig og greiða þrjú þúsund króna árgjald. Stjórn hollvinasamtakanna treystir á að sem flestir leggi verk- efninu lið. Með samstilltu átaki geta íbúar og fyrirtæki á svæðinu stuðl- að að öflugri heilbrigðisþjónustu,“ bætir Steinunn við að endingu. grþ/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvinasamtakanna. Safnað fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki Hollvinasamtök HVE fengu nýverið fulltrúa frá fyrirtækinu Raferninum til að kynna tölvusneiðmyndatækni fyrir stjórn og fulltrúaráð samtakanna. Félagasam- tökum og fyrirtækjum á svæðinu var einnig boðið að senda fulltrúa á kynninguna. F.v: Ásdís Geirdal, Sigríður Eiríksdóttir, Gísli Gíslason og Skúli Ingvarsson. Ljósm. GBH. Smári Kristinsson framkvæmdastjóri Rafarnarins kynnti viðstöddum tölvu- sneiðmyndatækni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.