Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Verkið er fólgið í gerð steyptra kantsteina og gangstétta, hellulagðrar gangstéttar og malarstíga. Helstu magntölur eru: Hellulögn 235 m2 Steyptur kantsteinn 10 cm 600 m Steyptur kansteinn 15 cm 148 m Steyptar gangstéttar 875 m2 Malbiksviðgerðir 230 m2 Malarstígar 510 m2 Þökulögn 92 m2 Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti, hægt er að óska eftir gögnum á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið: jokull@borgarbyggd.is frá og með föstudeginum 28. mars 2014. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 11. apríl 2014, kl 11:00. Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi 2014, hellulögn, steyptar stéttar og malarstígar Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið: Launagreiðendur athugið! Vakin er athygli launagreiðenda á því að framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,10% og kemur sú hækkun til framkvæmda sem hér segir: 1. janúar 2014 til Landsmenntar• 1. júní 2014 til fræðslusjóða iðnaðarmanna• 1. janúar 2015 til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks• Stéttarfélag Vesturlands S ke ss u h o rn 2 01 4 Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði heldur tónleika laugardaginn 29. mars í Reykholtskirkju Borgarfirði kl. 15:00 og Tónbergi á Akranesi kl. 20:00 Söngstjóri: Sólveig S. Einarsdóttir Undirleikari: Rögnvaldur Valbergsson Aðgangseyrir kr. 3.000 ath. ekki er tekið við kortum Hlökkum til að sjá ykkur Fyrsti aðalfundur Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi samkvæmt nýju skipulagi samtakana fer fram á föstudaginn á Hótel Borgarnesi. Nýtt skipulag SSV var samþykkt á síðasta ári en það kveður á um að aðalfundur fari fram fyrir apríl- lok ár hvert. Á haustin verði á hinn bóginn haldið haustþing þar sem málefni komandi vetrar verða tek- in til umræðu. Að sögn Hrefnu B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra SSV er á dagskrá vorfundarins að af- greiða reikninga samtakanna og ræða ýmis önnur mál, t.d. þá óvissu sem er uppi í samningum sveitarfé- laga við ríkið varðandi menningar- samning, sóknaráætlun og vaxtar- samning. Hún segir að samkvæmt nýjum samþykktum SSV eigi að kjósa í stjórn samtakana á aðalfundi en þar sem sveitarstjórnarkosning- ar fara fram í maí frestast stjórnar- kjör fram á haustþing. Samhliða aðalfundinum verða haldnir aðalfundir í fyrirtækjum og stofnunum á forræði SSV en þau eru Sorpurðun Vesturlands, Heil- brigðiseftirlit Vesturlands og Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands. Að auki verða haldnir aðalfund- ir Menningarráðs Vesturlands og Vesturlandsstofu. hlh Líkt og fram kemur í frétt hér að ofan um aðalfund Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi ríkir óvissa um framtíð menningarsamnings, sókn- aráætlunar og vaxtarsamnings, en verkefnin þrjú hafa verið unnin á grundvelli samninga ríkis og sveit- arfélaganna í landshlutanum und- anfarin ár. Hrefna B. Jónsdóttur framkvæmdastjóri SSV segir óviss- una ekki góða og veldur hún sveit- arstjórnarmönnum í landshlutan- um töluverðum áhyggjum. Hún nefnir óvissuna vegna menningar- samningsins sem dæmi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafði á síðasta ári tilkynnt að menning- arsamningar yrðu endurnýjaðir og kynnti ráðuneytið til sögunnar nýj- ar gagnsæjar skiptireglur varðandi úthlutun fjár í framhaldinu. Al- menn ánægja var með nýju regl- urnar hjá sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi, en óánægja hafði ver- ið með gömlu reglurnar sem þóttu ógagnsæjar. Nýju reglurnar voru þó dregnar fyrirvaralaust til baka í lok janúar og tilkynnti ráðuneyt- ið að gömlu reglurnar væru áfram í gildi auk þess sem framlög til samn- ingsaðila frá ráðneytinu yrðu dreg- in saman um 10%. Þessu mótmælti stjórn SSV harðlega í bréfi til að- stoðarmanns menntamálaráðherra 27. janúar. Síðan þá hafa stjórnvöld enga endanlega ákvörðun tekið í málinu. Atvinnuvegaráðuneytið til- kynnti hins vegar í vikunni að það muni ekki leggja til fé vegna menn- ingarsamningsins eins og gert var ráð fyrir sem þýðir að menningar- samningur Vesturlands verður af 5 milljónum króna til viðbótar við boðaða skerðingu menntamála- ráðuneytisins. Vesturland fær því líklega um 16 milljónir króna í sinn hlut vegna samningsins, segir Hrefna. Hún bætir því við að nú þegar hafi for- maður og varaformaður SSV fundað með þingmönnum kjördæmisins vegna málsins og kynnt þeim þró- un mála. Hrefna segir jafnframt að tafirnar séu að valda töluverðum óþægindum hjá SSV. Starfshópur sem hefur verið að störfum frá ára- mótum við að vinna úr umsóknum vegna samningsins hefur ekki getað afgreitt þær, en sumar áttu að fara í framkvæmd á fyrri hluta þessa árs. Hrefna vonaðist þó til að stjórn- völd klári málið fljótlega til að eyða óvissunni. hlh Um eitthundrað manns mættu á fund um samgöngumál, rafmagns- mál, fjarskiptamál og ýmiss önnur byggðatengd hagsmunamál, sem haldinn var á Sveitasetrinu Vogi á Fellsströnd sl. mánudagskvöld. Mæting á fundinn var framar von- um en það var Trausti Bjarna- son bóndi á Á sem var einn helsti hvatamaður fyrir fundinum. Þarna voru mættir auk íbúa í Dalabyggð og sveitarstjórnarfólks, fjórir alþingismenn; þau Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna Sigmunds- dóttir, Einar K Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson. Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerð- inni mætti á fundinn sem og Björn Sverrisson frá Rarik. Sveinn Páls- son sveitarstjóri Dalabyggðar sagði að fundurinn hafi að mörgu leyti verið ágætur, upplýsingagjöfin góð en engin loforð hafi verið gefin. Sveinn segir að peningaleysi hafi verið nefnt sem helsta ástæðan fyr- ir því að varla væri von á stórkost- legum úrbótum í hagsmunamálum héraðsins alveg á næstunni. Sam- göngumálin hafi mikið verið rædd og sú staðreynd að Dalir hefðu setið á hakanum í langan tíma, svo sem varðandi fjárveitingar til stofnvega. Hvað rafmagnsmál- in varðaði hafi helst verið rætt um að tryggja afhendingaröryggi með því að laga útsláttarkerfið, þann- ig að minni svæði yrði þá úti ef til rafmagnsleysis kæmi. Einnig væri vilji til að koma strengjum í jörð þar sem flutningskerfið væri veik- ast, en í Saurbænum var strengur lagður í jörð á sjö kílómetra kafla á síðasta ári. Sveinn sagði að enginn fulltrúi hafi verið mættur frá fjar- skiptafyrirtækjunum, en fjarskipta- málin brynni mjög á íbúum í Döl- um. Auk þess sem fulltrúar frá fyrr- greindum stofnunum; Vegagerð og Rarik, skýrðu mál tóku allir þing- mennirnir sem mættu á fundinn til máls og íbúar í Dölum beindu til þeirra fyrirspurnum um byggða- málin. Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri-Fagradal sagði að á fundinum hefði m.a. borið á góma að ókostur væri víða í Dölum að ekki væri hægt að fá þriggja fasa rafmagn, þá væru dauðir punktar í fjarskiptakerfinu ekki síst bagalegir fyrir ferðafólk á svæðinu. „Það eina sem við förum fram á er betra vegakerfi, trygg- ara rafmagn og fjarskiptakerfi eins og aðrir landsmenn,“ segir Halla í Ytri-Fagradal. þá Frá úthlutun vegna menningarsamningsins árið 2012. Ljósm. mm. Enn er beðið eftir nýjum menningarsamningi Aðalfundur SSV fer fram á föstudaginn Ágætlega var mætt á fundinn á Vogi. Ljósm. Sigurður Sigurbjörnsson. Fjölmenni á fundi um byggðamál í Dölum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.