Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Í einbýlishúsi við Grenigrund á Akranesi býr kjólaklæðskerinn og hönnuðurinn Kristín Ósk Hall- dórsdóttir. Hún er Akurnesingur í húð og hár, gift Borgnesingnum Finnboga Jónssyni málara. Sam- an búa þau á fallegu heimili ásamt þremur börnum sínum. Blaðamað- ur Skessuhorns kíkti í heimsókn til Kristínar Óskar til að spjalla við hana um klæðskerastarfið og hönn- unina en hún selur fatnað undir vörumerkinu KrÓsk. Kristín rekur einnig, í samvinnu við eiginmann sinn og önnur hjón; bróðir Finn- boga og mágkonu, fyrirtækið Eg- ilsguesthouse.ehf. þar sem þau hafa til útleigu orlofshús í Borgarnesi. Hægt er að skoða fatnað Kristínar á síðunni www.krosk.com eða á fa- cebook undir nafninu KrÓsk. Hannar aðallega peysur „Ég geri aðallega kvenmannsflíkur, mest peysur. En það stendur til að bæta við. Nú er ég að þróa blússur, kjóla og leggings líka. Svo geri ég líka loðbönd,“ segir Kristín Ósk. Hún hefur haft áhuga á hönnun svo lengi sem hún man eftir sér enda verið í alls kyns sköpun frá barns- aldri. „Ég hef mikið stundað mál- aralistina, byrjaði að mála sem ung- lingur og hef helst málað olíumál- verk. Á tímabili málaði ég líka mik- ið af veggmyndum í barnaherbergi og var svolítil eftirspurn eftir því,“ útskýrir Kristín Ósk. Hún hafði áhuga á alls kyns sköpun sem ung- lingur en eins og algengt er með- al unglinga, þá vissi hún ekki alveg hvað hún vildi. „Ég fór því í fjöl- brautaskólann hér og var þar í eitt ár en fór svo til Reykjavíkur í hönn- unarnám. Ég lauk námi af hönnun- arbraut í Iðnskólanum í Reykja- vík og tveimur árum síðar útskrif- aðist ég sem tækniteiknari.“ Krist- ín Ósk starfaði sem tækniteiknari í nokkur ár. Á endanum rann upp fyrir henni hvað hana langaði til að læra meira og fór í klæðskera- nám í Tækniskólanum. „Ég byrj- aði að sauma sjálf sem unglingur. Ef ég sá eitthvað sniðugt, þá saum- aði ég það oft sjálf með smá hjálp frá mömmu, en breytti flíkinni að mínum þörfum. Mig langaði lengi að fara í klæðskeranám, þetta var alltaf á bakvið eyrað en ég hélt að þetta væri kannski ekki nógu prakt- ískt,“ segir hún brosandi. Er í draumastarfi Kristín útskrifaðist með sveins- próf í kjólaklæðskurði 2012. Síð- an þá hefur hún unnið við fram- leiðslu á flíkum og í dag er hún í 70% starfi sem klæðskeri hjá fata- hönnuðinum Bóasi Kristjánssyni í fyrirtækinu 8045. Þar þróar hún snið og frágang á karlmannsföt- um sem aðallega eru seld úr landi. Um er að ræða tískufatnað, hann- aðan af Bóasi, sem seldur er í leið- andi hátískuverslunum víða um heim. „Þetta er auðvitað vinnan sem maður óskaði sér að komast í eftir námið, þetta er draumastarf. Ég hef lært mikið þarna á einu ári og er þetta rosalega gott framhald af skólanum. Þarna fæ ég tækifæri til að þróa kunnáttu mína úr skól- anum á ýmsa vegu,“ segir Kristín. „Það er algjör snilld að geta bland- að þessu saman, að vinna hjá hon- um og fá svo útrás fyrir mína eig- in hönnun hér heima,“ bætir hún við. Ótrúlega góð viðbrögð Kristín Ósk hefur ekki haft hönn- un sína til sölu í nema í rúmt ár. „Sumar flíkur urðu þannig til að ég var kannski bara að sauma jólagjafir og þær spurðust út. Ég hóf svo að hanna og sauma til að selja fyrir rúmu ári.“ Innblástur- inn sækir Kristín Ósk oft út í nátt- úruna og bera nöfnin á flíkunum þess merki. „Ég stofnaði þessa fa- cebook síðu núna í janúar og hef fengið skemmtileg viðbrögð. Það kom eiginlega á óvart hvað við- brögðin voru góð, það er greini- lega markaður fyrir svona fatnað hérna. Maður verður bara að skapa sér sérstöðu, koma með eittvað nýtt, vinna flíkina úr góðum efn- um og hafa fallegan frágang,“ seg- ir Kristín Ósk. Hún var með tísku- sýningu á Lionskvöldi hjá Lions- klúbbnum Eðnu á dögunum en tók einnig þátt í sýningum á veg- um Unglistar á meðan hún var í náminu. Að hennar sögn ætlar hún að sækja um þátttöku á fleiri sýn- ingum og koma sér meira á fram- færi fljótlega. „Ég vil fyrst koma mér upp betri aðstöðu. Það stend- ur til bóta því ég er að fara að koma mér fyrir við Smiðjuvelli 8 á næst- unni. Það verður allt annað að vera með sér aðstöðu undir fatnaðinn, þar sem fólk getur komið og skoð- að og verslað í stað þess að vera með þetta hérna heima. Þar hef ég hugsað mér að hafa opið einu sinni í viku til að byrja með. Það er einn- ig verið að vinna í heimasíðunni. Taka myndir af fötunum og gera síðuna öflugri og betri,“ útskýrir Kristín Ósk. „Draumurinn er að geta lifað af þessu seinna,“ bætir kjólaklæðskerinn Kristín Ósk við. grþ Ljósmyndir: Guðmundur Bjarki Halldórsson. Fyrirsæta: Glódís Una Ríkharðsdóttir. „Væntumþykja í verki“ er nýtt átak sem hrundið hefur verið af stað innan veggja Brákarhlíðar í Borg- arnesi. Það er gert fyrir tilstuðlan sjúkraþjálfaranna Hildar Aðalbjarg- ar Ingadóttur og Halldóru Jónas- dóttur. Um er að ræða hreyfiátak sem hefur það markmið að virkja heimilisfólk til hreyfingar í takt við hreyfigetu með aðstoð aðstandenda og ástvina. Um nýjung er að ræða og segir Hildur að hún hafi fengið þessa hugmynd fyrir ekki svo löngu í gegnum starf sitt sem sjúkraþjálf- ari. „Hreyfing er öllu fólki nauð- synleg heilsubót og eykur vellíðan og heilbrigði. Þetta á ekki síst við hjá eldra fólki. Tilgangur átaksins að virkja þennan hóp til hreyfing- ar og fá aðstandendur með til að aðstoða og leiðbeina sínum ástvini í heimsóknum. Með því að leggja sínu fólki lið með þessum hætti get- ur fólk stuðlað að aukinni vellíðan hjá ástvini og gefið meira af sér í heimsóknum,“ segir Hildur. „Við höfum búið til þrjár mis- munandi æfingaáætlanir vegna átaksins, fyrir þá sem eru rúm- liggjandi, sitjandi eða í hjólastól og loks fyrir þá sem eru göngu- færir. Nú þegar höfum við afhent heimilisfólki spjald með æfingum og sýnidæmum og geta aðstand- endur fundið spjaldið í herbergj- unum,“ bætir Hildur við, en átak- ið hófst í byrjun febrúar síðastliðn- um. Þær segja brýnt að eldra fólk líkt og aðrir aldurshópar stundi hreyfingu með einhverju móti. „Það skiptir máli fyrir fólk að gera reglulegar æfingar. Engu skiptir hvort fólk liggur eða gengur, það er alltaf hægt að hreyfa sig. Kost- irnir eru ótvíræðir. Hreyfing og þjálfun tvöfaldar til dæmis líkurnar á að hreyfigeta og sjálfshjálp varð- veitist og þá dregur reglubund- in þjálfun úr líkum á fjölda sjúk- dóma. Lífsgæði aukast fyrir vik- ið,“ segir Halldóra sem segir sig og Hildi vonast til að átakið hreyfi við mörgum. Að sögn Jórunnar Maríu Ólafs- dóttur forstöðumanns hjúkrun- arsviðs Brákarhlíðar mun starfs- fólk heimilisins leggja áherslu á að minna aðstandendur og heim- ilisfólk á æfingaáætlanir sem finna má á herbergjum. „Við erum opin fyrir þessu átaki og vonumst til að það muni efla hreyfingu hjá okkar heimilisfólki. Þetta kemur til við- bótar annarri hreyfingu í Brák- arhlíð en þar er m.a. boðið upp á jógatíma, morgunleikfimi og boccia svo dæmi séu tekið. Þetta mun vonandi efla vellíðan heimil- isfólks enn frekar,“ segir Jórunn. hlh Væntumþykja í verki sýnd með hreyfingu Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, Halldóra Jónasdóttir og Jórunn María Ólafsdóttir. Íslensk hönnun á Akranesi: Kjólaklæðskeri í hönnun og framleiðslu á fatnaði Kristín Ósk stendur við gínu sem klæðist flík undir merkinu KrÓsk. Í bakgrunn má sjá málverk sem Kristín Ósk málaði fyrir nokkrum árum. Peysa þessi heitir „Hraun.“ Um hálsinn hefur Glódís Una loðband. Ullarslá á herðar og loðband um höfuðið, hlýtt og notalegt. „Tindur“ hefur verið vinsælasta peysan. Hún fæst í fleiri litasam- setningum. Peysan Alda, en hún fæst einnig í fleiri litasamsetningum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.