Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Danshópurinn Sporið mun halda örnámskeið í gömlu dönsun- um og þjóðdönsum laugardag- inn 29. mars nk. í gamla Íþrótta- húsinu á Hvanneyri. Námskeið- ið stendur yfir frá kl. 14:00 til 16:00 og möguleiki verður á fram- haldsnámskeiði ef áhugi er fyr- ir hendi. Kennari verður Ásrún Kristjánsdóttir danskennari og fé- lagi í Sporinu og henni til aðstoð- ar verða pör úr danshópnum. Til- gangurinn með þessu framtaki er að kynna gömlu dansana og ís- lenska danshefð en Danshópurinn hefur um langt skeið æft og sýnt ís- lenska þjóðdansa, jafnt innanlands sem utan. Í hópnum eru nú rúm- lega 30 manns, þar af tveir harm- onikkuleikarar. Er fólk hvatt til að kynna sér íslenska dansmenningu með því að sækja námskeiðið. Sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu. mm/gj Hugmyndin um lagningu bundins slitlags milli Vesturlands og Suð- urlands, frá Borgarfirði um Lund- arreykjardal og Uxahryggi til Þing- valla, er ekki ný af nálinni. Hún hef- ur fundið sér leið inn í samgöngu- áætlun ríkisstjórna og aftur út. Síð- ast þegar samgönguáætlun var gerð fyrir um þremur árum, lagði sam- göngunefnd Alþingis til að hug- myndin um bundið slitlag á þess- ari leið yrði tekin út. Þegar svo Al- þingi gekk endanlega frá samgön- guáætlun í framhaldinu var hún aft- ur komin inn. Hafist skyldi handa 2015 og verki lokið 2022. Búta- saumur. Reyndar var byrjað með bútasaumsaðferðinni árið 2004 og þá lagður 20 km kafli af upphækk- uðum góðum vegi á Uxahryggjum. Kostnaðurinn nam 85% af kostn- aðaráætlun fullbúins vegar með bundnu slitlagi. En síðan ekki sög- una meir. Af hverju var ekki far- ið alla leið og lokið við varanlegt bundið slitlag? Góð spurning segja þeir sem tóku þessa ákvörðun. Þessi fíni vegur hefur síðan þurft að sæta vanrækslu í viðhaldi. En samt; und- irstaðan bíður tilbúin fyrir bundið slitlag. Þau rök sem færð hafa verið fyrir nútímalegri vegagerð um Uxa hryggi hafa í gegnum árin margfaldast að gildi frá þeim tíma sem Alþingi af- greiddi síðustu samgöngu áætlun. Samgöngunefnd hefur nýlega lokið sinni yfirferð og endurskoðun. Mál- ið er aftur í höndum Alþingis. Hver eru helstu rökin fyrir því að leggja bundið slitlag á þessa 60 km leið sem tengir saman Vesturland og Suðurland: Dreifing umferðar. Sérstaklega • á álagstímum yfir sumarmán- uðina; aukið umferðaröryggi. Tengivegur frá Vesturlandi til • Þingvalla stuðlar að dreifingu ferðamanna. Á Suðurlandi eru margir ferðamannastaðir of- nýttir en vannýttir á Vestur- landi. Opnar aðgengi fyrir smábíla, • rútur, húsbíla og bíla með hjól- eða fellihýsi í togi, sem alla jafnan halda sig helst á bundnu slitlagi. Auknir valmöguleikar ferða-• skipuleggjenda til að setja saman nýja ferðapakka í lengri og styttri hringferðir með viðkomu í báðum lands- hlutum. Vegbót á þessari leið kem-• ur fjölda fyrirtækja í báðum landshlutum til góða svo og íbúum. Lagning bundins slitalags • á þessari leið er hagkvæm vegna þess að veglagningin fylgir að langmestu leyti nú- verandi vegstæði. Umhverfismat vegna teng-• ingar við veginn í þjóðgarði Þingvalla er fyrirliggjandi. Ef þessi rök voru gild fyrir 5 árum þá eru þau það núna þegar ferðamönnum hefur fjölgað um helming. Úr 500 þúsund í millj- ón á þessu ári og búist við áfram- haldandi jákvæðri þróun á næstu árum. Gæti létt á umferð um göngin Samkvæmt samningi við Spöl ehf. skal gjaldtöku í Hvalfjarðargöng hætt árið 2018 og göngin afhent ríkinu. Forráðamenn Spalar hafa látið að þvi liggja að huga þurfi að gerð nýrra ganga og þar með við- halda gjaldtöku. Mikil andstaða er við áframhaldandi gjaldtökuhug- myndir á Vesturlandi. Gjaldið er í raun íþyngjandi skattur fyrir íbúa svæðisins auk þess að rýra mögu- leika ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugreinar á Vesturlandi. Nú- verandi samgöngur milli Vestur- og Suðurlands fara svo til alfarið í gegnum Hvalfjarðargöngin. Það blasir við að bundið slitlag milli Þingvalla og Borgarfjarðar er valmöguleiki sem myndi koma sér vel. Sérstaklega á þeim álagstím- um sem forsvarsmenn Spalar hafa nefnt til rökstuðnings máli sínu sem helstu ástæðu tvöföldunar gaganna. Væri ekki rökrétt í ljósi aðstæðna að hraða framkvæmd- um vegna bundins slitlags um Ux- ahryggi í þeirri samgönguáætun sem til stendur að ljúka á næstu mánuðum? Að framkvæmdartími vegagerðarinnar taki þrjú ár; hefj- ist 2015 og ljúki 2017. Verkinu verði lokið áður en ríkið fær Hval- fjarðargöng til umráða. Þannig skapast reynsla á hver raunveruleg þörf er fyrir tvöföldun Hvalfjarð- arganga eftir að aðgengi til Vest- urlands hefur verið bætt svo um munar á hagkvæman hátt. Þannig má spara vangaveltur sem leiða til ójafnræðis milli íbúa og fyrirtækja á Vesturlandi og annara lands- manna. Boltinn er hjá þingmönn- um Vestlendinga. Þeir eiga næsta leik. Þannig er það bara. Steinar Berg Ísleifsson, ferðaþjónustubóndi í Fossatúni. Kvennakórinn Sóldís úr Skagafirði verður á ferðinni um næstu helgi þegar hann heldur tónleika í Borg- arfirði. Tónleikar Sóldísa verða laugardaginn 29. mars kl. 15 í Reyk- holtskirkju og klukkan 20 í Tón- bergi á Akranesi. Kórinn var stofn- aður á hausdögum 2010 af þremur konum í Skagafirði og samanstend- ur nú af 43 konum úr Skagafirði og Húnavatnssýslu, auk söngstjóra og undirleikara, en söngstjóri er Sól- veig S Einarsdóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Í tilkynn- ingu frá kórnum vegna tónleikanna sunnan heiða segir að hann haldi sína aðaltónleika á konudeginum ár hvert, í menningarhúsinu Mið- garði í Skagafirði, með hnallþóru veisluborði í lokin. Auk þess held- ur kórinn tónleika í nærveitum og fer í söngferð þegar líður að vori í næstu héruð. Á þessu söngári er þemað hjá kórnum „íslenskir textar og íslenskir textahöfundar“. Á síð- asta söngári var þemað að syngja lög „eftir konur og um konur“ og árið þar á undan var þemað, fjöl- menningarlegt, eða „sungið á sem flestum tungumálum“. þá Leiðirnar Uxahryggir og Hvalfjarðargöng til Vesturlands Sporið hefur talsvert gert af því að sýna á Vesturlandi. Hér er hópurinn á sýningu á Hótel Stykkishólmi fyrir tveimur árum. Ljósm. Ágúst Eiríksson. Gömlu dansarnir og íslenskir þjóðdansar kenndir Kvennakórinn Sóldís úr Skagafirði. Sóldísir með tónleika í Reykholti og Tónbergi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.