Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Hvað finnst þér um stöðu kenn- arastéttarinnar í landinu? Spurning vikunnar Guðmundur Garðarsson: Ég styð þá í baráttunni. Guðný Ársælsdóttir: Þeirra kjör eru ekki nógu góð frekar en margra annarra opin- berra starfsmanna. Ég styð þá í þeirra kjarabaráttu. Karvel Lindberg Karvelsson: Ég veit ósköp lítið um það. Ingólfur Áki Þorleifsson: Hef ekki hugmynd um það, veit ekkert um þeirra kjör. Garðar Gunnlaugsson: Þeirra kjör eru til skammar mið- að við menntun og mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu. (Spurt í Stykkishólmi) Arnar Pétursson úr ÍR og Hrafn- hildur Tryggvadóttir úr hlaupa- hópnum Flandra í Borgarnesi stóðu uppi sem sigurvegarar í Flandra- sprettum vetrarins, en verðlaun fyr- ir stigahæstu einstaklinga voru af- hent að loknum síðasta spretti vetr- arins síðastliðið fimmtudagskvöld. Flandrasprettirnir eru götuhlaupa- röð hlaupahópsins Flandra. Sprett- irnir eru háðir þriðja fimmtudags- kvöld í hverjum mánuði frá því í október og fram í mars, þann- ig að samtals er sprett úr spori sex sinnum yfir veturinn. Hlaupin eru stigakeppni og fást 10 stig fyrir sig- ur í hverju hlaupi, 9 stig fyrir 2. sætið o.s.fv. Keppt var í fjórum ald- ursflokkum karla og kvenna. Sigur- vegarar vetrarins voru þessir: Konur 18 ára og yngri: Árný Helga Birkisdóttir, Margfætl- um, 20 stig. Konur 19-39 ára: Ingibjörg Em- ilsdóttir, Margfætlum, 24 stig. Konur 40-49 ára: Hrafnhildur Tryggvadóttir, Flandra, 49 stig. Konur 50 ára og eldri: Jenný Joh- ansen, Flandra, 40 stig. Karlar 18 ára og yngri: Arnar Smári Bjarnason, Flandra, 20 stig. Karlar 19-39 ára: Arnar Pétursson, ÍR, 40 stig. Karlar 40-49 ára: Gunnar Viðar Gunnarsson, Flandra, 47 stig. Karlar 50 ára og eldri: Torfi H. Leifsson, Hlaup.is, 30 stig. Konur samanlagt: Hrafnhildur Tryggvadóttir, Flandra, 48 stig.Karlar saman- lagt: Arnar Pétursson, ÍR, 40 stig. Sigurvegarar vetrarins fengu vegleg verðlaun, en fjöldinn allur af útdráttarverðlaunum var einnig í boði fyrir heppna þátttakendur í hlaupum vetrarins. Þessi verðlaun voru gefin af íþróttafataverslun- inni Danssport í Reykjavík, Land- námssetrinu í Borgarnesi, Eðal- fiski og Mýranauti. Þetta var ann- að árið sem Flandrasprettirnir eru haldnir. Þátttaka nú var nokkru minni en árið áður, enda tíðarfar sýnu óhagstæðara. Þátttakendur voru oftast um 20 talsins, en sam- tals komu 69 manns við sögu í sprettunum sex. Auk heimamanna í Borgarfirði voru hlauparar norð- an af Ströndum, vestan úr Dölum, frá Akranesi og af höfuðborgar- svæðinu í þeim hópi. Hrafnhildur Tryggvadóttir vann einnig stigakeppnina á síðasta vetri, en í karlaflokki var krýnd- ur nýr sigurvegari. Arnar Péturs- son er einn af fremstu langhlaup- urum hérlendis um þessar mund- ir og keppir m.a. fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn 29. mars nk. Hann á brautarmet- ið í Flandrasprettunum, en hann hljóp kílómetrana fimm um mis- hæðóttar götur Borgarness á 16:06 mín í októbersprettinum. Í sama hlaupi setti Arndís Ýr Haf- þórsdóttir úr Fjölni brautarmet í kvennaflokki þegar hún hljóp á 19:20 mín, en Arndís verður einn- ig meðal keppenda í Kaupmanna- höfn um helgina. Fyrsti Flandrasprettur næsta vetrar verður háður fimmtudag- inn 16. október. sg Fyrsta tölublað af Sportveiði- blaðinu kom nýverið í verslanir. Um er að ræða fyrsta tölublaðið 2014, en hlé varð á útgáfu blaðs- ins 2013. Í blaðinu má finna fróð- leg viðtöl og greinar, bæði um stangaveiði sem skotveiði. Í þessu nýútkomna tölublaði má m.a. finna viðtöl við: Harald Eiríks- son, en hann starfar hjá Hregg- nasa við sölu veiðileyfa. Haraldur hefur stundað stangaveiðar frá því hann var barn. Rætt er við Mjöll og Gumma, en þau hafa séð um að fæða veiðimenn í mörgum veiði- húsum í gegnum árin. Nú eru þau hætt í bili í veiðihúsum og hafa keypt Kaffivagninn út á Granda. Rætt er við Pál Reynisson – en hann rekur Veiðisafnið á Stokks- eyri. Páll veiðir mikið og hefur sérstakt dálæti á byssum. Loks má finna viðtal við Simma og Jóa en í kringum þá er iðulega mikið líf og fjör. Þeir hafa gaman að veiðiskap og reyna að fara á hann nokkrum sinnum á hverju ári. Einnig má finna í blaðinu grein- ar eftir: Ólaf Birgisson skotveiðimann – en hann kynnir okkur fyrir veiðum á erlendri grundu. Róbert Daníel Jónsson – fer yfir veiðar í kringum bæinn sinn, Blönduós. Ágúst Mogensen – segir okkur frá hrakförum í Hraunsfirði. Elías Pétur Þórarinsson – fer yfir haustveiðiferð í Vatnsá í Heiðar- dal. Guðrún Una, formaður SVAK – kynnir okkur fyrir draumalandi sínu, Jökuldalsheiði. Halldór Gunnarsson – en hann fer yfir veiðiferð í Hlíðarvatn í Sel- vogi. Gunnlaugur Stefánsson, Heydöl- um – með hugleiðingar varðandi veiðimarkaðinn. Ástþór Jóhannson – Straumfjarðará – Veiðistaðalýsing. -fréttatilkynning Ingveldur H. Ingibergsdóttir var fljótust kvenna í Flandrasprettinum sl. fimmtudag. Hér er hún á fullri ferð og kílómetri eftir í mark. Ljósm. Kristín Gísladóttir. Arnar og Hrafnhildur sigurvegarar Flandrasprettanna Sportveiðiblaðið er komið út Sjómanns Dag ur í lífi... Nafn: Örvar Már Marteinsson Starfsheiti/fyrirtæki: Smábáta- skipstjóri á Sverri SH-126. Fjölskylduhagir/búseta: Frá- skilinn þriggja barna faðir. Tvö af börnunum búa hjá mér í Ólafsvík. Áhugamál: Fjallamennska, útivist og stjórnmál. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 17. febrúar. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Fyrstu verk eru alltaf að kíkja á veðurspána og hringja í háset- ann til að ræsa hann út. Þetta var fremur óhefðbundinn dagur, við fórum ekki á sjó fyrr en um 9 leyt- ið um morguninn en venjulegur dagur byrjar um klukkan 3. Klukkan 10? Þá vorum við að taka balana um borð. Við veiðum á landbeitta línu. Við tókum bara 18 bala þennan dag því við vorum svo seint á ferðinni. Hádegið? Við vorum að leggja línuna frá um hálf 12. Það var norðvestan skítakaldi og velting- ur sem átti að lægja en einu sinni sem oftar rættist ekki úr spánni og það var leiðindaveður. Klukkan 14: Þá var verið að draga línuna inn aftur. Miðað við aðstæður voru aflabrögð í lagi. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Við kláruðum að draga um 18 og lögðum af stað í land. Klukkan 20 lönduðum við og klukkan 21 var ég að elda mat ofan í krakk- ana mína. Klukkan 22 var ég svo lagður af stað til Reykjavíkur til að fara í flug til Ítalíu. Fastir liðir alla daga? Það er að skoða veðurspána og vera vakandi yfir gæftum. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Ég var allan dag- inn að hlakka til þess að hitta yngstu dóttur mína sem ég var að fara að sækja til Ítalíu. En ann- ars svona vinnulega séð myndi ég segja að vonda veðrið hafi einnig staðið upp úr. Var dagurinn hefðbundinn? Nei, það var slæmt veður. En fyr- ir þennan vetur er það samt orð- ið mjög hefðbundið. Það hafa fáir góðir dagar verið í vetur. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði 12 ára gamall á sjó. En ætli ég hafi ekki byrjað sem skipstjóri á Sverri 2003 eða 2004. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Jú, ætli maður sé ekki orðinn fast- ur í þessu. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég geri það yfirleitt. Eitthvað að lokum? Við vonumst eftir betri tíð með vorinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.