Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Um liðna helgi tók Inga Elin Cryer sundkona frá Akranesi þátt í Actav- ismótinu í sundi í Hafnarfirði. Inga Elín keppti í 200m, 400m, og 800m skriðsundi og vann allar greinarn- ar með yfirburðum. Hún var einnig stigahæsta konan á mótinu og voru peningaverðlaun í vinning. Þetta sundmót var liður í undirbúningi fyrir Íslandsmeistarmótið í 50m laug sem verður eftir þrjár vikur. mm Það var ekki að sjá að ein deild væri á milli liða þegar 1. deildarlið ÍA mætti 2. deildar liði Aftur- eldingar í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni sl. laugardag. Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleikn- um og skoruðu þá mark úr réttilega dæmdri víta- spyrnu um miðjan hálfleikinn. Skagamenn voru lengi að taka við sér í þessum leik, en Gunnlaug- ur þjálfari hefur verið með nokkuð breytt lið milli leikja að undanförnu, einkum vegna meiðsla í leikmannahópnum. Það var ekki fyrr en á síðasta fjórðungi leiksins gegn Aftureldingu sem Skaga- menn voru sterkari. Þeir jöfnuðu með marki Garðars Gunnlaugssonar, besta manns vallarins, á 88. mínútu. Skömmu áður hafði Andri Adolp- hsson átt þrumuskot í slána og niður. Niðurstað- an því 1:1 jafntefli. ÍA er nú með 8 stig í 5. sæti 1. riðils A-deildar. Í næstsíðustu umferðinni fá þeir Breiðablik í heim- sókn í Akraneshöllina nk. laugardag. Blikar eru eftir í riðlinum með 11 stig og KR er í öðru sæti með 10 stig. þá Miklar sveiflur eru í leikjum Snæ- fells og Vals í úrslitakeppni kvenna í Domnisdeildinni í körfu og virðast heimavellirnir skipta miklu máli. Bæði lið hafa nú unnið tvo leiki á sínum heimavöllum og því kem- ur til oddaleiks á heimavelli deild- armeistara Snæfells, eða öllu held- ur kom, því leikurinn fór fram eft- ir að Skessuhorn var sent í prentun í gær, þriðjudag, og því ekki hægt að greina frá úrslitunum á síðum blaðsins að þessu sinni. Fjórði leikurinn fór fram á Hlíð- arenda sl. föstudagskvöld og vann Valur þá öruggan sigur 82:56. Valskonur voru með frumkvæð- ið í leiknum frá upphafi. Það virt- ist bitna á leik Snæfells að meidd Chynna Brown virtist engan veg- inn búinn að jafna sig eftir leikinn þar á undan sem fram fór í Hólmin- um á miðvikudagskvöldið og Snæ- fell vann örugglega, 81:67. Staðan í leik liðanna á föstudagskvöldið var eftir fyrsta leikhluta 17:12 fyrir Val og 41:25 í hálfleik. Snæfellskon- um tókst að laga stöðuna í byrjun seinni hálfleiks og þrettán stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórð- unginn. Þá bættu Valskonur hrein- lega í og juku forskotið allt til leiks- loka. Lokatölur eins og áður sagði, 82:56. Hjá Snæfelli var Hildur Sig- urðardóttir með 12 stig og 6 frá- köst, Guðrún Gróa Þorsteinsdótt- ir 11 stig, Hildur Björg Kjartans- dóttir 9 stig og 6 fráköst, Eva Mar- grét Kristjánsdóttir 9 stig, Chynna Brown 5, Berglind Gunnarsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 og 5 fráköst og Rebekka Rán Karls- dóttir 3 stig. þá Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms tilkynnti í síðustu viku að deildin muni ekki endurnýja samning sinn við Pálma Þór Sæv- arsson sem þjálfað hefur meistara- flokk karla hjá félaginu frá 2010. Samningur Pálma rennur út í vor og því leita Skallagrímsmenn nú að nýjum þjálfara fyrir meistara- flokk félagsins sem leikur í úrvals- deild á næsta tímabili. Í tilkynn- ingunni segir að stjórnin og Pálmi hafi komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samninginn. Með Pálma sem þjálfara náðu Skalla- grímsmenn að vinna sér sæti í úr- valsdeild á nýjan leik árið 2012 og komast í 8-liða úrslit úrvalsdeildar tímabilið eftir. „Pálmi hefur lagt mikið á sig til að koma liðinu á þann stað sem það á heima þ.e.a.s. í deild þeirra bestu á Íslandi. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð liðsins og sýnt mikinn vilja og dugnað til þess að festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni,“ segir í tilkynningu stjórnar sem þakkar Pálma fyrir góð samskipti og vasklega framgöngu í starfi. „Vænt- ir stjórn Körfuknattleiksdeildar- innar þess að Pálmi haldi áfram að miðla af reynslu sinni og þekkingu til framtíðar leikmanna Körfu- knattleiksdeildar Skallagríms.“ hlh Snæfellingar virðast ekki líklegir til að stöðva sigurgöngu deildarmeist- ara KR í 8-liða úrslitunum í úr- slitakeppni Dominosdeildarinnar í körfunni. Liðin mættust öðru sinni í Hólminum á sunnudagskvöldið. KR-ingar unnu þar öruggan 99:85 sigur. Staðan í einvíginu er þá 2:0 fyrir KR, en þeir unnu 98:76 í Vest- urbænum sl. fimmtudagskvöld. KR-ingar gætu klárað einvígið með sigri annað kvöld, fimmtudag í Vesturbænum, en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin. KR-ingar byrjuðu mun betur í Hólminum á sunnudaginn og voru eftir skamma stund komnir með ellefu stiga forskot, 15:4. Heima- mönnum tókst að halda í horfinu og hanga í gestunum fram í hálf- leik, en þá var KR með forustu 49:36. Snæfellingar þurftu því að byrja seinni hálfleikinn vel, en það voru hinsvegar gestirnir sem það gerðu og létu kné fylgja kviði. Eftir það má segja að engin spenna hafi verið í leiknum. Staðan var 75:54 eftir þriðja leikhluta og lokafjórð- ungurinn var ekkert vandamál fyr- ir KR-inga. Hjá Snæfelli voru atkvæðamestir Trvis Cohn III og Sigurður Á Þor- valdsson, hvor um sig með 24 stig og 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson skoraði 9 stig, Stefán Karel Torfa- son 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6 og 6 fráköst, Kristján P Andrésson 6 stig, Þorbergur H Sæþórsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson og Finnur Atli Magnússon 2 hvor og Snjólfur Björnsson 1. þá/ Ljósm. sá Víkingar frá Ólafsvík gerðu góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði sl. laugardag þar sem þeir mættu Haukum í 3. riðli A-deildar Lengjubikarsins. Vík- ingar áttu góðan leik og skoruðu mörk í sitthvor- um hálfleiknum. Alfreð Már Hjaltalín skoraði á 28. mínútu og Samuel Hernandez bætti við marki á 59. mínútu. Það var ekki fyrr en undir lokin sem Haukum tókst að minnka muninn og þar við sat. Víkingar sigruðu 2:1 í leiknum og eru nú komnir með 6 stig í 5. sæti riðilsins. Þar eru Stjarnan og Víkingur Reykjavík í efstu sætum með 11 stig. Ólafsvíkingar fá í næstu umferð KV og fer leikur- inn fram í Akraneshöllinni nk. sunnudag. þá Það var í nógu að snúast hjá leik- mönnum og aðstandendum knatt- spyrnudeildar Víkings í Ólafs- vík á sunnudaginn. Í fjáröflunar- skyni fyrir Spánarferð félagsins, sem farin verður 1.-8. apríl næst- komandi, tóku strákarnir sig til og buðu íbúum í Snæfellsbæ upp á al- þrif á bifreiðum. Að sögn Jónasar Gests Jónassonar formanns knatt- spyrnudeildar Víkings, voru 15 bíl- eigendur sem nýttu sér þessa þjón- ustu og styrktu í leiðinni gott mál- efni. Jónas segir að flestir hafi nýtt sér alþrif þar sem bifreiðin er tjöru- hreinsuð, bónuð og auk þess þrifin að innan. Jónas segir ennfremur að í þessari æfingaferð verði æft tvisvar á dag auk þess sem Víkingur mun spila tvo æfingaleiki. ,,Við vonumst svo til að geta æft á fótboltavellin- um á Hellissandi þegar heim verð- ur komið. Sá völlur er með hraun undirlagi og er fljótur af drena sig,“ sagði Jónas. af Oddaleikur hjá konunum í Hólminum Víkingar lögðu Hauka ÍA og Afturelding skildu jöfn Víkingspiltar safna fyrir Spánarferð Pálmi Þór Sævarsson. Pálmi Þór hættir með Skallagrím Inga Elín stigahæsta konan Staða Snæfells þröng í einvíginu gegn KR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.