Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Side 1

Skessuhorn - 02.04.2014, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 17. árg. 2. apríl 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Útivistarfatnaður fyrir dömur og herra Ný sending Gallar – jakkar – buxur Ullarbuxur – peysur og fl Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar er í hópi þeirra sveita sem eru á leiðinni á landsmót skólalúðrasveita sem haldið verður í Grindavík helgina 2. - 4. maí nk. Þar mun sveitin mæta ásamt tvö til þrjú hundruð öðrum krökkum sem verður skipt upp í hópa sem æfa saman nokkur lög. Loks munu hljómsveitirnar halda allsherjar tónleika á sunnudeginum. Mikil tilhlökkun er í grundfirska hópnum enda verður eflaust mikið stuð í Grindavík fyrstu helgina í maí. Ljósm. tfk. Fleygað undan sjómanninum á Akratorgi Síðastliðinn mánudagsmorgun var böndum komið á styttuna af sjó- manninum á Akratorgi á Akranesi. Í kjölfarið var henni og steininum góða lyft upp. Styttan var færð til um nokkra metra meðan stallurinn undir henni var fleygaður niður og gerður 60 sentímetrum lægri. Í ljós kom að styttan ásamt steininum vóg 33 tonn. Styttan var svo færð aftur á sinn stað og steypt undir hana á nýjan leik. Kraninn þurfti að halda við styttuna um hríð meðan steyp- an þornar. Nauðsynlegt var að lækka styttuna því torgið sjálft verður lækkað um ríflega 40 sentímetra og því hallað örlítið fram. Eftir lækk- unina mun styttan passa betur inn í torgmyndina eins og hún verður eft- ir framkvæmdir. grþ/ Ljósm. ki og grþ Hér hefur böndum verið komið á styttuna. Erfiðara reyndist að losa hana en búist var við. Stallurinn var lækkaður um 60 sentímetra áður en styttunni var komið fyrir á nýjan leik. Sjómanninum var tyllt á annan stað meðan stallurinn var lækkaður og fékk hann að horfa í aðra átt á meðan. Hér eru fulltrúar verkkaupa í heimsókn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.