Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Atvinnuleysi var 4,2% í febrúar LANDIÐ: Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í febrúar 2014 að jafnaði 181.400 manns á vinnumark- aði. Af þeim voru 173.700 starfandi og 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátt- taka mældist 79,1%, hlutfall starfandi 75,7% og atvinnu- leysi var 4,2%. Samanburð- ur mælinga í febrúar 2013 og 2014 sýnir að atvinnu- þátttaka jókst um 0,3 pró- sentustig og hlutfall starf- andi minnkaði um 0,7 pró- sentustig. Hlutfall atvinnu- lausra minnkaði á sama tíma um 0,5 prósentustig. –mm Hollvinir stofna sjóð BIFRÖST: „Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn í Reykjavík, í fundarsal Háskólans á Bif- röst að Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, mánudaginn 7. apríl kl. 20:00. Dagskrá samkvæmt félagslögum (sjá: www.holl- vinir.bifrost.is). Auk hefð- bundinna aðalfundarstarfa verður stofnaður Hollvina- sjóður Bifrastar. Einnig mun Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst segja frá starfi skólans. Hollvinir eru hvattir til að mæta,“ segir í tilkynningu frá stjórn Holl- vinasamtakanna. –mm Bæjarstarfs- menn innan BSRB DALIR og SNÆ: Samflot bæjarstarfsmannafélaga inn- an BSRB skrifaði á föstu- daginn undir kjarasamning við Samninganefnd ríkis- ins. Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu er í þeim hópi. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem SFR undirritaði við Samninga- nefnd ríkisins deginum áður. Verður samningurinn kynnt- ur félagsmönnum í þess- ari viku og í kjölfarið bor- inn undir atkvæði. Helstu at- riði samningsins eru að laun hækka um 2,8% eða að lág- marki 8000 kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á laun- um sem eru lægri en 230.000 kr. á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upp- hæð 1.750 kr. Við samþykkt samningsins greiðist 14.600 kr. eingreiðsla miðað við fullt starf í febrúar 2014 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mán- uði þar sem það á við. Ein- greiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015 greiðist þann 1. apríl 2015 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlut- fall í sama mánuði. Persónu- uppbót verður á samnings- tímanum 73.600 kr. og or- lofsuppbót 39.500 kr. Samn- ingurinn mun gilda frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. –mm Fleiri nýskráning- ar en gjaldþrot LANDIÐ: Í febrúarmán- uði voru nýskráð 162 einka- hlutafélög hér á landi í sam- anburði við 149 í febrú- ar árið 2013. Nýskráning- ar voru flestar í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 29 talsins. Í sama mánuði voru 96 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta, til samanburð- ar við 79 í febrúar 2013. Flest gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun, viðgerð- um á vélknúnum ökutækj- um, eða 20 talsins í hvorum atvinnugreinaflokki. Gjald- þrotum fjölgaði um 9% mið- að við febrúar 2013 en gjald- þrotum fjölgaði um 22% í febrúar 2014. –mm Ætla að breyta húsaleigubótum LANDIÐ: Fleiri munu öðl- ast rétt til húsaleigubóta en nú er, samþykki Alþingi frumvarp til breytinga á lög- um um húsaleigubætur sem Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti ríkisstjórn fyrir helgi. Breytingarnar munu eink- um nýtast námsmönnum og þeim sem halda tímabundn- um afnotum af íbúðarhús- næði í kjölfar nauðungarsölu sem þar með geta öðlast rétt til húsaleigubóta. Sjá nánar á vef ráðuneytisins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 22. - 28. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 29.500 kg. Mestur afli: Akraberg SI: 10.199 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 22.531 kg. Mestur afli: Kvika SH: 6.542 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 239.391 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.277 kg í einni löndun. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 291.291 kg. Mestur afli: Arnar SH: 68.133 kg í níu löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 448.686 kg. Mestur afli: Magnús SH: 116.188 kg í fimm löndun- um. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 112.039 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 93.712 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 65.277 kg. 25. mars 2. Helgi SH – GRU: 47.495 kg. 23. mars 3. Grundfirðingur SH – GRU: 47.254 kg. 23. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 46.360 kg. 23. mars 5. Farsæll SH – GRU: 44.876 kg. 25. mars mþh Uppsjávarfiskveiðiskipið Ingunn AK kom til Akraneshafnar laust fyrir hádegi á sunnudaginn með um 1.700 tonn af kolmunna. Aflinn fer til framleiðslu á fiskmöli og lýsi hjá verksmiðju HB Granda. Ingunn AK fékk þennan afla á Rockall- svæðinu svokallaða í úthafinu um 260 sjómílur vestur af Norður Ír- landi. Siglingartíminn á miðin frá Akranesi er um tveir og hálfur sól- arhringur. Tíðin hefur verið slæm á þessu svæði undanfarið og veiðar gengið bæði upp og ofan. Öll upp- sjávarveiðiskip HB Granda hafa undanfarna daga stundað veiðar á Rockall-svæðinu. Faxi RE var á sunnudaginn kominn með tæplega þúsund tonna afla en ekkert hafði frést af Lundey NS. Afla Ingunnar var landað á Akranesi þar sem unnið að er stækkun verksmiðju HB Granda á Vopnafirði og hún því ekki í rekstri. Vonir standa til að þeim endurbótum ljúki innan fárra daga. Því er óvíst hvort fleiri kolmunnafarmar berist til Akra- ness. mþh Töluverðrar óánægju gætir í garð Spalar, rekstraraðila Hvalfjarðar- ganganna, vegna næturlokana sem nú eru í gangi. Vegfarendur á leið í flug og til vinnu að nóttu hafa haft samband við Skessuhorn talsvert argir. Segjast þeir hvergi hafa orð- ið varir við auglýsingar eða tilkynn- ingar frá Speli vegna næturlokana að þessu sinni. Á heimasíðu Spal- ar er tilkynning frá 25. mars sl. þar sem fram kemur að vegna vorhrein- gerningar og steypuvinnu í göng- unum sé lokað fyrir umferð á nótt- unni þessa vikuna, frá aðfararnótt sunnudags til og með aðfararnætur föstudagsins 4. apríl. Göngin hafa verið lokuð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Verkið gengur sam- kvæmt áætlun og er áætlað að vor- hreingerningunni verði lokið áður en næsta helgi gengur í garð. mm Talningu atkvæða um verkfalls- aðgerðir starfsmanna hjá Isavia er lokið og samþykktu 88% þeirra verkfallsboðun. Þeir eru allir við störf sem tengjast flugrekstri. Fé- lögin sem um ræðir eru Félag flug- málastarfsmanna ríkisins (FFR), SFR og Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta eru m.a. öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli og starfsmenn í björgunar- og viðbragðsþjón- ustu á flugvöllum um allt land. Náist ekki samningar og komi til boðaðra verkfallsaðgerða mun það hafa víðtæk áhrif á allt flug hér á landi. Því er ljóst að gripið verð- ur til verkfallsaðgerða 8. apríl nk. náist ekki samningar fyrir þann tíma. Þær fyrstu verða á tímabilinu frá kl. 4-9 þriðjudaginn 8. apríl. Á tímabilinu frá kl. 4-9 miðvikudag- inn 23. apríl og frá kl. 4-9 föstu- daginn 25. apríl. Allsherjarverkfall er síðan boðað kl. 04 miðvikudag- inn 30. apríl. mm Starfsmenn við flug samþykkja verkfallsboðun Ausandi vatnsveður og rok Allt var á floti í Grundarfirði á miðvikudagsmorguninn enda talsverður snjór sem varð að láta undan í asa- hlákunni ásamt ausandi rigningu. Sólarhringsúrkoma mældist sú mesta á landinu þennan sólarhringinn, eða 56 mm. Ræsin höfðu varla við á sumum stöðum. Ljósm. tfk. Meðfylgjandi mynd tók Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns klukkan 6:50 síðastliðinn miðvikudagsmorgun við beitningarskúrana í Ólafsvík. Þá var gríðarlegt úrhelli og vindur 28 metrar á sekúndu og upp í 36 m/sek í hviðum. Allt var á floti og voru fiskikörin sjálf lögð af stað í róður. Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum oft verið kynntar betur Kolmunnafarminum landað úr Ingunni AK á sunnudag. Ingunn AK landaði kolmunna á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.