Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Óvissan erfið Í Menntaskóla Borgarfjarðar heyrðum við í Áslaugu Maríu Agn- arsdóttur og Sumarliða Páli Sigur- bergssyni. Verkfallið leggst nokk- uð vel í þau eins og er. „Það er ekki leiðinlegt að fá svona aukafrí þó maður viti að maður fær þetta í bakið þegar skólinn byrjar aftur,“ segir Áslaug. Sumarliði bætir við að óvissan sé erfið sem því fylgir að vita ekki hversu lengi verkfall- ið muni standa. Hann hefur aðal- lega eytt tímanum frá því verkfallið hófst í tölvunni en segist þó stunda íþróttirnar af bestu getu. Áslaug hefur varið tímanum að miklu leyti á höfuðborgarsvæðinu með systr- um sínum og börnum þeirra. „Svo þegar ég er í Borgarnesi er ég dug- leg í ræktinni og dúlla mér í eld- húsinu, taka til og svona. Ég er eitt- hvað búin að vera að reyna að læra í lokaritgerðinni minni, er með hana á „hold“ núna þessa dagana og er að reyna að vinna upp næringar- fræðiverkefni sem ekkert mál er að gera án kennslu, það er bara ein- hver leti í mér að vera að slóra með það,“ útskýrir Áslaug. Hún bætir því við að hún sé að fara að spýta í lófana með hina áfangana. „Ég hef líka gluggað í skólabækurnar en ekki að neinu viti,“ segir Sum- arliði. „Hef aðallega verið að gera ritgerðir og verkefni sem lögð voru fyrir áður en verkfallið skall á. Það gengur vel en auðvitað er lítið hægt að vinna án leiðbeininga frá kenn- urum í sumum fögum.“ Ekki allir sem ráða við verkfall Áslaug og Sumarliði vita ekki til þess að nemendur séu að stunda jafningjakennslu eða kaupa sér aukakennslu. Ekki hefur held- ur borið mikið á því að nemend- ur séu að hittast til að læra saman. „Það eru samt einhverjir ennþá í bókfærslu og rekstrarhagfræði því kennararnir eru ekki í Kennara- sambandinu, þannig að þeir hittast á venjulegum kennslutímum,“ seg- ir Áslaug. Hún hefur engar áhyggj- ur af lengd verkfallsins eins og er. „En ef þetta verður út apríl þá held ég fari á taugum, ég á nefnilega að útskrifast í vor. En ég er mjög róleg yfir þessu núna, vonandi fara þessi kjaramál að skýrast og kennararnir fái ásættanleg launatilboð.“ Sum- arliði bætir því við að þessir „rík- iskallar“ hljóti að fara að ranka við sér og sjá að þetta séu óásættanleg laun sem kennarar fá. Þá segja þau aðra nemendur vera frekar rólega enn sem komið er, nema þá kannski helst útskriftarnemar. Flestir séu að nýta tímann í áhugamálin eða með fjölskyldu og vinum. Þó séu margir eitthvað að læra, allavega þeir nemendur sem útskrifast í vor. „Svo eru auðvitað einhverjir byrj- aðir að vinna eitthvað. Margir sem nú þegar eru í vinnu með skólan- um eru líka duglegir að taka að sér aukavaktir og taka meiri vinnu á sig á meðan verkfallið stendur yfir,“ segja þau. Sumarliði þekkir engan sem er svo svartsýnn að ákveða að hætta í skólanum vegna verkfallsins en Áslaug er ekki sammála. „Það kæmi mér ekki á óvart að einhverj- ir detti úr náminu. Það eru marg- ir sem eiga erfitt með námið og þá setur svona verkfall algjörlega strik í reikninginn. Það eru ekki allir sem ráða við það.“ Félagslífið í skólan- um hefur verið með ágætum það sem af er verkfalli. Nemendaað- staðan er opin á daginn, einhverj- ir viðburðir hafa verið í gangi og svo hittast vinirnir utan skólans. Þó hefur verkfallið einhver áhrif. „Við í útskriftarhópnum létum allavega ekki stoppa okkur og héldum kaffi- húsakvöld 19. mars í Hjálmakletti, þar var ágætis aðsókn. Ég held samt að það hefði verið betri aðsókn ef skólinn hefði enn verið í gangi. En við útskriftarhópurinn erum dug- leg að halda sambandi í hópspjalli á Facebook því við erum ennþá á fullu að skipuleggja fjáraflanir fyrir útskriftarferðina okkar,“ segir Ás- laug að lokum. Stútar útskriftarplönum Í Snæfellsbæ var rætt við Guð- mund Jensson og Ingibjörgu Freyju Gunnarsdóttur, sem bæði eiga að útskrifast í vor. Þau hafa því töluverðar áhyggjur vegna verkfall- ins. „Þetta leggst frekar illa í mig og þessi óvissa er ekki mitt upp- áhald,“ segir Ingibjörg. Guðmund- ur tekur undir það. „Þetta er alveg að stúta útskriftarplönum mínum,“ bætir hann við. Þau reyna bæði að halda sér við og læra en nefna að erfitt sé að læra án kennslu og að- stoðar. „Minn skóli fer mestmegn- is fram í gegnum internetið. Þess vegna hef ég mjög takmarkað efni til að læra og eftir að allt heimanám sem ég hafði kláraðist, hefur þetta ekki gengið mjög vel án kennar- anna og annarrar hjálpar,“ segir Ingibjörg. Hvorugt þeirra veit til þess að aðrir nemendur skólans séu að hittast til að læra en einhverjir reyna þó að hjálpast að í gegnum netið. Guðmundur segist ekki hafa varið tímanum í neitt skemmtilegt, heldur fari nánast allur tíminn í að vinna og sofa til skiptis. Ingibjörg er enn að bíða eftir því að komast í vinnu. „Ég hef verið að hitta vini mína og finna mér eitthvað að gera til að láta daginn líða á meðan ég bíð.“ Félagslíf skólans hefur nán- ast lagst af eftir að verkfallið hófst enda eru margir nemendanna farn- ir að vinna. Guðmundur, sem er formaður Nemendafélagsins, segir að erfitt sé að gera eitthvað þó rætt hafi verið um það. „Það eru svo margir búnir að skuldbinda sig í vinnu og það gerir það flóknara að reyna að gera eitthvað. Svo erum við líka frekar dreifð um landið.“ Hafa áhyggjur af brottfalli Guðmundur og Ingibjörg hafa bæði miklar áhyggjur af því hve langt verkfallið gæti orðið. „Því lengra sem það er, því verra verð- ur fyrir mig að redda mér vinnu í sumar og erfiðara að ná prófinu. Ég er að stefna á útskrift í vor og flytja til Reykjavíkur í haust og langt verkfall getur eyðilagt öll plönin mín. Ég hef áhyggjur af því að því lengra sem verkfallið verður getur það leitt til brottfalls nem- enda eins og komið hefur í ljós í gegnum árin,“ segir hann. Guð- mundur bætir því við að aðrir út- skriftarnemendur hafi samskon- ar áhyggjur en auðvitað séu aðr- ir stressaðir um að plönin þeirra breytist. „Flestir eru farnir að vinna núna. Ég veit ekki til þess að þau séu að læra.“ Ingibjörg tekur und- ir þetta og hefur einnig áhyggjur af því hvernig önnin verður met- in og hvernig skólinn verður eftir verkfall. „Mörgum vinum mínum líst ekkert á þetta og eru stressað- ir, sérstaklega þeir sem ætla að út- skrifast í vor. Ég veit að fólk hef- ur verið að skila heimanáminu og hefur reynt að lesa áfram í kjör- bókum og námsefninu en það er náttúrulega mjög takmarkað hægt að gera.“ Þau hafa bæði hug á því að reyna að nota verkfallstímann til að safna sér pening og halda í við námið til þess að vera tilbúin þegar skólinn byrjar á nýjan leik. Erfitt að læra án kennara Heldur dauflegt er yfir Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi þessa dagana, líkt og öðrum framhalds- skólum. Almar Knörr Kjartans- son, nemandi í FVA segir verkfall- ið leggjast mjög illa í sig. „Ég hef bara ekkert að gera. Ég hef ekki fengið meiri vinnu en ég hafði fyr- ir verkfall, þannig að ég hef ver- ið mest í tölvunni og svo aðeins í ræktinni. Ég er búinn að læra eitt- hvað aðeins en það er nú ekki mik- ið. Mig vantar eiginlega verkefni. Ég vinn best undir pressu og vant- ar skiladag sem stutt er í til að geta lært,“ segir hann. Viktoría Rós Viktorsdóttir, sem einnig er nem- andi í FVA, segir verkfallið leggjast ágætlega í sig. „Þetta er smá frí frá skóla en er búið að dragast nógu lengi að mínu mati. Maður hefur samt haft helling að gera eins og að taka til, vinna, læra, fara í heim- sóknir og ýmislegt sem maður get- ur ekki gert á meðan maður er í skólanum.“ Hún tók þátt í upp- setningunni á leikritinu Gaura- gangi og hefur því haft nóg að gera. Nú ætlar hún að nýta tímann í að njóta þess að vera með vin- um og fjölskyldu og klára að læra það sem hún getur. „Maður reynir að læra en það er töluvert erfiðara einn og án stuðnings kennara. Það verður mikill utanbókarlærdóm- ur og engin útskýringardæmi,“ út- skýrir Viktoría. Nýta tækifærið til að vinna sér inn aur Þá hafa þau bæði einhverjar áhyggjur af lengd verkfallsins. „Ég vil að þetta leysist sem fyrst því ég vil fá áfanga metna sem ég er búin að vera í seinustu mánuði svo að öll vinnan hafi ekki verið til einskis,“ segir Viktoría. Almar bætir því við að hann vilji sjá verkfallinu ljúka fljótlega enda sé farið að styttast í langt páskafrí. Þau segja nemend- ur skólans frekar rólega yfir verk- fallinu en flestir vilji samt að þessu ljúki sem fyrst. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi ákveðið að hætta í skólanum vegna verkfallsins, allavega ekki enn sem komið er,“ segir Almar. „Margir eru ákveðn- ir í að reyna að klára þessa önn því hún var langt komin þegar verk- fallið byrjaði,“ bætir Viktoría við. Þá séu margir að leita eða búnir að fá vinnu. „Auðvitað nýtir maður tækifærið þegar tími gefst að vinna sér inn nokkra aura,“ segir hún. Dauft er yfir félagslífi í skólanum eftir að verkfallið hófst. „Það hafa engir skipulagðir viðburðir ver- ið. Samt eru fólk alveg að hittast og svona. Kannski ekki í gegnum nemendafélagið enda var mikið að klárast þar af því sem ákveðið hafði verið fyrir veturinn,“ segir Almar Knörr að lokum. grþ Finnst erfitt að læra án kennslu Rætt við nokkra nemendur á Vesturlandi um ástandið í verkfallinu Verkfall framhaldsskólakennara skall á mánudag- inn 17. mars og hafa viðræður milli samninganefnd- ar framhaldsskólakennara og samninganefndar rík- isins litlu skilað og ekkert bólar á samningi. Síðustu tvö verkföll í framhaldsskólum urðu löng. Árið 1995 boðuðu framhaldsskólakennarar til verkfalls sem stóð í sex vikur. Fimm árum síðar var aftur boðað til verk- falls og stóð það í átta vikur. Í bæði skiptin flosnuðu fjölmargir nemendur upp úr námi enda bitna slík verk- föll verst á nemendum. Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar eru nú liðlega 25 þúsund nemendur skráðir í framhaldsskólum landsins. Það er því fjöldi fólks sem verkfallið bitnar á og spurning hvaða áhrif það hefur á nemendur. Á Vesturlandi eru starfandi þrír fram- haldsskólar: Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrauta- skóli Snæfellinga í Grundarfirði. Skessuhorn ákvað að taka púlsinn á nokkrum nemendum í landshlutanum til að heyra hvernig meðal annars verkfallið leggst í þá, hvað þeir hafa fyrir stafni og hvort þeir hafi áhyggjur af lengd verkfallsins. Áslaug María Agnarsdóttir MB. Sumarliði Páll Sigurbergsson MB. Guðmundur Jensson FSN. Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir FSN. Viktoría Rós Viktorsdóttir FVA. Almar Knörr Kjartansson FVA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.