Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Hannibal Hauksson hefur ver- ið ráðinn ferðamálafulltrúi Akra- neskaupstaðar. Umsækjendur um starfið voru 22. Verkefni ferða- málafulltrúi felast meðal annars í að kynna Akranes fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum, aðstoða við að búa til ferðapakka í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á Akranesi og víðar á Vesturlandi og hafa yfir- umsjón með upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði. „Hannibal Hauksson er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og BS gráðu í ferðamálafræði frá Há- skóla Íslands. Hann hefur starf- að við ferðaþjónustu síðastliðin ár, þar af síðustu fimm ár sem sölu- stjóri og staðgengill framkvæmda- stjóra ÍT ferða. Í starfi sínu sem sölustjóri hefur Hannibal komið að flestu sem viðkemur skipulagn- ingu, framleiðslu, markaðssetn- ingu, sölu og utanumhaldi ÍT ferða en félagið sérhæfir sig meðal annars í hópferðum.“ Hannibal sem er 35 ára að aldri er búsettur á Akranesi og borinn og barnfæddur Skaga- maður. Hann hefur verið formað- ur körfuknattleiksfélags Akraness undanfarin þrjú ár. Hann er í sam- búð með Eygló Hlín Stefánsdóttur og eiga þau þrjá syni. mm Vodafone er um þessar mund- ir að innleiða nýtt stafrænt dreifi- kerfi fyrir RÚV en með samstarf- inu mun hliðrænt kerfi sjónvarpsins heyra sögunni til. Voda- fone mun reka kerfið fyr- ir RÚV næstu 15 árin og tryggja þannig dreifingu á stafrænu háskerpusjón- varpi sem 99,8% lands- manna munu hafa aðgang að,“ seg- ir í tilkynningu. Á mánudaginn var slökkt á hliðrænum sendum á mörgum stöðum á landinu. Meðal annars í Kjós, á Akranesi, Borgar- nesi, Reykholti, Stykkishólmi, Flat- ey, Grundarfirði, Ólafsvík, Snæ- fellsbæ, Hellissandi og Búðardal. „Íbúar á þessum svæðum munu geta móttekið stafræna útsendingu án fyrirhafnar ef sjónvarpið er tengt myndlykli en ef loftnet er notað þá þarf að athuga hvort stafrænn móttakari sé í sjónvarpinu auk þess sem nauðsynlegt getur verið að skipta um loftnet eða breyta stefnu ef útsending næst ekki.Vakin er athygli á því að með nýja dreifi- kerfinu opnast fjölmargir mögu- leikar fyrir íbúa í innsveitum sem áður náðu eingöngu útsendingum RÚV. Þeim býðst nú í fyrsta sinn aðgangur að a.m.k. 9 sjónvarpsrás- um.“ mm Landbúnaðurinn á Íslandi sem og sveitir landsins hafa gengið í gegn- um mikið breytingaskeið síðustu áratugina og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Stoðkerfi atvinnu- greinarinnar hefur einnig tekið miklum breytingum og um síðustu áramót varð viðamikil breyting á kerfi varðandi dýraeftirlit í landinu. Grundvallarbreytingin var sú að eft- irlitið var fært frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Í stað 40 forða- gæslumanna í hlutastörfum voru settar stöður sex dýraeftirlitsmanna sem starfa hver um sig á svæðum embætta héraðsdýralækna. Í starf dýraeftirlitsmanns í Vesturumdæmi var ráðinn Guðlaugur Antons- son, sem áður var landsráðunautur í hrossarækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Reyndar fékk Guð- laugur ársleyfi frá því starfi. „Mér finnst spennandi að koma að því að móta nýtt starf og það var þægilegt fyrir mig að þurfa bara að flytja mig milli skrifstofa hér á Hvanneyri. Ég vildi ekki gefa gamla starfið al- veg frá mér fyrr en reyndi á hvern- ig mér reiddi af í nýja starfinu. Mér líst ágætlega á nýja starfið en ljóst er að það verður annasamt, enda mjög víðfeðmt svæði og líka annað af tveimur stærstu svæðum landsins hvað fjölda búfjáreigenda varðar,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamað- ur Skessuhorns átti spjall við hann í liðinni viku. Litlu færri búfjár- eigendur á vestur- en suðursvæði Aðspurður segist Guðlaugur eigin- lega líta orðið á sig sem Borgfirð- ing og Vestlending enda hefur hann búið og starfað á Hvanneyri í um aldarfjórðung eða um helming æv- innar, alveg frá því hann kom í skóla á Hvanneyri haustið 1988. Guð- laugur ólst upp á Suðursvæðinu, í Vík í Mýrdal. Hann segist einmitt hafa búist við að hans gamla svæði, það er suðursvæðið sem nær allt frá Hellisheiði og austur að Lóma- gnúpi, væri mun stærra en vestur- svæðið hvað fjölda búfjáreigenda varðar. Annað hafi komið á dag- inn. Búfjáreigendur á suðursvæðinu væru einungis um hundrað fleiri en á vestursvæðinu þar sem búfjáreig- endur þ.e. þeir sem eiga nautgripi, sauðfé eða hross, eru samtals 1160. Í þeirri tölu eru auðvitað allir mjólk- urframleiðendur á svæðinu sem eru nú 110, en eftirlit með þeirra starf- semi er að mestu í höndum héraðs- dýralæknis svæðisins sem er næsti yfirmaður Guðlaugs. Nú gegnir Flora-Josephine Hagen Liste því starfi með aðsetur í Stykkishólmi. Guðlaugur segir helstu skýringuna á þessum mikla fjölda á vestursvæð- inu að margir búfjáreigendur séu í þéttbýlinu, einkum hestafólk og frí- stundabændur með sauðfé, og tals- vert fleiri þéttbýliskjarnar séu á vestur- en suðursvæðinu. Vestur- svæðið nær allt frá Hvalfirði um Vestfirði og norður í Árneshrepp á Ströndum. Áhættuflokkað dýraeftirlit Við þá kerfisbreytingu sem nú á sér stað með því að flytja dýraeftir- lit frá sveitarfélögum til Matvæla- stofnunar verður sú breyting á eft- irlitinu að það verður meira áhættu- miðað en áður og meira er skor- ið á milli þess að sami aðilinn sem á stundum hefur verið ráðunaut- ur búnaðarsambands eða Ráðgjaf- armiðstöðvar, sjái bæði um ráðgjöf og eftirlit. Forðagæslumenn fóru og skoðuðu á hverju vori hjá öllum bú- fjáreigendum í landinu, það er hjá þeim sem eru með sauðfé, nautgripi og hross. Það gefur auga leið að einn dýraeftirlitsmaður svo sem er á vestursvæðinu gæti aldrei heim- sótt á tólfta hundrað búfjáreigendur á sama árinu. Þess vegna er farin sú leið að áhættuflokka eftirlitið, svo sem vegna áhættu af neyslu afurða, vegna dýrasjúkdóma, vegna með- ferðar dýra, stærðar búa og dýra- tegunda. Í vetur verður t.d. sjónum einkum beint að framleiðendum nautakjöts, forsögu svo sem varð- andi vorskoðun síðustu ára, stærð búa og slembiúrtaki, auk viðbragða vegna ábendinga um eitthvað sem mætti betur fara varðandi dýravel- ferð. Einnig er á hverjum tíma litið til heilbrigðisskoðunar í sláturhús- um sem stundum gefur vísbending- ar um að eitthvað sé athugavert við aðbúnað. Guðlaugur segir að góð staða á búum hvað varðar aðbúnað og heilbrigði dýra, þýði færri heim- sóknir dýraeftirlitsmanna. Það þýð- ir líka minni kostnað fyrir búfjár- eigendur varðandi eftirlitið, en rík- ið leggur ekki nema takmarkað fjár- magn til dýraeftirlits. Eftirlitið er að stærstum hluta fjármagnað með gjaldtöku, það er frá búfjáreigend- um. Allt undir í dýraeftirlitinu Eins og að framan var greint er eftirlit með búum í mjólkurfram- leiðslu á svæðinu að mestu í hönd- um héraðsdýralæknis. Að eftirliti í frumframleiðslu koma einnig eftir- litsdýralæknar á þeim svæðum þar sem þeir eru. Þar er oft miðað við fjölda verkefna og verkefna á borð við sláturhús og eftirlit með inn- og útflutningi dýra. Guðlaugur seg- ir að í dýraeftirlitinu sé í raun allt undir varðandi búpeninginn svo sem heilnæmi fóðurs, heilbrigði og líðan dýra, hollustuhætti í matvæla- framleiðslu, notkun lyfja, merking- ar dýra, fóðurbirgðir, gripafjölda og gæðastýring. Aðspurður segir Guðlaugur að sá rammi sem búfjáreftirlitsmenn starfi eftir séu lög og reglugerð- ir er varða matvælaframleiðslu og búfénað. Núna séu til dæmis kom- in ný lög um velferð dýra og búfjár- hald. Þá sé von á nýjum reglugerð- um um velferð sauðfjár og geitfjár, nautgripa og hrossa. Þessar nýju reglugerðir veiti betri möguleika og heimildir eftirlitsaðila til að grípa inn í ef meðferð og aðbúnaður er ekki sem skyldi. Koma að mótun laga og reglugerða Guðlaugur segir að starfsemi Mat- vælastofnunar eins og dýraeftir- lits sé framkvæmd eftir lögum sem Alþingi setur og reglugerðum frá ráðuneytum. Ráðuneytið feli síðan Matvælastofnun að hafa eftirlit með að eftir reglugerðum sé farið. Að smíði þeirra reglugerða komi hags- munaaðilar svo sem búgreinafélög bænda. Á öllum stigum hafi þeir að- komu að laga- og reglugerðasmíði. Sem dæmi má nefna nýja reglu- gerð um gæðastýringu í sauðfjár- rækt. Í henni eru auknar áherslur hvað varðar umhverfi og umgengni á býlum sem eru í grunninn komnar beint frá sauðfjárbændum sjálfum. Félög sauðfjárbænda í Borgar- firði og á Snæfellsnesi hafa fengið Guðlaug til sín á fundi núna á síð- ustu vikum. Þar kynnti hann helstu þætti í nýju fyrirkomulagi dýraeft- irlits. Guðlaugur segir að sér hafi fundist frekar gott hljóð í bændum með þessa kerfisbreytingu og eftir um hálftíma kynningu af hans hálfu hefðu fyrirspurnir ekki verið marg- ar og mun færri en hann hefði að óreyndu búist við. Annars ráðlegg- ur Guðlaugur bændum að kíkja inn á vefinn, reglugerdir.is eða slóð á heimasíðu MAST þar finna má all- ar helstu upplýsingar svo sem lög og reglugerðir. Gátlistar og niðurstöður í gagnagrunn Guðlaugur segir að sérstakir gát- listar hafi nú verið útbúnir fyrir hverja búfjártegund varðandi að- búnað, meðferð og líðan. Þeir séu nokkuð langir og þar er hugað að mörgu. Aftur á móti sé t.d. gátlist- inn varðandi gæðastýringu í sauð- fjárrækt mun styttri. Þar er metið ástand girðinga, ástand umhverf- is við mannvirki, umhirða og upp- röðun lausra hluta og síðast en ekki síst gæðahandbók. Guðlaugur seg- ir að niðurstöður eftirlits fari í sér- stakan miðlægan gagnagrunn og í framhaldinu séu skýrslur sendar til bænda. Þeir hafi síðan tveggja vikna andmælarétt við athugsemdir sem gerðar hafa verið. Ef andmæli hafa borist er hvert mál skoðað og að lokum endanleg skýrsla send. Guð- laugur segir að sem betur fer gefi ábendingar um vanrækslu dýra, sem m.a. berast inn í gátt á heimasíðu Matvælastofnunar, sjaldan tilefni til aðgerða. Oft séu þar hlutir ekki eins og sýnist í fyrstu. En að sjálfsögðu sé brugðist við öllum ábendingum og gengið úr skugga um hvort þær eigi við rök að styðjast og mjög mik- ilvægt sé að fólk sendi inn ábend- ingar telji það ástæðu til. Í langflestum tilfellum sómabúskapur Guðlaugur hefur nú á síðustu vik- um heimsótt um 60 búfjáreigendur og segir að í langflestum tilfellum telji hann búin með sóma og hann hafi þá einungis gert smávægileg- ar athugasemdir um það sem betur mætti fara eða stangist á við reglu- gerðir. Þeir hlutir þurfi síðan að hafa verið lagfærðir við næstu skoð- un. „Auðvitað er líka eitthvað um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt sem skyldi og aðstaða standist því ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag t.d. varðandi rými og aðbúnað. Er þá farið fram á tímasetta úrbótaáætlun þar um,“ sagði Guðlaugur Antons- son að endingu. þá Hannibal Hauksson. Hannibal Hauksson ráðinn ferða- málafulltrúi Akraneskaupstaðar Slökkt á hliðrænum sendingum RÚV Spennandi að koma að því að móta nýtt starf Spjallað við Guðlaug Antonsson nýráðinn dýraeftirlitsmann í Vesturumdæmi Guðlaugur Antonsson dýraeftirlitsmaður í Vesturumdæmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.