Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Þessa dagana er fyrsta skemmti- snekkjan sem skráð hefur verið á Akranesi stödd í lögsögu Mexíkó í mynni Kaliforníuflóa í Kyrrahafi. Stefnan hefur verið sett á Panama- skurð. Skipverjar ætla að sigla fleyji sínu í gegnum hann og inn á Atl- antshaf. Frá skurðinum verður siglt í norður, framhjá Kúbu og til Flór- ída. Þaðan verður svo haldið áfram til norðurs heim til Íslands og Akra- ness, nýrrar heimahafnar. Skemmti- snekkjan er tíu ára gamalt skip, útbúið miklum lúsus handa fólki sem hefur nægt fé milli handanna. Lystisnekkjan heitir Amelia Rose og verður hin fyrsta sinnar tegund- ar sem býðst ríkum ferðamönnum til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig er hún alger nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi. Glæsiskip og völundarsmíði „Amelia Rose er mjög vel útbú- in snekkja. Í henni eru klefar á borð við hótelsvítur fyrir 18 far- þega og fimm manna áhöfn. Skip- ið er 35 metra langt og mælist 230 tonn. Það er búið tveimur öflug- um Caterpillar aðalvélum og tveim- ur ljósavélum. Olíutankar rúma 40 tonn, vatnstankar 20 tonn og um borð er búnaður til að eima vatn úr sjó. Skipið getur verið tvær vik- ur á stöðugri siglingu miðað við 12 hnúta ferð. Hámarks siglingarhraði er 16 hnútar,“ segir Gunnar Leifur Stefánsson. Hann er annar tveggja Akurnesinga sem nýverið festu kaup á snekkjunni í Mexíkó. „Snekkjan er rúmlega 300 milljóna króna virði og í afar góðu standi. Mikil völundarsmíði og sú eina sinn- ar gerðar í heiminum. Allar innrétt- ingar eru afar vandaðar, handunn- ar og mikið um fallegan útskurð á tréverki. Snekkjan var smíðuð fyrir stóran byggingaverktaka sem stóð í hótelbyggingum við Kaliforníu- flóa. Það var á svipuðum tíma og í aðdraganda efnahagshrunsins hér á Íslandi. Við heimskreppuna sem varð haustið 2008 fór að fjara und- an rekstrinum. Við kaupum skipið úr eins konar þrotabúi sem réttar- höld hafa staðið yfir um. Það fylgir því nokkur áhætta að fara til Mexíkó og gera svona viðskipti þar. Um- hverfið er óútreiknanlegt og Banda- ríkjamenn forðast það til að mynda. Við tókum áhættuna, fórum þarna inn og fengum skipið keypt. Amelia Rose hefur nú verið skráð á Íslandi. Þar til hún komst í okkar eigu var Amelia Rose stærsta einkasnekkjan í Mexíkó. Nú er hún orðin sú stærsta undir íslenskum fána,“ segir Gunn- ar Leifur. Verður leigð fjársterk- um ferðamönnum Fjögurra manna íslensk áhöfn er nú að sigla Ameliu Rose áleiðis til Ís- lands. Þar af eru tveir Akurnesing- ar, þeir Guðmundur Jón Hafsteins- son skipstjóri og Guðjón Valgeirs- son yfirvélstjóri. Aðrir í áhöfn eru Markús Alexandersson skipstjóri og Bjarni Bogason vélstjóri. „Þegar þeir koma til Flórída verður stopp- að í stuttan tíma og síðan siglt áfram til Íslands. Við áætlum að Amelia Rose komi til landsins í maí.“ Sævar Matthíasson er félagi Gunnars í kaupunum á Ameliu Rose. „Við ætlum að bjóða efna- meiri ferðamönnum að taka skip- ið á leigu. Það yrði þá hægt að fara í skemmtisiglingar hér á Faxaflóa eða í lengri ferðir svo sem að Snæ- fellsnesi, í Breiðafjörð, til Vestfjarða eða hvert sem hugurinn girnist. Það verður ekki selt í lausasölu um borð í Ameliu Rose. Þetta er ekki þannig skip. Fjórir menn verða í áhöfn.“ Sævar segir að góður markhóp- ur sé til fyrir þessa viðskiptahug- mynd. „Hann er til, já. Hingað koma margir vel stæðir ferðamenn sem eru reiðubúnir að greiða fyr- ir dýra þjónustu. Dæmi um það eru þyrluferðirnar. Þeir sem gera þær út hafa vart undan að anna eftirspurn ferðalanga sem vilja leigja sér þyrlu til að ferðast yfir landinu.“ Sjá fjölmarga möguleika Gunnar Leifur segir að heima- höfn Ameliu Rose sé og verði Akra- nes. „Við munum þó eflaust sækja á markhópinn í Reykjavík. Það eru ýmsir möguleikar í rekstri svona skips. Amelia Rose er afar gott sjó- skip. Meðal annars má nefna hug- myndir um að fara með skipið til Vestur Grænlands í samvinnu við ferðaskrifstofur í Danmörku og Grænlandi. Þar má bjóða veiði- mönnum að leigja skipið í viku- ferðum. Þeir gætu þá búið við lúx- us í skipinu á meðan þeir stunduðu veiðar hvort heldur í sjó, í vötn- um og ám, eða á landi. Við höfum þó mestan áhuga á að markaðssetja skipið til nota við Ísland þar sem tækifærin ættu að vera ótalmörg.“ Fjórir til fimm skipverjar verða í áhöfn Ameliu Rose. mþh Akurnesingarnir Gunnar Leifur Stefánsson og Sævar Matthíasson eru eigendur Ameliu Rose. Skagamenn með mikil áform í sjávartengdri ferðaþjónustu Aðilar á Akranesi hyggja á mikil umsvif í ferðaþjónustu á sumri komanda. Keypt hafa verið tvö skip til að sigla með ferða- menn. Annað þeirra er farþegaferja sem var um árabil í rekstri við strendur Skotlands og hefur verið síðustu árin í útsýnisferð- um frá Pool í Bretlandi. Hún verður notuð til hvalaskoðunar og sjóstangveiðiferða frá Akraneshöfn. Boðið verður upp á ferðalög um Vesturland með rútum í eigu hópferða- fyrirtækisins Skagaverks á Akranesi þar sem siglingar með skipinu verða hluti af ferðun- um. Hitt skipið er stór og öflug skemmti- snekkja útbúin miklum þægindum. Hún heitir Amelia Rose og verður leigð til einka- afnota fyrir fjársterka ferðamenn sem koma til landsins. Nú er verið að sigla Amelia Rose áleiðis til Íslands frá Kyrrahafsströnd Mexíkó. Hitt skipið bíður þess að verða sótt til Akraness frá Englandi. Bæði skipin verða skráð á Akranesi. Áætlað er að þau ver- ið bæði komin í rekstur í júnímánuði næst- komandi. Auk þessa stendur til að stofna ferða- skrifstofu á Akranesi sem mun skipuleggja, markaðssetja og selja ferðir og afnot af báð- um skipunum ásamt því að byggja upp spennandi ferðir um Vesturland. Skoða má kvikmyndir af skipunum á myndbandaveitunni YouTube (slóð: https:// www.youtube.com/user/gunnarleifur). Auk þess má fræðast um snekkjuna Amelia Rose á fésbókarsíðu með nafni skipsins. Þar er líka hægt að fylgjast með ferðalagi hennar frá Mexíkó til Íslands. mþh Dýrasta og stærsta snekkja Íslands Lystisnekkjan Amalie Rose við bryggju í Kalforníuflóa á Kyrrahafsströnd Mexíkó áður en lagt var í hann heim til Íslands. Séð aftan á skut snekkjunnar. Hún hefur þegar verið skráð í sinni nýju heimahöfn sem er Akranes. Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson er skipstjóri Ameliu Rose á siglingunni löngu frá Mexíkó til Akraness. Amelia Rose er afar vönduð smíði. Skipið er aðeins tíu ára gamalt. Innréttingar eru úr viði og mikið um útskurð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.