Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Ýmsar nýjungar er að sjá í Sam- göngusafninu í Brákarey í Borgar- nesi sem rekið er af Fornbílafjelagi Borgarfjarðar. Blaðamaður Skessu- horns var á ferðinni í liðinni viku í Brákarey og fór í safnið þar sem vel var tekið á móti gesti af fulltrú- um fornbílunga, þeim Sigurði Þorsteinssyni safnverði, Kristjáni Andréssyni og Benedikt Gunnari Lárussyni. Fornbílafjélagið fagn- aði nýverið tveggja ára afmæli og sögðu þremenningarnir að starf félagsins væri í miklum blóma og áhugi fyrir starfi þess mikill. Allskyns munir til sýnis Blaðamaður hafði ekki heimsótt Samgöngusafnið síðan það var opnað með pompi og prakt á Brák- arhátíð í júní 2012 og sá hann strax að ýmislegt nýtt bar fyrir sjónir. Þremenningarnir greindu frá því að vöxtur hafi orðið nánast á öll- um vígstöðvum safnsins og félags- ins frá stofnun. Í fyrsta lagi hafi fé- lögum fjölgað og eru þeir nú orðnir um 160 talsins. Flestir eru þeir bú- settir í Borgarnesi og Borgarfirði, en þó er býr drjúgur hluti félaga utan héraðsins t.d. á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. Fornbílum á snærum félagsins hefur að sama skapi fjölgað og eru nú 35 geymdir í Samgöngusafninu, sem þegar er búið að sprengja utan af sér núver- andi húsnæði. Þá hafi ýmsum bíla- og samgöngutengdum safnmun- um fjölgað umtalsvert í safninu og má þar nú sjá allskyns muni á borð við skilti, ljósmyndir, bensíndælur, bílamódel, fána, fatnað og ýmislegt fleira. „Þetta hefur undið upp á sig síð- an við fórum af stað og höfum við fengið ótrúlegustu hluti til varð- veislu úr ýmsum áttum,“ segir Sig- urður safnvörður sem segir félaga afar glaða yfir gjöfunum. „Það er gott að geta kryddað safnið með gripum sem þessum. Þeir gleðja augað,“ bætir hann við. Með- al annarra gripa sem safnið hefur fengið til varðveislu eru verkfæri og hlutir úr dánarbúi Guðmund- ar Jónssonar bifvélavirkja við Þor- steinsgötu í Borgarnesi. Þeim hef- ur verið stillt upp á völdum stað í einu horni safnsins, svona rétt til að gefa gestum innsýn í hefðbund- ið borgfirskt bílaverkstæði. Einn- ig eru í safninu gamlir snjósleðar, reiðhjól og mótorhjól. Nýir fornbílar komnir Félagsaðstaða Fornbílafjelagsins hefur einnig tekið stakkaskiptum og er þar nú fyrirtaks aðstaða til að halda fundi og taka á móti hóp- um sem koma að skoða Samgöngu- safnið. „Það hefur verið keppikefli okkar að búa til góða aðstöðu fyr- ir félagsmenn og gesti. Félagið stendur fyrir óformlegum fundum á hverju einasta þriðjudagskvöldi í félagsaðstöðunni þar sem félagar hittast, drekka kaffi, skoða bíla- myndir á skjávarpa og rabba sam- an. Einnig erum við með stærri viðburði einu sinni í mánuði og horfum jafnvel á kvikmyndir,“ seg- ir Kristján sem bætir því við að stundum haldi félagið sameigin- lega viðburði með Fornbílaklúbbi Íslands. Meðal bíla sem hafa nýlega ver- Góð aðsókn og mikið líf í Samgöngusafninu í Brákarey Fjölbreyttir fornbílar á öllum aldri eru nú í Samgöngusafninu í Brákarey. Þessir fornbílafélagar tóku vel á móti blaðamanni. F.v. Sigurður Þorsteinsson safnvörður, Kristján Andrésson og Benedikt Gunnar Lárusson. Fornbílafjelagið hefur komið sér upp góðri félagsaðstöðu í Samgöngusafninu. Hér kryfja málin þeir Sæmundur Sigmundsson, Ólafur Helgason formaður Fornbílafjélagsins, Benedikt Gunnar, Sigurður og Kristján. Chevrolet C-15A herbíll, árgerð 1943. Eigandi bílsins er Jörundur Kristinsson. Fyrrum einkabíll Vigdísar Finnbogadóttur forseta, Toyota Crown árgerð 1988. Bíllinn er nú í eigu Fornbílafjélagsins. Módel af Ford 42 mjólkurbíl, fallega smíðaður af Sigurgeiri Gíslasyni í Borgarnesi. Þessi Cadillac er í eigu Davíðs Péturssonar og Jóhönnu Guðjónsdóttur á Grund í Skorradal. Bílinn var áður í eigu Guðjóns B. Ólafssonar, síðasta forstjóra Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, sem flutti hann til landsins um svipað leyti og hann tók við stjórn Sambandsins 1986. Þessi Ford T, árgerð 1927, er einn elsti safngripurinn. Bíllinn var áður í eigu Sæmundar Sigmundssonar en er nú í eigu Landbúnaðarsafns Íslands. Verkstæðismunir úr bílaverkstæði Guðmundar Jónssonar bifvélavirkja í Borgarnesi. BSÍ taska sem ófáir bílstjórar hafa eflaust haft um öxl á árum áður. Klassísk bensíndæluskilti, Shell, Esso og BP.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.