Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Uppskeruhátíð Gleðileikana fór fram á föstudaginn í Grunnskól- anum í Borgarnesi með pompi og prakt á sama tíma og opið hús skól- ans í tilefni þemaviku var haldið. Á Gleðileikunum, sem skipulagð- ir voru af Foreldrafélagi grunn- skólans, kepptu nemendur á elsta skólastigi í 12 þrautum af ýmsum toga á jafnmörgum stöðum í neðri bænum í Borgarnesi. Alls tóku 12 lið þátt í keppninni en öllum nem- endum á elsta stigi, samtals 128, var skipt jafnt niður í hópana. Þraut- irnar voru skipulagðar í samstarfi við grunnskólann sjálfan, Björgun- arsveitina Brák, Skátafélag Borg- arness, Rauða krossinn, lögregl- una, Slökkvilið Borgarbyggðar og Edduveröld. Einkunnarorð Gleði- leikanna voru að þessu sinni sjálf- stæði og samvinna og miðuðust þrautirnar sem krakkarnir tókust á við að efla þá og styrkja á ólíkum sviðum lífsins. Á uppskeruhátíðinni á föstudaginn var sýnt myndband Sifjar Ásmundsdóttur kvikmynda- gerðarkonu um leikana en hún fylgdist grannt með keppninni. „Ómetanlegur stuðningur ein- staklinga og fyrirtækja voru til þess að leikarnir urðu að veru- leika,“ sagði Eva Hlín Alfreðsdótt- ir hjá foreldrafélaginu í samtali við Skessuhorn. „Foreldrafélag Grunn- skólans í Borgarnesi er einstaklega þakklátt þeim fjölda einstaklinga sem gáfu af tíma sínum og tóku að sér að vera hópstjórar og fóru með krökkunum í gegn um þrautirnar sem lagðar voru fyrir. Án allra sjálf- boðaliðanna hefði þessi hugmynd aldrei orðið að veruleika. Jafnframt er það von Foreldrafélagsins að hið frjóa samstarf við félagasamtök- in vaxi og dafni og fleiri fyrirtæki komið að teikniborðinu fyrir næstu Gleðileika.“ hlh Þegar farinn er Snæfellsnesshring- urinn er sumsstaðar drjúgur spotti á milli áningarstaða. Við upphaf og enda hringsins er áningarstað- urinn Vegamót. Þar var lengi rek- ið kaupfélag og samnefnd verslun og þjónustumiðstöð. Þar er ekki lengur veitingastaður kenndur við Vegamót, heldur Hótel Rjúkandi með samnefndri veitingaþjón- ustu. Í byrjun mars var svo opn- að kaffihúsið Rjúkandi kaffi. Þeg- ar blaðamaður Skessuhorns var á leið af Snæfellsnesinu á dögunum kom hann við á Hóteli Rjúkanda. Á þeirri stundu er hann ók þar að steig út úr bílum sínum á hlaðinu hópur franskra ferðamanna sem höfðu nýlokið hringferð um Snæ- fellsnesið. Það er nefnilega orð- ið býsna algengt nú í seinni tíð að ferðamenn fari þennan hring að vetrarlagi, enda margt þar að sjá. Einnig fer áningar- og skoðunar- stöðum fjölgandi á hringnum, svo sem Vatnshellirinn sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum, Kol- grafafjörður hefur mikið aðdrátt- arafl og áfram mætti telja. Spennandi breyting á rekstrinum Þau verða í forsvari fyrir því að taka á móti gestum á Hóteli Rjúk- anda, ungt sambýlisfólk, Sig- rún Erla Eyjólfsdóttir og Gabrí- el Franch. Foreldrar Sigrúnar Erlu, Eyjólfur Gísli Garðarsson og Hrefna Birkis dóttir eiga staðinn, keyptu Vegamót árið 1998 og ráku þar þjónustumiðstöðina. Sigrún Erla segir að það hafi verið í byrj- un síðasta árs sem ákvörðun var tekin um að breyta rekstrinum og fara út í byggingu hótels. „Frá því að mamma og pabbi fluttu hingað á Vegamót hef ég tekið þátt í ýms- um breytingum með þeim. Mér finnst þessi breyting núna vera mest spennandi til þessa. Við erum að vonast til að geta leigt út fyrsta herbergið eftir helgi, þetta er alveg á lokasprettinum. Iðnaðarmenn- irnir eru að klára um helgina en ég hef nú líka tekið þátt í þessu með þeim. Var til dæmis á hnjánum við að leggja flísar,“ segir Sigrún Erla glaðleg á svip. Mjög ánægð með nafnið Sigrún Erla segir að upphaflega hafi ætlunin verið að endurbyggja gamalt hús á Vegamótum en þegar til kom hafi það reynst ónothæft. Það þurfti því að byggja alveg nýtt hús frá grunni. Nýja hótelbygg- ingin er með 13 vel útbúnum og glæsilegum herbergjum og þar af einni svítu. Til staðar er veitinga- og fundasalur fyrir 60 manns sem nýttur verður til morgunverð- ar fyrir hótelgesti og til að taka á móti hópum. „Við höfðum svo á prjónunum að endurbæta húsnæð- ið þar sem við erum með veitinga- þjónustuna og færa það í stíl við salinn og hótelið. Við ætlum að bjóða upp á hádegis- og kvöldverð og þess á milli verðum við með kaffihús sem kallað er Rjúkandi kaffi. Okkur fannst tilvalið að kalla staðinn eftir fossinum í Straum- fjarðará og svo erum við líka á jarðhitasvæði. Það var ekki nema sex dögum eftir að nafnabreyting- in fékkst frá sýslumanni að tók að rjúka úr borholunni við Lynghaga. Það voru gleðitíðindi og erum við hæst ánægð með það,“ segir Sig- rún Erla. Tala fjölda tungumála Það verða ekki vandræði fyr- ir starfsfólkið á Hótel Rjúkanda að taka á móti hvort heldur er- lendum eða innlendum gestum. Sigrún Erla hefur dvalið á Ítalíu, Spáni og í Svíþjóð og talar þessi tungumál reiprennandi. Kærast- inn hennar Gabríel er spænskur Argentínumaður og þau kynnt- ust með því að tala ítölsku. Syst- ir Sigrúnar Erlu hefur líka verið innan við afgreiðsluborðið á Vega- mótum til fjölda ára. Hún heitir Ólöf og nemur nú ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Ólöf og kær- asti hennar Bjarne Ómar Nielsen verða líka að vinna á Hótel Rjúk- anda næsta sumar, sem og annað heimilisfólk. „Þetta er fjölskyldu- fyrirtæki en við fáum kokk til okk- ar núna í næsta mánuði og verðum með tvo kokka í sumar.“ Eru stolt af Snæfellsnesinu Aðspurð segir Sigrún Erla að þó- nokkuð margar fyrirspurnir liggi fyrir um gistingu næsta sumar. „Við ætlum líka að gera út á að fá til okkar hópa á fundi og minni mannfagnaði eins og til dæmis ættarmót. Við erum staðráðin í að vanda okkur og bjóða upp á góð- ar veitingar og þjónustu. Það verð- ur líka lögð áhersla á það hjá okk- ur að hafa góða tengingu við aðra sem eru í ferðaþjónustu á Snæ- fellsnesi, því öll erum við að vinna að sama marki. Við öll erum mjög stolt af Snæfellsnesinu og teljum svæðið hafa upp á margt að bjóða. Þó að ég sé aðflutt þá þykir mér ósköp vænt um þetta svæði,“ sagði Sigrún Erla Eyjólfsdóttir á Hótel Rjúkanda að endingu. þá Loks þegar veður gekk niður á Snæfellsnesi og miðunum í kring í liðinni viku voru aflabrögð góð hjá bátunum. Mjög góð veiði var á öll veiðarfæri að línunni undanskil- inni. Hafa nokkrir línubátar þess vegna farið til Grindavíkur og hafa fiskað vel þar. Meðfylgjandi mynd tóku hins vegar strákarnir á Matth- íasi SH þegar þeir fengu 20 tonna hal á föstudaginn síðasta. Sama dag lönduðu þeir 32 tonnum. Þá land- aði Hafnartindur SH tvisvar sinn- um samtals 17 tonnum sama dag, en það er mesti afli sem þeir bræður Kristmundur og Baldvin hafa feng- ið í einum róðri. Einnig landaði Bára SH tæpum 20 tonnum í þrem- ur löndunum á föstudaginn. Þegar þessi frétt var skrifuð var Magnús SH búinn að fara átta róðra frá því hann kom úr breytingunum. Hefur hann í þessum róðrum fengið tæp- lega 200 tonn og fer því vel af stað. þa Það er vorlegt um að litast og ljóst að vorið er á næstu grösum ef það er ekki þegar komið. Þá er um að gera að byrja að fegra ásýnd bæj- arins eins og starfsmenn Almennu umhverfisþjónustunnar voru að gera við Grundarfjarðarhöfn þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið þar um á mánudaginn. Þar er verið að laga gamlar hellur sem voru farnar að láta á sjá og þörfnuðust smá upp- lyftingar. tfk Mokfiskast á allt nema línuna Vorverkin hafin Nemendur á elsta stigi í Grunnskólanum í Borgarnesi stilltu sér upp í myndatöku á föstudaginn. Gleðileikarnir heppnuðust vel Hótel Rjúkandi opnað á Vegamótum Í Hótel Rjúkanda eru 13 vel búin og glæsileg herbergi, þar á meðal svíta. Sigrún Erla Eyjólfsdóttir og Gabríel Franch taka á móti gestum á Hótel Rjúkanda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.