Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 MÝRAELDAHÁTÍÐ 2014 Búnaðarfélag Mýramanna heldur nú Mýraeldahátíð í fjórða sinn og hefst hún með opnum hvatafundi um framtíðarsýn og sóknarfæri í íslenskum landbúnaði, fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 20.30 í Lyngbrekku. Fundarstjóri verður Ásmundur E. Daðason frá Þverholtum. Með erindi verða Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur, Hlédís Sveinsdóttir og Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs. Leikdeild Umf. Skallagríms verður með hátíðarsýningu á „Stöngin inn“ föstudag 4. apríl kl. 20.30 Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is - Miðaverð kr. 2.500.- Dagskrá hátíðarinnar laugardaginn 5. apríl kl. 13.00 í Lyngbrekku:  Vélasýning, sölutjöld og ýmis fyrirtæki kynna vörur og þjónustu  Kjötsúpa í boði Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði  Rodeo! Tekist á við sjálft Mýranautið!  Grillað naut í boði sláturhússins á Hellu Hlé á hátíðarhöldum kl. 17.00 Kvöldvaka og dansleikur í Lyngbrekku hefst kl. 20.30  Drengjakór íslenska lýðveldisins mun bregða á leik  Jóhannes Kristjánsson eftirherma  Tónlistaratriði úr heimabyggð  Leikdeild Skallagríms kemur með atriði úr sýningunni „Stöngin inn“  Skemmtiatriði að hætti Mýramanna, verðlaunaafhendingar ofl. Að lokinni kvöldvöku mun hljómsveit Geirmundar Valtýssonar spila fyrir dansi fram á nótt! ALDURSTAKMARK 18 ár á ballið ! Miðaverð kr. 3.500.- Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is 70 ára afmæli Eiríkur Jón Ingólfsson Í tilefni af sjötugsafmæli mínu ætla ég að vera með opið hús í verkstæði EJI ehf, Sólbakka 8, Borgarnesi, föstudaginn 4. apríl frá kl. 18.30. Léttar veitingar verða í boði ásamt söng og gleði. Gjafir afþakkaðar en þeir sem vilja þá verður Sparisjóðsbaukur til styrktar Ungmennastarfi Skallagríms. Vona að ég sjái ykkur sem flest, ættingja, vini, samstarfsmenn, Rótarýfélaga & viðskiptavini í gegnum tíðina. Kveðja, Eiki. Vesturlandsmótið í tví- menningi í bridds var spilað á Hótel Hamri síðastliðinn laugar- dag. Mótið einkenndist einkum af skorti á spil- urum en einungis 8 pör mættu til leiks í blíð- unni. Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason á Akranesi spiluðu manna best og urðu Vestur- landsmeistarar en þeir hlutu 60,3% skor. Jón Einarsson og Ingimund- ur Jónsson urðu í öðru sæti með 51,6% og jöfn í þriðja sæti urðu Guð- mundur Ólafsson, Hall- grímur Rögnvaldsson, Halldór Þorvaldsson og Hulda Hjálmars- dóttir en þau voru öll með 50% skor. Hulda og Hjálmar höfðu bet- ur í hlutkesti og fengu því verðlaunagripina en Hallgímur og Guðmundur fegnu bjór í sárabætur. mm Opna Borgarfjarðarmótinu í bridds lauk síðastliðið fimmtudagskvöld. Spilað var í Logalandi, Lindar- tungu og að endingu á Akranesi. Þar tókst Skagamönnum að jafna veitingamet uppsveitunga og Snæ- fellinga en ríflega var veitt af girni- legum kökum og kruðeríi til að gera kvöldin enn skemmtilegri. Úrslit á mótinu urðu þau að Hvalstrend- ingarnir Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson báru sig- ur úr býtum. Silfurverðlaun fara á Hvanneyri til Sveinbjörns Eyjóls- sonar og Lárusar Péturssonar en bronsið kom í hlut bræðranna Þor- valdar og Guðjóns Guðmundssona á Akranesi. Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson, sem koma úr Reykjavík, urðu fjórðu en Tungnamennirnir og frændurnir Kristján Axelsson og Jóhann Odds- son fimmtu. Briddssamband Vest- urlands stóð fyrir mótinu, en for- maður þess er Ingimundur Jónsson í Deildartungu. Nýliðun í gangi Í vetur hefur verið í gangi valáfangi í bridds í Grunnskóla Borgarfjarð- ar á Varmalandi. Þar hefur Sigríð- ur Arnardóttir kennari og bóndi í Miðgarði tekið að sér leiðsögn við góðar undirtektir. Níu áhugasam- ir nemendur skólans eru nú búnir að ná góðum tökum á undirstöðu- atriðum í bridds og buðu félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar þá vel- komna til sín sl. mánudagskvöld. Þar spiluðu vanir við nýliða. Þess má geta að þegar stjórnarmenn í Briddssambandi Íslands fréttu af þessum mikla áhuga ungmenna á Varmalandi, ákváðu þeir að gera sér ferð í skólann sl. föstudag og fylgj- ast með kennslunni. Var skólanum við það tækifæri afhentir að gjöf 16 spilabakkar og briddsbækur að auki. Það er því góð von á að nýlið- un verði áfram í félagi briddsspilara í uppsveitum Borgarfjarðar. mm Fáir á Vesturlandsmóti í bridds Nemendur við Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi í briddskennslu. Fjær glittir í Ingimund Jónsson formann Briddssambands Vesturlands. Höfðu sigur í Opna Borgarfjarðarmótinu Efstu þrjú pörin. F.v. Lárus Pétursson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Hallgrímur Rögnvaldsson, Guðmundur Ólafsson og Guðjón Guðmundsson. Á myndina vantar makker Guðjóns og bróður, Þorvald Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.