Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Það var mikil stemning og fullt hús gesta þegar hestamannafélög- in fimm á Vesturlandi, í samráði við Hrossaræktarsamband Vestur- lands og hússtjórn reiðhallarinn- ar, hélt sína fjórðu Vesturlands- sýningu í Faxaborg í Borgarnesi á laugardagskvöldið. Þétt var setið á pöllunum og talið að áhorfend- ur og sýnendur hafi verið hátt í sex hundruð. Mörg glæsihross voru sýnd og vel útfærð og fjölbreytt at- riði ýmist í höndum fagfólks eða minna vanra sýnenda. Meðal atriða má nefna kynbóta- sýningar, skeiðspretti (með mis- jafnlega mikið klæddum knöpum), og bestu hrossin í landshlutanum í A og B flokki gæðinga. Þá voru vel útfærðar og glæsilegar sýning- ar hjá börnum og unglingum og ekki síst ungmennum sem komu frá Menntaskóla Borgarfjarðar. At- riði þeirra þótti vel undirbúið og til fyrirmyndar. Greinilegt að sterk hestamenning er að skapast í skól- anum. Vestlensku valkyrjurnar komu, sáu og sigruðu. Þar er á ferðinni hópur atvinnukvenna eða mik- ið vanra í hestamennsku. Atriði þeirra var fagmannlegt í alla staði. Að vísu varð það óhapp að eitt sýn- ingarhross þeirra hrasaði, en knap- inn, Heiða Dís Fjeldsted í Ferju- koti kom ósködduð úr biltunni og gat haldið sýningu áfram. Á undan valkyrjunum kom reynd- ar óvænt atriði félaganna Reyn- is Magnússonar og Inga Tryggva- sonar í Borgarnesi í gervi glæsi- kvenna með glæsiinnkomu undir söng Skriðjökla á laginu Hryssan mín blá. Vakti pistill Inga og sprell þeirra félaga mikla kátínu meðal gesta. Ræktunarbússýningar voru frá Hrísdal, Skipaskaga, Skáney auk Grafarkots í Húnavatnssýslu sem kom með vel útfærða gestasýn- ingu. Tvær afkvæmasýningar voru í boði. Annars vegar afkvæmi Glyms frá Innri Skeljabrekku en hins veg- ar afkvæmi Auðs frá Lundum II. Unglingsstúlkan Guðný Margrét Siguroddsdóttir frá Hrísdal bauð upp á skemmtilega sýningu á hest- inum Háfeta, frumraun þeirra í óvenjulegri en listrænni sýningu. Tveir stóðhestar sem verða á veg- um Hrossaræktarsambands Vest- urlands í sumar voru sýndir, báð- ir klárhestar. Annars vegar var það Hringur frá Gunnarsstöðum undan Hróð frá Refsstöðum en hins veg- ar Sjálfur Álfsson frá Austurkoti. Lokaatriði var sýning á stóðhest- inum Skýr frá Skálakoti, glæsihesti með einkunnina 8,59. Skýr er und- an Sólon frá Skáney. Það var Jakob Svavar Sigurðsson sem sýndi. Að sögn gesta sem Skessuhorn ræddi við var hér um afar góða sýn- ingu að ræða, vel að verki staðið við skipulagningu og framkvæmd og gott flæði. Fólk fór því sérlega ánægt heim þremur tímum síðar og fullvisst um að ekki þurfi að kvíða hestakosti á Vesturlandi á næst- unni. „Við forsvarsmenn sýningarinnar erum mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þetta er greinilega viðburður sem er kominn til að vera. Sýning- in sýndi mikla breidd, þ.e. allt frá því að atvinnumenn sýna toppana í hrossarækt á svæðinu og glæsileg ræktunarbú yfir í frábærar skraut- sýningar sem endurspegla félags- lífið í hestamannafélögunum bæði hjá börnum og fullorðnum,“ seg- ir Svala Svavarsdóttir, sem átt hef- ur sæti í framkvæmdnefnd sýning- arinnar frá upphafi. mm/ Ljósm. iss. Fullt hús á fjórðu Vesturlandssýningunni Vestlenskar valkyrjur. Hér er Ásdís Ólöf Sigurðardóttir að taka Hryn frá Hrísdal til kostanna. Guðný M Siguroddsdóttir og Háfeti sýndu skemmtilegt samspil milla tveggja vina. Ingi Tryggvason og Reynir Magnússon fóru á kostum sem vestlenskar valkyrjur. Jakob Sigurðsson sýnir hér Abraham frá Lundum II. Fanney Þóra Gísladóttir reið í söðli klædd þjóðbúningi í opnunaratriði Vesturlandssýningarinnar. Þórarinn Ragnarsson og Hringur frá Gunnarstöðum. Hringur vakti athygli fyrir mikinn fótaburð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.