Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Freistingarnar fyrir mig fæti bregða stundum Vísnahorn Halldór heitinn Pálsson fyrrum búnaðarmála- stjóri og sauðfjárræktar- ráðunautur var um margt stórmerkur mað- ur. Hörkugreindur og vísindamaður á heims- mælikvarða en einnig flugmælskur og minn- ugur á ýmsa þá hluti sem bregða aðeins bros- legu ljósi á lífið og tilveruna. Eftirfarandi vísa virðist bera það með sér að vera ort á göngum Bændahallarinnar en gaman væri nú ef ein- hver vissi um höfundinn: Æðir um ganga með hávaða og hand- leggjaslætti Halldór Pálsson með kynlega eðlisþætti. Vaðandi elginn, vitleysu jafnt og snilli -það væri betra ef hann þegði aðeins á milli. Stundum dettur mönnum í hug þegar hlust- að er á verulega mælska menn, og ekki síst ef þeir eru nú líka skemmtilegir, að þeir hefðu átt að verða prestar. Blessaðir prestarnir eru þó aldrei nema menn sem eru menntaðir og ráðnir til ákveðinna starfa og langflestum ferst þeim það starf vel úr hendi þó áherslurn- ar geti verið aðeins misjafnar. Þó getur þeim gengið aðeins misvel að ná eyrum sóknar- barnanna. Jakob á Varmalæk hlustaði á leiðin- legan prest og þóttist hafa heyrt nóg: Þann dag er loftin dimm og svöl duna af lúðurhreimi sé þess kostur kýs ég dvöl í klerkalausum heimi. Jakob var einn af stofnendum Karlakórsins Söngbræðra og í upphafi voru félagarnir fáir. Eitt sinn héldu þeir félagar söngskemmtun en aðsókn var dræm. Þegar komnir voru nokkrir gestir og þar á meðal strákur innan við ferm- ingu kvað Jakob: Frægðin kórsins flýgur senn, fljótt um lönd og álfur. Það eru komnir þrettán menn -þrettán menn og hálfur. Allt orkar tvímælis þá gert er segir í forn- um bókum og þau sannindi virðast halda sér furðu vel. Einhverjir semja um eitthvað og aðrir verða að gera svo vel og taka því hvort sem þeir eru nú ánægðir eða ekki. Ekki mun Jakob hafa verið fyllilega ánægður með alla þætti í sambandi við búvörusamninga og gæðastýringu þegar hann kvað eftirfarandi og spurning hvort þarna má finna samsvör- un með skiptingu auðs og skuldaniðurfellinga nú á tímum: Langt er síðan lamb hins smáa og snauða var lagt á borð í veislu höfðingjans margir girnast gullið fagurrauða og gleyma alveg skyldum kristins manns. Þó finnst sumum þessi ljóta saga þéna vel til gæðastýringar ef siðalögmál lítt eða ekki baga en laða fram hið rétta hugarfar. Útrýmingar herferð á að hefja og hýrudraga smælingjana mest. Í skuldafjötra skal þá hiklaust vefja það skilar góða árangrinum best. Ég held að það sé Drottins verk að dæma um dyggðir fólks og það sem miður fer en þjóð sem lætur þessa athöfn sæma þarf að biðja Guð að hjálpa sér. Á eftir þessum fróðleik held ég væri gott að grípa vísu Jóns frá Garðsvík: Alvörunni helst ég hef hafnað öðru fremur þó hún reynist ágæt ef til alvörunnar kemur. Það er nú með blessaða alvöruna eins og margt fleira að hún er best í hófi. Stundum ætla menn sér líka að vera alvörugefnir og ekkert nema sakleysið þó hlutirnir fari öðru- vísi eins og Stefán frá Móskógum kvað: Það er vandi að vara sig víða á gleðifundum. Freistingarnar fyrir mig fæti bregða stundum. Fyrir sirka hálfum öðrum áratug átti ég símtal við mann og skrifaði niður eftir honum þessa mannlýsingu en auðvitað er ég löngu búinn að gleyma hver maðurinn var hvað þá að ég muni nafn höfundarins hafi hann þá sagt mér hver það var sem orti fyrstu þrjár línurnar en fékk óvænta hjálp við þá síðustu: Dáðum prýddi drengurinn. Af dyggðarótum sprottinn. Sóma hlaðinn seggurinn. -Sammála þessu. – Drottinn. Til er sá bragarháttur sem nefndur er sonn- etta eða sónháttur ef menn vilja gæta mál- vöndunar og íslenska alla hluti. Undir þeim bragarhætti kvað Jón Ingvar Jónsson: Um Internetið vafrað hef ég víða en veit þó sjálfur aldrei hvert ég stefni og þjóð mín öll er fróm í fastasvefni. Mér finnst að tíminn mætti hægar líða. Á Yahoo fundin loks er leitarsíða sem lætur mér í té allt sem ég nefni, jafnt pólitík sem pornógrafískt efni og prestar þar úr fylgsnum sínum skríða. En dagsbrún nálgast hljóð úr austurátt er augum sljóum rýni ég í skjáinn og finn úr skrokknum fjara allan þrótt. Að verða átta hringir klukkan hátt. Ég horfi rauðum glyrnum út í bláinn, til vinnu held og sofna sætt og rótt. Það þóttu mikil tíðindi á sínum tíma þegar Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var byggð. Stórkostlegt að geta fengið þarna áburð sem unninn var úr andrúmsloftinu og orkan sem til þurfti kom bara úr fossunum sem gerðu nú allt í einu gagn í stað þess að hlammast þetta niður í tilgangsleysi öldum saman. Þó viðhorf okkar til hlutanna hafi eitthvað breyst nú orð- ið er það alveg jafnvíst að það verður litið öðr- um augum á okkar gjörðir eftir 50 – 60 ár en við gerum núna. En sem sagt þegar Kjarninn kom á markað orti Guðfinna Þorsteinsdóttir öðru nafni Erla skáldkona í Teigi: Tíminn marga ræður rún, sem rökkrið áður faldi. Guðs úr englum tað á tún taka þeir með valdi. Þegar Helgi Gíslason heyrði þessa vísu Guð- finnu bætti hann við: Ekki þarf að efa það, allt mun verða í lagi, ef við fáum englatað að efla landsins hagi. Oft verður mér það fyrir að velja vísur svona heldur af galgopalegra taginu en ætli það sé ekki aðeins mótvægi í því að velta fyrir sér vetrarkvöldunum fyrir svona 120 árum eða svo með Guðrúnu Árnadóttur frá Oddsstöð- um: Degi hallar, hafs að djúpi hökul falla lætur sinn. Fold í mjallar hvílir hjúpi hrímar allan gluggann minn. Þögnin seið í sálu kyndir, söngvaleiðir opnar finn. Yfir breiðir böl og syndir bláa heiðið faðminn sinn. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Í Safnahúsi Borg- arfjarðar í Borg- arnesi eru af og til sýndar upptök- ur af eldri upp- færslum leik- félaga. Nú í byrj- un apríl stóð til að sýna um þrjátíu ára gamla upptöku Harðar Jóhanns- sonar af sýningu leikdeildar Skalla- gríms á verkinu Hvíta Kanínan eftir Mary Chase. Þess má geta að Chase fékk Pu- litzer verðlaunin fyrir verkið árið 1945. Ein höfuð- persóna leikrits- ins er Hugi, sem er stór hvít kan- ína, um 180 cm á hæðina. Sérstakt er að það er bara einn einstakling- ur sem sér Huga, það er vinur hans Frímann Kr. Öl- vers. Nú bregður svo við að ekki hefur gengið vel hjá Safnahúsinu að koma sýningum á upptökunni af stað og veldur ýmislegt svo sem það að tiltölulega ný pera í skjá- varpa gaf sig. Er það mál manna að stór hvít kanína sé að stríða starfs- fólki, en enginn hefur þó séð hana. Vonast er til að þetta takist í góðri sátt á næstunni og mun Safnahús þá tilkynna um sýningartíma á leik- ritinu. Ef vandamálin halda áfram verður þess hins vegar freistað að hafa samband við Hreggvið Hregg- viðsson sem býr í Borgarnesi og lék Frímann á sínum tíma. Verið getur að hann eigi hægt með að semja við kanínuna um að sýningarnar gangi farsællega fyrir sig. gj Í síðustu viku fóru fram þemadag- ar í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þemað að þessu sinni var sköp- un í víðum skilningi. Nemend- ur úr öllum bekkjum tóku þátt í þemadögunum en misjafnt var eft- ir aldri hvert viðfangsefnið var. Að sögn Hilmars Más Arasonar að- stoðarskólastjóra var aðaláherslan á yngsta stiginu (1.-3. bekk) lögð á leik, dans og söng. Nemendur á miðstiginu (4.-6. bekk) völdu sig aftur á móti í hópa eftir áhuga- málum og var boðið upp á brúðu- gerð, dansæfingar, leiklist, nám- skeið í tónlistarflutningi og stutt- myndagerð. Á unglingastigi (7.- 10. bekk) var nemendum blandað í hópa vegna uppsetningar á leikrit- inu Þrymskviðu. Völdu nemendur sér verkefni tengd uppsetningunni svo sem leik, leikmyndagerð, tón- list, tæknimálum, hár og förðun, búningagerð og dansi. Í tengslum við þemadagana tóku nemendur á efsta stigi einnig þátt í Gleðileik- unum sem Skessuhorn sagði frá í síðasta blaði. Hilmar segir góða stemningu hafa ríkt á þemadögunum og hafi sköpunargáfa nemenda fengið að njóta sín. Afrakstur þemavikunn- ar verður notaður sem grunnur að atriðum á árshátíð Grunnskólans sem haldin verður fimmtudaginn 10. apríl næstkomandi í Hjálm- akletti. hlh Málverk sem Áslaug Benediktsdóttir gerði fyrir leiksýningarnar á sínum tíma, Hugi og Frímann (Hreggviður Hreggviðsson). Hvíta kanínan er líklega að stríða starfsfólki Unnið með sköpun á þemadögum í Grunnskólanum í Borgarnesi Hér æfa nemendur í þriðja bekk dans ásamt Ragnhildi Kristínu Einarsdóttur kennara sínum. Nemendur á miðstigi í stutt- myndagerð. Nemendur í öðrum bekk á leið á æfingu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.