Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 17. árg. 15. apríl 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Ágúst Júlíusson úr Sundfélagi Akraness varð Íslandsmeistari í 50 metra flugsundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug um síðustu helgi. Ágúst vann einnig silfurverðlaun í 100 metra flugsundi, en hann fór fyrir níu manna hópi frá Sundfélagi Akraness sem náð hafði lágmörkum á mótið. Tíminn í 50 metra flugsundinu 25,37 sekúndur, er einnig Akranesmet og er sá tími einungis rúmri sekúndu frá Íslandsmeti í greininni og hálfri sekúndu frá lágmörkum á Evrópumeistaramótið í sundi í haust. Sævar Berg Sigurðsson SA vann til sinna fyrstu verðlauna á Íslandsmeistaramóti er hann náði í bronsið í 200 metra bringusundi eftir miklar bætingar í sundinu. Aðrir keppendur frá Sundfélagi Akraness stóðu sig einnig vel, syntu mörg úrslitasund og þá var árangur í boðsundum mjög góður, sérstaklega fjórsundinu. Á mynd Kristins Gauta af sundköppunum níu frá SA er nýi Íslandsmeistarinn lengst til vinstri, en myndin er tekin á Langasandi. þá/gkh Skýrsla rannsóknarnefndar Alþing­ is um rannsókn á aðdraganda og or­ sökum erfiðleika og falls sparisjóð­ anna var kynnt sl. fimmtudag. Rann­ sóknarnefndin var skipuð í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar. Á vef Alþingis er vefútgáfu skýrslunnar sem jafnframt er ætlað að vera aðal­ útgáfa hennar. Þar eru birtar niður­ stöður sjálfstæðrar, óháðrar rann­ sóknar nefndarinnar, þar á meðal um starfs­ og lagaumhverfi sparisjóð­ anna, útlán, fjárfestingar, stofnfjár­ aukningu, arðgreiðslur og fjárhags­ lega endurskipulagningu þeirra eft­ ir því sem þingsályktunin mælti fyrir um. Óhætt er að segja að við lauslega yfirferð skýrslunnar að víða hafi ver­ ið losarabragur á rekstri sparisjóða. Losarabragur sem birtist m.a. í óljós­ um reglum um útlán og áhættustýr­ ingu, heimildir starfsmanna til lán­ veitinga, áhættusöm gengislán, lít­ ið eftirlit með fjárhag skuldunauta, útlán að stærri hluta utan við starfs­ svæði sjóðanna, svo eitthvað sé nefnt. Síðasttaldi þátturinn sýnir betur en margt annað hversu langt frá upp­ runalegu hlutverki sínu sparisjóðirn­ ir í landinu voru komnir. Í skýrslunni er fjallað almennt um sparisjóði í landinu og síðan um ein­ staka sjóði. Þar á meðal er fjallað um hinn 95 ára Sparisjóð Mýrasýslu sem lagður var inn í Kaupþing árið 2008 eftir að verða tæknilega gjald­ þrota. Mjög margt virðist hafa ver­ ið athugunarvert við rekstur Spari­ sjóðs Mýrasýslu sem leiddi til enda­ loka sjóðsins. Um útlán SPM segir meðal annars í skýrslunni: „Reglu­ verk um útlán Sparisjóðs Mýrasýslu var ófullkomið og samþykktarferli við veitingu útlána ekki eins og tíðk­ aðist annars staðar; útlánaheimild­ ir sparisjóðsstjóra og annarra starfs­ manna voru miklar, en einstakir starfsmenn gátu skuldbundið spari­ sjóðinn fyrir mjög háar fjárhæðir. Fremur sjaldan var fjallað um útlán í stjórnarfundargerðum, og ekki var tryggt að öll útlán yfir 10% af eig­ infjárgrunni sparisjóðsins færu fyr­ ir stjórn.“ Þá segir í skýrslunni að misbrest­ ur hafi verið á skjalagerð og form­ legri tryggingatöku hjá SPM. „Til að mynda reyndist erfitt að útvega rannsóknarnefndinni gögn sem sýndu fram á að mat á greiðslu­ getu lántakenda hefði farið fram. Þá vantaði upp á að fjárhagur lög­ aðila sem óskuðu eftir lánum spari­ sjóðsins væri kannaður, til að mynda vantaði oft ársreikninga þeirra, og því var ógerlegt fyrir sparisjóðinn að fá raunsanna mynd af fjárhags­ stöðu lántaka.“ Í rannsóknaskýrsl­ unni er farið ítarlega yfir mál ein­ stakra skuldunauta SPM, fyrirtæki og tengda aðila. Gríðarleg heim­ ildavinna liggur að baki skýrslunni um fall sparisjóðanna, sem lýsir sér best í að tilvitnanir og heimildir í kaflanum um SPM eru 267 talsins. Skýrslan í heild er 1.900 blaðsíð­ ur en þar af fjallað um SPM á sjö­ tíu síðum. Þeim sem vilja kynna sér innihald skýrslunnar ítarlega er bent á að hún er aðgengileg á vef Alþing­ is. Kaflinn um SPM er í 5. bindi, 20. kafla. Farið er í stuttu máli yfir kafla rannsóknarskýrslunnar sem snýr að Sparisjóði Mýrasýslu á bls. 24­25 í Skessuhorni í dag. mm Áfellisdóma að finna um rekstur sparisjóðanna Gleðilega páska! Sumarjakkarnir komnir Nýtt kortatímabil 17/4 Nýtt Nýtt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.