Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Side 2

Skessuhorn - 15.04.2014, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Nú fer í hönd vika og helgi mikillar um- ferðar. Rétt er að brýna fyrir öllum þeim sem verða á ferðinni að fara með gát, auk þess að huga vel að veðurspám, en útlit er fyrir umhleypingasamt tíðarfar næstu vikuna. Útlit er fyrir umhleypinga núna í dymb- ilvikunni og yfir páskana. Á miðviku- dag er spáð vestan strekkingi og víða éljum. Á fimmtudag lítur út fyrir hvassa suðaustan- og sunnanátt seinni part- inn með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Á föstu- dag verður suðvestan 13-20 með skúr- um eða éljum, en hægari og bjartviðri norðaustantil. Dregur úr vindi og éljum með kvöldinu. Á laugardag er spáð suð- vestan 5-13 og skúrir eða él, en bjartviðri austan til. Á sunnudag er útlit fyrir suð- austlæga átt, 3-10 m/s. Lítilsháttar væta með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri Norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast S-lands. Á mánudag: Hægviðri og skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig þessa daga. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvað hyggstu gera um páskana?“ „Verð heima í fríi“ sögðu flestir, eða 45,63%. „Verð að vinna“ sögðu 19,66%. „Eitt og annað“ var svar 10,68%, „ferðast innanlands“ sögðu 9,47%, „fer til útlanda“ sögðu 7,52%, „stunda námið“ var svar 3,88% og 3,16% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Færð þú páskaegg? Hin síunga Guðný Baldvinsdóttir í Borgarnesi er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Hún fagnar 100 ára af- mæli á föstudaginn eins og lesa má um í blaði vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Fjöldi verkefna hjá Borgarverki BORGARNES: Borgarverk í Borgarnesi hefur tryggt sér þrjú verkefni sem stefnt er að ráðast verði í nú í maíbyrjun. Að sögn Óskars Sigvalda­ sonar framkvæmdastjóra eru þetta yfirlögn á Norður­ og Vestursvæði og endurbygg­ ing Svínvetningabrautar frá Blönduósi. Fyrirtækið bauð 68 millj. kr. í verkið á Norð­ ursvæði eða 84% af kostnað­ aráætlun, 53 millj. kr. á Vest­ ursvæði eða 82% af kostnað­ aráætlun og loks 67,8 millj. kr. vegna Svínvetninga­ brautar sem var tæpum 3% yfir kostnaðaráætlun. Í öll­ um tilvikum var Borgarverk lægstbjóðandi. Að auki seg­ ir Óskar að yfirlögn á Aust­ ur­ og Suðursvæði muni að öllum líkindum vera unnin af Borgarverki en fyrirtæk­ ið var lægstbjóðandi í bæði verkin í útboði hjá Vega­ gerðinni. Eftir á hins veg­ ar að ganga frá formlegum samningi við Vegagerðina. Tilboð Borgarverks hljóð­ aði upp á 63,2 millj. kr. eða 4,3% yfir kostnaðaráætlun á Austursvæði en um 173,3 millj. kr. eða 83% af kostn­ aðaráætlun á Suðursvæð­ inu. Óskar reiknaði með að um 40 manns verði í vinnu hjá fyrirtækinu í sumar til að sinna verkefnunum. –hlh Skagamenn mæta Grindavík ÚTSVAR: Undir lok spurn­ ingaþáttarins Útsvars á RÚV sl. föstudagskvöld var dregið í undanúrslit keppninnar, en fjögur lið eru nú eftir. Í fyrri viðureigninni sem fram fer annað kvöld, miðvikudags­ kvöld, mætast Reykjavík og Fljótsdalshérað. Í þeirri seinni mætast svo Akranes og Grindavík, en Grindvíking­ ar mörðu sigur gegn Mos­ fellsbæ þegar liðin mætt­ ust sl. föstudagskvöld. Akra­ nes og Grindavík eigast við í næstu viku, föstudagskvöld­ ið 25. apríl, þegar sumarið á eftir almanakinu að vera ný­ gengið í garð. –þá Kannabisrækt upprætt SNÆFELLSNES: Síð­ astliðinn laugardag stöðv­ aði lögreglan á Snæfellsnesi kannabisræktun. Fundust um 40 kannabisplöntur í rækt­ un. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna máls­ ins og viðurkenndi hann að eiga efnin. Lögregla lagði hald á plöntur auk tækja og tóla sem notuð höfðu ver­ ið við ræktunina. Lögregl­ an minnir á fíkniefnasímann 800­5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á fram­ færi upplýsingum um fíkni­ efnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefna­ vandann. –þá Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ var haldinn í húsi sveitarinnar, Björgunarstöðv­ arinnar Vonar í Rifi sl. sunnudags­ kvöld. Fyrir skömmu lét Davíð Óli Axelsson að formennsku í félaginu eftir 18 ár á formannsstóli. Ágætlega var mætt á fundinn. Guðjón Björns­ son fráfarandi varaformaður fór yfir starf síðasta árs í skýrslu stjórnar. Guðbjartur Þorvarðarson fór svo yfir skýrslu gjaldkera. Voru báðar þessar skýrslur samþykktar að lokn­ um umræðum. Eftir kaffihlé sagði svo Hafrún Ævarsdóttir frá starfi Nú liggja fyrir breytingar á kennslu­ fyrirkomulagi á vorönn í flestum framhaldsskólum landsins en ákveð­ ið hefur verið að bæta við kennslu­ dögum eftir páska vegna verkfalls kennara. Samkvæmt kjarasamningi Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskól­ um fá kennarar greiddar 40 þúsund krónur vegna vinnu í a.m.k. fimm daga sem bætt verður við skóla­ dagatalið. Þetta er gert til að bæta að einhverju leyti kennslutap sem framhaldsskólanemendur urðu fyr­ ir vegna verkfalls framhaldsskóla­ kennara enda misstu nemendur af fimmtán skóladögum á meðan verkfallið stóð yfir. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verður fimm kennslu­ dögum bætt við skóladagatalið eft­ ir páska. Þá verður prófum þjappað á átta daga og haldin á tímabilinu 8. til 19. maí. Sjúkraprófum og próf­ sýningu verður seinkað um einn dag en brautskráning og skólaslit verða á sama degi og ákveðið hafði verið. Á fundi kennara í Mennta­ skóla Borgarfjarðar var ákveðið að kenna samkvæmt stundaskrá fram til fimmtudags í dymbilviku ásamt fimmtudeginum 1. maí. Auk þess verður kennslustundum eins föstu­ dags dreift á síðdegi í maí og verð­ ur það fyrirkomulag kynnt í skólan­ um innan skamms. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga stóð til að kenna til 7. maí en kennsla verður nú til 13. maí. Með þessu fyrirkomulagi verður próf­ dögum því fækkað og próftaflan þétt. Þá verður útskrift frestað um einn dag og starfsdagur kennara færður til. grþ Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa nú hlotið endurnýjaða umhverfis­ vottun á starfsemi sinni frá Earth­ Check samtökunum. Theódóra Matthíasdóttir hjá Nesvottun skrifar: „Eins og árlegt er orðið mætti óháður úttektaraðili, Hauk­ ur Haraldsson gæðastjóri hjá Verk­ ís, á svæðið í febrúar. Eftir tveggja daga úttekt, þar sem meðal annars var farið rækilega yfir öll þau gögn sem verkefninu tengjast, mælti hann með því að EarthCheck end­ urnýjaði vottun sveitarfélaganna. Það gekk eftir og nú skarta sveit­ arfélögin á Snæfellsnesi gullvottun frá EarthCheck samtökunum fyrir árið 2014.“ Theódóra segir að vinna við um­ hverfisvottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi hafi byrjað árið 2003 og hefur verið unnið sleitulaust að verkefninu síðan. „Í tilefni af tíu ára afmæli verkefnisins er unnið að gerð veglegs rits um umhverf­ isvottun á starfsemi sveitarfélaga. Ritið verður tvískipt; annars veg­ ar verður fjallað almennt um um­ hverfisvottanir og aðrar leiðir sem sveitarfélög geta farið í átt að sjálf­ bærara samfélagi. Hins vegar verð­ ur fjallað um tíu ára reynslu sveit­ arfélaganna á Snæfellsnesi af um­ hverfisvottun EarthCheck og gerð grein fyrir ávinningi hennar ásamt þeim hindrunum sem orðið hafa á veginum í gegnum tíðina, hvern­ ig þeim hefur verið mætt og hvað betur mætti fara til þess að ná enn betri árangri. Ritið er ætlað sem upplýsingarit fyrir íbúa sveitar­ félaganna á Snæfellsnesi sem og til leiðbeiningar fyrir önnur sveit­ arfélög sem vilja bæta sig í um­ hverfismálum. Stefnt er að því að ritið verði tilbúið á næstu vikum og verður því dreift á öll heimili á Snæfellsnesi, svo íbúar geta far­ ið að hlakka til.“ mm Nýlega var sagt frá því í Skessu­ horni að námsferð rúmlega tutt­ ugu nemenda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga til Berlínar hefði ver­ ið aflýst vegna verkfalls framhalds­ skólakennara. Þegar sú frétt var skrifuð var ljóst að þýskukennarinn við skólann færi ekki með í ferðina enda hefði það talist verkfallsbrot. Því var ekki um námsferð að ræða líkt og lagt var upp með í fyrstu. Þá var heldur ekki ákveðið hvort nem­ endur færu engu að síður í ferðina, á sína eigin ábyrgð, enda áttu þeir virka miða eftir að hafa safnað fyrir ferðinni sjálfir. Jón Eggert Bragason, skóla­ meistari skólans sagði í samtali við Skessuhorn að málið hefði endað á farsælan hátt. „Krakkarnir komu heim aðfararnótt miðvikudags í síð­ ustu viku eftir að hafa lent í seinkun vegna verkfallsaðgerða Isavia, þar sem vinna var stöðvuð tímabund­ ið á þriðjudeginum.“ Ljóst er því að verkfallsaðgerðir í landinu hafa haft töluverð áhrif á þessa einu ferð nemendanna af Snæfellsnesi. „En þetta fór allt vel. Þau fóru sem sagt í ferðina með fararstjóra sem var ótengdur skólanum og tveimur for­ eldrum. Þau komu alsæl til baka,“ sagði Jón Eggert að lokum. grþ Vel heppnuð Berlínarferð FSN nemenda þrátt fyrir verkföll Prófum seinkað og útskrift frestað Ný stjórn í Lífsbjörg í Snæfellsbæ Ný stjórn í Lífsbjörgu. Frá vinstri talið: Ægir Þór þórsson, Páll Stefánsson, Viðar Páll Hafsteinsson, Sævar Örn Sveinbjörnsson og Hafrún Ævarsdóttir. Ljósm. Sóley. unglingadeildarinnar Dreka á síð­ asta ári. Þar kom fram að unglinga­ starfið er metnaðarfullt og vex áhugi ungmenna á svæðinu stöðugt fyr­ ir starfinu. Við stjórnarkjör á aðal­ fundinum var Viðar Páll Hafsteins­ son kosinn nýr formaður, Sævar Örn Sveinbjörnsson varaformaður, Ægir Þór Þórsson gjaldkeri, Haf­ rún Ævarsdóttir ritari og Páll Stef­ ánsson meðstjórnandi. Sá síðasttaldi er sá eini úr fráfarandi stjórn. Viðar Páll segir að ný stjórn taki við góðu búi, en mikil vinna var lögð af mörk­ um hjá félögunum undir stjórn fyrr­ verandi formanns við að byggja hús­ næði sveitarinnar. Viðar segir að nú geti félagsmenn í Björgunarfélaginu Lífsbjörg einbeitt sér að innra starfi og verði nú fyrst og fremst björgun­ arsveit, en ekki byggingarfélag eins og þegar húsbyggingin stóð sem hæst. þá Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fá endurnýjaða umhverfisvottun

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.