Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Þyrla sótti tvo sjúklinga SNÆFELLSNES: Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:10 á laugardaginn að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna veikinda í Ólafsvík. Þyrlan lenti í Rifi kl. 15:25. Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur kl. 15:47 óskaði læknir í Stykkishólmi að nýju eftir þyrlunni vegna alvarlegra veikinda. Þyrlunni var þá snúið við og flaug hún til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Stykkishólmi. Lenti hún við Vegamót og var sjúk­ lingur fluttur um borð í þyrl­ una. Lenti þyrlan við Borgar­ spítalann kl. 16:43 með báða sjúklingana. -mm Í leyfisleysi og banni LBD: Tveir fullorðnir menn voru færðir á lögreglustöð­ ina í Borgarnesi sl. miðviku­ dag eftir að þeir höfðu skot­ ið nokkra skarfa skammt frá Rauðanesvita á Mýr­ um. Mennirnir sem voru á gúmmíbáti, skutu einn­ ig nokkra svartfugla í þessari ferð. Þar sem bannað er að skjóta skarf á þessum árstíma lagði lögreglan hald á skot­ vopnin og veiðina. Mennirnir mega að minnsta kosti búast við að fá sekt fyrir athæfið, að sögn lögreglu. Alls urðu fjög­ ur umferðaróhöpp í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum, þar af tvö þar sem meiðsli urðu á fólki. Tíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. –þá Ein umsókn um Akurshól AKRANES: Nýlega auglýsti Akraneskaupstaður eftir aðil­ um sem hefðu hug á að reka ferðaþjónustu á Akurshól, svæði við hlið fiskimjölsverk­ smiðjunnar. Ein umsókn barst frá Akranes Adventure Tours um rekstur ferðaþjónustu á Akurshól. Á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var kynnt um­ sögn framkvæmdastjóra um­ hverfis­ og framkvæmdasviðs. Var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Akranes Ad­ venture Tours og samning­ urinn verði lagður fyrir bæj­ arráð. Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi í bæjarráði áréttaði fyrri afstöðu sína um fyrirhugaðar framkvæmdir á Akurshól, sem hann hefur verið mótfallinn. –þá Vantar reglur um gæludýra- hald DALIR: Á fundi byggðaráðs Dalabyggðar sl. þriðjudag var kynnt bréf Árna Sigurðsson­ ar varðandi katta­ og hunda­ hald í Búðardal. Árni bendir á að setja þurfi reglugerð um kattahald í Búðardal og að kettir ættu að vera merktir og skráðir. Byggðaráð fól Sveini Pálssyni sveitarstjóra að taka upp vinnu við drög að reglu­ gerð um hunda­ og kattahald í Dalabyggð. –þá Hjúkrunarrým- um fjölgað AKRANES: Um síðustu mánaðamót samþykkti Vel­ ferðarráðuneyti breytingar á rýmum á nokkrum hjúkrunar­ og dvalarheimilum í landinu. Þar á meðal var Höfði hjúkr­ unar­ og dvalarheimili á Akra­ nesi. Við þá breytingu fjölgar hjúkrunarrýmum um fimm á Höfða, í 53 úr 48. Jafnframt fækkar dvalarrýmum um sam­ svarandi tölu í 25 úr 30. Dag­ gjöld fyrir hjúkrunarrými eru rúmlega helmingi hærri en dvalarrými, eða kr. 23.344 á móti kr. 11.145. Þessi breyting þýðir tekjuauka fyrir Höfða upp á 16 milljónir á þessu ári eða um 22 milljónir á árs­ grundvelli. Kjartan Kjartans­ son framkvæmdastjóri Höfða segir að það muni um þenn­ an tekjuauka en betur megi ef duga skal. Hann vonast eftir frekari lagfæringum varðandi taxta á daggjöldum við úttekt sem Ríkisendurskoðun vinn­ ur að, en heilbrigðisráðherra hefur sjálfur látið þá skoðun í ljósi að daggjöld á hjúkrunar­ og dvalarheimilum séu 10% of lág. Margar stofnanir hafi átt í rekstrarerfiðleikum. Til að mynda var tap Höfða sam­ kvæmt ársreikningi 2013, sem birtur var í gær, neikvæður um 125,3 milljónir og um 97 milljónir árið 2012. -þá Vegagerð í Svínadal HVALFJ.SV: Vegagerðin hef­ ur boðið út breikkun og end­ urbætur Svínadalsvegar frá Leirársveitarvegi að Kambs­ hóli, um átta kílómetra vegar­ kafla. Í auglýsingu um útboðið segir m.a. að uppnýtingu efn­ is úr námum skuli lokið fyrir 20. júní og útlögn neðri lags klæðningar fyrir 1. september í haust. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. júlí 2015. -þá Þeir sem fylgjast með héraðsfrétta­ miðlum eru almennt virkari í samfé­ laginu heldur en þeir sem gera það ekki. Staðarmiðlar feta oft vandrat­ aðan stíg á milli þess að vera sam­ félagssmiðir og varðhundar. Þetta kom fram í máli Birgis Guðmunds­ sonar, dósents við félagsvísinda­ deild Háskólans á Akureyri á mál­ þingi sem miðlarnir Austurfrétt og Austurglugginn stóðu nýverið fyr­ ir á Egilsstöðum þar sem fjallað var um stöðu héraðsfréttamiðla hér á landi. Með góðfúslegu leyfi Aust­ urfréttar er hér birt frásögn af er­ indi Birgis: Á málþinginu kynnti Birgir til sögunnar hugtakið samfélagssam­ heldni sem notað er til að reyna að mæla þátttöku fólks í sínu samfé­ laginu. Samfélagið getur bæði af­ markast af land­ og félagsfræðileg­ um þáttum. Í erlendum rannsókn­ um hefur verið sýnt fram á samband samfélagssamheldni, lýðræðislegr­ ar þátttöku og þess að fylgjast með staðbundnum miðlum. „Allir þessir þættir krefjast þátttöku borgaranna í umræðu og þekkingu. Í gegnum miðilinn fer fram umræða og sam­ eiginleg niðurstaða.“ Sambærilegar niðurstöður komu fram í rannsókn sem gerð var á Akureyri árið 2010. Þar komu fram sterkar vísbending­ ar um að þeir sem eru áskrifend­ ur að staðarblöðum voru ólíklegri til að vilja flytja burtu, áhugasam­ ari um það sem var að gerast, til­ búnir að vinna með öðrum og upp­ lifðu sig frekar sem hluta af samfé­ laginu. Svæðismiðlarnir þurfa þó oft að feta þröngan stíg. Þeim er bæði ætlað að vera varðhundurinn sem er gagnrýninn á vald og valdhafa og geltir þegar þeir brjóta af sér og samfélagssmiðir sem spegla samfé­ lagið og eiga þátt í að byggja upp sjálfsmynd þess. Birgir segir að samfélagssmiðurinn leiki gjarnan stærra hlutverk í minni samfélög­ um og á svæðisbundnum miðlum. Þar kunni að vera „erfiðara fyrir varðhundinn að gelta.“ Landsmiðl­ arnir sinni hins vegar frekar varð­ hundshlutverkinu. „Fjölmiðlar leita að jafnvægi og reyna að sinna hvoru tveggja. Það skiptir máli að einhver fjalli um leikverkið og kökubasarinn og stundum er of lítið gert úr hlutverki samfélagssmiðsins,“ sagði Birgir. Hann sagði hið samfélagslega sam­ tal víða brothætt því hefðbundn­ ir staðarmiðlar séu víða í rekstr­ arþrengingum. Illa sé komið fyrir byggðum þegar sjónvarpsdagskrár taki við hlutverki samfélagsspegla eins og gerst hefur. Birgir hafnar því að hlutverk svæðismiðlanna hverfi með tilkomu samfélagsmiðla á borð við Facebo­ ok og Twitter. „Hefðbundnir miðl­ ar eru enn mikilvægasta fóðrið fyr­ ir samfélagsmiðlana. Þaðan kemur efnið sem deilt er.“ Birgir segir stafrænu byltingunni fylgja sú hætta að menn einangri sig inni í bergmálshelli og heyri að­ eins það sem þeir vilji heyra. Við það minnki samtalið milli þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. „Hlutverk samfélagssmiðsins, þótt það þyki ekki fínt, er ef vil vill mikilvæg­ ara nú en nokkru sinni fyrr á sama tíma og varðhundshlutverkið held­ ur sínu.“ mm/ Austurfrétt. Hluti þeirra héraðsmiðla sem enn eru gefnir út á landsbyggðinni. Hlutverk samfélagssmiðsins mögulega aldrei mikilvægara Birgir Guðmundsson. Ljósm. Austurfrétt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.