Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Síða 8

Skessuhorn - 15.04.2014, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Efni til hafnar- gerðar stolið SNÆFELLSNES: Í vikunni sem leið var lögreglunni á Snæ­ fellsnesi tilkynnt um að við Stykkishólmshöfn hafi einum stálbita verið stolið úr búnti sem innihélt 15 bita. Bitinn sem er af stærðinni 17.5x12,5x7 metrar er um 157 kg að þyngd. Nota átti þetta efni til hafnargerðar og þeir sem kunna að hafa upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Snæfellsnesi. –þá Betri staða sveitarsjóðs DALIR: Á fundi byggðaráðs Dalabyggðar sl. þriðjudag voru kynnt drög að ársreikningi sveit­ arfélagsins fyrir árið 2013. Sam­ kvæmt þeim er rekstarafgangur A­ hluta um 42 milljónir króna og rekstrarafgangur samstæð­ unnar um 22 milljónir. Þetta er nokkuð betri niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir. Sam­ þykkt var á fundi byggðaráðs að vísa ársreikningi 2013 til sveitar­ stjórnar til fyrri umræðu. –þá Vilja minni strætókostnað DALIR: Ósk ungmennaráðs varð­ andi strætókort var kynnt á fundi byggðaráðs Dalabyggðar sl. þriðju­ dag. Ungmennaráð óskar eftir að Dalabyggð komi til móts við nem­ endur varðandi strætókostnað t.d. með því að endurgreiða mismun á nemakorti og almennu strætó­ korti. Byggðaráð fól sveitarstjóra að kanna möguleika á að koma til móts við óskir ungmennaráðs í samráði við Strætó bs. –þá Páskar skekkja umferðartölur HVALFJ.GÖNG: Umferðin í marsmánuði dróst verulega sam­ an í Hvalfjarðargöngum í nýliðn­ um marsmánuði frá mars 2013. Á heimasíðu Spalar segir að í raun sé afskaplega lítið á þeirri tölfræði að byggja, því páskaumferðin í fyrra var að mestu leyti í mars en verð­ ur öll í apríl í ár. Raunhæfur sam­ anburður fáist því einungis með því að leggja saman umferðartöl­ urnar í mars og apríl ár hvert til að áhrif páskaumferðarinnar birtist á sambærilegan hátt. Um 12 þús­ und færri bílar fóru um Hvalfjarð­ argöng í mars núna en í fyrra, eða 8,4% fækkun milli ára. Umferðin á hringveginum í mars dróst að sjálf­ sögðu saman líka eða um 4,4% frá sama mánuði í fyrra. Í frétt Spalar segir að Vegagerðin kenni ófærð og óveðri um það en ekki sé minnst á það í uppgjöri að páskar á mismun­ andi árstímum geti haft þar áhrif líka. Í heildina tekið jókst umferð­ in á hringveginum um 1,1% mán­ uðina janúar, febrúar og mars. –þá Hálendisakstur bannaður LANDIÐ: Nú þegar frost er að fara úr jörðu er vaninn að Vega­ gerðin bannar akstur á hálendinu. Það er gert til að koma í veg fyr­ ir skemmdir á vegum og náttúru. „Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á við­ komandi leiðum og virða akst­ ursbann þar sem það er í gildi,“ segir í tilkynningu frá Vegagerð­ inni. Umferðarþjónusta Vega­ gerðarinnar veitir nánari upplýs­ ingar í síma 1777 og eins má sjá hér á færðarkorti Vegagerðarinn­ ar hvar akstur er bannaður. –mm Fjölbreyttur skeifudagur ANDAKÍLL: Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifu­ dagur hestamannafélagsins Grana og fer hátíðin fram á Mið­Fossum í Andakíl, sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nem­ enda við Landbúnaðarháskóla Ís­ lands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt afrakstur vetrarstarfs­ ins í reiðmennsku og frumtamning­ um. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Dagurinn hefst kl. 08 með forkeppni Reyn­ isbikarsins, fimi og gangtegunda­ keppni Reiðmanna, en klukkan 13 er setningarathöfn. Meðal dag­ skráratriða má nefna sýningaratriði þriðja árs Reiðmannsins, kynningu búfræðinemenda á tamningartrypp­ um, úrslit í Reynisbikarnum og úr­ slit í Gunnarsbikarnum. fjórgangs­ keppni búfræðinemenda. Klukkan þrjú verður kaffisamsæti í Ásgarði með verðlaunaafhendingu og út­ skrift Reiðmanna. –mm HB Grandi kostar 50 milljarða SV-LAND: Útboð á hlutabréf­ um í HB Granda hf. lauk síðastlið­ inn fimmtudag. Þótti það hafa tek­ ist vel. Í útboðinu óskuðu 3.000 fjár­ festar eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 23 milljarða króna. Fjár­ festingarbankasvið Arion banka hf. hafði umsjón með útboðinu og fyrir­ hugaðri skráningu félagsins í Kaup­ höll nú í kjölfar útboðsins. Seljendur hlutanna eru Arion banki hf., Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. Útboðið nemur 27% af útgefn­ um hlutum í HB Granda og er sölu­ andvirði þess 13,6 milljarðar króna. Endanlegt útboðsgengi er 27,7 krón­ ur á hlut í báðum tilboðsbókum út­ boðsins. Miðað við þetta gengi nem­ ur virði allra hlutabréfa í félaginu um 50 milljörðum króna. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 5. - 11. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 46.848 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 15.657 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 53.693 kg. Mestur afli: Bárður SH: 27.710 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 15 bátar. Heildarlöndun: 458.275 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.620 kg í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 68.388 kg. Mestur afli: Álfur SH: 19.126 kg í þremur löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 532.506 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 224.416 kg í sjö löndunum. Stykkishólmur 1 bátur. Heildarlöndun: 5.066 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 5.066 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU : 66.620 kg. 8. apríl 2. Saxhamar SH – RIF: 56.891 kg. 8. apríl 3. Örvar SH – RIF: 50.292 kg. 8. apríl 4. Tjaldur SH – RIF: 48.753 kg. 7. apríl 5. Sóley SH – GRU: 47.680 kg. 8. apríl mþh Í nýlegum dómi Hæstaréttar er af­ réttarland sem selt var út úr jörðinni Króki í Norðurárdal til Upprekstr­ arfélags Þverárréttar 1924 dæmt af núverandi eiganda landsins, sveit­ arfélaginu Borgarbyggð. Réttur­ inn dæmir svo á grundvelli þess að kaupsamningi hafi aldrei verið þinglýst og skráðum eiganda ekki tekist að færa sönnur á eignarhefð. Hæstiréttur dæmir samninginn frá 1924 þar með ógildan og snýr við niðurstöðu Héraðsdóms Vestur­ lands sem dæmdi Borgarbyggð í vil í málinu. Í dómsniðurstöðu Hæsta­ réttar segir m. a: „Viðurkennt er að sá hluti jarðarinnar Króks í Borg­ arbyggð, landnúmer 134817, sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til, sé eign áfrýjanda, Gunnars Jóns­ sonar. Stefndi, Borgarbyggð, greiði áfrýjanda samtals 1.500.000 krón­ ur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.“ Gunnar Jónsson nú­ verandi eigandi Króks keypti jörð­ ina 1990. Umrætt þrætuland var þegar fyrir 90 árum, þegar samn­ ingar voru gerðir, afmarkað ofan afréttargirðingar Norðdælinga eins og segir í dómsskjölum. Páll S Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn ljóst að þessi dómur myndi þýða auk­ inn kostnað vegna uppresktrar,­ beitar­ og girðingarmála. Afréttar­ nefnd fundaði sl. fimmtudag vegna málsins. Skoðun nefndarinnar er að 90 ára beitarnýting á landinu hafi skapað hefð á beitarrétti. Minn­ isblað þessa efnis verður lagt fyr­ ir byggðaráð nk. miðvikudag. Páll sveitarstjóri telur að lögfræðingi sveitarfélagsins verði síðan falið að kanna hvort það sem kemur fram í skoðun afréttarnefndarinnar stand­ ist lög. þá Bæjarstjórn Grundarfjarðar fjallaði m.a. á fundi sínum sl. miðvikudag um málefni tengd Kolgrafafirði, það er yfirvofandi síldardauða þar. Í bókun frá fundinum átelur bæjar­ stjórn seinagang stjórnvalda varð­ andi ákvarðanir um langtímalausn­ ir vegna hættu á síldardauða í Kol­ grafafirði. Í bókuninni segir að þó flest bendi til að þessi vetur muni líða án þess að atburðir síðastlið­ ins vetrar endurtaki sig, séu kjörað­ stæður í Kolgrafafirði fyrir síld sem leiti vetursetu. „Því eru allar líkur á að þegar síld gengur inn í Breiða­ fjörð, leiti hún inn í Kolgrafafjörð. Hættan er því enn til staðar og það tekur langan tíma að framkvæma langtímalausnir, hvort sem væri lok­ un fjarðarins eða aðrar leiðir. Í dag er staðan sú að skoðun á lausnum er ekki lokið og ólíklegt að náist að grípa til ráðstafana fyrir næsta vet­ ur. Málið er flókið og snertir mörg ráðuneyti og stofnanir, en það virð­ ist óljóst hvar ábyrgð og ákvarðana­ taka liggur. Úr því þarf að bæta,“ segir orðrétt í bókun bæjarstjórn­ ar Grundarfjarðar. Það segir auk þess að bæjarstjórnin leggi einnig áherslu á að tryggt verði fjármagn til að halda áfram þeirri vöktun sem verið hefur í firðinum í vetur, ann­ að væri óábyrgt. þá/ Ljósm. tfk. Talsvert snjóaði á Snæfellsnesi á föstudaginn og hafði snjórinn áhrif á umferðina. Snjóruðningstæki höfðu í nægu að snúast eftir hádegið. Björg- unarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var einnig kölluð út til að aðstoða bílstjóra á Búlandshöfða seinni part dags. þa Átelur seinagang stjórnvalda gagnvart síldardauða í Kolgrafafirði Páskahret á Snæfellsnesi Horft til suðurs yfir þjóðveginn, Norðurá og bæinn Krók. Ljósm. Mats Wibe Lund. Níutíu ára kaupsamningur á afréttar- landi í Norðurárdal felldur úr gildi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.