Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Side 9

Skessuhorn - 15.04.2014, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Á fundi stjórnar hjúkrunar­ og dvalarheimilisins Silfurtúns í Búð­ ardal nýlega var ákveðið að ráða Gróu L Dal í starf faglegs hjúkrun­ arforstjóra á Silfurtúni. Í framhaldi af þeirri ráðningu hefur byggða­ ráð Dalabyggðar lagt til að sveitar­ félagið feli Silfurtúni umsjón með heimaþjónustu og að verkstjórn verði í höndum faglegs hjúkrun­ arforstjóra. Í fundargerð frá fundi byggðaráðs sl. þriðjudag segir að faglegur hjúkrunarforstjóri verði í 80% starfi á Silfurtúni en 30% launakostnaðar verði millifærður á deild 0215, sem er félagsþjónusta sveitarfélagsins. Félagsleg heima­ þjónusta og samsvarandi tekjur verði færðar á reikning Silfurtúns. Byggðaráð fól sveitarstjóra að gera drög að viðaukaáætlun og leggja fyrir næsta fund. Gróa L Dal vinnur nú að loka­ verkefni í BS námi í hjúkrunar­ fræði, en hún er einnig menntað­ ur sjúkraliði og hefur unnið við hjúkrunar­ og aðhlynningarstörf um áraraðir m.a. á Silfurtúni. Gróa hefur sinnt heimaþjónustu í Dala­ byggð frá því sú þjónusta var tekin upp 2002 og frá 1. júní 2013 starfað sem staðgengill hjúkrunarforstjóra í Silfurtúni. þá Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, skorar á sjávarútvegs­ ráðherra að beita sér fyrir umbót­ um á umhverfi strandveiða. Þeir vilja að veiðarnar verði heimilaðar fjóra virka daga í viku á tímabilinu maí til ágúst. Félagsmenn vilja einnig að tryggt verði að síldveiði­ heimildir smábáta í Breiðafirði verði ekki undir 1500 tonnum á þessu ári. Það samsvarar um einum farmi stórs síldveiðiskips. Trillu­ karlar á Snæfellsnesi telja einnig brýnt að stjórnvöld viðurkenni að 12% leyfilegs heildarafla í makríl verði ætlað til færaveiða smábáta. Veiðarnar skapi mjög mikla at­ vinnu í landi og færaveiddur makr­ íll sé eftirsótt vara. Snæfell hafnar með öllu hugmyndum um kvóta­ setningu á makríl. Allt eru þetta at­ riði sem fram komu í samþykktum ályktunum fundarins sem hafa ver­ ið sendar til stjórnvalda. Funduðu í Stykkis- hólmi Snæfell hélt félagsfund í Stykk­ ishólmi 7. apríl síðastliðinn. Þar mættu bæði formaður og fram­ kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Strandveiðar, línu ívilnun, grásleppuveiðar, með­ afli við ýsuveiðar, makríll og síld var það sem heitast brann á fund­ armönnum. Nokkrar ályktanir um þessi mál voru samþykktar. Meðal þeirra voru ályktun um strandveiðar smábáta sem nú standa fyrir dyrum. „Strandveið­ ar hafa komið inn sem raunhæf at­ vinnugrein og menningarauki fyr­ ir hinar dreifðu byggðir. Strand­ veiðar hafa þannig haslað sér völl innan samfélaganna sem líta á þær sem örugga starfsemi sem komin er til að vera, enda veiðiheimildum dreift á fjölmarga aðila. Öryggið er ekki síst fólgið í því að það er ekki í valdi eins aðila hvort viðkomandi byggðarlag missi undirstöður sín­ ar fyrirvaralaust. Snæfell minn­ ir stjórnvöld á að öflugar strand­ veiðar eru ein megin forsenda þess að hægt er að bjóða ferskan fisk frá Íslandi alla mánuði ársins,“ segir í ályktun fundarins. Ályktuðu um mörg mál Makrílveiðar voru einnig til um­ ræðu. Trillukarlar telja að þær veiðar um sumartímann hafi auk­ ið starfsöryggi þeirra og annarra í sjávarbyggðum landsins til mikilla muna. Grásleppuveiðarnar voru einnig í brennidepli fundarins. „Komandi vertíð veldur sjómönnum áhyggj­ um þar sem fullkomin óvissa rík­ ir um markað fyrir hrognin. Brýnt er að stjórnvöld virði samþykktir þeirra aðila sem stunda grásleppu­ veiðar í tilraunum þeirra að ná Smábátasjómenn á Snæfellsnesi skora á stjórnvöld jafnvægi á framboð og eftirspurn grásleppuhrogna.“ Fundur í Snæfelli skoraði einnig á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í ýsu um 5000 tonn. Ráðherrann hefur algerlega hafnað slíkum umleitunum. Snæ­ fell telur einnig brýnt að línuíviln­ un nái til allra dagróðrabáta. „Með auknum þorskveiðiheimildum er svigrúm til að styrkja línuveiðar dagróðrabáta enn frekar og auka þannig framboð á ferskum fiski, þ.e. fiski sem landað er sama dag og hann er veiddur,“ segir í álykt­ un fundarins um línuívilunina. mþh Línutrillan Brynja SH 237 landar afla í Ólafsvíkurhöfn í liðinni viku. Gróa ráðin hjúkrunar- forstjóri í Silfurtúni Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2014 Breytt stefna, bættir stjórn- hættir, traustari fjárhagur Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund föstudaginn 25. apríl kl. 14:00-16:00 á Bæjarhálsi 1. Markmið fundarins er að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins. Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Dagskrá • Jón Gnarr borgarstjóri setur fund • Eigendastefna og sameignarsamningur Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar. • Umbætur í stjórnháttum innan Orkuveitu Reykjavíkur Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar. • Kvennakórinn Hrynjandi tekur lagið • Umhverfið og auðlindirnar Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður stjórnar. • Stærsta hindrunin að baki Bjarni Bjarnason forstjóri. • Hvernig er eiginlega að vinna hjá þessari Orkuveitu? Hildur Ingvarsdóttir, forstöðumaður viðhaldsþjónustu. • Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri verður Elín Smáradóttir lögfræðingur. Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Ný lög gilda um fyrirtækið og eigendur hafa markað því sameigin lega stefnu. Stjórn fyrirtækisins hefur skerpt á starfsreglum sínum og stjórnháttum en um áramót var starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur skipt upp í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur að lagaboði. Á sama tíma hefur verið glímt við mikinn skulda- og rekstrarvanda. Árangur þeirrar baráttu hefur vakið mikla athygli. Þetta verða helstu umfjöllunarefni opna ársfundarins 2014. Orkuveita Reykjavíkur | Bæjarhálsi 1 | www.or.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.