Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Konur í Kvenfélaginu Fjólu í Suð­ urdölum afhentu í síðustu viku höfðinglega gjöf, eina og hálfa milljón króna, til kaupa á endur­ lífgunartækinu Lúkasi í Dalina. Nú sjá því sjúkraflutningsmenn fram á að geta keypt tækið sem kostar um tvær og hálfa milljón króna með virðisaukaskatti. Gjöf­ in var afhent formlega í Heilsu­ gæslustöðinni í Búðardal. Þetta er jafnframt stærsta einstaka gjöfin sem Kvenfélagið Fjólan hefur gef­ ið frá upphafi. Berglind Vésteins­ dóttir, gjaldkeri Fjólunnar, segir að þær hafi haft augastað á þessu tæki og því kjörið að grípa tæki­ færið þegar sjúkraflutningsmenn með liðsinni Lionsmanna ákváðu að ráðast í söfnunina. Berglind sagði að Fjólan hefði áður styrkt Heilsugæslustöðina í Búðardal, en einnig ýmis félagasamtök og hópa, svo sem deildir Auðarskóla. „Í ekki stærra samfélagi er ekki lengi ver­ ið að fara hringinn,“ segir Berg­ lind. Í Fjólunni eru 22 félagskon­ ur. Aðspurð um hvernig Fjólukon­ um tekst að safna svona miklum peningum til samfélagsmála, seg­ ir hún að það sé að mestu í gegn­ um veitingasölu í félagsheimilinu Árbliki, aðallega í erfidrykkjum, en einnig séu haldin spilakvöld og bingó. Eins og Skessuhorn hefur greint frá er Lúkas endurlífgun­ ar­ og hjartahnoðtæki til notkun­ ar í sjúkrabifreiðum. Það veitir stöðuga og fullkomna virkni sem mannshöndin jafnast engan veg­ inn á við. Stundum getur þurft að beita endurlífgun í langan tíma og hjartahnoð er erfitt fyrir manninn eða mennina sem skiptast á um að hnoða, en Lúkas þreytist ekki og veitir jafna og góða aðhlynningu. þá Kvenfélagskonur úr Fjólunni afhentu peningagjöfina að viðstöddum sjúkraflutningsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi við Heilsugæslustöð HVE í Búðardal. Ljósm. bae. Sjá nú fram á að geta keypt Lúkas í Dalina Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Í Logalandi laugardaginn 19. apríl kl: 20:30. Allra síðasta sýning. Miðapantanir í síma 699-7938 eða tölvupósi tota@vesturland.is Vegna fjölda áskoranna verður aukasýning á revíunni „Ert´ekk´að djóka“ (elskan mín) eftir Bjartmar Hannesson í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar S K E S S U H O R N 2 01 4 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Opið Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn langi, 12-13, vakt lyfjafræðings. Laugardagur 19. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-13, vakt lyfjafræðings. Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræðings.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.