Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 12

Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Grímshúsfélagið í Borgarnesi var stofnað í október 2011. Tilgangur félagsins er endurbygging Gríms­ húss í Brákarey í Borgarnesi. Húsið var byggt 1942 og er búið að standa í mikilli niðurníðslu síðustu ára­ tugi, íbúum í Borgarbyggð til ar­ mæðu og leiðinda. Grímshús er eina byggingin í Borgarnesi sem reist var yfir merkilega útgerð, sem stóð með blóma um nokkurt skeið frá Borgarnesi. Það var Útgerðar­ félagið Grímur sem lét reisa húsið yfir starfsemi sína, en það var stofn­ að árið 1933. Eins og fram kemur í auglýsingu í Skessuhorni í dag verður aðalfundur félagsins hald­ inn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. þessa mánaðar. Skessuhorn leitaði frétta af gangi mála hjá Sveini G. Hálfdánarsyni, stjórnarmanni í Grímshúsfélaginu. „Húsið er mikið verr farið en menn reiknuðu með. Eftir tvo elds­ voða í húsinu á áttunda áratugn­ um var þak þess gjörsamlega ónýtt. Í fyrrasumar var það endurbyggt úr nýju efni og var kostnaður við þá framkvæmd um fimm milljón­ ir króna. Nú á þessu ári er ætlunin að setja nýja glugga og gler í mest allt húsið. Og síðan á árinu 2015 að gera við múrskemmdir og ljúka viðgerð að fullu utan húss,“ seg­ ir Sveinn. Auk hefðbundinna aðal­ fundarstarfa 23. apríl verður geng­ ið frá endanlegu samkomulagi við Borgarbyggð um Grímshúsið, en bráðabirgða samkomulag hefur verið í gildi. „Annað aðalefni fund­ arins verður að hefja umræðu um innra fyrirkomulag hússins og nýt­ ingu þess. Vissulega hefur ýmsum nýtingarmöguleikum verið velt upp og mætti þar auðvitað fyrst nefna varðveislu útgerðar­ og atvinnu­ sögunnar. Einnig að nýta mætti húsið jafnframt til ýmiskonar sam­ komuhalds.“ Þá segir Sveinn að meginvinna stjórnar félagsins væri fólgin í fjár­ öflun til framkvæmdanna. „Ágæt­ lega hefði tekist til með það sem komið er. Búið er að greiða þakið að fullu og nokkur hundruð þúsund krónur eru til í sjóði og vilyrði fyrir framlögum sem ættu að fara langt til með að greiða glugga og gler í húsið. En það er mikið verk fram­ undan við að koma húsinu í ásætt­ anlegt horf.“ Sveinn vildi að lok­ um koma fram sérstöku þakklæti stjórnar Grímshúsfélagsins til allra þeirra sem stutt hafa þetta verk­ efni bæði með fjárframlögum, sjálf­ boðavinnu og ýmiskonar annarri fyrirgreiðslu. mm Kaþólska kirkjan í Stykkishólmi vill breyta einni af byggingum sín­ um í gistirými fyrir 50 manns. Um er að ræða hús sem áður hýsti leik­ skóla á vegum reglu St. Fransiskus­ systra í bænum. Einnig hefur verið sótt um leyfi til bæjaryfirvalda að byggja ofan á Hótel Stykkishólm svo stækka megi það um 13 her­ bergi. Í undirbúningi er að skipta núverandi flóabátnum Baldri út fyrir annað skip og stærra. Lár­ us Ástmar Hannesson bæjarstóri í Stykkishólmi segir að fjölmörg já­ kvæð teikn séu á lofti í bænum. Stöðug fjölgun gistiherbergja Lárus segir að gistirýmum fyrir ferðafólk sé að fjölga hratt í Stykk­ ishólmi. Þetta sé framhald á þró­ un sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Ætli þeim hafi ekki fjölg­ að um 50 árlega núna undanfar­ in ár ef allt er talið, heimagisting og gistiheimili. Miðað við nýj­ ustu áform mun þeim enn fjölga. Það hefur verið aðeins meiri ferða­ mannastraumur hingað í vetur en í fyrra en samt ekki nóg. Við þurf­ um að fá meiri vetrarumferð hing­ að til að geta skapað fleiri heilsárs­ störf í ferðaþjónustunni. Þá næst betri stöðugleiki.“ Bæjarstjór­ inn segir mjög jákvætt að húsnæði gamla leikskóla St. Fransiskusregl­ unnar fái nýtt hlutverk. „Þetta yrði þá væntanlega að veruleika á næsta ári. Byggingin er mjög vel staðsett með tilliti til þessa. Það er gott út­ sýni yfir höfnina og margar góðar gönguleiðir í nágrenninu.“ Jákvæð nýting á lausu húsnæði Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa um skeið horft til þess að koma mik­ illi og öflugri starfsemi í bygging­ arnar sem standa á lóð sjúkrahúss­ ins í Stykkishólmi. „Það var verið að horfa á að koma allri öldrunarþjón­ ustu í bænum þarna inn auk þess að vera með háls­ og bakdeildina, sjúkrarými, heilsugæslu og tann­ lækni. Þá hefði náðst mjög góð nýt­ ing á þessum húsakosti. Hvað sem verður er hins vegar óljóst. Nú síð­ ast fengum við beiðni frá Velferðar­ ráðuneytinu um að skipa í nefnd til að samstilla öldrunarþjónustuna í Stykkishólmi en ekki minnst á háls­ og bakdeildina né sjúkrarými. Við skipuðum í þá nefnd með því skil­ yrði að hlutverk hennar yrði útvíkk­ að. Það yrði að taka háls­ og bak­ deildina og sjúkrarýmin inn í þetta. Við verðum að skoða framtíð þessa húsnæðis sjúkrahússins með heild­ stæðum hætti. Það gengur ekki að taka bara öldrunarþjónustuna út fyrir en fjalla ekkert um hina þætt­ ina. Ef það á að raða ýmsri starf­ semi inn í þetta húsnæði þá verður að horfa á það í heild.“ Kaup skoðuð á nýjum Baldri Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa nú til umföllunar umsókn frá Hótel Stykkishólmi um stækkun. „Það yrði þá byggt þar ofan á núverandi hús­ næði og bætt við hæð með 13 her­ bergjum en rekstur hótelsins hefur verið að eflast ár frá ári. Rekstrar­ aðilar hótelsins hafa verið útsjónar­ samir til að fá ný verkefni. Það sem kallast Unaðsdagar í Stykkishólmi eru gott dæmi um það. Þeim vikum hefur fjölgað sem eru svokallaðar Unaðsvikur. Svo lítur allt út fyrir að við séum brátt að fá nýjan Bald­ ur, stærri ferju í staðinn fyrir þá sem er nú. Hér voru menn um dag­ inn frá Grænhöfðaeyjum að skoða Baldur með það í huga að kaupa hann hugsanlega. Hann annar ekki lengur umferðinni þegar mest er að gera á sumrin. Nú er einmitt ver­ ið að lengja ferjubryggjuna. Líklega þarf að sækja strax um meiri leng­ ingu ef ný og lengri ferja kemur í Stykkishólm.“ Ýmsar framkvæmdir við höfnina Lárus segir að búið sé að vinna ým­ islegt til að bæta og fegra hafnar­ svæðið í Stykkishólmi. „Við erum búin að skipta um löndunarkrana og höfum fjölgað og endurnýjað flotbryggjur fyrir smábáta. Þær eru smíðaðar hjá Skipavík hér í bæn­ um. Bílastæði við höfnina hefur verið malbikað og skipt um rekk­ verk á brúnni út í Stykkið. Það hef­ ur verið vöxtur í starfsemi við hana, bæði í sambandi við veiðar smábáta og svo í ferðamennskunni. Höfnin hefur verið rekin með hagnaði síð­ ustu árin. Reyndar lítur ekki vel út með grásleppuveiðarnar í ár. Þeg­ ar besta grásleppuvertíðin var 2010 þá bárust hér á land verðmæti fyrir 450 til 490 milljónir króna. Hrogn­ kelsin gáfu yfir sjö milljónir í hafn­ argjöld. Nú verður þetta hins vegar óverulegt í samanburði.“ Til viðbótar þessu hefur verið unnið að endurbótum í Súgandisey. „Þar fengum við styrk frá Fram­ kvæmdasjóði ferðamannastaða. Göngustígar hafa verið lagðir upp eftir henni, hlaðið upp umhverf­ is vitann og nú er verið að lagfæra tröppurnar í eyjunni. Hún er mjög vinsæl meðal ferðamanna enda fal­ legt útsýni af henni.“ Bjart framundan í byggingaiðnaði Verði áform um fjölgun gistirýma að veruleika í Stykkishólmi er ljóst að mikið verður um að vera í bygg­ ingariðnaði í bænum síðar á þessu ári og því næsta. „Svo var verið að sækja um lóð fyrir einbýlishús sem alltaf er gleði­ efni. Vonbrigðin á þessari stundu eru að hrognkelsaveiðarnar virð­ ast ekki ætla að skila miklu í ár. Auk þess sem síldveiðarnar urðu minni en væntingar stóðu til og minni en fiskveiðiárið á undan. Eitthvað hefur verið óljóst með framvindu vaxtar­ og menningarsamnings og sóknaráætlunin er dregin saman um 75%. Það er því ekki hægt að segja að ríkisvaldið sé landsbyggð­ arvænt segir Lárus Ástmar Hann­ esson bæjarstjóri í Stykkishólmi og oddviti L­listans þar í bæ. mþh Skipt var um þak á húsinu í fyrrasumar. Framundan er að ákveða notkun Grímshússins Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóri í Stykkishólmi: Segir mikla grósku framundan í Hólminum Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Ferðamönnum fjölgar stöðugt í Stykkishólmi. Þessir fóru í útsýnissiglingu með Sæferðum í liðinni viku. Þetta hús hýsti fyrrum leikskóla St. Fransiskureglunnar í Stykkishólmi. Nú vill kaþólska kirkjan breyta því í gistiheimili sem myndi rúma 50 ferðamenn. Fyrir bæjaryfirvöldum liggur umsókn um að stækka Hótel Stykkishólm með því að byggja ofan á hluta af núverandi húsnæði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.