Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Nýir rekstraraðilar hafa tekið við kaffihúsinu Prímus kaffi sem und­ anfarin ár hefur verið starfrækt við gestastofu Snæfellsnessþjóðgarðs á Hellnum. Kaffihúsið verður opn­ að formlega á skírdag 17. apríl. Það verður opið alla daga vikunnar frá tíu á morgnana til níu á kvöld­ in allt til enda september. Þar verð­ ur hægt að fá kaffi og aðra drykki. Að sjálfsögðu verða einnig á boð­ stólum bæði brauð og kökur. Einn­ ig verður sérlöguð sjávarréttasúpa ásamt fleiri súputegundum. „Ég er líka að hugsa um að bjóða upp á alvöru grjónagraut. Ég hlakka mikið til sumarsins. Hellnar eru yndislegur staður. Það er frábært og sólríkt útsýni héðan frá okkur yfir hafið og Faxaflóa. Svo erum við með Snæfellsjökulinn hér rétt hjá og síðan Stapafellið við Arnar­ stapa,“ segir Helga Magnea Birkis­ dóttir. Hún ætlar að reka staðinn í sumar ásamt eiginmanni sínum Ólafi Sólmundssyni. Helga er úr Reykjanesbæ. Hún hefur alla tíð búið við það að horfa yfir Faxaflóann á tignarlegan Snæ­ fellsjökulinn og fjallgarðinn á nes­ inu. „Það hefur blundað í mér í mörg ár að opna kaffihús. Ég hef aðeins aðstoðað systur mína sem hefur rekið veitingaskálann á Vega­ mótum á Snæfellsnesi um árabil. Það heitir nú Rjúkandi og þar hefur verið opnað hótel og veitingastað­ ur. Þegar ég sá þennan möguleika að reka kaffhúsið hér þá var ég fljót að slá til. Ég hef alltaf verið heill­ uð af Snæfellsjökli. Ég er frístunda­ málari. Snæfellsjökull hefur iðu­ lega verið mótív hjá mér á mynd­ unum, eiginlega bara svona ósjálf­ rátt. Það segir manni eitthvað um hvað hann togar í mann. Hellnar eru mjög nálægt jöklinum. Það eru ekki allir með slíka perlu í bakgarð­ inum. Umhverfið hér er stórkost­ legt. Við ætlum bara að vera kát og hress og takast á við þetta með opn­ um huga,“ segir Helga Magnea. mþh Síðastliðinn fimmtudag var mik­ ill hátíðisdagur í Grundaskóla, en á samsöng um morguninn veittu fulltrúar Rauða Kross Íslands, þær Nína Helgadóttir og Helga G. Halldórsdóttir, skólasamfélagi Grundaskóla handútskorinn viður­ kenningarskjöld frá Rauða Krossi Malaví fyrir margra ára hjálparstarf í landinu. Nemendur og starfsfólk Grunda­ skóla hafa í ein tólf ár staðið að söfnun tengdri hjálparstarfi fyr­ ir börn í einu fátækasta ríki verald­ ar og hafa kostað nám og nauðsynj­ ar fyrir þúsundir jafnaldra í fjarlægu landi. Í stað þess að nemendur gefi hvert öðru litlar jólagjafir hafa frjáls framlög verið lögð í hjálparstarf sem nú hefur borið ómetanlegan ávöxt í tveimur þorpum í Malaví, þ.e. Chiradzulu og Mwanza. sas Séð yfir rúmgóðan og bjartan sal Prímus kaffi. Þar eru mörg borð og sófakrókur. Nýja kaffihúsið Prímus kaffi er með síðu undir eigin nafni á Facebook. Kaffihús opnað á Hellnum Helga Magnea Birkisdóttir ætlar að reka Prímus kaffi við gestastofu þjóðgarðsins á Snæfellsnesi í sumar. Rauði Krossinn veitir Grundaskóla viðurkenningu Tjaldvagnaland Seglagerðarinnar hefur sameinast Útilegumanninum undir nafninu Útilegumaðurinn í glæsilegu húsnæði við Korputorg H jö rtu r G uð na so n CMYK% Cyan = 98 / Magenta = 50 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 50% SVART/HVÍTT Black = 100% PANTONE PANTONE 300 C Logo / merki Eyjarslóð 5 101 Reykjavík s: 511 2200 f: 511 2211 n: seglagerdin@seglagerdin.is www.seglagerdin.is Landsins mesta úrval af ferðavögnum Mikið úrval af nýjum og notuðum hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum, ásamt Outwell tjöldum og aukahlutum. Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 lau-sun kl: 12-16 Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is ROCKWOOD VAGNINN FERÐAVAGNAR KAUPLEIGA GRÆNIR BÍLAR Þar sem ferðalagið byrjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.