Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Mikið verðfall blasir nú við grásleppu sjómönnum. Þetta veld­ ur þeim þungum áhyggjum. Þeir telja að lækkunin nú bæti gráu ofan á svart því verðið lækki mikið frá í fyrra og var þó lágt þá. Komandi vertíð veldur sjómönnum áhyggj­ um þar sem fullkomin óvissa ríkir um markað fyrir hrognin. Talið er að margir sjómenn muni hreinlega láta hjá líða að stunda grásleppu­ veiðar í vor þar sem þær svari ekki kostnaði. Fjórðungs verðfall miðað við í fyrra Valentínus Guðnason í Stykkis­ hólmi gerir út smábátinn Frið­ borgu SH. Hann á sæti í svokallaðri grásleppunefnd Landssambands smábátaeigenda þar sem fjallað er um hrognkelsaveiðarnar. „Það er óvissustaða varðandi verðlagsmálin á grásleppunni og þá helst hrogn­ unum sem eru jú aðal verðmætin. Verðið sem okkur er boðið núna er 25 prósentum lægra en í fyrra. Ofan á það kemur síðan að veiðidögum fjölgar ekki frá síðasta ári. Okkur þótti að hungurmörkin á þessum veiðiskap væru í fyrra. Þá var verðið 200 krónur fyrir kílóið af óslægðri grásleppu. Nú eigum við að fá milli 150 og 160 krónur fyrir kílóið af henni,“ segir hann. Fylgjast með þróun mála Valentínus bendir á að þetta þýði að milli 70 og 75 þúsund krónur muni fást fyrir tunnuna af söltuðum hrognum. Þessa dagana fylgjast grá­ sleppukarlar grannt með tíðindum af verðlagsmálum í nágrannalönd­ unum. „Við erum að heyra að lág­ marksverðið í Noregi verði 89.000 krónur fyrir tunnuna. Grænlend­ ingar hafa enn ekki ákveðið verð. Þeirra veiðar eru því ekki hafnar. Þeir róa ekki fyrr en verð liggur fyr­ ir. Síðan veit enginn hvað þeir munu veiða. Mjög mikið af hrognkels­ um eru farin að veiðast við Græn­ land. Þær veiðar hafa klárlega áhrif á markaðinn. Í fyrra greiddu kaup­ endur á Grænlandi sjómönnum þar hærri verð heldur en við fengum í fyrra hér á Íslandi. Það hefur allt­ af verið talið að hrognin okkar séu best. Ég veit að það er rétt. Í augna­ blikinu erum við hér á Íslandi samt að fá lægsta verðið. Við höfum þó oft fengið toppana þegar þeir hafa verið, það er hæsta verðið.“ Liggja nú undir feldi Aflabrögðin á vertíð síðasta árs voru góð og björguðu þá afkom­ unni rétt fyrir horn. „Það voru flestir með 15 til 20 tonn á ver­ tíðinni. Það sem ég hef heyrt af veiðum fram til þessa er að menn hafi veitt vel af grásleppu til dæm­ is í Faxaflóa. Hins vegar hafa afla­ brögð verið mjög dapur norðan­ lands nú í vor.“ Valentínus segist eiga fylli­ lega von á því að á landsvísu muni margir láta hjá líða að fara á grásleppuveiðar í ár því afkoman verði svo léleg. „Ég býst við að það verði minni heildarveiði í ár en í fyrra vegna þess að það verða færri bátar sem róa. Við hérna í Stykk­ ishólmi sem stundum veiðar við innanverðan Breiðafjörð erum að hugsa málin. Samkvæmt reglum megum við ekki byrja veiðar fyrr en 20. maí og við róum ekkert utar í Breiðafirði. Hérna eru fjölmarg­ ir með leyfi til grásleppuveiða. Menn eru að velta því fyrir sér að fara bara beint á strandveiðar. Þó á ég nú frekar von á því að þorr­ inn af þeim sem voru á grásleppu láti sig hafa það að fara aftur þó þetta sé komið niður fyrir hung­ urmörk.“ mþh Neta­ og dragnótabáturinn Magn­ ús SH 205 frá Hellissandi hefur nú stundað netaveiðar við Snæfells­ nes um rúmlega tveggja vikna skeið eftir að báturinn kom úr viðamikl­ um breytingum hjá Skipasmíða­ stöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Sigurður V. Sigurðsson skipstjóri og útgerðamaður segist himinlif­ andi með Magnús SH eftir endur­ nýjunina. „Báturinn er alveg meiri­ háttar. Það eru frábærar hreyfingar í honum eftir breytingarnar. Hann er svo skemmtilega rólegur og mjúk­ ur. Þetta er mikil breyting til batn­ aðar. Þeir eiga heiður skilinn fyrir þetta hjá Þorgeir & Ellert. Allt virk­ ar fullkomlega. Þeir hafa skilað frá­ bærri vinnu,“ sagði Sigurður ný­ stiginn á land í Rifi eftir dagróður í liðinni viku. Ánægðir á veiðum Áhöfnin á Magnúsi er fegin að vera komin aftur til veiða á bátnum eftir eins árs hlé. Hann brann sem kunn­ ugt er í skipasmíðastöðinni í fyrra­ sumar og afhending hans tafðist því um marga mánuði. „Það er æðislegt að vera kominn á veiðar. Bara gam­ an. Mér finnst fiskiríið svipað núna og það var í fyrra. Það er nóg af stóra þorskinum. Þorskurinn virðist svo­ lítið blandaðri en í fyrra. Við fáum meira af fiski undir sjö kílóum. Það er jákvætt. Við erum hérna úti í Flá­ kakantinum og út af Ströndinni sem við köllum. Það er bara hér vestur af Rifi,“ sagði Sigurður. Eins og hjá öðrum netabátum við Snæfellsnes þá hafa aflabrögðin verið góð á þorskinum. „Við höfum bara lagt á morgnana og ekki lát­ ið netin liggja úti yfir nótt nema kannski svona tvær trossur til að eiga að morgni þegar við komum út. Annars er bara dregið samdæg­ urs. Með þessu erum við að reyna að fá betri fisk.“ Áhöfnin á Magnúsi SH fer á dragnót í enda þessa mánaðar eða í byrjun maí. Til að undirbúa það var bátnum siglt til Akraness um liðna helgi þar sem unnið var að lokafrá­ gangi við dragnótarbúnaðinn. „Við þurfum að ná kolanum og ýmsum aukategundum. Annars eigum við nógan kvóta eftir. Það verður von­ andi nóg að gera hjá okkur út þetta kvótaár að ná þessu.“ mþh Stofnar þorsks og ýsu virðast í nið­ ursveiflu ef marka má nýjustu stofn­ mælingar Hafrannsóknastofnunar. Í liðinni viku sendi stofnunin frá sér tilkynningu um niðurstöður úr svo­ kölluðu togararalli að vori sem far­ ið var í allt umhverfis landið dag­ ana 25. febrúar ­ 21. mars síðastlið­ inn. Minna fannst af þorski en í sam­ bærilegum mælingum síðustu tveggja ára. Svipað fannst af ýsu og undan­ farin fjögur ár. Vísbendingar eru um að nýjasti árgangur ýsunnar sé léleg­ ur eins og reyndar allir árgangar frá 2008. Mest af þorski fyrir norðan og austan Stofnvísitala þorsks gefur nú eftir og mældist lægri en undanfarin tvö ár. Vísitalan nú er samt sem áður með þeim hærri frá 1985 sem bend­ ir til þess að stofninn sé betur á sig kominn í dag en oft áður undanfar­ in 30 ár. Hafrannsóknastofnun segir að vísitalan nú sé drifin uppi af þorski lengri en 50 cm. Lækkunina á henni nú megi að einhverju leyti rekja til þess að minna fannst af þorski lengri en 80 cm. Einnig munu árgangar 2010 og 2012 vera slakir. Mest fékkst af þorski úti fyrir Norður­ og Aust­ urlandi. Minna veiddist á Vestfjarða­ miðum og úti fyrir Suðausturlandi en undanfarin ár. Yngsti þorskárgangurinn lélegur Fyrsta mat á 2013 árgangi þorsks bendir til að hann sé lítill. Hann kemur í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011 og lélegra ár­ ganga 2010 og 2012. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækk­ andi undanfarin ár. Meðalþyngd eins til sex ára þorsks er hinsvegar undir meðaltali. Magn fæðu í þorskmög­ um var svipað og árin 2010­2013, en hlutfall loðnu lægra. Loðnan var þó lang mikilvægasta bráð þorsks­ ins. Hún fannst í þorski víðast hvar við landið. Mest var af loðnu í þorsk­ mögum grunnt út af Vestfjörðum, í Faxaflóa og við sunnan­ og suðvest­ anvert landið. Ýsustofninn dalar enn og steinbítur í lægð Stofnvísitala ýsu hækkaði verulega á árunum 2002­2006 í kjölfar góðr­ ar nýliðunar. Hún dalaði svo hratt næstu fjögur árin þar á eftir. Vísital­ an í ár er svipuð því sem verið hef­ ur í vorralli frá 2010. Lengdardreif­ ing ýsunnar sýnir að ýsa minni en 55 cm er undir meðaltali í fjölda. Stærri ýsan er hins vegar yfir meðaltali. Að sögn Hafrannsóknarstofnunar eru ákveðnar vísbendingar um að ýsuár­ gangar frá og með 2008 séu léleg­ ir. Það gildir einnig um þann yngsta frá því í fyrra. Ekki hefur áður feng­ ist eins mikið af 11 ára ýsu í vorralli og er þar um að ræða stóra árgang­ inn frá 2003. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land. Meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Þetta er svipuð dreifing og verið hefur undan­ farin ár en mikil breyting frá því áður. Árin 1985­1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu við sunnanvert land­ ið. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hef­ ur farið hækkandi síðustu þrjú ár. Ýsa 8 ára og eldri er þó enn undir með­ alþyngd. Fremur lítil fæða var í ýs­ umögum. Loðna var tæplega helm­ ingur hennar. Stofnvísitala steinbíts mældist lág fimmta árið í röð. Hún er þó að þokast upp á við frá því hún mældist lægst 2010. Fjöldi steinbíts stærri en 70 cm var yfir meðallagi, en lítið fékkst af 25 ­ 60 cm steinbít. Mest fékkst af steinbít á Vestfjarðamiðum og í innanverðum Faxaflóa. Nánar má fræðast um helstu nið­ urstöður togararallsins á hafro.is. mþh Himinlifandi með Magnús SH Komið inn til hafnar í liðinni viku. Skipstjórinn er afar ánægður með skipið eftir breytingarnar. Línuritið sýnir stofnvísitölu þorsks í vorralli 1985-2014 og haustralli 1996- 2013. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna staðalfrávik í mati á vísitölunum. Eins og sjá dalar vísitalan nú í vorrallinu. Þorskurinn dalar í stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar Mikil og góð þorskveiði hefur verið í net báta við Snæfellsnes í vetur. Nú benda niðurstöður togararalls Hafró til að komið sé bakslag í vöxt þorskstofnins við landið. Þessi mynd var tekin í vetur af netadrætti hjá áhöfninni á Bárði SH. Grásleppukarlar horfa til vertíðar með ugg í brjósti Vorboðinn ljúfi, grásleppan, hefur fallið mikið í verði frá síðasta ári. Valentínus Guðnason gerir út bát til grásleppuveiða frá Stykkishólmi. Hann var um árabil skipstjóri á stærri bátum svo sem Gullhólma SH og Þórsnesi SH.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.