Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 15

Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Í síðust viku var unnið við uppskip­ un á salti í Stykkishólmi. Starfs­ menn Ragnars og Ásgeirs ehf. sjá um löndunina ásamt fleirum. Salt­ sekkirnir eru hífðir upp úr skipinu og vegur hver hífing átta tonn. Í einni hífingunni fór gerðist það að bryggjan við Skipavík hreinlega gaf sig undan þunganum. Stoðin und­ ir kranabílnum hrundi niður og við það sveiflaðist farmurinn harkalega til hliðar. Sem betur fer var enginn verkamaður fyrir því þá hefði getað farið illa. Allt slapp þetta því til en verkið tafðist lítillega meðan kran­ inn var færður á betri stað. tfk Upphaf grásleppuveiða í Faxa­ flóa lofar góðu þegar aflabrögð eru annars vegar. „Það er mikið betri grásleppuveiði hér sunnan Snæ­ fellsness í ár heldur en var í fyrra. Við erum með netin hér inn af Arn­ arstapa, inn með ströndinni. Í dag fengum við tvö og hálft tonn af grá­ sleppu. Í gær voru það þrjú tonn og hið sama í fyrradag,“ sagði Arnar Kristinsson skipstjóri og útgerða­ maður Kidda RE 89 þar sem hann vann á dögunum við löndun á Arn­ arstapa. Það eina sem er í boði Þeir róa tveir saman á Kidda RE. „Við erum búnir að vera á grá­ sleppuveiðum í eina viku. Það hef­ ur gefið til róðra alla vikuna þann­ ig að við erum búnir með sex daga af þeim 32 sem við megum stunda grásleppuveiðar í ár,“ sagði Arnar. Netin sem Kiddi RE er með eru alls 7.500 metrar á lengd. „Þetta er það sem reglugerðin leyfir í ár. Alls eru þetta 111 net hjá okkur.“ Líkt og aðrir grásleppukarlar er Arnar mjög óhress með verðið sem fæst fyrir grásleppuna og hrognin í ár. „Það er alla vega 20 prósentum lægra en í fyrra. Eina ástæðan fyr­ ir því að við erum að þessum veið­ um nú er að þetta er þó betra en að sitja aðgerðalaus heima. Það er ekkert annað í boði sem hægt er að róa eftir á þessum árstíma.“ Norðmenn leita í lága verðið á Íslandi Arnar sagði að verðið á Íslandi til sjómanna væri svo lágt núna að hann væri búinn að heyra að kaupendur í Noregi ætli ekki að kaupa hrogn af eigin sjómönnum þar í landi. Þeir ætli heldur að fara bara til Íslands og kaupa þau hér. „Norska fisksölu­ samlagið, Norges Råfisklag, fastset­ ur lágmarksverð á fiski til sjómanna þar sem ekki má fara niður fyrir. Það setti lágmarksverð á grásleppu með hrognum til norskra sjómanna töluvert hærra en við erum að fá hér á Íslandi. Kaupendunum í Nor­ egi þykir lágmarksverðið of hátt og segjast bara ætla að kaupa hér á Ís­ landi í staðinn. Hér fáist þau ódýrt. Þetta er svona maður.“ Urðu frægir á síldinni Þeir á Kidda RE komust í fréttirnar snemma í vetur. Það var þegar þeir Arnar og félagi hans sigldu á trillu innfyrir brúna yfir Kolgrafafjörð og sönnuðu að síldin væri gengin inn­ fyrir hana til vetrardvalar í firðinum. Fregnin olli miklu írafári sem náði hámarki þegar reynt var að reka síld­ ina út aftur með því að varpa litlum sprengjum í sjóinn. Kidda RE var haldið til síldveiða í allt fyrrahaust og framyfir áramót. Alls veiddust 75 tonn af síld á bátinn. „Við hættum á síldinni í janúar þegar kaup­ endur vildu ekki meira. Síðan höf­ um við ekki gert neitt fyrr en við fór­ um á grásleppuna núna. Helsti kost­ urinn við síldveiðarnar í lagnetin er að veiðarfærakostnaðurinn er alger­ lega í lágmarki. Olíukostnaðurinn er sömuleiðis lítill. Þetta gerði það fyrst og fremst að verkum að það var hægt að hanga á þeim veiðum á meðan við höfðum kaupendur að aflanum.“ Stefna á makrílinn í sumar Þegar grásleppuveiðunum lýkur tekur væntanlega við nýtt hlé frá Holan eftir kranafótinn. Ljósm. rsg Bryggjudekkið gaf sig undan þunganum Góð grásleppuveiði við sunnanvert Snæfellsnes veiðum. „Við stefnum svo á makríl í sumar. Annars hef ég alltaf verið á skötusel á sumrin. Nú fær mað­ ur engan kvóta í því lengur. Það er búið að skerða skötselskvótann svo mikið. Ég var á skötuseln­ um í fyrrasumar en hætti því um verslunarmannahelgina. Við drif­ um okkur þá á makrílinn. Það var í fyrsta sinn sem ég stundaði veið­ ar á honum. Við náðum þannig að fjárfesta í búnaði til veiðanna og prófa okkur áfram. Þannig að við verðum tilbúnir fyrir vertíð í sumar. Annars veit maður ekk­ ert hvernig fyrirkomulag verður á makrílveiðunum. Við sem gerum þessa báta út fáum aldrei að vita neitt fyrr en á síðustu stundu,“ sagði Arnar Kristinsson á Kidda RE 89. mþh Hrognkelsunum landað úr Kidda RE í vorblíðunni á Arnarstapa. Arnar Kristinsson önnum kafinn á löndunarkrananum. Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Skattlagning hins opinbera Húseignir og lóðir Hlutdeildarfélög Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Bundin innlán og aðrar fjárfestingar Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára Tryggingafræðileg staða Nafnávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun séreignardeildar Kröfur á viðskiptamenn Aðrar eignir Viðskiptaskuldir Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður Björg Bjarnadóttir Garðar K. Vilhjálmsson Guðrún Hafsteinsdóttir Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Ólafur S. Magnússon Gylfi Jónasson Fjárfestingar: Annað: www.festa.is Hækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign frá fyrra ári: Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: Fjárfestingar: 2013 í milljónum króna 4.755 2.550 7.787 99 102 0 15 12 33.564 52.282 3.418 15 9,5% 5,5% 2,0% 1,7% -3,8% 9,7% 5,7% 1.024 584 (1.525) 9.791 79.598 89.388 89.305 83 89.388 4.334 2.283 7.867 99 96 5 15 12 28.912 47.514 3.163 40 11,0% 6,0% -3,2% 2,2% -7,0% 9,6% 4,7% 903 872 (1.833) 9.717 69.881 79.598 2012 í milljónum króna Annað: Hrein eign til greiðslu lífeyris: Efnahagsreikningur Breytingar á hreinni eign Afkoma Festu lífeyrissjóðs Ýmsar kennitölur Dagskrá ársfundar 2014 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál, löglega upp borin Ársfundur 2014 Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Fundarstörf hefjast kl. 18:00 (59) 79.598 79.656

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.