Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Side 18

Skessuhorn - 15.04.2014, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Við Kleppjárnsreykjadeild skólans vantar starfsmenn í eftirfarandi störf fyrir næsta skólaár: Starf aðstoðarmatráðs. Starf stuðningsfulltrúa í afleysingu til 1. nóvember. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum og ungmennum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ Staða húsvarðar/umsjónamanns eigna GBF. Um er að ræða 80% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðmenntun. Umsækjandur þurfa að geta hafið störf 15. ágúst 2014. Laun samkvæmt kjarasamningi LS og viðkomandi stéttafélags. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2014. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7302 netfang; inga@gbf.is Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir laus störf til umsókna S K E S S U H O R N 2 01 4 Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Tvo kennara vantar í fullar stöðu að Kleppjárnsreykjadeild skólans vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á unglingastigi. Æskilegar kennlugreinar eru: náttúrufræði, erlend tungumál og stærðfræði. Einnig vantar kennara í hálfa stöðu í list -og verkgreinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum og ungmennum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262 / 433-7302 netfang; inga@gbf.is Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár S K E S S U H O R N 2 01 4 Nokkrir starfsmenn Faxaflóahafna sigldu síðastliðinn fimmtudag frá Akranesi í Borgarnes. Tilgangur siglingar þeirra var að kanna sigl­ ingaleiðina að Borgarneshöfn, en til þess notuðu þeir lóðsbátinn Þjót sem smíðaður var á Akranesi árið 1991. Þrátt fyrir norðvestan stinn­ ing framan af morgni gekk sigling­ in í Borgarnes vel og tók liðlega tvær klukkustundir. Á hafnarbakk­ anum tók Páll Brynjarsson sveitar­ stjóri á móti áhöfn Þjóts og í fram­ haldi var skipasmíðaaðstaða Þor­ steins Mána skoðuð. Að því loknu var haldið aftur á Akranes í rjóma­ blíðu og þangað komið síðla dags, en Þjótur hélt síðan áfram og að­ stoðaði flutningaskipið Wilson Sky sem hafði lokið við að landa áburði á Akranesi og beið brottfarar. Í frásögn á heimasíðu Faxaflóa­ hafna af ferðinni segir að lærdóm­ urinn af siglingunni í Borgarnes sé talsverður. Ljóst er að siglinga­ merki beina sjófarendum ekki rétta leið að höfninni síðasta spölinn. Ef siglt er í merkjum má reikna með að strjúka sandbotn á fjöru. Sigl­ ingakort eru ófullnægjandi fyrir sjófarendur og dýptarmælingar úr­ eltar. Miklir straumar eru við Borg­ arneshöfn og því afar mikilvægt að sjófarendur gæti sérstakrar var­ úðar og einnig gagnvart skerjum á leiðinni, sem reyndar má auðveld­ lega forðast með aðgát. „Nú verð­ ur gengið í að bæta upplýsingar um dýpi og innsiglinguna og lag­ færa siglingamerki. Þeir sem áhuga hafa á að sigla í Borgarnes skulu undantekningalaust hafa samband við hafnsögumenn Faxaflóahafna sf. og staðkunnuga menn sem hafa reynslu af siglingum í Borgarnes­ höfn,“ segir í greininni á heimasíðu Faxaflóahafna. Þar segir einnig að hér á árum og áratugum áður voru siglingar tíðar í Borgarnes með ýmis konar varning og fólk, auk þess sem þar var starf­ andi útgerðarfélagið Grímur, sem gerði út hið kunna aflaskip Eldborg. M.a. voru Borgfirðingar lykilmenn í stofnun Skallagríms hf., sem m.a. gerði út frá sjötta áratugnum þrjár ferjur, sem báru nafnið Akraborg. Eftir gerð Borgarfjarðabrúar dró verulega úr siglingum í Borgarnes, en þó komu þangað nokkur skip m.a. með olíu, en síðustu ár hafa siglingar þangað nánast lagst af. Þar eru þó nú nokkrir smábátaeig­ endur sem gera út frá Borgarnesi, að ógleymdri bátasmíði Þorsteins Mána Árnasonar í Brákarey. þá Eigendur Hótels Hellissands ætla að opna veitingahús í Ólafsvík þann 1. maí næstkomandi. Það er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins þar sem áður var rekinn Kaffi Belgur. Hætt var rekstri Kaffi Belgs í desember síðastliðnum og hefur húsið stað­ ið autt síðan. Nýja veitingahúsið á að heita Hraun. Það mun taka 70 manns í sæti og verður opið allt árið um kring. „Við höfum gert langtíma leigu­ samning um húsnæðið. Þarna verður á boðstólnum matur fyr­ ir alla fjölskylduna með áherslu á hráefni úr Breiðafirði, það er bæði fiskmeti og skeldýr. Nú erum við að vinna við að gera húsnæðið klárt að innan og setja okkar svip á það,“ segir Jón Kristinn Ásmunds­ son hótelstjóri á Hótel Hellissandi í samtali við Skessuhorn. Jón Kristinn segir að húsið sé mjög spennandi fyrir veitingarekst­ ur. Það er mjög fallegt og stend­ ur á besta stað í bænum niður við höfnina. „Þarna er hótel handan við götuna. Hinum megin er upp­ lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og fjörugt líf blasir við á hafnar­ svæðinu. Svo höfum við fossinn á bak við okkur og ána sem rennur framhjá.“ Vel tekið af heima- mönnum Alls verða fimm starfsmenn í fullu starfi á hverjum tíma á veitinga­ staðnum. Starfsmenn verða þó mun fleiri þar sem veitingastaður­ inn verður opinn alla daga vikunn­ ar og á kvöldin yfir sumartímann. Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarð­ arhéraði gefur út fréttabréf sem það kallar Smalinn. Það er nú í aprílmánuði að koma út í fjórtánda sinn. Reyndar er þetta fréttabréf orðið veglegasta blað. Í fyrstu var það einungis sent til félagsmanna eins og fram kemur í grein Þór­ hildar Þorsteinsdóttur ritstjóra þar sem hún fylgir þessu blaði úr hlaði. Hún segir þar, að svo fóru menn að hugsa stærra og út fyrir rammann og koma Smalanum í meiri dreif­ ingu. Árið 2006 var farið að senda hann inn á öll lögbýli í Mýra­ og Borgarfjarðarsýslu. Einnig var þeim sem tóku á móti borgfirsk­ um bændum í vorferðum félags­ ins fært eintak. Þannig fór Smalinn að dreifast um landið og fór fólk að hringja eftir nýju eintaki árið eftir. Árið 2007 voru prentuð 850 eintök sem var dreift m.a til aðalfunda­ fulltrúa LS. Árið 2013 var svo öll­ um eintökum Smalans sem til eru rafræn komið inn á heimasíðu LS saudfe.is og þar er hægt að nálgast öll blöð frá árinu 2002 en blaðið frá 2001 er ekki til í fórum félagsins. Nýjasta blað Smalans er 40 síð­ ur. Þar eru greinar svo sem: FSB frá aldamótum eftir Eyjólfur Ingvi Bjarnason sauðfjárræktarráðunaut RML, Vísitala lambalæriskostn­ aðar eftir Sigurð Eyþórsson fram­ kvæmdastjóra LS, Frá Hesti, nið­ urstöður skýrsluhaldsins 2013 eft­ ir Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Landbúnaðarháskóli Íslands, Af­ kvæmarannsóknir í Borgarfirði 2013 og breytingar á vinnulagi eft­ ir Árna Brynjar Bragason, sauðfjár­ ræktarráðunaut RML. Háhóll er heimsóttur og viðtal við bændur þar eftir Magnús Þór Hafsteinsson hjá Skessuhorni og Þórhildi Þor­ steinsdóttir. Af mönnum og hrút­ um í Reykholtsdal eftir Vigfús Pét­ ursson Hægindi, er kafli sem Fúsi skráði í febrúar 2005. Þá eru ítar­ legar skýrslur um afurðir og kjöt­ mat hjá borgfiskum sauðfjárbænd­ um í Smalanum. þá Smalinn kominn út í fjórtánda sinn Nýtt veitingahús opnað í Ólafsvík Jón Kristinn segist reikna með að 15 manns muni alls koma að rekstr­ inum, bæði í heilum störfum og hlutastörfum. „Næsta vetur reikn­ um við svo með að sinna þessu mik­ ið sjálf, ég og eiginkona mín Katrín Hjartardóttir. Þá verður væntanlega rólegra yfir þessu. Í skammdeginu munum við ekki hafa opið á kvöldin eins og yfir sumartímann, nema þá um helgar.“ Hann segir ánægjulegt að finna hve íbúar í Ólafsvík hafi sýnt því mikinn áhuga að nú standi til að opna veitingastað í þessu hús­ næði. Það sé mikil og góð hvatn­ ing. „Við höfum fengið afskaplega góðar móttökur. Greinilegt er að fólk er spennt fyrir þessu. Fólk hef­ ur séð að við erum að vinna í hús­ inu og það hefur komið til okkar og boðið fram hjálp.“ Mjög góðar horfur fyrir sumarið Af rekstri Hótels Hellisands segir Jón Kristinn það helst að frétta að hann hefur gengið mjög vel í vet­ ur. „Besti vetur frá upphafi rekstr­ ar hótelsins. Janúar og febrúar voru mjög góðir. Við erum að sjá mikla aukningu af ferðamönnum sem skipuleggja sínar ferðir sjálf. Þau fara á netið og leita sér upplýsinga, leigja kannski bílaleigubíl og ferðast svo um sjálfstætt. Þetta eru öðru­ vísi ferðamenn en þau sem koma í hópum og þá gjarnan í skipulögð­ um ferðum. Nú í vetur var algengt að hingað kæmi fólk sem var að ljósmynda. Þau vilja mynda vetr­ arnáttúruna, veðrabrigðin, brimið við ströndina, norðurljósin og þess háttar. Þetta er afar vel útbúið fólk sem kemur til Snæfellsness og dvel­ ur þar.“ Bókanir líta svo vel út fyrir sum­ arið. „Þetta lítur æðislega vel út. Hér á Hellissandi er líka ánægjuleg aukning í ýmsum viðburðum svo sem ættarmótum og öðrum sam­ komum. Ég á von á því að sumarið verði mjög skemmtilegt,“ segir Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri á Hótel Hellissandi og veitingamað­ ur á Hrauni í Ólafsvík. mþh Í þessu húsi í Ólafsvík mun veitingastaðurinn Hraun opna 1. maí næstkomandi. Lærdómsrík sigling í Borgarnes hjá starfsmönnum Faxaflóahafna Frá heimsókn hafnarstjóra, skipverja á lóðsinum og móttökunefndar í Borgarnesi. Ljósm. Faxaflóahafnir. Brákarey og höfnin.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.