Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 19

Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Framkvæmdir við endurgerð Akratorgs á Akranesi eru nú í hámarki, en gert er ráð fyrir að lokið verði við verkið fyrir þjóðhá- tíðardaginn í júní. Seinnipartinn á föstudaginn leit torgið svona út. Styttan af sjómanninum sem færð var tímabundið meðan sökkullinn undir henni var lækkaður, er komin á sinn stað aftur. Búið er að brjóta upp götuna næst torginu og smám saman fer síðan að komast rétt mynd á torgið. mm/ Ljósm. mþh Á fundi í háskólaráði Háskóla Ís­ lands 10. apríl síðastliðinn var m.a. fjallað um málefni Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Málið var rætt ítarlega og sam­ þykkti háskólaráð einróma svo­ hljóðandi ályktun: „Háskólaráð Háskóla Íslands tel­ ur mikilvægt að mörkuð sé stefna um ábyrgð og hlutverk Íslendinga í fæðuframleiðslu, nýtingu lands, sjávar, vatns og annarra auðlinda. Mikilvægt er að slík stefna byggi á rannsóknum, nýsköpun og sjálf­ bærni. Samkvæmt spá Matvæla­ og landbúnaðarstofnunar Samein­ uðu þjóðanna (FAO) er gert ráð fyrir að á næstu 35 árum þurfi að auka matvælaframleiðslu í heimin­ um um 70% til að sjá farborða vax­ andi fjölda fólks og koma til móts við breyttar neysluvenjur. Háskóli Íslands leggur áherslu á að vís­ indastarfsemi á sviðum lífvísinda, búvísinda, matvæla­ og næring­ arfræði, matvælaverkfræði, auð­ lindahagfræði, sjávarrannsókna, umhverfisfræði og landnýting­ ar verði efld til að skapa grund­ völl fyrir sókn. Háskólaráð telur að fjármagn sem varið er til þess­ ara málaflokka sé þjóðhagslega mjög arðbær fjárfesting, og mik­ ilvægt að veita dreifðum kröftum í einn farveg. Háskólaráð hvetur því alla sem kjósa uppbyggingu og sókn til framfara til að skoða áfram með opnum huga þau tækifæri sem kynnu að skapast með sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnað­ arháskóla Íslands. Verði ákvörðun tekin um sam­ einingu háskólanna er háskóla­ ráð Háskóla Íslands reiðubúið að vinna að því að ofangreind mark­ mið nái fram að ganga á núver­ andi starfsstöðvum háskólanna, í samræmi við bókun ráðsins frá 7. nóvember 2013.“ mm Stjórn samtakanna Landsbyggð­ in lifi samþykkti nýverið ályktun þar sem mótmælt er harðlega hug­ myndum um sameiningu Land­ búnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands: „Stjórnin leggst alfarið gegn hugmyndum um sameiningu Land­ búnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskóla Íslands. Stjórnin tel­ ur að sú hugmynd sé andstæð vald­ dreifingu og fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni. Stjórnin hafn­ ar órökstuddum málflutningi um að fræðilegur styrkur muni aukast með sameiningu. Reyndin muni verða sú að fræðilegi hlutinn muni í meira mæli flytjast í Vatnsmýrina á kostnað skólanna á landsbyggðinni og lækka þar menntunarstig með þekktum afleiðingum. Þá harm­ ar stjórnin þau ósæmilegu vinnu­ brögð og hótanir að bjóða annars vegar viðbótar fjármuni ef að sam­ einingu verði en niðurskurð ella.“ mm Allt á rúi og stúi í kringum sjómanninn Háskólaráð HÍ ályktar um sameiningarmál Landsbyggðin lifi leggst gegn sameiningu háskóla Reykholtsprestakall Verið innilega velkomin S K E S S U H O R N 2 0 1 4 17. apríl Skírdagur Reykholt kl. 14 Ferming 18. apríl Föstudagurinn langi Reykholt kl. 22 19. apríl Aðfangadagur páska Reykholt kl. 23 Páskavaka: Prestar Reykholts- Hvanneyrar- og Stafholtsprestakalla standa að athöfninni. 20. apríl Páskadagur Gilsbakki kl. 11 20. apríl Páskadagur Reykholt kl. 14 Athugið að messa í Síðumúla á 2. páskadag fellur niður Helgihald um páska í Reykholtsprestakalli - Grímshúsfélagið - Aðalfundur Grímshúsfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. apríl 2014 kl. 20:00. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkv. 11. gr. laga Grímshús-1. félagsins. Samkomulag við Borgarbyggð.2. Innanhússhönnun og nýtingaráform Grímshúss.3. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. - Grímshúsfélagið - Hótel Hellissandur - Klettsbúð 9 - 360 Hellissandur Sími 430 8600 - Fax 430 8601 - hotelhellissandur@hotelhellissandur.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.