Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 20

Skessuhorn - 15.04.2014, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Á föstudaginn langa verður stór­ viðburður í lífi Guðnýjar Baldvins­ dóttur í Borgarnesi, eða Guðnýjar frá Grenjum eins og hún er gjarn­ an kölluð. Þá fagnar Guðný aldar­ afmæli sínu en hún fæddist 18. apríl 1914. Foreldrar hennar hétu Bald­ vin Jónsson (1874­1964) og Ben­ ónýja Þiðriksdóttir (1872­1969) og átti Guðný sjö systkin, bræðurna Eirík, Guðjón, Magnús og Þið­ rik og systurnar Helgu, Þuríði og Ólöfu. Öll eru þau látin. Guðný ber aldurinn afar vel á aldarafmælinu, er við góða heilsu og býr enn í eigin húsnæði við Böðvarsgötu í Borgar­ nesi. Þar hefur hún búið undanfar­ in 30 ár. Guðný sækir félagsskap og ýmsa þjónustu af og til í Brákarhlíð en þangað reynir hún að fara fót­ gangandi að minnsta kosti tvisvar í viku. Þessu hafa ófáir Borgnesingar tekið eftir á liðnum árum og hafa margir fyllst aðdáun á kraftinum í henni. Heimsóknirnar í Brákarhlíð eru þýðingarmiklar fyrir hana, enda sé eitt meginmarkmið þeirra að lesa upp úr Bændablaðinu fyrir Friðjón Helgason frænda sinn frá Helga­ stöðum í Hítardal. Unga fólkið mætti hægja á sér Í jólablaði Skessuhorns 2011 birt­ ist ítarlegt viðtal við Guðnýju þar sem hún lýsti aðstæðum sínum í uppeldinu og kjörum fólks á fyrstu áratugum síðustu aldar. Margt afar athyglisvert kemur þar fram. Nú í vikunni fékk síðan Guðný að nýju heimsókn blaðamanns Skessu­ horns og spurði hana nú út í heils­ una og sitthvað fleira á þessum merku tímamótum. Guðný svar­ aði því til að hún pældi ekki mikið í tímamótunum sem slíkum. Fyrir henni væri þetta eins og hver ann­ ar afmælisdagur. Hinu leyndu hún þó ekki, að langlífið væri sennilega að stórum hluta góðri heilsu að þakka. Mundi hún varla eftir því að hafa orðið veik, einungis 2­3 daga af völdum mislinga fyrir mörgum árum. Hún sagði heilsulánið vera ákaflega þakkarvert og væri dýr­ mætt fyrir sig að geta enn gengið um og hreyft sig. Gangan hafi allt­ af verið henni mikilvæg heilsubót. Um samtímann segir Guðný að tímarnir séu vitaskuld breyttir frá því að hún var ung kona á Mýrum. Allt sé orðið einhvern veginn hrað­ ara og finnst henni margir vera að flýta sér meira en góðu hófi gegnir. Unga fólkið tali til dæmis hraðar og meira en það gerði áður fyrr. Það mætti alveg hægja ögn á sér, ekki síst til að tala betri íslensku. Þetta sé þó ekki algilt, en er algengt að hennar mati. Glöð að búa undir eigin þaki Spurð um áhugamál sín kveðst Guðný stundum grípa í prjóna en einnig reyni hún að lesa sér til ánægju. Þá horfir hún af og til á sjónvarpið og segir Útsvarið vera einn sinn uppáhalds þátt. Útvarp hlustar hún stundum á en spurð um Internetið segir hún að það svið sé henni afar framandi og ókunnugt. Reglulega fær hún heimsóknir frá ættingjum og þá lítur ein manneskja við í hverri viku til að aðstoða hana með þrif. Allt þetta sé henni mikil­ vægt og kveðst hún glöð yfir því að geta búið undir eigin þaki á Böðv­ arsgötunni með þessum hætti. Nægjusöm manneskja Guðný kveðst vera sveitamanneskja þegar hún er spurð hvernig hún lýsi sjálfri sér. Minnir blaðamann á að hún væri fædd og uppalinn í sveit á Mýrum og hafi búið þar stærstan hluta ævi sinnar, að Grenjum í 32 ár í heimahúsum og á Leirulæk sem ráðskona í 38 ár. Hún segist vera nægjusöm kona og hafi aldrei verið mikið fyrir það að eyða í óþarfa eða að öfundast út í það sem aðrir eiga. Þetta séu góðar dyggðir sem hafi reynst henni gott veganesti í lífinu. Hún hefur ætíð viljað borga skatta sínar og skyldur og rifjaði upp að nýverið var hún minnt á að þegar hún yrði 100 ára þyrfti hún ekki að greiða lengur fyrir akstur hjá ferða­ þjónustu eldri borgara hjá Borg­ arbyggð. Þetta áleit hún fjarstæðu enda sé hún engin ölmusumann­ eskja. Guðný ætlar því ótrauð að greiða sín fargjöld áfram þrátt fyrir að vera búinn að öðlast fríðindi sem fylgja því að hafa komast á aðra öld­ ina í aldri. Afmælisveisla á föstudaginn Afmælisveisla er framundan hjá Guðnýju sem hún lítur með eft­ irvæntingu til. Von væri á gest­ um víða að, meira að segja utan úr heimi. Veislan fer fram í Hjálm­ akletti í Borgarnesi frá klukkan 15­ 18 á föstudaginn og ætlar Guðný að bjóða öllum vinum og velunnurum til veislunnar. Hún afþakkar allar afmælisgjafir en bendir gestum á að söfnunarbaukur verður á staðnum til styrktar MND félaginu. hlh Þessa dagana skjóta fjölmargir ferðaþjónustuaðilar upp kollinum með aukna eða nýja þjónustu. Enda hefur umræðan um vaxandi fjölda ferðamanna varla farið fram hjá neinum. Einn þeirra sem bæst hefur í hóp ferða­ þjónustuaðila á Vesturlandi er rithöfundurinn og borg­ arlistarmaðurinn Þorgrímur Þráinsson. Í sumar mun hann bjóða erlendum ferðamönn­ um upp á ferðir um Snæfells­ nesið. Þjónustuna kallar hann „Morning 2 midnight“ eða morgunn til miðnættis en um er að ræða dagsferðir. „Þegar ég var að vinna fyrir hið opin­ bera tók ég oft erlenda gesti með mér í prívat túra á Snæ­ fellsnes. Þar sem ég er heima­ maður, frá Ólafsvík og alinn upp í Staðarsveit, þá hent­ ar það mjög vel að fara með fólk á mínar heimaslóðir þar sem ég þekki mig vel. Ég verð bara á mín­ um jeppa og fer á ólíka og fámenna staði og óvæntar uppákomur gætu dúkkað upp,“ segir Þorgrímur í samtali við Skessuhorn. Hann bæt­ ir því við að gestirnir hafi val um hvaða leið verði farin og að hann sé opinn fyrir öllu. „Þetta eru alveg prívat ferðir, sama verð óháð fjölda farþega. Ég er ekki að fara að safna saman alls konar fólki sem ekkert þekkist, heldur er þetta bara ég og jeppinn og svo er pláss fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Sem heima­ maður þekki ég enn flesta á svæð­ inu og veit að mér verður vel tek­ ið,“ segir Þorgrímur. Einlægt og afslappað En hvað kemur til að rithöfundur­ inn fer af stað með slíka hugmynd? „Ég hef gælt við það í nokkur ár að fara af stað með persónulega þjón­ ustu. Ég keypti meira að segja lénið ,,IcelandicSecrets“ fyrir nokkrum árum og mig hefur langað að gera eitthvað meira tengt þessu. Mig langar að bjóða útlendingum heim að borða, gefa þeim sem hafa áhuga á bókmenntum tækifæri til að ræða við íslenska rithöfunda, fara með þá í golfkennslu og svo framvegis. Ég tel að pers­ ónuleg upplifun og þjónusta sé það sem skiptir flesta mestu máli. Í sumar verð ég bara þessi „local guy,“ einlægt, af­ slappað. Það er mikill kost­ ur að vera heimamaður, með ólíka reynslu sem borgarlista­ maður, rithöfundur og lands­ liðsmaður í knattspyrnu. Ef ég sýni fjaðrirnar, geta skapast skemmtilegar umræður.“ Þorgrímur verður þó ekki á ferðinni á jeppanum fyrr en í sumar. „Ég get tæplega byrj­ að fyrr en í júní, er bundinn í vinnu en auðvitað renni ég al­ veg blint í sjóinn með þetta, er að­ allega að skemmta sjálfum mér. Ef ég get skemmt öðrum í leiðinni, er það frábært,“ segir Þorgrímur sem vinnur nú að nýrri skáldsögu sem kemur út í haust. „Það er saga sem heitir Hjálp og er fyrir eldri ung­ linga. Þetta er hröð spennusaga og kalla krakkarnir stanslaust á hjálp í bókinni,“ segir rithöfundurinn og ferðaþjónustuaðilinn Þorgrímur Þráinsson. grþ Þjóðræknisfélagið í samstarfi við utanríkisráðuneytið gengst fyr­ ir tveimur kynningarfundum hér á Vesturlandi á næstunni. Fjallað verður um Vesturfarana í léttu spjalli. Fyrri fundurinn verður í Borgarnesi fimmtudaginn 24. apríl en sá síðari á Reykhólum laugar­ daginn 3. maí. Fyrri fundurinn verður á Sögu­ lofti Landnámssetursins í Borgar­ nesi á sumardaginn fyrsta, 24. apríl klukkan 15:00. Rætt verður um að rækta tengsl við fólk af íslenskum ættum í Vesturheimi. Samkoman heitir „Vinir handan hafs, létt spjall um Vestur­Íslendinga.“ Þar mun Böðvar Guðmundsson rithöfund­ ur skyggnast bakvið leiktjöld bóka sinna sem fjalla um þessi tengsl. Þá mun Atli Ásmundsson fyrrver­ andi aðalræðismaður segja sögur af starfinu vestra. Jónína Erna Arn­ ardóttir tónlistarkennari stjórnar samkomunni. Loks mun Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra gera grein fyrir starfi Þjóðræknis­ félagsins. Fundurinn hefst klukkan þrjú og það eru allir velkomnir. Síðari fundurinn á Vesturlandi fer fram laugardaginn 3. maí klukk­ an tvö, í barnaskólanum á Reykhól­ um. Þar verður Karl Kristjánsson bóndi á Kambi fundarstjóri. Atli Ásmundsson fyrrum ræðismaður og þar áður meðal annars kennari á Reykhólum segir sögur af starf­ inu vestra. Guðrún Ágústsdóttir mun því næst fjalla um efnið „Vest­ urfaraskrá; brottfluttir úr Dalasýslu og Austur­Barðastrandarsýslu. Hverjir, hvert og hvernig?“ Svavar Gestsson mun segja frá Þjóðrækn­ isfélaginu og starfsemi þess. Að lokum verða ábendingar og fyrir­ spurnir. Líkt og á fundinum í Borg­ arnesi eru allir velkomnir. -fréttatilkynning Vinir handan hafs er heiti funda í Borgarnesi og á Reykhólum Á kortinu sést aðallandnámssvæði Íslendinga í Vesturheimi. Þarna eru vötnin tvö Vinnipegvatn og Mani- tobavatn. Á strönd Vinnipegvatns var Nýja-Íslands. Á kortinu má sjá íslensk örnefni sem setja enn svip sinn á þetta svæði í Kanada. Rithöfundur og knattspyrnukappi býður upp á ferðir um Snæfellsnes Þorgrímur býður upp á persónulegar ferðir um Snæ- fellsnesið í sumar, enda þekkir hann vel til á svæðinu. Mögulega verður boðið upp á ferðir í fjós. Þessi mynd var tekin af Guðnýju og systrum hennar þegar þær komu saman í Hægindi. Það merkilega við þessa mynd er að þetta var í eina skiptið sem þær hittust allar systurnar í einu á lífsleiðinni. Frá vinstri: Helga, Þuríður, Guðný og Ólöf Baldvins- dætur. Ljósm. Sólrún Konráðsdóttir. Er nægjusöm sveitamanneskja Guðný frá Grenjum verður hundrað ára á föstudaginn Guðný Baldvinsdóttir í betri stofunni heima á Böðvarsgötunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.