Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Á föstudaginn langa, 18. apríl, verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar fluttir í Hallgríms­ kirkju í Saurbæ af fjórum leik­ konum. Þær eru Helga E. Jóns­ dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Kon­ urnar fjórar flytja verkið í minn­ ingu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur sendi sálmana í eigin­ handarritum vorin 1660 og 1661. Þær voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Ein­ arsnesi og að lokum Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. Hall­ grímur fól þessum konum sálm­ ana í „forsvar“ og bað þær að sjá til þess að þeim yrði ekki „varp­ að undir bekk”. Í tengslum við flutninginn gefur Hallgrímskirkja í Saurbæ út bækling eftir Stein­ unni Jóhannesdóttur, Svoddan ljós mætti fleirum lýsa, þar sem rakin er saga kvennanna fjögurra og rýnt í ástæður Hallgríms fyr­ ir að velja þær sem umboðsmenn sína. Bæklingurinn verður af­ hentur öllum sem sækja flutning sálmanna í Saurbæ. Passíusálma­ flutningurinn á föstudaginn langa hefst klukkan 13:30 og stendur til 18:45. Umsjón hefur Stein­ unn Jóhannesdóttir. Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Pílagrímaganga Þennan sama dag verður svo farin svokölluð pílagrímaganga frá Leirárkirkju og að Hall­ grímskirkju í Saurbæ. Er áætl­ að að göngugarpar safnist sam­ an kl. 9.00 árdegis í Leirárkirkju þar sem fram mun fara stutt helgistund við upphaf göng­ unnar en síðan verður farið sem leið liggur inn Leirársveit­ ina og því næst í gegnum Svarf­ hólsskóg upp á Saurbæjarháls. Þaðan verður svo gengið niður að kirkjunni í Saurbæ og kom­ ið í hlað áður en lestur Passíu­ sálmanna hefst. Gangan er um 16,5 km að lengd og er áætlað að hún taki um þrjár og hálfa klukkustund. Um og yfir 30 manns hafa tekið þátt í göng­ unni á undanförnum árum, en þetta er í þriðja sinn sem hún verður farin. Þykir gönguleið­ in bæði þægileg yfirferðar og falleg, þannig að áhugafólk um gönguferðir ætti ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Ef frekari upplýsingar óskast um gönguna má hafa samband við umsjónarmenn hennar sem eru þau sr. Elínborg Sturludótt­ ir og sr. Flóki Kristinsson, segir í tilkynningu vegna pílagríma­ göngunnar og lestur passíusál­ manna. þá Óvíða er hefðin fyrir fótboltan­ um jafn sterk og á Akranesi. Sagt hefur verið að gengið í fótboltan­ um hafi mikil og greinileg áhrif á bæjarsálina. Sumir hafa meira að segja viljað ganga enn langra í þess­ ari greiningu og sagt að fylgni sé á milli gengi þjóðarbúsins íslenska og í knattspyrnunni á Akranesi. Það er fótboltasagnfræðingur Skaga­ manna Jón Gunnlaugsson sem hef­ ur haldið þessu fram nokkuð sann­ færandi að mörgum finnst. Reynd­ ar hefur Jón í þessum kenningum sínum einkum miðað við karlaliðið af Akranesi. Núna er staðan reynd­ ar þannig í fótboltanum í bænum að það verða konurnar sem spila í Pepsídeildinni næsta sumar, en ekki karlarnir. Þeir verða að gera sér að góðu að spila í 1. deild. Skagakonur unnu sæti í Pepsídeildinni síðasta haust þegar þær urðu í öðru sæti í deildinni á eftir Fylki sem sigraði í úrslitaleiknum. ÍA mætir einmitt Fjórar konur lesa Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ Frá æfingu í Saurbæ. Konurnar taldar frá vinstri: Arna Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Skagahjartað mun slá örar í sumar Spjallað við Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara kvennaliðs ÍA í fótboltanum Fylki í fyrsta leik í deildinni mið­ vikudaginn 14. maí nk. á Akranes­ velli. Áður mætast liðin í Lengju­ bikarnum í Akraneshöllinni. ÍA hefur staðið sig vel í þeirri keppni enn sem komið er. Hefur unnið tvö efstudeildarlið sannfærandi, fyrst FH 2:1 og síðan Aftureldingu 3:2, þar sem sigurinn átti að vera mun stærri. Góður mórall grundvallaratriði Magnea Guðlaugsdóttir þjálfar meistaraflokk kvenna hjá ÍA núna líkt og í fyrra. Aðspurð hvort að at­ hygli fótboltaáhugamanna á Skag­ anum muni beinast að kvennalið­ inu í sumar, þegar það spilar í efstu deild, segist hún vonast til þess að fólk fjölmenni á leiki og hvetji liðið. „Stelpurnar eru alla vega búnar að leggja gríðarlega mikið á sig í vet­ ur og það er hópur í kringum lið­ ið sem mætir á leikina og styður og hvetur liðið. Ég vona að það smiti út frá sér til fleiri. Við ætlum okk­ ur að setja okkar mark á Pepsídeild­ ina í sumar, ætlum ekki að hverfa þar. Við stefnum að því að verða spútnik liðið í deildinni og stríða bestu liðunum. Til að það takist þá þurfum við númer eitt að vera í mjög góðu formi og að mórallinn í liðinu sé góðu. Góður mórall er forsenda til að lið geti spilað vel og það leynir sér ekkert í spilamennsk­ unni þegar mórallinn er góður. Ef hann verður góður hjá okkur verð­ um við æðilegar,“ segir Magnea og brosir. Þarf að styrkja leik- mannahópinn Magnea segir að þegar liðið fór upp um deild síðasta sumar, hafi verið ljóst að framundan væri undirbún­ ingstímabil þar sem æfingaálag yrði meira en stúlkurnar í Skagaliðinu voru vanar. Viðbrigðin yrðu tals­ verð. Hópurinn var mjög stór síð­ asta sumar, en eins og undanfarin ár mikið af ungum stelpum, flest­ ar enn í 2. flokki. „Það kom strax í ljós að margar stelpnanna sem voru á jaðrinum að komast í hópinn fyr­ ir leikina voru ekki tilbúnar að tak­ ast á við stífar æfingar. Það eru níu hættar frá síðasta hausti sem er allt­ of mikið. Ein hætti vegna náms, ein vegna vinnu, ein vegna barnsburðar og nokkrar vegna áhugaleysis. En eftir eru „jaxlarnir“ sem ég kalla. Þær hafa lagt sig gríðarlega fram og eiga mikið hrós skilið. Við erum með 19 manna hóp og þurfum að styrkja leikmannahópinn fyrir mót­ ið. Ég fæ að bæta við fjórum leik­ mönnum, markmanni og þremur útispilurum. Eins og staðan er í dag koma þrjár frá Bandaríkjunum og ein frá Englandi. Ég vona vissulega að það standist að þarna séum við að fá mjög sterka leikmenn. Að því gefnu tel ég að við getum eins og ég segi orðið spútnikliðið í deildinni. Ég reikna fastlega með að deild­ in verði tvískipt. Við viljum vera best af liðunum sem teljast slakari í deildinni, en munum samt ekki sætta okkur við að tapa fyrir bestu liðunum. Það verður spilað til sig­ urs og númer eitt hjá okkur verður að tryggja sæti okkar í deildinni.“ Mikil áhersla á þrek- og úthaldsþjálfun Í æfingunum í vetur hefur ekki síst verið lögð áhersla á þrek­ og út­ haldsþjálfun. Í því sambandi hefur verið leitað í smiðju Silju Úlfars­ dóttur frjálsíþróttaþjálfara hjá FH. Þessi úthaldsþjálfun byggist mik­ ið upp á stuttum sprettum en ekki langhlaupum. Anna Lilja Valsdótt­ ir hefur stjórnað þessum hlaupa­ æfingum með Magneu og Mar­ gréti Ákadóttur aðstoðarþjálfara. „Það verður gaman að sjá útkom­ una eftir veturinn hjá okkur en ég held þetta ráðast rosalega mikið hjá okkur í sumar af því hversu góðu formi liðið verður í. Allir leikir hjá okkur verða miklir baráttuleikir og þá skilur oft á milli hvort liðið er í betra formi. Við ætlum að vera vel undirbúnar fyrir baráttuna og þannig getum við strítt sterkari lið­ unum í deildinni,“ segir Magnea. Það hefur vakið athygli í leikj­ unum í vetur að markvörður gamla Skagaliðsins í kvennaboltanum, Steindóra Steinsdóttir, hefur tek­ ið fram hanskana að nýju og spilað nokkra leiki með ÍA. Magnea segir að með aðeins meiri leikæfingu sé hún tilbúin að spila í efstu deild, en eins og áður segir er einn útlensku leikmannanna sem fenginn verð­ ur til að styrkja liðið markvörður. Markvörður ÍA frá síðasta sumri, Guðrún Valdís Jónsdóttir, hefur sótt um í bandarískum háskóla og er skuldbundin félaginu innan skól­ ans þótt margir mánuðir séu þar til hún fer að spila með því. Fótboltinn verður að vera númer eitt Magnea telur að umgjörðin sé góð í kringum knattspyrnuna á Akranesi um þessar mundir. Henni líst mjög vel á nýja stjórn í Knattspyrnu­ félagi ÍA. „Ég hef rætt við fólkið og líst rosalega vel á það. Sama er við hvern ég tala, það eru greinlega allir samtaka í því að vinna í sömu átt. Ég hef trú á því að á næstu fimm til tíu árum munum við raða inn titlum og það verði á ný litið upp til okkar af landsmönnum. Ég er mjög bjartsýn á þetta. Mér finnst samt vanta hjá stelpunum á Skaganum í dag ákveð­ inn aga og þetta viðhorf sem var ríkjandi hjá gamla liðinu hérna ´89­ ´94, á gullaldartímanum í kvenna­ boltanum á Akranesi. Það vantar að allir séu að gefa sig alveg hundrað prósent í þetta og fótboltinn sé núm­ er eitt. Við erum mjög bjartsýnar fyrir sumarið, ég og aðstoðarþjálfari minn Margrét Ákadóttir. Við erum spenntar að sjá hvernig stelpurnar tækla Pepsídeildina, stóru deildina á Íslandi. Draumur allra knattspyrn­ ustelpna er að fá tækifæri til að sýna hæfileika sína og það á stóra sviðinu. Skagahjartað slær örar þetta sumar­ ið hjá okkur þjálfurunum og stelp­ unum. Og þó svo að við þurfum að skóla nokkur erlend hjörtu til í okkar hóp þá eru allar með hjartað á réttum stað þegar í gulu treyjuna er komið,“ sagði Magnea Guðlaugs­ dóttir að endingu. þá Frá úrslitaleik ÍA og Fylkis í 1. deildinni á Fylkisvelli síðasta haust. Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari kvennaliðs ÍA í fótboltanum sem spilar í Pepsídeildinni í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.