Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Page 23

Skessuhorn - 15.04.2014, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Steypustöð í Grundarrði í 51 ár Steypustöðin í Grundarfirði getur rekið sögu sína til þess er Björn Guðmundsson fékk sína tveggja poka steypuhrærivél árið 1963. Lárus Guðmundsson og Ágúst Sigurjónsson taka við keflinu árið 1974. Í þeirra tíð komu tveir öflugir steypubílar til sögunar. Árið 1981 tekur Ólafur Guðmundsson við rekstri á steypustöð í Grundarfirði. Í hans tíð er sett upp fullkomin steypustöð sem vigtar allt hráefni og er þar með ein af betri stöðvum á landinu. Í dag rekur Friðrik Tryggvason stöðina og hefur gert frá árinu 2002. Stórvirki unnið í samstar við Steypustöð Grundararðar S K E S S U H O R N 2 0 1 4 © L jó s m y n d : M a ts W ip e L u n d Landið sem þér er gefið Sýning um Guðmund Böðvarsson Við bjóðum til hátíðardagskrár og opnunar sýningar um skáldið á Kirkjubóli ��. apríl, á sumardaginn fyrsta. Þar mun Böðvar Guðmundsson segja frá föður sínum og nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist við texta Guðmundar, að mestu frumsamda. Einnig verða sýnd myndverk sem nemendur í grunnskólum héraðsins hafa gert við texta skáldsins. Dagskráin verður í salnum á neðri hæð Safnahúss og hefst kl. ��:��. Hún tekur um � klst., svo verður sýningin opnuð á efri hæðinni. Kaffiveitingar í lok dagskrár. Ókeypis aðgangur. ...Allar götur greiðir gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt... Safnahús Borgafjarðar Bjarnarbraut �—� ��� Borgarnes ��. apríl — ��. september ���� Opið ��:�� — ��:�� alla virka daga www.safnahus.is Listsköpun unga fólksins Safnahús Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar Forstöðumanns hjá Vinnumálastofnun Dag ur í lífi... Nafn: Guðrún Sigríður Gísla­ dóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Forstöðu­ maður hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi. Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Akranesi ásamt eiginmanni Guð­ mundi S. Jónssyni og þremur börnum. Við eigum fjögur börn; þrjá syni og eina dóttur. Einnig eigum við eitt barnabarn. Áhugamál: Samvera með fjöl­ skyldu og vinum. Útivera og ferðalög, íþróttir almennt t.d. hjólreiðar og boltaíþróttir. Vinnudagurinn: Fimmtudagur­ inn 10. apríl 2014. Fór á fætur kl. 5:35 og var mætt í Tabata í íþróttahúsinu á Jaðars­ bökkum um kl. 6.00. Ótrúlega gott að byrja daginn þannig. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Mætti klukkan 8. Byrjaði á því að hella upp á kaffi og kíkja yfir tölvupóstinn. Við Bryndís náms­ og starfsráðgjafi fórum svo yfir fyrirliggjandi verkefni til að und­ irbúa daginn sem best. Ég náði að svara nokkru tölvupóstum áður en ég fór á símafund kl. 9. Klukkan 10? Þá var ég að ljúka vikulegum símafundi með for­ stöðumönnum hjá VMST þar sem við fórum yfir ýmis sameig­ inleg verkefni. Hádegið? Þá skaust ég heim og setti á köku. Gleypti í mig ban­ ana til að fá smá orku. Klukkan 14: Var þá í síman­ um að aðstoða atvinnuleitanda. Þjónustusvæði okkar nær yfir allt Vesturland auk Reykhólahrepps þannig að mikill hluti starfsins fer fram í gegnum síma og tölvupóst. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fór úr vinnunni kl. 16:15, fór með bréf á pósthúsið á leiðinni heim áður en ég sótti yngsta son minn í skóladagvistina. Fastir liðir alla daga? Taka stöð­ una á fyrirliggjandi verkefnum og forgangsraða þeim. Svara tölvu­ póstum og erindum sem berast. Aðstoða þá sem til okkar leita. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Ráðning í eitt starf og líkur á að fyrirtækið ráði annan starfsmann til viðbótar. Alltaf ánægjulegt þegar atvinnu­ leitendur fá starf og atvinnurek­ endur eru ánægðir með þjónustu okkar. Var dagurinn hefðbundinn? Já, það má segja það svona að mestu leyti. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Seint á síðustu öld! 1. október 1998. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég veit ekki hvort þetta er fram­ tíðarstarf mitt en ég hef sinnt þessu starfi lengi og finnst það ennþá áhugavert og spennandi. Ég hef verið heppin að hafa frá­ bært samstarfsfólk bæði jákvætt og duglegt sem ég tel að skipti miklu máli í svona starfi. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já ég geri það. Gott að hitta samstarfsfólkið og takast saman á við fyrirliggjandi verkefni. Eitthvað að lokum? Ég óska öll­ um gleðilegra páska.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.