Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Page 25

Skessuhorn - 15.04.2014, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 var orðið ljóst að eiginfjárhlutfall sparisjóðsins væri komið undir lög­ mæt mörk og margir lántakendur komnir umfram 25% þak á útlána­ skuldbindingu sem hlutfalls af eig­ infjárgrunni samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Í lok árs 2008 var heildarstærð útlánasafns sparisjóðs­ ins 40 milljarðar króna og eiginfjár­ grunnur á sama tíma neikvæður um meira en 15 milljarða króna sam­ kvæmt ársreikningi. Mikil áhættuskuldbing til fjögurra einstaklinga Samtala stórra áhættuskuldbind­ inga mátti þá ekki fara yfir 800% af eiginfjárgrunni. Fjórir einstakling­ ar voru á skýrslu Sparisjóðs Mýra­ sýslu um stórar áhættuskuldbind­ ingar í árslok 2008, og nam heild­ arskuldbinding hvers þeirra á bilinu 307­478 milljóna króna. Heildar­ skuldbindingar þessara fjögurra einstaklinga námu samanlagt 1.478 milljónum króna. Samtals voru lagðar 808 milljónir króna í sér­ greint framlag í afskriftasjóð vegna þessara skuldbindinga. Um það bil helmingur lána í úrtaki rannsókn­ arnefndarinnar var vegna verkefna utan starfssvæðis samstæðu spari­ sjóðsins. Í úrtakinu voru mörg byggingar­ og fasteignafélög, en einnig önnur félög sem fengust við hótelrekstur, heildverslun, svína­ rækt, virkjanir, framleiðslu á plast­ vörum, tölvuþjónustu o.fl. Í skýrslu sparisjóðsins til Fjármálaeftirlits­ ins um stórar áhættuskuldbind­ ingar 31. desember 2008 voru 50 lánahópar með lán fyrir samtals 25,7 milljarða króna, eða sem nam 1.716% af eiginfjárgrunni spari­ sjóðsins, en samkvæmt skýrslunni var hann 1,5 milljarður króna. Stór hluti lánasafns til landbúnaðar Það var einkennandi fyrir spari­ sjóðinn meðal stærri sparisjóða hversu hár hluti lánasafns hans var til landbúnaðar, en sparisjóður­ inn lánaði fyrirtækjum í greininni á sínu starfssvæði og aðstoðaði þau fjárhagslega. Skýrslur rannsóknar­ nefndarinnar af stjórnendum spari­ sjóðsins sem og önnur gögn sem hún hefur haft til athugunar sýna að sparisjóðurinn hafi sýnt fram­ leiðslufyrirtækjum í Borgarfirði og á Mýrum mikla þolinmæði og ef til vill ekki haft eingöngu fjárhagsleg­ an ávinning sinn að leiðarljósi við lánveitingar. Þannig fékk Grísa­ garður ehf. lán hjá sparisjóðnum þótt félagið væri ógreiðslufært. Grísagarður ehf. var lengi einn af stærstu lánþegum sparisjóðsins, en árið 2003 fór félagið í gegnum fjár­ hagslega endurskipulagningu. Þá var hluta skulda félagsins við spari­ sjóðinn breytt í hlutafé, og eign­ aðist hann við það 15% hlutafjár í félaginu. Þrátt fyrir erfiðleika hjá Grísagarði ehf. hélt sparisjóðurinn áfram að veita félaginu ný lán á ár­ unum 2003­2007, bæði í íslensk­ um krónum og erlendum mynt­ um. Sveitarfélagið Borgarbyggð, eini stofnfjáreigandi sparisjóðsins, var einnig meðal stærstu skuldara hans. Stærð skuldbindingarinn­ ar var einkum vegna erlends láns sem sveitarfélagið fékk í septem­ ber 2007. Lánað til fasteignaverk- efna og lóðakaupa Sparisjóðurinn lánaði til nokkurra fasteignaverkefna og lóðakaupa, en lán til byggingaiðnaðar voru tölu­ verður hluti lánasafns sparisjóðsins. Í þessu samhengi má nefna lán til einkahlutafélags til kaupa á tveimur jörðum í Borgarbyggð árin 2003 og 2005. Um var að ræða eingreiðslu­ lán í erlendum myntum og við lok árs 2008 var veðstaðan vegna þeirra ekki góð þótt sparisjóður­ inn væri bæði með veð í jörðunum og sjálfskuldarábyrgð eigendanna. Höfuðstóllinn hafði hækkað mun meira en virði veðanna. Þá lánaði sparisjóðurinn byggingarfélagi til kaupa á jörð á Kjalarnesi, en þau lán voru í íslenskum krónum og til tuttugu ára. Sparisjóðurinn lánaði Sola Capital ehf. til kaupa á fast­ eignum á höfuðborgarsvæðinu, og á árinu 2008 lánaði sparisjóður­ inn Hanza­eignum ehf. til að taka yfir hluta skulda Sola Capital ehf. Þá fékk félagið Lónakot ehf. nokk­ ur eingreiðslulán í erlendri mynt á árunum 2006 og 2007, meðal ann­ ars til að fjármagna kaup félagsins á jörðinni Lónakoti við Hafnarfjörð. Á sama tíma keypti sparisjóðurinn 20% hlut í félaginu. Lán til félags­ ins voru ítrekað framlengd án þess að til greiðslu kæmi, og stóðu veð sparisjóðsins í hinum keyptu lóðum ekki undir skuldbindingum félags­ ins eftir gengisfall krónunnar. Lánað til kaupa í Icebank Síðla árs 2007 lánaði sparisjóð­ urinn um milljarð króna til nokk­ urra einkahlutafélaga til kaupa á hlutabréfum í Icebank hf. með öðrum veðrétti í hlutabréfunum sjálfum. Lánin voru í erlendum myntum og skyldu endurgreiðast á lokadegi, þremur árum eftir að þau voru veitt. Nokkrar áhættu­ skuldbindingar sparisjóðsins urðu svo stórt hlutfall af eiginfjárgrunni hans að sjóðurinn þurfti að óska eftir ábyrgðum frá öðrum fjármála­ stofnunum fyrir skuldbindingun­ um til þess að þær færu ekki upp fyrir lögbundið hámark í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins. Misbrestur í skjalagerð og tryggingatöku Regluverk um útlán Sparisjóðs Mýrasýslu var ófullkomið og sam­ þykktarferli við veitingu útlána ekki eins og tíðkaðist annars staðar; útlánaheimildir sparisjóðsstjóra og annarra starfsmanna voru miklar, en einstakir starfsmenn gátu skuld­ bundið sparisjóðinn fyrir mjög háar fjárhæðir. Þá var misbrestur á skjalagerð og formlegri trygginga­ töku. Til að mynda reyndist erf­ itt að útvega rannsóknarnefndinni gögn sem sýndu fram á að mat á greiðslugetu lántakenda hefði far­ ið fram. Þá vantaði upp á að fjár­ hagur lögaðila sem óskuðu eftir lánum sparisjóðsins væri kannaður, til að mynda vantaði oft ársreikn­ inga þeirra, og því var ógerlegt fyrir sparisjóðinn að fá raunsanna mynd af fjárhagsstöðu lántaka. Sem dæmi má nefna að Formhús ehf., stór lántaki hjá sparisjóðn­ um, skilaði ekki ársreikningi til ársreikningaskrár allt frá stofnun félagsins 2006. Hjá tveimur aðilum í úrtakinu gætti sparisjóðurinn þess ekki að framfylgja tryggingatöku vegna lána. Í báðum tilvikum liðu tæp tvö ár frá því lánin voru greidd út og þar til gengið var frá trygg­ ingum. Það sem verra var að bæði þessi veð töpuðust. Aflétt var veð­ um af tveimur eignum Sola Capital ehf. og síðan brást að önnur kæmu í staðinn. Þá var ekki gengið úr skugga um að bréf í óskráðu félagi sem veðsett var sparisjóðnum væru ekki veðsett annars staðar. Kaupfélag Borgfirðinga og tengdir aðilar Kaupfélag Borgfirðinga var stærsti einstaki lántakandi sparisjóðsins, en hann réðst einnig í sameiginleg­ ar fjárfestingar með kaupfélaginu. Samkvæmt skýrslunni voru Kaup­ félag Borgfirðinga svf. og tengdir aðilar stærsta áhættuskuldbinding sparisjóðsins í lok árs 2008 ef frá er talinn hópurinn sem fékk lán til kaupa á hlutabréfum í Icebank hf. Starfsemi kaupfélagsins var marg­ þætt, en það var eignarhaldsfélag, rak verslunardeild, tók þátt í smá­ söluverslun og átti og rak ýmsar fasteignir. Kaupfélag Borgfirðinga hafði verið lengi í viðskiptum við sparisjóðinn og var ein af stærstu áhættuskuldbindingum hans á ár­ unum 2007 og 2008. Lánahópnum tilheyrðu kaupfélagið, fjárfesting­ arfélag í eigu þess og félagið BK­ fasteignir ehf. 66 BK­fasteignir ehf. var fasteignafélag í eigu Borg­ arlands ehf. sem var í eigu Kaup­ félags Borgfirðinga að 44%, Spari­ sjóðs Mýrasýslu að 42% og Vest­ urlands hf. að 14%. 67 Borgarland ehf., sem var 100% eigandi BK­ fasteigna ehf., var aftur á móti skil­ greint sem hlutdeildarfélag í bók­ um sparisjóðsins, og var grein gerð fyrir skuldbindingum Borgarlands ehf. með Vesturlandi hf. sem einn­ ig var í helmingseigu Kaupfélags Borgfirðinga. Þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu sparisjóðsins fékk Kaupfélag Borgfirðinga nýtt ein­ greiðslulán til fimm ára 26. nóvem­ ber 2008, að fjárhæð 55 milljónir króna. Lónakot og Sigurplast Á stjórnarfundi 29. mars 2006 var samþykkt að kaupa 20% hlut í Lónakoti ehf. fyrir 147 milljónir króna og jafnframt að lána félaginu 36,8 milljónir króna með víkj­ andi hluthafaláni. Nokkrum dög­ um síðar, 4. apríl 2006, fékk Lóna­ kot ehf. lán í erlendri mynt að jafn­ virði 176 milljóna króna frá spari­ sjóðnum. Lánið var upphaflega til skamms tíma og skyldi greiða með einni greiðslu höfuðstóls og vaxta 3. júlí sama ár. Til trygging­ ar var 2. veðréttur í Hvassahrauni á jörðinni Lónakoti. Lánið var þrisvar sinnum endurfjármagnað með nýjum lánum. Í lok árs 2008 voru heildarskuldbindingar Lóna­ kots ehf. 1.037 milljónir króna og áhættuskuldbindingin 69,2% af eiginfjárgrunni Sparisjóðs Mýra­ sýslu. Á fundi lánanefndar Spari­ sjóðs Mýrasýslu 4. febrúar 2009 var samþykkt heimild til handa starfs­ manni sparisjóðsins að framlengja lánasamninga Lóankots ehf. frá mánuði til mánaðar eftir þörfum. Sparisjóðurinn sameinaðist Nýja Kaupþingi banka hf. stuttu síð­ ar, en Lónakot ehf. var úrskurðað gjaldþrota í október 2011. Sigurplast var fyrirtæki sem einnig var stór lántakandi hjá SPM. Skuldbindingar Sigurplasts ehf. hækkuðu mjög á árinu 2008 sök­ um óhagstæðra gengisbreytinga og námu 525 milljónum króna 30. júní 2008. Var áhættuskuldbindingin þá 35% af eiginfjárgrunni sparisjóðs­ ins. Í lok árs 2008 nam heildar­ skuldbinding Sigurplasts ehf. við Sparisjóð Mýrasýslu 852 millj­ ónum króna og var áhættuskuld­ bindingin 56,8% af eiginfjárgrunni sparisjóðsins. Sérgreint afskriftar­ framlag vegna Sigurplasts ehf. nam á sama tíma 635 milljónum króna. Sigurplast ehf. var tekið til gjald­ þrotaskipta í september 2010. Ar­ ion banki hf., sem hafði tekið yfir hluta af eignum þrotabúsins, seldi reksturinn til nýrra eigenda í apríl 2012. Ekki fengist fólk í áhættustýringu Áhættustýring sparisjóðsins var gagnrýnd í rannsóknarskýrslunni. Í athugasemdum sparisjóðsins kom fram að stjórnendum og stjórn sparisjóðsins hefði verið ljóst að ekki hefði verið nægilega vel staðið að áhættustýringu og gert ráð fyr­ ir að stofna sérstaka áhættustýring­ arstöðu. Auglýst hefði verið eftir aðila til að sinna því hlutverki hjá sparisjóðnum, en ekki hefðu feng­ ist fullnægjandi umsóknir um svo sérhæft starf og því hafi ekki orðið af ráðningu. Þá hafi sparisjóðurinn leitað til ráðgjafarfyrirtækja til þess að sinna áhættustýringu í verktaka­ vinnu, en það fyrirkomulag hafi ekki þótt henta. Arður af stofnfjáreign Sparisjóður Mýrasýslu greiddi stofnfjárhöfum sínum jafnan arð af stofnfé þeirra. Á árunum 2001– 2008 námu arðgreiðslur vegna næstliðinna rekstrarára samtals nærri 274 milljónum króna, þar af voru tæplega 268 milljónir króna greiddar vegna ársins 2007. Ekki var greiddur arður vegna 2004, enda þótt tillaga um greiðslu 15% arðs væri samþykkt á aðalfundi 11. mars 2005. Greiðsla arðs vegna 2006 og 2007 var ekki í samræmi við reglur Tryggingasjóðs spari­ sjóða. Arðgreiðslan vegna árs­ ins 2006 nam 69,3% af stofnfé, en leyfilegt hámark, þ.e. raunarðsemi eigin fjár, var þá 58,6%, og mun­ aði þar tæpum 480 þúsund krón­ um. Arðgreiðsla vegna ársins 2007 var fimmfalt hærri en heimilt var samkvæmt reglunum eða 53% í stað 10%, og munaði þar nærri 215 milljónum króna. Greiðslan til eina stofnfjárhafans, Borgarbyggð­ ar, eftir aðalfundinn 2008 nam 267,7 milljónum króna eða 214,7 milljónum króna umfram það sem heimilt var. Í fundargerð aðalfund­ ar Sparisjóðs Mýrasýslu 4. apríl 2008 var bókuð undir lið 5 „Til­ laga um arðgreiðslu til stofnfjár­ aðila.“ Ekki er að sjá sem nein um­ ræða um arðgreiðsluna eða útlegg­ ing á henni hafi farið fram á stjórn­ arfundum. Innra eftirlit í lamasessi Við skoðun á innra eftirliti spari­ sjóðanna var leitast við að kanna hvernig fyrirkomulagi þess var háttað og hvort veikleikar hefðu verið í eftirlitskerfum sparisjóð­ anna. Áhersla er lögð á skoðun tímabilsins 2005–2008. Fjármála­ eftirlitið veitti sparisjóðnum und­ anþágu frá rekstri eigin innri end­ urskoðunardeildar í kjölfar samn­ ings sparisjóðsins við KPMG end­ urskoðun hf. um innri endurskoð­ un árið 2004. Árið 2006 sagði sparisjóðurinn upp samningn­ um við KPMG og setti á fót eigin innri endurskoðunardeild. Sú deild annaðist einnig innri endurskoðun dótturfélaganna, Sparisjóðs Ólafs­ fjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar, frá árinu 2006 og Reykjavík Capi­ tal hf. frá árinu 2008. Í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefndinni sagði fyrrum sparisjóðsstjóri að ástæð­ an fyrir því að ákveðið hafi ver­ ið að hafa innri endurskoðanda innanborðs en nýta ekki þjónustu KPMG hefði verið sú að talið hefði verið að það yrði í betri höndum að hafa aðgang að innri endurskoð­ un „innanhúss“ og taldi hann það betra fyrir stofnunina. Hlutverk innri endurskoðanda var ekki skil­ greint hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en þegar innri endurskoðandi var ráð­ inn sem forstöðumaður innri end­ urskoðunar sumarið 2006 átti við­ komandi frumkvæði að því að gera drög að erindisbréfi þar sem um­ gjörð innri endurskoðunar var skil­ greind. Ekki var gengið formlega frá því. Tjáði starfsmaðurinn rann­ sóknarnefndinni að hann teldi að ekki hefði verið mikill skilning­ ur á hlutverki innri endurskoðun­ ar, hvorki á meðal starfsmanna né stjórnenda. Á fundi stjórnar spari­ sjóðsins 10. október 2007 var bók­ að að innri endurskoðandi hefði sagt starfi sínu lausu. Ekki er að finna í gögnum stjórnar að ráðning nýs innri endurskoðanda hafi kom­ ið á dagskrá stjórnar, en sparisjóðs­ stjóri réð nýja manneskju til starfa. Viðkomandi tók við starfi forstöðu­ manns innri endurskoðunar og leit á sparisjóðsstjóra sem næsta yfir­ mann sinn, en ekki stjórn og hafði lítil samskipti við hana. Fram kom í skýrslu viðkomandi fyrir rann­ sóknarnefndinni að ekki hefði ver­ ið gert erindisbréf vegna starfsins þegar viðkomandi hóf störf í árslok 2007. Fjármálaeftirlitið kallaði eft­ ir starfsreglum innri endurskoðun­ ar í tengslum við úttekt á útlánaá­ hættu, markaðsáhættu og eftirliti með peningaþvætti sumarið 2008, en vísað var til þeirra í starfsreglum stjórnar sparisjóðsins. Reglurnar bárust ekki Fjármálaeftirlitinu, og leit það svo á að þessar reglur væru ekki til. Úttekt á áhættustýringu SM Fyrrum sparisjóðsstjóri stað­ festi fyrir rannsóknarnefndinni að áhættustýringarnefnd hafi ekki verið virk og staðfesti það álit Fjár­ málaeftirlitsins að áhættustýring sparisjóðsins væri ekki virk. Hvorki væru framkvæmd álagspróf á út­ lánasafni samstæðunnar né grein­ ing á útlánaáhættu. Hvergi væri skilgreint verklag vegna lána í tapsáhættu. Tryggingar vegna út­ lána hefðu ekki verið metnar og ekki væri um að ræða verklag sem bæri að fylgja ef frávik yrðu á trygg­ ingum vegna útlána. Þá var einnig gerð sú athugasemd að áhættustýr­ ingarnefnd fundaði ekki reglulega og fundargerðir nefndarinnar væru ekki tiltækar. Sparisjóðurinn svar­ aði þessum athugasemdum Fjár­ málaeftirlitsins í bréfi 3. október 2008, en þá hafði orðið gagnger breyting á regluverki og innra eft­ irliti sjóðsins. Í því bréfi var vísað til þess að stjórnendum sparisjóðs­ ins væri kunnugt um að áhættu­ stýringu hefði verið ábótavant þeg­ ar vettvangsathugunin fór fram og reynt hefði verið að ráða starfs­ mann í áhættustýringu í þó nokk­ urn tíma, en enginn fundist sem uppfyllti skilyrði til svo sérhæfðs starfs. Stjórnin hefði hins vegar, frá því að skýrsla Fjármálaeftir­ litsins var gerð, samið við Kaup­ þing banka um að sinna áhættu­ stýringu sparisjóðsins þótt nánari útfærsla samstarfsins lægi ekki fyr­ ir. Fjármálaeftirlitinu yrði tilkynnt um þær ráðstafanir síðar. Í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefndinni staðfesti fyrrum stjórnarformað­ ur sparisjóðsins að áhættustýring hefði verið lítil sem engin í spari­ sjóðnum. þá

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.